Á 7. fundi umhverfisráðs- og dreifbýlisráðs þann 3. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir umsókn frá Arnfríði Friðriksdóttur, dagsett 28. febrúar 2023, um framkvæmdarleyfi vegna fyrirhugaðrar efnistöku við Hálsá.Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til við sveitarstjórn að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku við Hálsá með fyrirvara um að fyrir liggi nauðsynleg gögn skv. reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi sem og jákvæð umsögn fiskistofu skv. 7. gr. sömu laga. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Á 8. fundi skipulagsráðs þann 8. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir umsókn frá Arnfríði Friðriksdóttur, dagsett 28. febrúar 2023, um framkvæmdarleyfi vegna fyrirhugaðrar efnistöku við Hálsá.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til að unnin verði skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi og hún kynnt sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Þar verði gerð grein fyrir fyrirhugaðri efnisnámu við Hálsá, forsendum tillögunnar, áætluðu efnismagni, frágangi og líklegum áhrifum. Í framhaldi af því verði lögð fram, kynnt og auglýst tillaga að aðalskipulagsbreytingu sbr. 1. mgr. 36. gr.laganna. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.