Tekið fyrir erindi frá Laxós ehf dags. 15. septemtber 2023 þar sem lóðarhafi óskar eftir heimild til að sameina lóðirnar Öldugötu 31, 33 og 35 á Árskógssandi. Óskað er eftir að byggingareitir lóðanna þriggja verði sameinaðir og nýtingarhlutfall lóðanna verði hækkað í 0.55. Fyrir er nýtingarhlutfall á lóð Öldugötu 31, 0.41/0.5 og á lóðunum Öldugata 33 og 35 er nýtingarhlutfallið 0.3/0.4.
Til skýringar segir í greinargerð með gildandi deiliskipulagi svæðisins í kafla „3.4.3 Nýtingarhlutfall. Miðað er við hámarksnýtingarhlutfall á svæðinu 0,3 og 0,4 nema að annað sé tekið fram.
Um athafnalóðirnar gildir auk þess eftirfarandi; í þeim tilfellum þar sem um milliloft eða efri hæð er um að ræða er heimilt að fara með nýtingarhlutfallið uppí 0,4, en sé einungis um einnar hæðar byggingu er hámarksnýtingarhlutfallið 0,3.“
Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.