Sveitarstjórn

377. fundur 18. febrúar 2025 kl. 16:15 - 17:40 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Jóhann Már Kristinsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Lilja Guðnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Þorsteinn Ingi Ragnarsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Engar athugasemdir komu fram um fundarboð eða fundarboðun. Gengið til dagskrár.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1138

Málsnúmer 2501013FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Liður 8 er sér mál á dagskrá; mál 202302116
Liður 9 er sér mál á dagskrá; mál 202501106

Enginn tók til máls.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1139

Málsnúmer 2502001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 13.liðum.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202410056
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202502025
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202501139

Enginn tók til máls.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1140

Málsnúmer 2502005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 14 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; mál 202406129
Liður 2 er sér liður á dagskra; mál 202501129
Liður 3 er sér liður á dagskrá; mál 202403127
Liður 4 er sér liður á dagskrá; mál 202411109
Liður 5 er sér liður á dagskrá; mál 202501104
Liður 6 er sér liður á dagskrá; mál 202501106
Liður 7 er sér liður á dagskrá; mál 202409040
Liður 8 er sér liður á dagskrá; mál 202303137
Liður 10 er sér liður á dagskrá; mál 202501089
Liður 11 er sér liður á dagskrá; mál 202110061


Enginn tók til máls.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Íþrótta- og æskulýðsráð - 170

Málsnúmer 2501014FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202411139.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202412041.
Enginn tók til máls.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 144

Málsnúmer 2501016FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 12 liðum.
Liður 10 er sér mál á dagskrá; mál 202501129

Enginn tók til máls.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Umhverfis- og dreifbýlisráð - 29

Málsnúmer 2502002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202502030
Enginn tók til máls.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Félagsmálaráð - 285

Málsnúmer 2501006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fræðsluráð - 302

Málsnúmer 2502003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; mál 202411139
Liður 6 er sér liður á dagskrá; mál 202311016
Enginn tók til máls.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Skipulagsráð - 31

Málsnúmer 2502004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 18.liðum.
Liður 2 er sér liður á dagskrá; mál 202406092
Liður 3 er sér liður á dagskrá; mál 202402088
Liður 4 er sér liður á dagskrá; mál 202303003
Liður 5 er sér liður á dagskrá; mál 202501131
Liður 8 er sér liður á dagskrá; mál 202502059
Liður 11 er sér liður á dagskrá; mál 202405085
Liður 15 er sér liður á dagksrá; mál 202501118



Enginn tók til máls.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Frá 1138.fundi byggðaráðs þann 30.1.2025; Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045 - skipan vinnuhóps.

Málsnúmer 202302116Vakta málsnúmer

Á 1138.fundi byggðaráðs þann 30.janúar sl. var eftirfarandi bókað:
Á 376. fundi sveitarstjórnar þann 21. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 30. fundi skipulagsráðs þann 15. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
Lögð fram til umræðu tillaga um að stofnaður verði þverfaglegur vinnuhópur um Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025- 2045 sem skipaður verði fulltrúum úr fagráðum sveitarfélagsins.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til að stofnaður verði vinnuhópur um gerð nýs aðalskipulags, skipaður einum fulltrúa úr hverju fagráði sveitarfélagsins.
Skipulagsráð óskar eftir tilnefningum fagráða um fulltrúa í vinnuhópinn fyrir næsta fund skipulagsráðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til samþykktar.
Til máls tóku:
Freyr Antonsson sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til umfjöllunar afgreiðslu hvað varðar erindisbréf og skipun fulltrúa í vinnuhópinn.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar."

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að K-listi tilefni 3 fulltrúa þar af er formaður skipulagsráð, D- listi 2 fulltrúa og B-listi 2 fulltrúa fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
Skipulagsfulltrúa er falið að gera drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.
Kjörnir fulltrúar í vinnuhópnum fái greitt fyrir fundarsetu.

Fyrir fundinum liggur:
a) Skipan í vinnuhóp um gerð nýs aðalskipulags Dalvíkurbyggðar.
b) Drög að erindisbréfi vinnuhópsins.
Til máls tóku:
Monika Margrét Stefánsdóttir

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum skipan vinnuhóps um gerð nýs aðalskipulags verði eftirfarandi: Katrín Sif Ingvarsdóttir, Gunnar Kristinn Guðmundsson og Emil Júlíus Einarsson frá K-lista, Benedikt Snær Magnússon og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir frá D-lista og Þorsteinn Ingi Ragnarsson og Eiður Smári Árnason frá B-lista.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að erindisbréfi vinnuhópsins.

11.Frá 1138. og 1140.fundi byggðaráðs þann 30.1.2025 og 13.2.2025; Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi, lokun flugbrautar

Málsnúmer 202501106Vakta málsnúmer

Á 1138.fundi byggðaráðs þann 30.janúar sl. og var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi, dagsett þann 21. janúar 2025, varðandi yfirlýsngu vegna lokunar flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir áhyggjur Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi og lýsir yfir þungum áhyggjum vegna takmarkana á flugumferð um Reykjavíkurflugvöll.
Byggðaráð leggur áherslu á að málið snertir alla landsmenn, óháð búsetu, og því er brýnt að borgarstjórn grípi til nauðsynlegra aðgerða til að tryggja flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli án tafar. Við hvetjum borgaryfirvöld því til að bregðast við með ábyrgum hætti og tryggja að flugvöllurinn geti áfram sinnt þessu lífnauðsynlega hlutverki sínu án óþarfa hindrana.

Á 1140.fundi byggðaráðs þann 13.febrúar sl. var tekin fyrir krafa Miðstöðvar sjúkraflugs um tafarlaus viðbrögð vegna lokana á flugbrautum Reykjavíkurflugvallar, dagsett þann 6.febrúar 2025. Eftirfarandi var bókað:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar í sveitarstjórn.
Til máls tóku:
Freyr Antonsson sem leggur til eftirfarandi bókun:

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar ítrekar bókun byggðaráðs frá því 21.janúar sl. vegna lokunar á flugbrautum 13 og 31 á Reykjavíkurflugvelli. Sveitarstjórn skorar á á Reykjavíkurborg, stjórnvöld og Isavia að tryggja flugrekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar án tafar, þar sem málið varðar hagsmuni allra landsmanna. Sífelldar uppákomur borgaryfirvalda tengdar rekstri og öryggi Reyjavíkurflugvallar eru óboðlegar, þar sem Reykjavík sem höfuðborg ber ríka skyldu til að tryggja að samgöngur séu greiðar og öruggar fyrir alla landsmenn. Því hvetur sveitarstjórn borgaryfirvöld til að bregðast við með ábyrgum hætti og tryggja að Reykjavíkurflugvöllur geti áfram sinnt sínu lífsnauðsynlega hlutverki án óþarfa hindrana.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

12.Frá 1138.fundi byggðaráðs þann 30.1.2025; Vinnuhópur tækjabúnaðar Dalvíkurbyggðar 2024

Málsnúmer 202410056Vakta málsnúmer

Á 1139.fundi byggðarráðs þann 6.febrúar sl., var eftirfarandi bókað:

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Halla Dögg Káradóttir, veitustjóri, kl. 14:20 í gegnum TEAMS.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirfarandi gögn:

Fundargerð vinnuhóps um tækjabúnað Dalvíkurbyggðar, frá 09.10.2024.
Erindi til byggðaráðs dagsett þann 10.10.2024.
Minnisblað sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs til vinnuhópsins, dagsett þann 02.10.2024, varðandi ósk um að selja Nissan Rafmagnsbíl.

Í samþykktri fjárhags- og fjárfestingaáætlun 2025-2028 koma fram heimildir stofnana og deilda vegna kaupa á bifreiðum, tækjum og búnaði. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar um heimildir vegna Framkvæmdasviðs.

Halla Dögg vék af fundi kl. 14:39.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila sölu á Nissan Rafmagnsbíl og Massey Fergusson dráttarvél.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir sölu á Nissan Rafmagnsbíl og Massey Fergusson dráttarvél.

13.Frá 1139.fundi byggðaráðs þann 6.2.2025; One land Robot - beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 202502025Vakta málsnúmer

Á 1139.fundi byggðaráðs þann 6.febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyri erindi frá skipulagsfulltrúa, dagsett þann 5. febrúar 2025, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 til innleiðinar á OneLandRobot hugbúnaðarlausn frá OneSystems.

Óskað er eftir viðauka samtals að upphæð kr. 1.677.042 við deild 09210 sem lagt er til að sé mætt með tilfærslu á milli liða:
09210-4338 hækki um kr. 281.520.
09210-4331 hækki um kr. 340.548.
09210-2850 hækki um kr. 1.054.975.
Á móti lækki liður 09210-4320 um kr. 1.020.001 og liður 09210-4391 lækki um kr. 657.041.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 2 við fjárhagsáætlun 2025 vegna deildar 09210, og vísar honum til umfjöllar og afgreiðslu í sveitartjórn.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2025 vegna deildar 09210 skv. ofangreindri sundurliðun.

14.Frá 1139.fundi byggðaráðs þann 6.2.2025; Frá Eignaveri fasteignasölu ehf. - Forkaupsréttur á Árbakka

Málsnúmer 202501139Vakta málsnúmer

Á 1139.fundi byggðaráðs þann 6.febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Eignaveri fasteignasölu ehf., dagsett þann 30. janúar sl., þar sem Dalvíkurbyggð er boðinn forkaupsréttur á grundvelli erfðafestusamnings á eignunum fnr. 215-6697 og fnr. 215-6698 sem landeigandi vegna sölu á umræddum eignum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð nýti sér ekki ofangreindan forkaupsrétt.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að sveitarfélagið nýti sér ekki forkaupsrétt á grundvelli erfðafestusamnings á heildar fasteigninni Árbakka.

15.Frá 1140.fundi byggðaráðs þann 13.2.2025; Hafnarskúr, könnun á húsnæði - tillaga um leigu á húseiningum/gámum.

Málsnúmer 202406129Vakta málsnúmer

Á 1140.fundi byggðaráðs þann 13.febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Á 144. fundi veitu- og hafnaráðs þann 5. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Yfirhafnavörður Björgvin Páll Hauksson fór yfir stöðu mála. Með fundarboði var lagt fram sölutilboð og teikningar af gámaeiningum frá Stólpi Gámar.
Niðurstaða : Lagt fram til kynningar."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá sveitarstjóra, dagsett þann 11. febrúar 2025, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 2.500.000 vegna leigu á gámaeiningu frá Stólpa Gámar. Fram kemur hjá sveitarstjóra að þær úrbætur sem ráðast þarf í eru það umfangsmikilar og kalla í raun á endurbyggingu hafnaskúrs. Því er lagt til að leigð verði gámaeining frá Stólpi Gámar skv. fyrirliggjandi tilboði og farið verði í þá vinnu að finna nýja staðsetningu á hafnaskúr. Jafnframt að skoðað verði hvort byggja eigi eða kaupa einingarhús fyrir starfsmenn hafna Dalvíkurbyggðar.

Forsaga málsins er úttekt frá EFLU á húsnæði hafnastarfsmanna frá 21. október sl. sem tekin var fyrir á fundi veitu- og hafnaráðs þann 6. nóvember sl. Ráðið lagði til að farið verði af stað í þá vinnu að finna bráðabirgðahúsæði fyrir vigtarskúr í ljósi niðurstöðu skýrslu Eflu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun 2025, að upphæð kr. 2.500.000 á lið 41210-4410 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 2.500.000.- á lið 41210-4410 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

16.Frá 1140.fundi byggðaráðs þann 13.2.2025; Ný flotbryggja í Dalvíkurhöfn - HD011

Málsnúmer 202501129Vakta málsnúmer

Á 1140.fundi byggðaráðs þann 13.febrúar var eftirfarandi bókað:
Á 144. fundi veitu- og hafnaráðs þann 5. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Yfirhafnavörður Björgvin Páll Hauksson fór yfir þau gögn sem liggja fyrir vegna kaupa á nýrri flotbryggju á Dalvík. Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að kaupa 2 sinnum 20 metra langar og 3 metra breiðar, steyptar flotbryggjur með fríborði 0,5 metra, frá Köfunarþjónustunni. Sveitarstjóra er falið að útbúa viðauka vegna verkefnisins og leggja fyrir byggðaráð."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá sveitarstjóra, dagsett þann 11. febrúar 2025, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð kr. 20.000.000 á lið 42200-11551 vegna flotbryggju í Dalvíkurhöfn. Sveitarstjóri hefur óskað eftir styrk frá Siglingasviði Vegargerðarinnar en á þessari stundu liggur ekki fyrir svar frá Vegagerðinni.

Forsaga málsins er úttekt Köfunarþjónustunnar á flotbryggjum Hafnasjóðs í Dalvíkurhöfn frá því í júlí sl. Búið er að bregðast við þeim atriðum sem bent var á að þyrfti að sinna strax en það hefur ekki dugað til og niðurstaðan er að það verði ekki undan því vikist að fara í þetta verkefni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 4 við fjárhagsáætlun 2025, þannig að liður 42200-11551 hækki um kr. 20.000.000 vegna flotbryggju í Dalvíkurhöfn og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs og afgreiðslu byggðaráðs, þannig að sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 20.000.000.- á lið 42200-11551 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

17.Frá 1140.fundi byggðarráðs þann 13.2.2025; Raforkuvæðing hafnarsvæðis, hönnun á snjalltenglum - HD019

Málsnúmer 202403127Vakta málsnúmer

Á 1140.fundi byggðaráðs þann 13.febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Á 142. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjóri fór yfir stöðuna á verkefninu, það mun ekki nást að klára verkefnið á þessu ári. Lagt fram til kynningar."

Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra, dagsett þann 11. febrúar sl., þar sem fram kemur að snjallvæðing rafmagns á flotbryggjum í Dalvíkurhöfn átti að klárast á árinu 2024. Þrjú fyrirtæki komu að verkinu en Elektro náði ekki að ljúka við sinn hluta verksins. Þar sem ekki er gert ráð fyrir þessu verkefni á árinu 2025 óskar sveitarstjóri eftir viðauka að upphæð kr. 2.800.000 á lið 42200-11551 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun 2025, að upphæð kr. 2.800.000 á lið 42200-11551 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 2.800.000.- á lið 42200-11551 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

18.Frá 1140.fundi byggðaráðs þann 13.2.2025; Laxós; Beiðni um viljayfirlýsingu um uppbyggingu á landeldi.

Málsnúmer 202411109Vakta málsnúmer

Á 1140. fundi byggðaráðs þann 13.febrúar sl var eftirfarandi bókað:
Á 1139. fundi byggðaráðs þann 6. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1138. fundi byggðaráðs þann 30. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Laxós ehf. dagett þann 28. janúar sl. er varðar áhrif framkvæmda og reksturs fiskeldisáforma Laxóss ehf., á Dalvíkurbyggð og samfélagið við Eyjafjörð. Fyrir liggur jafnframt erindi frá Laxós ehf. dagsett þann 25. nóvember sl. þar sem óskað er eftir að gerð verði viljayfirlýsing á milli Dalvíkurbyggðar og Laxós ehf. um ofangreint verkefni, ásamt drögum að viljayfirlýsingu.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu jafnframt upplýsingar um niðurstöður íbúakönnunar sem gerð var á íbúafundi félagsins, sbr. rafpóstur dagsettur 23. janúar sl. Fram kemur jafnframt að forsvarsmenn Laxós ehf vonast nú sterklega til að sveitarstjórnin taki málið fyrir í ljósi þess að nú fyrir liggja sterkar ábendingar um öflugan stuðning íbúa við verkefnið. Enn fremur er vonast til að sveitarstjórnin sjái sér fært um að afgreiða fyrirliggjandi drög að viljayfirlýsingu við verkefnið á þann hátt að hún verði sterk stoð við framgang verkefnisins og stuðli að náinni og öflugri samvinnu sveitarfélagsins, íbúa og Laxóss ehf um framgang verkefnisins. Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera drög að viljayfirlýsingu við Laxós ehf. um ofangreint verkefni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá þrívíddarteikningar frá forsvarsmönnum Laxós ehf. sem sýna fyrirhuguð mannvirki á svæðinu."
Sveitarstjóri gerði grein fyrir meðfylgjandi drögum að viljayfirlýsingu. Til umræðu fyrirliggjandi drög.
Niðurstaða : Byggðaráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að viljayfirlýsingunni í samráði við bæjarlögmann."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög #2 að viljayfirlýsingu vegna stofnunar fiskeldisstöðvar Laxóss ehf. í landi við Hauganes í Dalvíkurbyggð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda samningsdrög með hugmynd að breytingum sem gerðar voru á fundinum varðandi vatnsmál og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að senda viljayfirlýsinguna til forsvarsmanna Laxóss ehf. eins og hún liggur fyrir.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu drög #4 og drög #5 að viljayfirlýsingu eftir yfirlestur Laxóss ehf. og bæjarlögmanns Dalvíkurbyggðar.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viljayfirlýsingu (drög #5) við Laxós ehf. eins og hún liggur fyrir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fela sveitarstjóra að skrifa undir viljayfirlýsinguna á íslensku og á ensku.

19.Frá 1140.fundi byggðaráðs þann 13.2.2025; Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga 2024-2025 Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202501104Vakta málsnúmer

Á 1140.fundi byggðaráðs þann 13.febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1139. fundi byggðaráðs þann 6. febrúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað um ofangreint samkvæmt símtali við starfsmann Matvælaráðuneytisins. Jafnframt fylgdu með fundarboði byggðaráðs upplýsingar um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga innan Dalvíkurbyggðar fyrir síðustu 4 fiskveiðiár.
Niðurstaða : Afgreiðslu frestað til næsta fundar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að ályktun um sjávarútvegsmál ásamt útfyllt eyðublað vegna tillögu Dalvíkurbyggðar að sérstökum skilyrðum fyrir úthlutun byggðakvóta.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að sérstökum skilyrðum Dvíkurbyggðar fyrir úthlutun byggðakvóta sem er tillaga um óbreyttar sérreglur á milli ára. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu að ályktun um sjávarútvegsmál til umfjöllunar í sveitarstjórn.

Fyrir sveitarstjórn liggur:
a) Tillaga Dalvíkurbyggðar að sérstökum skilyrðum fyrir úthlutun byggðakvóta.
b) Tillaga að ályktun vegma skerðinga á byggðakvóta.
c) Tillaga að ályktun um sjávarútvegsmál.
Til máls tók:
Freyr Antonsson sem lagði fram tillögur að ályktunum undir b) og c) lið.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs að tillögu að sérstökum skilyrðum Dalvíkurbyggðar fyrir úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2024/2025, sérreglur verði óbreyttar á milli ára.

b) Sveitarstjórn mótmælir harðlega skerðingu á úthlutun byggðakvóta til byggðalaga innan sveitarfélagsins Dalvíkurbyggðar. Skerðingin nemur 151 tonni milli ára. Mest er skerðingin á Árskógssandi úr 165 tonnun í 58 eða skerðing um 107 tonn, Dalvík úr 65 tonnun í 21 tonn skerðing um 44 tonn en Hauganes er óbreytt með úthlutun uppá 15 tonn.

Í 10.gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 með síðari breytingum segir:

Fiskistofa annast úthlutun aflaheimilda, sem koma í hlut einstakra byggðarlaga, til fiskiskipa. Ákvarðanir Fiskistofu um úthlutun aflaheimilda samkvæmt þessari grein er heimilt að kæra til [ráðuneytisins]. Kærufrestur er tvær vikur frá tilkynningu Fiskistofu um úthlutun eða höfnun umsóknar um úthlutun og skal úthlutun ekki fara fram fyrr en að þeim fresti liðnum. Skal ráðuneytið leggja úrskurð á kærur innan tveggja mánaða. Ráðuneytið getur ákveðið að úthlutun aflaheimilda til skipa í tilteknu byggðarlagi verði frestað að hluta eða öllu leyti þar til það hefur lokið afgreiðslu á kærum sem borist hafa vegna úthlutunar þar.

Með bréfi sveitarsstjóra 5. febrúar 2025 var gerð alvarleg athugasemd við úthlutun byggðakvóta til sveitarfélagsins og byggðarlaga innan þess. Sérstök athugasemd var gerð við úthlutun til Árskógssands þar sem skerðingin nemur 107 tonnun en samkvæmt reglugerð nr. 818/2024 segir í E.lið 2. gr.:
Þegar reiknaður hefur verið út hlutur einstakra byggðarlaga samkvæmt A-lið hér að framan, skal hlutur byggðarlaga með færri íbúa en 400 og sem úthlutað var aflaheimildum á fiskveiðiárinu 2023/2024, og eiga rétt til úthlutunar fiskveiðiárið 2024/2025, leiðréttur þannig að ekkert þeirra lækki um meira en 15 þorskígildistonn, milli fiskveiðiáranna 2023/2024 og 2024/2025.
Samkvæmt þessu ætti Árskógssandur að fá úthlutað hið minnsta 150 tonnum.

Sveitarstjóra er hér með falið að ganga á eftir svörum og rökstuðningi fyrir úthlutun til byggðalaga innan Dalvíkurbyggðar. Ef ekki berast svör eða óásættanleg röksemdafærsla ber sveitarstjóra að undirbúa kvörtun til umboðsmanns Alþingis.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

c) Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum eftirfarandi ályktun um sjávarútvegsmál:
Sjávarútvegur er og hefur verið burðarrás atvinnulífsins í Dalvíkurbyggð og því hafa sveitarfélagið, íbúar og fyrirtæki á svæðinu ríka hagsmuni af því að atvinnugreinin dafni vel. Í Dalvíkurbyggð er unnið allan ársins hring að því að skila hágæða hráefni og eftirsóttri matvöru í verslanir og veitingastaði um heim allan.
Mörg önnur fyrirtæki í sveitarfélaginu reiða sig á verkefni sem tengjast starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja. Sú mikla uppbygging sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi í Dalvíkurbyggð hefur leitt til þess að sveitarfélagið er í dag þekkt víða um heim sem framsækið þekkingarsetur í haftengdri starfsemi. Útsvarstekjur Dalvíkurbyggðar eru því miklar vegna sjávarútvegs, auk hafnargjalda og ýmissa þjónustutekna.

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar beinir því þeim eindregnu tilmælum til ríkisstjórnarinnar að fram fari heildstætt mat ákvarðana sem varða sjávarútveginn, þannig að tekið verði fullt tillit til hagsmuna íbúa, sveitarfélagsins og samfélagsins alls við slíka ákvarðanatöku.


20.Frá 1140.fundi byggðaráðs þann 13.2.2025; Leiguíbúðir - tillaga að erindisbréfi vinnuhóps

Málsnúmer 202409040Vakta málsnúmer

Á 1140.fundi byggðaráðs þann 13.febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1139. fundi byggðaráðs þann 6. febrúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn."

Með fundarboði fylgdi drög að ofangreindu erindisbréfi vinnuhóps um uppbyggingu á leiguíbúðum við Dalbæ.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að erindisbréfi með breytingum sem gerðar voru á fundinum um að sveitarstjóri heldur utan um hópinn og forseti sveitarstjórnar til vara.

Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
Til máls tók:
Freyr Antonsson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og tillögu að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um uppbyggingu á leiguíbúðum við Dalbæ.

21.Frá 1140.fundi byggðaráðs þann 13.2.2025; Eigna- og framkvæmdadeild - Úrgangsmál innleiðing og útboð

Málsnúmer 202303137Vakta málsnúmer

Á 1140.fundi byggðaráðs þann 13.febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og Óðinn Steinsson, verkefnastjóri þvert á svið, kl. 14:15.

Á 375. fundi sveitarstjórnar þann 17. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 27. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 4. desember sl. var eftirfarandi bókað:
Fyrir fundinum lágu drög að útboðsgögnum fyrir sorphirðu í Dalvíkurbyggð unnin af Consensa.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að útboði á sorphirðu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Niðurstaða : Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og fyrirliggjandi drög að útboðsgögnum vegna sorphirðu."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirfarandi gögn:
a) Minnisblað deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og verkefnastjóra dagsett þann 11. febrúar 2025 er varðar lokadrög útboðsgagna. Í minnisblaðinu er farið yfir þær helstu breytingar sem eru lagðar til á sorphirðu í sveitarfélaginu. Fram kemur að það sem þarf að taka afstöðu til áður en til auglýsingar kemur er hvort breytingar á rekstri söfnunarstöðvar og þá breyting á gjaldskrá eigi að taka gildi um mitt ár, þegar nýr rekstraraðili tekur við, eða hvort það eigi að halda fyrirkomulaginu óbreyttu fram að áramótum.

b) Lokadrög útboðsgagna.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að útboðsgögnum með þeim breytingum sem lagðar eru til. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að breyting á rekstri söfnunarstöðvar og þá breyting á gjaldskrá eigi að taka gildi um mitt ár, þegar nýr rekstraraðili tekur við.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að útboðsgögnum fyrir úrgangsþjónustu fyrir sveitarfélagið.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og breytingu á rekstri söfnunarstöðva og breyting á gjaldskrá taki gildi um mitt ár 2025, þegar nýr rekstaraðili tekur við.

22.Frá 1140.fundi byggðaráðs þann 13.2.2025; Rekstur tjaldsvæðis á Dalvík - gögn vegna verðfyrirspurnar

Málsnúmer 202501089Vakta málsnúmer

Á fundi byggðaráðs þann 13.febrúar var eftirfarandi bókað:
Á 1139. fundi byggðaráðs þann 6. febrúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að verðfyrirspurn vegna rekstur á tjaldsvæðinu á Dalvík.
Til umræðu meðfylgjandi drög. M.a. rætt sérstaklega um samningstíma.
Niðurstaða : Afgreiðslu frestað til næsta fundar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu lokadrög vegna verðfyrirspurnar um rekstur tjaldsvæðisins á Dalvík.

Óðinn vék af fundi kl. 14:56.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi lokadrög vegna verðfyrirspurnar um rekstur tjaldsvæðið á Dalvík og felur sveitarstjóra og deildarstjóra Eigna- og frmakvæmdadeildar að auglýsa eftir tilboðum.
Visað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Enginn tók til máls:

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og lokadrög vegna verðfyrirspurnar um rekstur tjaldsvæðis á Dalvík.

23.Frá 1140.fundi byggðaráðs þann 13.2.2025; Vinnuhópur um brunamál - slökkvistöð

Málsnúmer 202110061Vakta málsnúmer

Á 1140. fundi byggðaráðs þann 13.febrúar 2025 var eftirfarandi bókað:

Á 376. fundi sveitarstjórnar þann 21. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1137. fundi byggðaráðs þann 16. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri mætti til fundar kl. 13:30.
Slökkviliðsstjóri gerði grein fyrir fundi sínum með slökkviliði Dalvíkur sl. mánudagskvöld og niðurstöðu HMS eftir yfirferð á teikningum.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að fela vinnuhópi um brunamál að skoða kosti þess að byggja nýja slökkvistöð."
Niðurstaða : Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að fela vinnuhópi um brunamál að skoða kosti þess að byggja nýja slökkvistöð."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fundargerð vinnuhópsins frá 12. febrúar sl. ásamt tilboði frá Faglausn vegna hönnunar á nýrri slökkvistöð ásamt teikningum, gerð útboðsgagna, eftirlit og eftirfylgni með framkvæmdum.

Helga Íris vék af fundi kl. 15:09.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að samið verði við Faglausn um ofangreint verkefni; hönnun á nýrri slökkvistöð ásamt teikningum, gerð útboðsgagna, eftirlit og eftirfylgni með framkvæmdum skv. fyrirliggjandi tilboði.
Til máls tóku:
Freyr Antonsson.
Monika Margrét Stefánsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs að samið verði við Faglausn um hönnun á nýrri slökkvistöð ásamt teikningum, gerð útboðsgagna, eftirlit og eftirfylgni með framkvæmdum skv. fyrirliggjandi tilboði.

24.Frá 1139.fundi byggðaráðs þann 6.2.2025; Rekstrarsamningur knattspyrnuvallar við Knattspyrnudeild U.M.F.S

Málsnúmer 202412041Vakta málsnúmer

Á 1139.fundi byggðaráðs þann 6.2.2025 var eftirfarandi bókað:
dir þessum lið kom á fund byggðaráðs Jón Stefán Jónsson, íþróttafulltrúi, kl. 14:35 í gegnum TEAMS.

Á 1135. fundur byggðaráðs þann 12. desember sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela íþróttafulltrúa að vinna áfram að ofangreindum styrktarsamningi við UFMS og að gerður verði einnig sérstakur rekstrarsamningur um rekstur knattspyrnuvalla og almennan viðhaldskostnað þannig að skýrt liggi fyrir hvað er innan styrktarsamnings og hvað er útfært með öðrum hætti."

Á 169. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 4. febrúar sl. voru lögð fram drög að rekstrarsamningi við UMFS um knattspyrnuvöllinn og hann samþykktur samhljóða. Íþrótta- og æskulýðsráð vísaði samningum til umfjöllunar í byggðaráði.

Jón Stefán gerði grein fyrir helstu forsendum samningdraganna.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu einnig samningar við Ungmennafélag Svarfdæla um uppbyggingu á knattspyrnuvelli, afnotaréttarsamningur og fylgigögn frá 2019.

Jón Stefán vék af fundi kl. 14:58.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela íþróttafulltrúa að vinna áfram að samningsdrögunum.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi drög að rekstarsamningi knattspyrnuvallar við U.M.F.S.
Til máls tók:
Freyr Antonsson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi rekstarsamning við Ungmennafélag Svarfdæla um gervigrasvöll á íþróttasvæði neðan Íþróttamiðstöðvar Dalvíkur.

25.Frá 302.fundi fræðsluráðs þann 12.2.2025 og 170.fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 4.2.2025; Samfelldur náms- og tómstundadagur barna - skipan vinnuhóps

Málsnúmer 202411139Vakta málsnúmer

Á 170. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 4.febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að skipaður verði vinnuhópur með einum fulltrúa úr íþrótta- og æskulýðsráði, einum fulltrúa úr fræðsluráði, skólastjóra Árskógar- og Dalvíkurskóla, íþróttafulltrúa og frístundafulltrúa. Fulltrúi íþrótta- og æskulýðsráðs verði Elsa Hlín Einarsdóttir, formaður. Íþróttafulltrúi og frístundafulltrúi gera drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.
Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir yfirgaf fundinn kl.08.40.

Á 302. fundi fræðsluráðs þann 12.febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir, frístundafulltrúi og Jón Stefán Jónsson, íþróttafulltrúi, fara yfir stöðuna á verkefninu.
Fræðsluráð leggur til að skipaður verði vinnuhópur með einum fulltrúa úr íþrótta - og æskulýðsráði, einum fulltrúa úr fræðsluráði, skólastjóra Árskógar- og Dalvíkurskóla, íþróttafulltrúa og frístundafulltrúa. Fulltrúi fræðsluráðs verður Sigríður Jódís Gunnarsdóttir, formaður. Íþróttafulltrúi og frístundafulltrúi gera drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi erindisbréf fyrir vinnuhóp um samfelldan skóla og tómstundadag fyrir börn í Dalvíkurbyggð.

Fyrir fundinum liggur:
a) Skipan í vinnuhópsins.
b) Drög að erindisbréfi vinnuhópsins.
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindar tillögur íþrótta- og æskulýðsráðs og fræðsluráðs um skipan vinnuhópsins, í honum sitja: Ágústa Kristín Bjarnadóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, Elsa Hlín Einarsdóttir, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs, Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar- og Dalvíkurskóla, Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir, frístundafulltrúi, Jón Stefán Jónsson, íþróttafulltrúi, og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir, formaður fræðsluráðs.

b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum drög að erindisbréfi vinnuhópsins.

26.Frá 302.fundi fræðsluráðs þann 12.2.2025; Gjaldfrjáls leikskóli

Málsnúmer 202311016Vakta málsnúmer

Á 302.fundi fræðsluráðs þann 12.febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Benedikt Snær Magnússon, nefndarmaður, fer yfir greinagerð vinnuhóps um helstu niðurstöður, hvernig til hefur tekist með þessa tilraun.

Fræðsluráð leggur til með fjórum greiddum atkvæðum að verkefnið um gjaldfrjálsa vistun í 30klst á viku hjá nemendum leikskóla Dalvíkurbyggðar verði haldið áfram í þeirri mynd sem hefur verið í vetur, og það fest í sessi hjá Dalvíkurbyggð. Auk þess myndu halda áfram skráningardagar sem fræðsluráð samþykkti í núgildandi skóladagatali leikskólanna, auk þess að börnum að 18 mánaða aldri verði boðin vistun til 15:15 eins og verið hefur. Að lokum leggur fræðsluráð það til að vinnuhópur verði lagður niður, þar sem ekki er þörf á frekari eftirfylgni verkefnisins.
Fræðsluráð hrósar stjórnendum leikskólanna og foreldrum fyrir að hafa náð að innleiða nýtt kerfi sem er til bóta fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk. Það er gaman að sjá hversu vel hefur tiltekist hjá leikskólum Dalvíkurbyggðar að innleiða ný vinnubrögð vegna breytinga á skipulagi leikskólastarfs í Dalvíkurbyggð. Starfsmenn eru að upplifa minna álag yfir daginn, auðveldað hefur verið að starfsmenn taki undirbúningstíma sinn á vinnutíma, auk þess sem starfsfólk leikskólanna upplifi nemendur rólegri og glaðari í leikskólanum. Það er auk þess fagnaðarefni að með þessari leið hefur verið lækkuð gjöld heimila nemenda sem nýta sér gjaldfrjálsa vistun, en um 70% barna leikskóla Dalvíkurbyggðar nýta sér gjaldfrjálsa vistun 30klst eða skemur á viku. Kostnaðarauki Dalvíkurbyggðar er um 22 milljónir á ári.

Sérbókun frá Moniku Margréti Stefánsdóttur B-lista

Þar sem ákveðið var frá upphafi vinnunnar um gjaldfrjálsa leikskóla í Dalvíkurbyggð, að ekki yrði aukinn kostnaður fyrir þá foreldra/forráðamenn sem ekki gætu nýtt sér þessa gjaldfrjálsu tíma er ég mótfallin því að þeir sem þurfa að greiða leikskólagjöld þurfi einnig að greiða fyrir skráningardaga sem leikskólinn setur.
Ef hins vegar foreldrar/forráðamenn sem greiða leikskólagjöld skrá barn/börn sín á skráningardag en þau mæta EKKI þá ætti gjald samkvæmt gjaldskrá að leggjast á leikskólagjöld næsta mánuð á eftir.
Til máls tóku:
Monika Margrét Stefánsdóttir.
Freyr Antonsson.
Katrín Sif Ingvarsdóttir.

Monika Margrét Stefánsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun:
B-listi tekur undir og samþykkir að Dalvíkurbyggð festi í sessi gjaldfrjálsan leikskóla en ítrekar bókun Moniku Margrétar Stefánsdóttur frá fundi fræðsluráðs þann 12 febrúar síðastliðinn um að ekki yrði aukinn kostnaður fyrir þá sem ekki gætu nýtt sér gjaldfrjálsan leikskóla. Þeir foreldrar sem greiða nú þegar leikskólagjöld eiga ekki að þurfa að greiða einnig fyrir skráningardaga sem leikskólinn setur.
Ef hins vegar foreldrar/forráðamenn sem greiða leikskólagjöld skrá barn/börn sín á skráningardag en þau mæta EKKI þá ætti gjald samkvæmt gjaldskrá að leggjast á leikskólagjöld næsta mánuð á eftir.
Samþykkt með 2 atkvæðum B-lista.

Freyr Antonsson leggur fram eftirfarandi bókun:
Skráningardagar voru teknir upp sem hluti af þjónustu leikskólans við þá foreldra sem nauðsynlega þyrftu að vera með börn sín í leikskóla, frekar en að hafa leikskóla lokaða. Það að taka gjald fyrir er ákveðið tæki til þess að stýra þeim fjölda sem óskar eftir vistun þá ákveðnu daga, og eru skráningardagar hafðir þegar mestar líkur eru á að foreldrar geti verið með börnum heima, líkt og á milli jóla og nýárs, eða í sumarfríi. Skráningardagar hafa að hluta til leyst betri vinnutíma starfsfólks á leikskólanum.
Síðan breytt fyrirkomulag tók gildi hafa 65-70% leikskólabarna verið með vistun innan 30 klst. og eru þá gjaldfrjáls.
Skráningardagar eru að virka vel þar sem stjórnendur geta með betra móti mætt fjölda barna með mönnun á vakt. Þrátt fyrir það er raunmæting barna 50% á við skráða mætingu.
Með breyttu fyrirkomulagi erum við að sjá 70% minni forföll starfsfólks og allt að 30% minni veikindaforföll.
Samþykkt með 5 atkvæðum D- og K- lista.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að gjaldfrjáls vistun í 30 klst. á viku á leikskólum Dalvíkurbyggðar, verði fest í sessi. Auk þess að halda áfram með skráningardaga sem fræðsluráð samþykkti í núgildandi skóladagatali leikskólanna, þá verður börnum að 18 mánaða aldri boðin vistun til kl. 15:15 eins og verið hefur. Vinnuhópur um gjaldfrjálsan leikskóla er hér með lagður niður þar sem ekki er þörf á frekari eftirfylgni verkefnisins.

27.Frá 31.fundi skipulagsráðs þann 12.2.2025; Nýtt íbúðahverfi sunnan Dalvíkur - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202406092Vakta málsnúmer

Á 31.fundi skipulagsráðs þann 12.febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Lögð fram tillaga á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, unnin af Teikna teiknistofu, vegna stækkunar á íbúðarsvæði 405-ÍB sunnan Dalvíkur.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að tillagan verði kynnt skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu deiliskipulagstillögu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að tillagan verði kynnt skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu á deiliskipulagstillögu.

28.Frá 31.fundi skipulagsráðs þann 12.2.2025; Árskógssandur - breyting á aðalskipulagi vegna nýrrar íbúðabyggðar

Málsnúmer 202402088Vakta málsnúmer

Á 31.fundi skipulagsráðs þann 12.febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Lögð fram tillaga á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2025, unnin af Teikna teiknistofu, sem felur í sér stækkun á íbúðarsvæði 706-ÍB á Árskógssandi.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 með breytingum til samræmis við umræður á fundinum og að tillagan verði kynnt skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu deiliskipulagstillögu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Enginn tók til máls:

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að tillagan verði kynnt skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu deiliskipulagstillögu.

29.Frá 31.fundi skipulagsráðs þann 12.2.2025; Hálsá - breyting á aðalskipulagi vegna áforma um efnisnám

Málsnúmer 202303003Vakta málsnúmer

Á 31.fundi skipulagsráðs þann 12.febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Auglýsingu á breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um efnistökusvæði við Hálsá lauk þann 30.janúar sl.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Fiskistofu, Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Umhverfisstofnun, Hafrannsóknastofnun og Minjastofnun Íslands.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.
Úfærsla á vegtengingu við Ólafsfjarðarveg skal unnin í samráði við Vegagerðina.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Enginn tók til máls:

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.

30.Frá 31.fundi skipulagsráðs þann 12.2.2025; Karlsrauðatorg 11 - umsókn um breytingu á skipulagi

Málsnúmer 202501131Vakta málsnúmer

Á 31.fundi skipulagsráðs þann 12.febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Erindi dagsett 27.janúar 2025 þar sem Bjarni Gunnarsson f.h. Gísla, Eiríks, Helga ehf. sækir um a) breytta skráningu húsnæðis á lóð nr. 11 við Karlsrauðatorg úr í búðarhúsi í gistiheimili og b) breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem landnotkun á lóðinni verði breytt úr íbúðarsvæði í svæði fyrir verslun- og þjónustu.
Emil Júlíus Einarsson K-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð samþykkir að skráningu einbýlishúss (F2155025) á lóð nr. 11 við Karlsrauðatorg verði breytt í gistiheimili.
Þá samþykkir skipulagsráð að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem lóð nr. 11 við Karlsrauðatorg verði breytt úr íbúðarsvæði í blandaða notkun íbúðarsvæðis / miðsvæðis.
Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér verulegar breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir að skráningu einbýlishúss (F2155025) á lóð nr. 11 við Karlsrauðatorg verði breytt í gistiheimili.
Þá samþykkir sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem lóð nr. 11 við Karlsrauðatorg verði breytt úr íbúðarsvæði í blandaða notkun íbúðarsvæðis / miðsvæðis.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt afgreiðslu skipulagsráðs að um óverulega breytingu sé að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér verulegar breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.

31.Frá 31.fundi skipulagsráðs þann 12.2.2025; Hafnarbraut 15 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202502059Vakta málsnúmer

Á 31.fundi skipulagsráðs þann 12.febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Erindi dagsett 10.febrúar 2025 þar sem Kristján Már Þorsteinsson f.h. Erlent ehf. sækir um stækkun á byggingarreit sunnan við núverandi byggingu á lóð nr. 15 við Hafnarbraut um 33 x 12 m fyrir byggingu frystiklefa.
Stækkunin felur í sér breytingu á gildandi deiliskipulagi svæðisins.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Hafnarbraut 7, 11, 12, 14, 16, 18, 19B, 21, 22-24, 25 og 26 og Martröð 2, auk þess sem skriflegt samþykki allra lóðarhafa Hafnarbrautar 15 skal liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Hafnarbraut 7, 11, 12, 14, 16, 18, 19B, 21, 22-24, 25 og 26 og Martröð 2, auk þess sem skriflegt samþykki allra lóðarhafa Hafnarbrautar 15 skal liggja fyrir.

32.Frá 31.fundi skipulagsráðs þann 12.2.2025; Hamarkot 2 - umsókn um skiptingu frístundalóðar

Málsnúmer 202405085Vakta málsnúmer

Á 31.fundi skipulagsráðs þann 12.febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Erindi dagsett 14.maí 2024 þar sem Jóhann Garðar Þorbjörnsson sækir um uppskiptingu frístundalóðarinnar Hamarkots 2. Lóðin er í dag um 3 ha og sótt er um skiptingu hennar í tvær lóðir; annars vegar í 2 ha lóð og hins vegar í 1 ha lóð. Óskar umsækjandi eftir að fá nýrri lóð úthlutað til byggingar frístundahúss.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 11.desember sl. og var afgreiðslu frestað.
Skipulagsráð samþykkir uppskiptingu lóðar og að gerð verði breyting á deiliskipulagi svæðisins skv. erindinu. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að nýrri lóð verði úthlutað til umsækjanda án undangenginnar auglýsingar skv. gr. 6.5 í reglum um úthlutun lóða í Dalvíkurbyggð.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir uppskiptingu lóðar og að gerð verði breyting á deiliskipulagi svæðisins. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að nýrri lóð verði úthlutað til umsækjanda án undangenginnar auglýsingar skv. gr. 6.5 í reglum um úthlutun lóða í Dalvíkurbyggð.

33.Frá 31.fundi skipulagsráðs þann 12.2.2025; Frá Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar; Framtíðarfyrirkomulag skipulags- og byggingamála

Málsnúmer 202501118Vakta málsnúmer

Á 31.fundi skipulagsráðs þann 12.febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Lagt fram erindi svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar dags. 28.janúar sl. þar sem óskað er eftir afstöðu skipulagsráðs til reksturs sameiginlegrar skrifstofu um skipulagsmál fyrir sveitarfélögin á Eyjafjarðarsvæðinu og framtíðar svæðisskipulags svæðisins.
Óskað er eftir afstöðu skipulagsráðs fyrir 1.mars nk.
Skipulagsráð tekur jákvætt í hugmynd um sameiginlega svæðisskrifstofu fyrir skipulags- og byggingarmál í Eyjafirði. Framtíð svæðisskipulagsins helst að mati ráðsins í hendur við niðurstöðu varðandi svæðisskrifstofu.
Til máls tók:
Helgi Einarsson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og tekur jákvætt í hugmynd um sameiginlega svæðisskrifstofu fyrir skipulags- og byggingarmál í Eyjafirði. Framtíð svæðisskipulagsins helst að mati sveitarstjórnar í hendur við niðurstöðu varðandi svæðisskrifstofu.

34.Frá 29.fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 7.2.2025; Snjómokstur og hálkuvarnir 2024

Málsnúmer 202502030Vakta málsnúmer

Á 29.fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 7.febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Fyrir fundinum lá samantekt á kostnaði við snjómokstur og hálkuvarnir árin 2022, 2023 og 2024. Kostnaður við snjómokstur og hálkuvarnir árið 2024 var kr. 62.079.573 eða kr. 33.960 á hvern íbúa sveitarfélagsins.
Kostnaður við snjómokstur jákst um 60% milli áranna 2023 og 2024 og um 14% milli áranna 2022 og 2023. Að einhverju leiti má rekja aukinn kostnað til umhelypinga í veðri sem kalla á meiri hálkuvarnir og meiri akstur á snjó úr götum.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur deildarstjóra að rýna betur ástæður fyrir kostnaðaraukanum og athuga hvort breyta þurfi verklagi eða lækka þjónustustig. Deildarstjóra er einnig falið að setja saman frétt á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem farið er yfir helstu kostnaðartölur undanfarinna ára.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Til máls tóku:

Freyr Antonsson sem leggur fram eftirfarandi bókun:

Sveitarstjórn felur deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og sveitarstjóra að rýna betur ástæður fyrir kostnaðaraukanum.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að fá upplýsingar frá Fjallabyggð, Akureyri og Grýtubakkahrepp varðandi kostnað við snjómokstur og hálkuvarnir síðastliðin fimm ár til að bera saman við kostnað Dalvíkurbyggðar.
Sveitarstjórn óskar eftir því við verktaka að skila til umhverfis- og dreifbýlisráðs og byggðaráðs greinargerð vegna kostnaðarauka og tillögur að verklagi sem geti verið báðum samningsaðilum hagfellt án skerðingar á þjónustustigi.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:40.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Jóhann Már Kristinsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Lilja Guðnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Þorsteinn Ingi Ragnarsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri