Byggðaráð

1107. fundur 16. maí 2024 kl. 13:15 - 15:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Öldugata 31, 33, 35 Árskógssandi - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202309104Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Guðmundur Valur Stefánsson, Hreinn Þór Hauksson og Ágúst Hafsteinsson kl. 13:15.

Á 368. fundi sveitarstjórnar þann 16. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Á 19. fundi skipulagsráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 31 við Öldugötu, Árskógssandi lauk þann 19. mars sl. Tólf athugasemdir bárust auk umsagna frá Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að unnin verði endanleg skipulagstillaga í samræmi við framlögð gögn og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á auglýsingatíma verði jafnframt lögð fram þrívíddarmynd af fyrirhuguðum mannvirkjum á lóð nr. 31 við Öldugötu. Þorsteinn Ingi Ragnarsson B-lista leggur fram eftirfarandi bókun: "Breyting þessi á deiliskipulagi gerir það að verkum að stærð og umfang bygginga er óæskilegt m.t.t. nálægðar við núverandi og fyrirhugaða íbúðabyggð." Samþykkt með þremur atkvæðum. Þorsteinn Ingi Ragnarsson greiðir atkvæði gegn tillögunni og Katrín Sif Ingvarsdóttir K-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.
"Niðurstaða:Til máls tóku: Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að þessum lið verði frestað og málinu vísað til byggðaráðs til frekari umræðu. Byggðaráði er falið að ræða við umsækjendur og kanna aðrar leiðir til uppbyggingar starfsemi Laxós ehf. í Dalvíkurbyggð.
Monika Margrét Stefánsdóttir ítrekar bókun Þorsteins Inga Ragnarssonar fyrir hönd B-lista: Breyting þessi á deiliskipulagi gerir það að verkum að stærð og umfang bygginga er óæskilegt m.t.t. nálægðar við núverandi og fyrirhugaða íbúðabyggð.
Fleiri tóku ekki til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar.
b) Monika Margrét Stefánsdóttir og Lilja Guðnadóttir greiða atkvæði með bókun Moniku Margrétar, en 5 sitja hjá. "

Á 1106.fundi byggðaráðs þann 8.maí sl. var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá Guðmund Val Stefánsson á fund byggðaráðs í gegnum TEAMS.
Kynnt voru ný hönnunargögn sem fara fyrir næsta fund skipulagsráðs.

Guðmundur Valur, Hreinn Þór og Ágúst viku af fundi kl. 14:07

Lagt fram til kynningar.

2.Viðaukabeiðni vegna félagsráðgjafa

Málsnúmer 202405068Vakta málsnúmer

Friðrik vék af fund kl. 14:46.

Lagt fram til kynningar.

3.Verkefni á íþrótta- og æskulýðssviði

Málsnúmer 202311015Vakta málsnúmer

Til umræðu.
Sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs er falið að koma með ítarlegri útfærslu á næsta fund.
Lagt fram til kynningar.

4.Umsagnarbeiðni tímabundið áfengisleyfi vegna sjómannadags

Málsnúmer 202405035Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 6.maí sl., þar sem óskað er umsagnar um tímabundið áfengisleyfi frá K6 veitingar ehf., um skemmtanahald í Íþróttahúsinu á Dalvík, 1.júní nk. Fyrir liggur jákvæð umsögn frá skipulagsfulltrúa Dalvíkurbyggðar.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt með fyrirvara um umsögn frá Slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri