Fræðsluráð

289. fundur 17. janúar 2024 kl. 08:15 - 10:35 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jolanta Krystyna Brandt formaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs
Dagskrá
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir, boðaði forföll og engin kom í hennar stað. Snæþór Arnþórsson, boðaði forföll og engin kom í hans stað.

Aðrir sem sátu fund:Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, Ágústa Kristín Bjarnadóttir aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti, Dominique Gyða Sigrúnardóttir, fulltrúi foreldra á Krílakoti, Jóhanna Sólveig Hallgrímsdóttir, fulltrúi foreldra í Dalvíkurskóla og Hugrún Felixdóttir fulltrúi kennara í Dalvíkurskóla.

1.Leikskólalóð á Krílakoti

Málsnúmer 202304046Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðu mála á verkefninu.
Fræðsluráð samþykkir með þremur atkvæðum og leggur til að leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri verði báðar í vinnuhópnum, með þeim rökum að báðar eru að vinna að þessu verkefni og þurfa að leysa hvor aðra af í fríum og eða forföllum.
Friðrik Arnarson,skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla kom inn á fund kl. 08:30

2.Gjaldfrjáls leikskóli

Málsnúmer 202311016Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, upplýsti fræðsluráð um stöðu mála á verkefninu.
Lagt fram til kynningar
Hugrún og Jóhanna komu inn á fund kl. 08:37

3.Starfsmannamál í leik - og grunnskóla

Málsnúmer 201912084Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Ágústa Kristín Bjarnadóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti, fara yfir stöðuna á starfsmannamálum hjá sínum stofnunum.
Fræðsluráð þakkar stjórnendum fyrir góða yfirferð á starfsmannamálum.

4.Innleiðingaráætlun fyrir nýja Menntastefnu Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202108026Vakta málsnúmer

Gunnar Gíslason, forstöðumaður Miððstöðvar skólaþróunar HA, fór yfir framvindu verkefnis og næstu skref.
Fræðsluráð þakkar Gunnari fyrir yfirferð á stöðu mála er varðar innleiðingu á Menntastefnu Dalvíkurbyggðar í skólum sveitarfélagsins.
Ágústa og Dominique Gyða, fóru af fundi kl. 09:55

5.Grunur um slæm loftgæði í Dalvíkurskóla

Málsnúmer 202309081Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir niðurstöður frá Eflu á loftgæðum í Dalvíkurskóla.
Fræðsluráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa málinu til Eigna - og framkvæmdadeildar Dalvíkurbyggðar til úrvinnslu.

6.Breyttir starfshættir í grunnskóla

Málsnúmer 202303015Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, fer yfir hvernig til tókst með þessa breytingu sem var gerð.
Fræðsluráð þakkar Friðriki fyrir yfirferðina á breyttum kennsluháttum í Dalvíkurskóla. Fræðsluráð fagnar því að nýtt fyrirkomulag er að koma vel út.

7.Forvarnarteymi grunnskólanna vegna forvarna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni

Málsnúmer 202201020Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, fer yfir stöðuna og framvindu á verkefninu
Lagt fram til kynningar.

8.Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2024 - 2025

Málsnúmer 202401056Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 13.12.2023.

Tilkynning send til grunnskóla, skólaskrifstofa og framkvæmdastjóra sveitarfélaga

Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2024-2025
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:35.

Nefndarmenn
  • Jolanta Krystyna Brandt formaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs