Á 1092. fundi byggðaráðs þann 11.janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 364. fundi sveitarstjórnar þann 19. desember sl. var eftirfarandi bókað: "Á 288. fundi fræðsluráðs þann 13. desember sl. var eftirfarandi bókað: "Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fóru yfir stöðuna á verkefninu.Niðurstaða:Fræðsluráð leggur til að stýrihópur sem var stofnaður vegna hönnunar á leikskólalóð verði lagður niður og nýr stýrihópur um framkvæmdina verði stofnaður. Lagt er til að hann verði skipaður, sviðsstjóra,leikskólastjóra á Krílakoti,einum starfsmanni Krílakots, Benedikt Snær Magnússon úr fræðsluráði, einn úr byggðaráði og verkstjóri á framkvæmdasviði."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu fræðsluráðs um að stýrihópur vegna hönnunar á leikskólalóðinni verði lagður niður og nýr stýrihópur stofnaður um framkvæmdina. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að gert verði erindisbréf fyrir vinnuhópinn sem verði lagt fyrir fræðsluráð og sveitarstjórn til staðfestingar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að erindisbréfi. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að erindisbréfi með þeirri breytingu að annað hvort leikskólastjóri eða aðstoðarleikstjóri eigi sæti í vinnuhópnum sem og enginn kjörinn fulltrúi. Fundargerðir vinnuhópsins og framvinda verkefnisins verði kynnt í fræðsluráði og byggðaráði. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Á 289. fundi fræðsluráðs þann 17. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðu mála á verkefninu.Niðurstaða:Fræðsluráð samþykkir með þremur atkvæðum og leggur til að leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri verði báðar í vinnuhópnum, með þeim rökum að báðar eru að vinna að þessu verkefni og þurfa að leysa hvor aðra af í fríum og eða forföllum."