Málsnúmer 202311016Vakta málsnúmer
Á 302.fundi fræðsluráðs þann 12.febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Benedikt Snær Magnússon, nefndarmaður, fer yfir greinagerð vinnuhóps um helstu niðurstöður, hvernig til hefur tekist með þessa tilraun.
Fræðsluráð leggur til með fjórum greiddum atkvæðum að verkefnið um gjaldfrjálsa vistun í 30klst á viku hjá nemendum leikskóla Dalvíkurbyggðar verði haldið áfram í þeirri mynd sem hefur verið í vetur, og það fest í sessi hjá Dalvíkurbyggð. Auk þess myndu halda áfram skráningardagar sem fræðsluráð samþykkti í núgildandi skóladagatali leikskólanna, auk þess að börnum að 18 mánaða aldri verði boðin vistun til 15:15 eins og verið hefur. Að lokum leggur fræðsluráð það til að vinnuhópur verði lagður niður, þar sem ekki er þörf á frekari eftirfylgni verkefnisins.
Fræðsluráð hrósar stjórnendum leikskólanna og foreldrum fyrir að hafa náð að innleiða nýtt kerfi sem er til bóta fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk. Það er gaman að sjá hversu vel hefur tiltekist hjá leikskólum Dalvíkurbyggðar að innleiða ný vinnubrögð vegna breytinga á skipulagi leikskólastarfs í Dalvíkurbyggð. Starfsmenn eru að upplifa minna álag yfir daginn, auðveldað hefur verið að starfsmenn taki undirbúningstíma sinn á vinnutíma, auk þess sem starfsfólk leikskólanna upplifi nemendur rólegri og glaðari í leikskólanum. Það er auk þess fagnaðarefni að með þessari leið hefur verið lækkuð gjöld heimila nemenda sem nýta sér gjaldfrjálsa vistun, en um 70% barna leikskóla Dalvíkurbyggðar nýta sér gjaldfrjálsa vistun 30klst eða skemur á viku. Kostnaðarauki Dalvíkurbyggðar er um 22 milljónir á ári.
Sérbókun frá Moniku Margréti Stefánsdóttur B-lista
Þar sem ákveðið var frá upphafi vinnunnar um gjaldfrjálsa leikskóla í Dalvíkurbyggð, að ekki yrði aukinn kostnaður fyrir þá foreldra/forráðamenn sem ekki gætu nýtt sér þessa gjaldfrjálsu tíma er ég mótfallin því að þeir sem þurfa að greiða leikskólagjöld þurfi einnig að greiða fyrir skráningardaga sem leikskólinn setur.
Ef hins vegar foreldrar/forráðamenn sem greiða leikskólagjöld skrá barn/börn sín á skráningardag en þau mæta EKKI þá ætti gjald samkvæmt gjaldskrá að leggjast á leikskólagjöld næsta mánuð á eftir.