Byggðaráð

1106. fundur 08. maí 2024 kl. 13:15 - 15:41 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson, aðalmaður boðaði forföll og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Framkvæmdir og fjárfestingar á vegum Framkvæmdasviðs 2024

Málsnúmer 202401135Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og Halla Dögg Káradóttir, veitustjóri, kl. 13:15.

Á 20. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 3. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Farið yfir stöðu framkvæmda á árinu og farið yfir hugmyndir að auka verkefnum. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð felur deildarstjóra að kostnaðarmeta hugmyndir að auka verkefnum og leggja fyrir næsta fund. "

Til umræðu fjárfestingar, framkvæmdir og viðhald sveitarfélagsins 2024 almennt, hver er staða mála/verkefna almennt, útboð og verðkannanir.

Lagt fram til kynningar.

2.Krílakot Lóð - E2203 - kostnaðaráætlun og útboðsgögn

Málsnúmer 202202100Vakta málsnúmer

Á 281. fundi fræðsluráðs þann 12. apríl 2023 var eftirfarandi bókað:
"Helga Íris Ingólfsdóttir, Deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar, fór yfir stöðu mála varðandi vinnu við endurnýjun á leikskólalóð á Krílakoti.Niðurstaða:Fræðsluráð þakkar Helgu Írisi Ingólfsdóttur, fyrir góða kynningu á stöðu mála varðandi vinnu við endurnýjun á leikskólalóð á Krílakoti og næstu skref."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ný kostnaðaráætlun og útboðs- og verklýsing, unnið af Landmótun.

Lagt fram til kynningar.

3.Leikskólalóð á Krílakoti

Málsnúmer 202304046Vakta málsnúmer

Á 368. fundi sveitarstjórnar þann 16. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 292. fundi fræðsluráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir stöðuna á verkefninu.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar. Útboðsgögn eru ekki klár."Niðurstaða:Til máls tóku: Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að vinnuhópur um leikskólalóð verði útvíkkaður og tilnefnir Benedikt Snæ Magnússon í vinnuhópinn. Lilja Guðnadóttir. Freyr Antonsson. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar um að Benedikt Snær Magnússon taki sæti í vinnuhópi um leikskólalóð Krílakots og að byggðaráð kalli eftir á fundum sínum framgangi mála."

Helga Íris og Halla Dögg viku af fundi kl. 14:07.
Lagt fram til kynningar.

4.Frá sveitarstjóra; Flotbryggja Dalvíkurhöfn, bæta við steyptum fingri. Viðaukabeiðni

Málsnúmer 202402139Vakta málsnúmer

Á 368. fundi sveitarstjórnar þann 16. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 134. fundi veitu- og hafnaráðs þann 11. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Silja Pálsdóttir lýsti yfir vanhæfi og vék af fundi undir þessum lið kl. 9:16 Veitu- og hafnarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að keyptur verði steyptur fingur við flotbryggju sem liggur út frá olíubryggju. Silja Pálsdóttir kom aftur til fundar kl. 9:29".Niðurstaða:Til máls tóku: Freyr Antonsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu á þessum lið kl. 16:58 Lilja Guðnadóttir 1. varaforseti tók við fundarstjórn. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu og tillögu veitu- og hafnaráðs að keyptur verði steyptur fingur við flotbryggju sem liggur út frá olíubryggju og felur sveitarstjóra að leggja viðaukabeiðni fyrir byggðaráð þar sem framkvæmdin er ekki á starfs- og fjárhagsáætlun 2024. Freyr Antonsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu og umfjöllun vegna vanhæfis."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi viðaukabeiðni frá sveitarstjóra, dagsett þann 3. maí sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 4.597.315 á lið 42200-11551 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauka nr. 18 við fjárhagsáætlun 2024, að upphæð kr. 4.597.315 á lið 42200-11551. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Frá 368. fundi sveitarstjórnar þann 16. apríl sl.; Öldugata 31, 33, 35 Árskógssandi - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202309104Vakta málsnúmer

Á 368. fundi sveitarstjórnar þann 16. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 19. fundi skipulagsráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 31 við Öldugötu, Árskógssandi lauk þann 19. mars sl. Tólf athugasemdir bárust auk umsagna frá Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að unnin verði endanleg skipulagstillaga í samræmi við framlögð gögn og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á auglýsingatíma verði jafnframt lögð fram þrívíddarmynd af fyrirhuguðum mannvirkjum á lóð nr. 31 við Öldugötu. Þorsteinn Ingi Ragnarsson B-lista leggur fram eftirfarandi bókun: "Breyting þessi á deiliskipulagi gerir það að verkum að stærð og umfang bygginga er óæskilegt m.t.t. nálægðar við núverandi og fyrirhugaða íbúðabyggð." Samþykkt með þremur atkvæðum. Þorsteinn Ingi Ragnarsson greiðir atkvæði gegn tillögunni og Katrín Sif Ingvarsdóttir K-lista situr hjá við afgreiðslu málsins. "Niðurstaða:Til máls tóku: Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að þessum lið verði frestað og málinu vísað til byggðaráðs til frekari umræðu. Byggðaráði er falið að ræða við umsækjendur og kanna aðrar leiðir til uppbyggingar starfsemi Laxós ehf. í Dalvíkurbyggð. Monika Margrét Stefánsdóttir ítrekar bókun Þorsteins Inga Ragnarssonar fyrir hönd B-lista: Breyting þessi á deiliskipulagi gerir það að verkum að stærð og umfang bygginga er óæskilegt m.t.t. nálægðar við núverandi og fyrirhugaða íbúðabyggð. Fleiri tóku ekki til máls. a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar. b) Monika Margrét Stefánsdóttir og Lilja Guðnadóttir greiða atkvæði með bókun Moniku Margrétar, en 5 sitja hjá. "
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá Guðmund Val Stefánsson á fund byggðaráðs í gegnum TEAMS.

6.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028; fyrstu skref skv. Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli

Málsnúmer 202404024Vakta málsnúmer

Á 1103. fundi byggðaráðs þann 11. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Farið var yfir fyrstu skref skv. kafla 2.1. í Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar varðandi vinnu við fjárhagsáætlunar Dalvíkurbyggðar í apríl og maí þegar ársreikningur liggur fyrir.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að boða til fundar á vordögum með kjörnum fulltrúum um vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028."

a) Auglýsing
b) Þjónustustefna
c) Þátttaka íbúa; OneVote, Hugmyndakassi fl.
d) Tímarammi.
e) Kjörnir fulltrúar

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

7.Stöðumat janúar - mars 2024

Málsnúmer 202404130Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðumat stjórnenda um stöðu bókhalds í samanburði við heimildir í fjárhagsáætlun janúar- mars 2024.

Lilja vék af fundi undir þessum lið kl. 14:59 til annarra starfa.
Lagt fram til kynningar.

8.Dalvíkurlína 2 - Stígur meðfram lagnaleið

Málsnúmer 202111018Vakta málsnúmer

Á 358. fundi sveitarstjórnar þann 25. apríl sl. var eftirfarndi bókað:
"Á 1064. fundi byggðaráðs þann 13. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1062. fundi byggðaráðs þann 16. mars sl. var eftirfarandi bókað: Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með Snæbirni Sigurðarsyni, verkefnastjóri hjá Landsneti, föstudaginn 10. mars sl., um Dalvíkurlínu 2 og lagningu stíga meðfram lagnaleið. Sveitarstjóri leggur til að lögð verði áhersla á lagningu hjólastígs samhliða lagningu jarðstrengs frá Árskógarskóla til Dalvíkur. Jafnframt er lagt til að gengið verði frá yfirlýsingu og samningi við þá landeigendur sem heimila lagningu hjólastígs á landi þeirra, þrátt fyrir að hann komi ekki til fyrr en eftir einhver ár. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu samningsdrög um uppgjör landbóta vegna landsréttinda í þágu hjóla- og göngustígs. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgeiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samningsdrög um uppgjör landbóta vegna landsréttinda í þágu hjóla- og göngustígs."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu yfirlýsingar vegna göngu- og hjólastígs sem landeigendur í Dalvíkurbyggð hafa undirritað í tengslum við lagningu Dalvíkurlínu 2, sbr. rafpóstur dagsettur þann 30. apríl sl.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum fyrirliggjandi yfirlýsingar að hálfu Dalvíkurbyggðar.

9.Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands 2024

Málsnúmer 202405023Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi aðalfundarboð frá Markaðsstofu Norðurlands vegna aðalfundar fimmtudaginn 30. maí nk. kl. 13: Fundurinn verður haldinn á veitingastaðnum Verbúðin 66, Hrísey.
Lagt fram tilkynningar.

Fundi slitið - kl. 15:41.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson, aðalmaður boðaði forföll og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs