Umhverfis- og dreifbýlisráð

9. fundur 11. maí 2023 kl. 08:15 - 10:20 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Júlía Ósk Júlíusdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Emil Júlíus Einarsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson embættismaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson Verkefnastjóri
Dagskrá
Eiður Smári Árnason boðaði forföll og í hans stað mætti Monika Margrét Stefánsdóttir.
Júlía Ósk Júlíusdóttir boðaði einnig forföll og í hennar stað mætti Emil Júlíus Einarsson.
Í upphafi fundar var lagt til að bæta við máli nr. 202305046
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

1.Umsókn um styrk í framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2023

Málsnúmer 202304112Vakta málsnúmer

Til umræðu umsókn í framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2024.
Umhverfis-og dreifbýlisráð felur framkvæmdarsviði að undirbúa umsókn í framkvæmdarsjóð ferðamannastaða 2024 fyrir hugmyndasamkeppni að útsýnisstað í Múla og endurbyggingu gömlu bryggjunnar á Hauganesi.
Ráðið leggur til að endurbygging gömlu bryggjunar á Hauganesi verði sett í forgang þegar unnar verða umsóknir fyrir 2024.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Íbúafundur Eigna- og framkvæmdadeildar á Árskógssandi í maí 2023

Málsnúmer 202305015Vakta málsnúmer

Helga Íris Ingólfsdóttir kynnir fundagerð frá íbúafundi á Árskógssandi sem haldinn var 2. maí 2023.
Umhverfis-og dreifbýlisráð vísar fundagerðinni til vinnu við fjárhagáætlun 2024.

Ráðið þakkar Helgu Írisi fyrir samantektina.

3.Íbúafundur Eigna- og framkvæmdadeildar á Hauganesi í maí 2023

Málsnúmer 202305016Vakta málsnúmer

Helga Íris Ingólfsdóttir kynnir fundagerð frá íbúafundi sem haldinn var á Hauganesi 3. maí 2023.
Umhverfis-og dreifbýlisráð vísar fundagerðinni til vinnu við fjárhagáætlun 2024.

Ráðið þakkar Helgu Írisi fyrir samantektina.

4.Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

Á 1076. fundi byggðarráðs Dalvíkurbyggðar þann 4. maí 2023 var því beint til fagráða að taka vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 til umfjöllunar.
Lagt fram til kynningar

5.Umsókn um beitiland

Málsnúmer 202305043Vakta málsnúmer

Með innsendu erind dags. 8. maí 2023 óskar Kristinn Ingi Valsson eftir leyfi til að girða hólf fyrir hesta norðan Brimnesbrautar 31 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina svo framarlega sem svæðis sé girt tryggilega á kostnað umsækjanda og að umsækjandi leggi fram samþykki eigenda Brimnesbrautar 23-39 áður en gengið er frá leigusamningi.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Fjallgirðingarmál 2023

Málsnúmer 202305045Vakta málsnúmer

Til umræðu og afgreiðslu viðhald fjallgirðinga 2023.
Umhverfis-og dreifbýlisráð leggur til að eftirtaldar girðingar verði endurnýjaðar sumarið 2023.
Lokið verði við endurbætur á fjallgirðingunni á Árskógssandi
Endurnýjuð verði girðingin á landamerkjum Hrafnsstaðakots og Ytra-Holts.
Ráðið vísar endurnýjun á girðingu í landi Hamars til umræðu í veitu-og hafnarráði.
Ráðið felur starfsmönnum framkvæmdasviðs að ræða við Vegagerðina um aðkomu þeirra að endurnýjun fjallgirðinga í Dalvíkubyggð.
Starfsmönnum framkvæmdasvið falið að kalla fjallskiladeild Árskógsdeildar til fundar í haust þar sem rætt verður framtíðar fyrirkomulag fjallgirðingarmála.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Fjárhagsáætlun 2022; Girðing Hrafnsstaðakot Ytra-Holt. endurnýjun

Málsnúmer 202106116Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá eigendum Hrafstaðakots frá 2021 þar sem óskað er eftir aðkomu sveitafélagsins við endurnýjun landamerkjagirðingar.
Umhverfis-og dreifbýlisráð samþykkir að fara í þessa framkvæmd sumarið 2023.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

8.Hreinsunarátak 2023

Málsnúmer 202305049Vakta málsnúmer

Til umræðu hreinsunarátak í Dalvíkurbyggð 2023.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur Framkvæmdasviði að fylgja eftir þessu hreinsunarátaki og jafnframt að leggja mat á kostnað sem það felur í sér.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

9.Til umsagnar 914. mál frá nefnda- og greiningarsvið Alþingis

Málsnúmer 202304020Vakta málsnúmer

Með rafpósti dags. 31. mars 2023 óskar atvinnuveganefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu til ársins 2040.
Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

10.Skýrsla um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa

Málsnúmer 202303219Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar skýrsla frá Innviðaráðuneytinu um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

11.Lendingar á þyrlum í þéttbýli Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202305046Vakta málsnúmer

Til umræðu lendingar á þyrlum og framkvæmdir því tengdu í landi Dalvíkurbyggðar.
Umhverfis-og dreifbýlisráð tekur undir bókun skipulagsráðs frá 10. fundi ráðsins þann 10. maí 2023.

"Að gefnu tilefni bendir skipulagsráð á að lending á þyrlum í þéttbýli er háð samþykki Samgöngustofu auk samþykkis hlutaðeigandi sveitarfélags og lögregluyfirvalda. Jafnframt bendir ráðið á að allar framkvæmdir utan lóðarmarka eru háðar samþykki landeiganda."

Samþykkt samhjóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 10:20.

Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Júlía Ósk Júlíusdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Emil Júlíus Einarsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson embættismaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson Verkefnastjóri