Á 9.fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 11.maí sl. var eftirfarandi bókað: "Til umræðu og afgreiðslu viðhald fjallgirðinga 2023. Niðurstaða: Umhverfis-og dreifbýlisráð leggur til að eftirtaldar girðingar verði endurnýjaðar sumarið 2023. Lokið verði við endurbætur á fjallgirðingunni á Árskógssandi. Endurnýjuð verði girðingin á landamerkjum Hrafnsstaðakots og Ytra-Holts. Ráðið vísar endurnýjun á girðingu í landi Hamars til umræðu í veitu-og hafnarráði. Ráðið felur starfsmönnum framkvæmdasviðs að ræða við Vegagerðina um aðkomu þeirra að endurnýjun fjallgirðinga í Dalvíkubyggð. Starfsmönnum framkvæmdasvið falið að kalla fjallskiladeild Árskógsdeildar til fundar í haust þar sem rætt verður framtíðar fyrirkomulag fjallgirðingarmála. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Lokið verði við endurbætur á fjallgirðingunni á Árskógssandi
Endurnýjuð verði girðingin á landamerkjum Hrafnsstaðakots og Ytra-Holts.
Ráðið vísar endurnýjun á girðingu í landi Hamars til umræðu í veitu-og hafnarráði.
Ráðið felur starfsmönnum framkvæmdasviðs að ræða við Vegagerðina um aðkomu þeirra að endurnýjun fjallgirðinga í Dalvíkubyggð.
Starfsmönnum framkvæmdasvið falið að kalla fjallskiladeild Árskógsdeildar til fundar í haust þar sem rætt verður framtíðar fyrirkomulag fjallgirðingarmála.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.