Umsagnarbeiðni tímabundið áfengisleyfi vegna sjómannadags

Málsnúmer 202405035

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1107. fundur - 16.05.2024

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 6.maí sl., þar sem óskað er umsagnar um tímabundið áfengisleyfi frá K6 veitingar ehf., um skemmtanahald í Íþróttahúsinu á Dalvík, 1.júní nk. Fyrir liggur jákvæð umsögn frá skipulagsfulltrúa Dalvíkurbyggðar.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt með fyrirvara um umsögn frá Slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.