Umsókn um framkvæmdarleyfi við Hálsá

Málsnúmer 202303003

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 7. fundur - 03.03.2023

Tekin fyrir umsókn frá Arnfríði Friðriksdóttur, dagsett 28. febrúar 2023, um framkvæmdarleyfi vegna fyrirhugaðrar efnistöku við Hálsá.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til við sveitarstjórn að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku við Hálsá með fyrirvara um að fyrir liggi nauðsynleg gögn skv. reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi sem og jákvæð umsögn fiskistofu skv. 7. gr. sömu laga.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 8. fundur - 08.03.2023

Tekin fyrir umsókn frá Arnfríði Friðriksdóttur, dagsett 28. febrúar 2023, um framkvæmdarleyfi vegna fyrirhugaðrar efnistöku við Hálsá.
Skipulagsráð leggur til að unnin verði skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi og hún kynnt sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Þar verði gerð grein fyrir fyrirhugaðri efnisnámu við Hálsá, forsendum tillögunnar, áætluðu efnismagni, frágangi og líklegum áhrifum. Í framhaldi af því verði lögð fram, kynnt og auglýst tillaga að aðalskipulagsbreytingu sbr. 1. mgr. 36. gr.laganna.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 357. fundur - 21.03.2023

Á 7. fundi umhverfisráðs- og dreifbýlisráðs þann 3. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir umsókn frá Arnfríði Friðriksdóttur, dagsett 28. febrúar 2023, um framkvæmdarleyfi vegna fyrirhugaðrar efnistöku við Hálsá.Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til við sveitarstjórn að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku við Hálsá með fyrirvara um að fyrir liggi nauðsynleg gögn skv. reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi sem og jákvæð umsögn fiskistofu skv. 7. gr. sömu laga. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "

Á 8. fundi skipulagsráðs þann 8. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir umsókn frá Arnfríði Friðriksdóttur, dagsett 28. febrúar 2023, um framkvæmdarleyfi vegna fyrirhugaðrar efnistöku við Hálsá.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til að unnin verði skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi og hún kynnt sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Þar verði gerð grein fyrir fyrirhugaðri efnisnámu við Hálsá, forsendum tillögunnar, áætluðu efnismagni, frágangi og líklegum áhrifum. Í framhaldi af því verði lögð fram, kynnt og auglýst tillaga að aðalskipulagsbreytingu sbr. 1. mgr. 36. gr.laganna. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að hafna afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs um að veita framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku við Hálsá með vísan í afgreiðslu skipulagsráðs frá 8. mars sl.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs um að unnin sé skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi og hún kynnt sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Þar verði gerð grein fyrir fyrirhugaðri efnisnámu við Hálsá, forsendum tillögunnar, áætluðu efnismagni, frágangi og líklegum áhrifum. Í framhaldi af því verði lögð fram, kynnt og auglýst tillaga að aðalskipulagsbreytingu sbr. 1. mgr. 36. gr.laganna

Skipulagsráð - 10. fundur - 10.05.2023

Gunnþór E. Sveinbjörnsson og Helga Íris Ingólfsdóttir komu aftur inn á fundinn kl. 14:40.
Tekin var fyrir skipulagslýsing dags. í apríl 2023 fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem gerð er grein fyrir áformum um efnisnámu við Hálsá norðan þjóðvegar sbr. umsókn frá Arnfríði Friðriksdóttur dags. 28. febrúar 2023 og bókun sveitarstjórnar um erindið 21. mars 2023.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði send umsagnaraðilum og kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

Sveitarstjórn - 359. fundur - 06.06.2023

Á 10.fundi skipulagsráðs var eftirfarandi bókað: "Tekin var fyrir skipulagslýsing dags. í apríl 2023 fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem gerð er grein fyrir áformum um efnisnámu við Hálsá norðan þjóðvegar sbr. umsókn frá Arnfríði Friðriksdóttur dags. 28. febrúar 2023 og bókun sveitarstjórnar um erindið 21. mars 2023. Niðurstaða: Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði send umsagnaraðilum og kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs, að skipulagslýsingin verði send umsagnaraðilum og kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 17. fundur - 14.02.2024

Kynningu á skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um efnisnám við Hálsá lauk þann 30. desember sl.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Fiskistofu, Hafrannsóknastofnun, Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Minjastofnun Íslands, Hörgársveit, Fjallabyggð, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að láta vinna drög að tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið og kynna í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Sveitarstjórn - 366. fundur - 20.02.2024

Á 17. fundi skipulagsráðs þann 14. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Kynningu á skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um efnisnám við Hálsá lauk þann 30. desember sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Fiskistofu, Hafrannsóknastofnun, Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Minjastofnun Íslands, Hörgársveit, Fjallabyggð, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun.Niðurstaða:Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að láta vinna drög að tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið og kynna í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs um að fela skipulagsfulltrúa að láta vinna drög að tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindi vegna áforma um efnisnám við Hálsá og kynna í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 21. fundur - 04.06.2024

Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um efnisnám við Hálsá lauk þann 2.júní sl.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Fjallabyggð, Hafrannsóknastofnun, Fiskistofu, Vegagerðinni, Umhverfisstofnun og Minjastofnun Íslands.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að tillagan verði auglýst skv. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 370. fundur - 18.06.2024

Á 21. fundi skipulagsráðs þann 4. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um efnisnám við Hálsá lauk þann 2.júní sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Fjallabyggð, Hafrannsóknastofnun, Fiskistofu, Vegagerðinni, Umhverfisstofnun og Minjastofnun Íslands.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að tillagan verði auglýst skv. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að tillagan verði auglýst skv. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.