Gjaldfrjáls leikskóli

Málsnúmer 202311016

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 287. fundur - 08.11.2023

Grunnskólafólk kom inn á fund kl. 08:35
Umræður um gjaldfrjálsan leikskóla
Lagt fram til kynningar, Fræðsluráð tekur málið fyrir á næsta fundi.

Fræðsluráð - 288. fundur - 13.12.2023

Umræður um verkefnið
Sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs, falið að afla upplýsinga hjá öðrum sveitarfélögum að sambærilegri stærð. Fræðsluráð leggur til að það verði stofnaður vinnuhópur um verkefnið sem skipaður verður: Leikskólastjórar, varaformaður fræðsluráðs, Snæþór Arnþórsson og sviðsstjóri, sviðsstjóri sér um boða til fundar. Haft verður samráð við foreldraráð í báðum skólunum við vinnu við verkefnið.

Sveitarstjórn - 364. fundur - 19.12.2023

Á 288. fundi fræðsluráðs þann 13. desember 2023 var eftirfarandi bókað:
"Umræður um verkefniðNiðurstaða:Sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs, falið að afla upplýsinga hjá öðrum sveitarfélögum að sambærilegri stærð. Fræðsluráð leggur til að það verði stofnaður vinnuhópur um verkefnið sem skipaður verður: Leikskólastjórar, varaformaður fræðsluráðs, Snæþór Arnþórsson og sviðsstjóri, sviðsstjóri sér um boða til fundar. Haft verður samráð við foreldraráð í báðum skólunum við vinnu við verkefnið."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs um að stofnaður verði vinnuhópur um gjaldfrjálsan leikskóla og að erindisbréf verði lagt fyrir fræðsluráð til umfjöllunar og afgreiðslu og til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Byggðaráð - 1092. fundur - 11.01.2024

Á 364. fundi sveitarstjórnar þann 19. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 288. fundi fræðsluráðs þann 13. desember 2023 var eftirfarandi bókað: "Umræður um verkefniðNiðurstaða:Sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs, falið að afla upplýsinga hjá öðrum sveitarfélögum að sambærilegri stærð. Fræðsluráð leggur til að það verði stofnaður vinnuhópur um verkefnið sem skipaður verður: Leikskólastjórar, varaformaður fræðsluráðs, Snæþór Arnþórsson og sviðsstjóri, sviðsstjóri sér um boða til fundar. Haft verður samráð við foreldraráð í báðum skólunum við vinnu við verkefnið."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs um að stofnaður verði vinnuhópur um gjaldfrjálsan leikskóla og að erindisbréf verði lagt fyrir fræðsluráð til umfjöllunar og afgreiðslu og til sveitarstjórnar til staðfestingar."

Með fundarboði fylgdu drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi með þeirri breytingu að Helga Lind Sigmundsdóttir, deildarstjóri, taki sæti í vinnuhópnum í stað skólastjóra.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að kjörnir fulltrúar fái greitt fyrir fundarsetu.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Fræðsluráð - 289. fundur - 17.01.2024

Friðrik Arnarson,skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla kom inn á fund kl. 08:30
Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, upplýsti fræðsluráð um stöðu mála á verkefninu.
Lagt fram til kynningar

Sveitarstjórn - 365. fundur - 23.01.2024

Á 1092. fundi byggðaráðs þann 11. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 364. fundi sveitarstjórnar þann 19. desember sl. var eftirfarandi bókað: "Á 288. fundi fræðsluráðs þann 13. desember 2023 var eftirfarandi bókað: "Umræður um verkefniðNiðurstaða:Sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs, falið að afla upplýsinga hjá öðrum sveitarfélögum að sambærilegri stærð. Fræðsluráð leggur til að það verði stofnaður vinnuhópur um verkefnið sem skipaður verður: Leikskólastjórar, varaformaður fræðsluráðs, Snæþór Arnþórsson og sviðsstjóri, sviðsstjóri sér um boða til fundar. Haft verður samráð við foreldraráð í báðum skólunum við vinnu við verkefnið."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs um að stofnaður verði vinnuhópur um gjaldfrjálsan leikskóla og að erindisbréf verði lagt fyrir fræðsluráð til umfjöllunar og afgreiðslu og til sveitarstjórnar til staðfestingar." Með fundarboði fylgdu drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi með þeirri breytingu að Helga Lind Sigmundsdóttir, deildarstjóri, taki sæti í vinnuhópnum í stað skólastjóra. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að kjörnir fulltrúar fái greitt fyrir fundarsetu. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um gjaldfrjálsa leikskóla í Dalvíkurbyggð og að vinnuhópinn skipi leikskólastjóri Krílakots, deildarstjóri Árskógarskóla, Benedikt Snær Magnússon, varaformaður fræðsluráðs,Snæþór Arnþórsson, aðalmaður í fræðsluráði, og sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Fræðsluráð - 290. fundur - 14.02.2024

Friðrik kom inn á fund kl. 08:30
Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir síðustu fundagerð stýrihóps um gjaldfrjálsan 6,0 - 6,5 leikskóla.
Fræðsluráð upplýst um málið. Samráðsfundir hagsmunaðila leikskólanna verða í febrúar og mars.

Fræðsluráð - 291. fundur - 13.03.2024

Grunnskólafólk kom inn á fund kl. 09.00
Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir fundagerð hjá vinnuhópnum.
Fræðsluráð hrósar vinnuhópnum fyrir mettnaðarfulla vinnu við þetta verkefni.

Fræðsluráð - 292. fundur - 10.04.2024

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðuna á verkefninu.
Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum að haldin verði íbúafundur um gjaldfrjálsan leikskóla. Sviðsstjóra falið að ræða um framkvæmd hans í samráði við Byggðaráð Dalvíkurbyggðar.
Friðrik Arnarson, skólastjóri og Helga Lind Sigmundsdóttir, deildarstjóri fóru af fundi kl. 10:15

Sveitarstjórn - 368. fundur - 16.04.2024

Á 292. fundi fræðsluráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðuna á verkefninu.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum að haldin verði íbúafundur um gjaldfrjálsan leikskóla. Sviðsstjóra falið að ræða um framkvæmd hans í samráði við Byggðaráð Dalvíkurbyggðar."
Til máls tóku:

Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að byggðaráði verði falið að halda íbúafund sem fyrst í samvinnu við sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.

Monika Margrét Stefánsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta.

Fræðsluráð - 293. fundur - 08.05.2024

Vinnuhópur um gjaldfrjálsan leikskóla skilar af sér vinnu hópsins með greinagerð.
Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að samþykktar verði þær tillögur sem vinnuhópur leggur til og taki þær gildi strax eftir sumarfrí leikskólanna. Verði þetta gert til prufu í 1 ár og árangur skoðaður næsta vor. Jafnframt samþykkir fræðsluráð með 5 atkvæðum nýtt erindisbréf fyrir vinnuhóp.

Tillögurnar eru:
?
Að boðið verði uppá sveigjanlega 30 klst gjaldfrjálsa leikskóladvöl í dalvíkurbyggð, þó með þeim skilyrðum að vistun hefjist ekki eftir kl 09:00 á morgnana, og verði að lágmarki 4 klst í senn, þá daga sem börn mæta í skóla.
?
Að börn yngri en 18 mánaða verði boðin vistun til kl 15:15.
?
Að teknir verði í gagnið skráningardagar og sérstakt gjald verði fyrir þá daga 2.696kr.
?
Að vinnuhópur starfi áfram samkvæmt nýju erindisbréfi og hlutverk hans verði að taka saman gögn og upplýsingar og upplýsa fræðsluráð á fundum næsta vetur.

Fræðsluráð leggur áherslu á að verkefnið er tilraunaverkefni í 1 ár. Ef vankantar verða, eða ef aðrar leiðir væru færari, þurfum við að geta stigið skref til hliðar, eða til baka, og vera ófeimin við það. Bent er á að foreldrar barna þurfa að greiða fæði í leikskóla.


Sveitarstjórn - 369. fundur - 14.05.2024

Á 293.fundi fræðsluráðs þann 8.maí sl. var eftirfarandi bókað:
Vinnuhópur um gjaldfrjálsan leikskóla skilar af sér vinnu hópsins með greinagerð.
Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að samþykktar verði þær tillögur sem vinnuhópur leggur til og taki þær gildi strax eftir sumarfrí leikskólanna. Verði þetta gert til prufu í 1 ár og árangur skoðaður næsta vor. Jafnframt samþykkir fræðsluráð með 5 atkvæðum nýtt erindisbréf fyrir vinnuhóp.

Tillögurnar eru:

1) Að boðið verði uppá sveigjanlega 30 klst gjaldfrjálsa leikskóladvöl í dalvíkurbyggð, þó með þeim skilyrðum að vistun hefjist ekki eftir kl 09:00 á morgnana, og verði að lágmarki 4 klst í senn, þá daga sem börn mæta í skóla.

2) Að börn yngri en 18 mánaða verði boðin vistun til kl 15:15.

3) Að teknir verði í gagnið skráningardagar og sérstakt gjald verði fyrir þá daga 2.696kr.

4) Að vinnuhópur starfi áfram samkvæmt nýju erindisbréfi og hlutverk hans verði að taka saman gögn og upplýsingar og upplýsa fræðsluráð á fundum næsta vetur.

Fræðsluráð leggur áherslu á að verkefnið er tilraunaverkefni í 1 ár. Ef vankantar verða, eða ef aðrar leiðir væru færari, þurfum við að geta stigið skref til hliðar, eða til baka, og vera ófeimin við það. Bent er á að foreldrar barna þurfa að greiða fæði í leikskóla.
Til máls tóku:
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.
Monika Margrét Stefánsdóttir.
Lilja Guðnadóttir.
Freyr Antonsson.
Katrín Sif Ingvarsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindar tillögur fræðsluráðs, sveitarstjórn vekur athygli á því að verkefnið er tilraunarvekefni til eins árs og verður árangur af því skoðaður næsta vor.

Fulltrúar B lista Lilja Guðnadóttir og Monika Margrét Stefánsdóttir leggja fram eftirfarandi bókun:
Við hjá B lista samþykkjum þessar breytingar sem vinnuhópurinn leggur til þar sem þetta er hugsað til eins árs og að vinnuhópur verði áfram starfandi þar sem eftirfylgni og upplýsingum verði komið inn til kynningar og umræðu hjá fræðsluráði á meðan á verkefninu stendur.

Fræðsluráð - 294. fundur - 12.06.2024

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðuna á verkefninu.
Lagt fram til kynningar

Fræðsluráð - 295. fundur - 21.08.2024

Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti,Ágústa Kristín Bjarnadóttir, aðstoðarleikskólastjóri og Helga Lind Sigmundsdóttir, deildarstjóri í Árskógarskóla fara yfir fjölda skráninga í leikskólanna nú í haust.
Fræðsluráð fagna því hversu vel foreldrar hafa tekið þeim breytingum sem samþykktar voru í vor, og farið var að vinna eftir nú eftir sumarfrí. 50,4% nemenda leikskóla Dalvíkurbyggðar eru nú skráð í gjaldfrjálsan leikskóla, og telja stjórnendur það hlutfall eiga eftir að aukast. Fyrir utan þá kjarauppbót sem gjaldfrjáls leikskóli þýðir fyrir forelda barna skráða í gjaldfrjálsa vistun, er gjaldfrjáls leikskóli liður í að létta álag á leikskólunum og gera þá að spennandi vinnustöðum fyrir fagmenntaða einstaklinga til þess að starfa við. Þó er ljóst að hlutur Dalvíkurbyggðar í kostnaði við rekstur leikskólanna muni aukast. Rekstur Krílakots undanfarin ár hefur verið um og yfir 300 milljónir á ári, og hefur hlutfall foreldra í kostnaði verið um 30 milljónir, eða 10%. Ljóst er að það hlutfall mun lækka um 4-5% og hlutdeild Dalvíkurbyggðar í rekstri leikskólanna hækka á móti. Fræðsluráð leggur áherslu á að vinnuhópur fylgist með framgangi og upplýsi fræðsluráð sem þurfa þykir í vetur.

Fræðsluráð - 298. fundur - 09.10.2024

Síðasta fundagerð vinnuhóps lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar. Mikilvægt að leikskólastjórar haldi utan um gögn og upplýsingar um gjaldfrjálsan leikskóla þar sem að þetta er tilraunaverkefni í eitt ár og verður endurskoðað á vorönn.
Jóhanna kom inn á fund kl. 09:15

Fræðsluráð - 301. fundur - 15.01.2025

Ágústa Kristín Bjarnadóttir, leikskólastjóri, fer yfir fjöldatölur barna er snýr að gjaldfrjálsum leikskóla.
Fræðsluráð þakkar Ágústu fyrir greinagóðar upplýsingar. Fræðsluráð óskar eftir að vinnuhópur um gjaldfrjálsan leikskóla leggi fyrir samantekt á gögnum um gjaldfrjálsan leikskóla og leggja fram tillögu að framhaldi.

Fræðsluráð - 302. fundur - 12.02.2025

Matthildur Matthíasdóttir, fulltrúi starfsfólks í Dalvíkurskóla, fór af fundi kl. 10:00
Benedikt Snær Magnússon, nefndarmaður, fer yfir greinagerð vinnuhóps um helstu niðurstöður, hvernig til hefur tekist með þessa tilraun ?
Fræðsluráð leggur til með fjórum greiddum atkvæðum að verkefnið um gjaldfrjálsa vistun í 30klst á viku hjá nemendum leikskóla Dalvíkurbyggðar verði haldið áfram í þeirri mynd sem hefur verið í vetur, og það fest í sessi hjá Dalvíkurbyggð. Auk þess myndu halda áfram skráningardagar sem fræðsluráð samþykkti í núgildandi skóladagatali leikskólanna, auk þess að börnum að 18 mánaða aldri verði boðin vistun til 15:15 eins og verið hefur. Að lokum leggur fræðsluráð það til að vinnuhópur verði lagður niður, þar sem ekki er þörf á frekari eftirfylgni verkefnisins.
Fræðsluráð hrósar stjórnendum leikskólanna og foreldrum fyrir að hafa náð að innleiða nýtt kerfi sem er til bóta fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk. Það er gaman að sjá hversu vel hefur tiltekist hjá leikskólum Dalvíkurbyggðar að innleiða ný vinnubrögð vegna breytinga á skipulagi leikskólastarfs í Dalvíkurbyggð. Starfsmenn eru að upplifa minna álag yfir daginn, auðveldað hefur verið að starfsmenn taki undirbúningstíma sinn á vinnutíma, auk þess sem starfsfólk leikskólanna upplifi nemendur rólegri og glaðari í leikskólanum. Það er auk þess fagnaðarefni að með þessari leið hefur verið lækkuð gjöld heimila nemenda sem nýta sér gjaldfrjálsa vistun, en um 70% barna leikskóla Dalvíkurbyggðar nýta sér gjaldfrjálsa vistun 30klst eða skemur á viku. Kostnaðarauki Dalvíkurbyggðar er um 22 milljónir á ári.

Sérbókun frá Móniku Margréti Stefánsdóttur B-lista

Þar sem ákveðið var frá upphafi vinnunnar um gjaldfrjálsa leikskóla í Dalvíkurbyggð, að ekki yrði aukinn kostnaður fyrir þá foreldra/forráðamenn sem ekki gætu nýtt sér þessa gjaldfrjálsu tíma er ég mótfallin því að þeir sem þurfa að greiða leikskólagjöld þurfi einnig að greiða fyrir skráningardaga sem leikskólinn setur.
Ef hins vegar foreldrar/forráðamenn sem greiða leikskólagjöld skrá barn/börn sín á skráningardag en þau mæta EKKI þá ætti gjald samkvæmt gjaldskrá að leggjast á leikskólagjöld næsta mánuð á eftir.


Sveitarstjórn - 377. fundur - 18.02.2025

Á 302.fundi fræðsluráðs þann 12.febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Benedikt Snær Magnússon, nefndarmaður, fer yfir greinagerð vinnuhóps um helstu niðurstöður, hvernig til hefur tekist með þessa tilraun.

Fræðsluráð leggur til með fjórum greiddum atkvæðum að verkefnið um gjaldfrjálsa vistun í 30klst á viku hjá nemendum leikskóla Dalvíkurbyggðar verði haldið áfram í þeirri mynd sem hefur verið í vetur, og það fest í sessi hjá Dalvíkurbyggð. Auk þess myndu halda áfram skráningardagar sem fræðsluráð samþykkti í núgildandi skóladagatali leikskólanna, auk þess að börnum að 18 mánaða aldri verði boðin vistun til 15:15 eins og verið hefur. Að lokum leggur fræðsluráð það til að vinnuhópur verði lagður niður, þar sem ekki er þörf á frekari eftirfylgni verkefnisins.
Fræðsluráð hrósar stjórnendum leikskólanna og foreldrum fyrir að hafa náð að innleiða nýtt kerfi sem er til bóta fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk. Það er gaman að sjá hversu vel hefur tiltekist hjá leikskólum Dalvíkurbyggðar að innleiða ný vinnubrögð vegna breytinga á skipulagi leikskólastarfs í Dalvíkurbyggð. Starfsmenn eru að upplifa minna álag yfir daginn, auðveldað hefur verið að starfsmenn taki undirbúningstíma sinn á vinnutíma, auk þess sem starfsfólk leikskólanna upplifi nemendur rólegri og glaðari í leikskólanum. Það er auk þess fagnaðarefni að með þessari leið hefur verið lækkuð gjöld heimila nemenda sem nýta sér gjaldfrjálsa vistun, en um 70% barna leikskóla Dalvíkurbyggðar nýta sér gjaldfrjálsa vistun 30klst eða skemur á viku. Kostnaðarauki Dalvíkurbyggðar er um 22 milljónir á ári.

Sérbókun frá Moniku Margréti Stefánsdóttur B-lista

Þar sem ákveðið var frá upphafi vinnunnar um gjaldfrjálsa leikskóla í Dalvíkurbyggð, að ekki yrði aukinn kostnaður fyrir þá foreldra/forráðamenn sem ekki gætu nýtt sér þessa gjaldfrjálsu tíma er ég mótfallin því að þeir sem þurfa að greiða leikskólagjöld þurfi einnig að greiða fyrir skráningardaga sem leikskólinn setur.
Ef hins vegar foreldrar/forráðamenn sem greiða leikskólagjöld skrá barn/börn sín á skráningardag en þau mæta EKKI þá ætti gjald samkvæmt gjaldskrá að leggjast á leikskólagjöld næsta mánuð á eftir.
Til máls tóku:
Monika Margrét Stefánsdóttir.
Freyr Antonsson.
Katrín Sif Ingvarsdóttir.

Monika Margrét Stefánsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun:
B-listi tekur undir og samþykkir að Dalvíkurbyggð festi í sessi gjaldfrjálsan leikskóla en ítrekar bókun Moniku Margrétar Stefánsdóttur frá fundi fræðsluráðs þann 12 febrúar síðastliðinn um að ekki yrði aukinn kostnaður fyrir þá sem ekki gætu nýtt sér gjaldfrjálsan leikskóla. Þeir foreldrar sem greiða nú þegar leikskólagjöld eiga ekki að þurfa að greiða einnig fyrir skráningardaga sem leikskólinn setur.
Ef hins vegar foreldrar/forráðamenn sem greiða leikskólagjöld skrá barn/börn sín á skráningardag en þau mæta EKKI þá ætti gjald samkvæmt gjaldskrá að leggjast á leikskólagjöld næsta mánuð á eftir.
Samþykkt með 2 atkvæðum B-lista.

Freyr Antonsson leggur fram eftirfarandi bókun:
Skráningardagar voru teknir upp sem hluti af þjónustu leikskólans við þá foreldra sem nauðsynlega þyrftu að vera með börn sín í leikskóla, frekar en að hafa leikskóla lokaða. Það að taka gjald fyrir er ákveðið tæki til þess að stýra þeim fjölda sem óskar eftir vistun þá ákveðnu daga, og eru skráningardagar hafðir þegar mestar líkur eru á að foreldrar geti verið með börnum heima, líkt og á milli jóla og nýárs, eða í sumarfríi. Skráningardagar hafa að hluta til leyst betri vinnutíma starfsfólks á leikskólanum.
Síðan breytt fyrirkomulag tók gildi hafa 65-70% leikskólabarna verið með vistun innan 30 klst. og eru þá gjaldfrjáls.
Skráningardagar eru að virka vel þar sem stjórnendur geta með betra móti mætt fjölda barna með mönnun á vakt. Þrátt fyrir það er raunmæting barna 50% á við skráða mætingu.
Með breyttu fyrirkomulagi erum við að sjá 70% minni forföll starfsfólks og allt að 30% minni veikindaforföll.
Samþykkt með 5 atkvæðum D- og K- lista.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að gjaldfrjáls vistun í 30 klst. á viku á leikskólum Dalvíkurbyggðar, verði fest í sessi. Auk þess að halda áfram með skráningardaga sem fræðsluráð samþykkti í núgildandi skóladagatali leikskólanna, þá verður börnum að 18 mánaða aldri boðin vistun til kl. 15:15 eins og verið hefur. Vinnuhópur um gjaldfrjálsan leikskóla er hér með lagður niður þar sem ekki er þörf á frekari eftirfylgni verkefnisins.