Á 1103. fundi byggðaráðs þann 11. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1097. fundi byggðaráðs þann 22. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1095. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 14:38. Á 154. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: Gísli Rúnar vék af fundi undir þessum lið. Gísli Bjarnason tók að sér fundarritun undir þessum lið. Íþrótta - og æskulýðsráð leggur til að málinu verði vísað inn í starfs - og kjaranefnd og inn í Byggðaráð, samfara umræðu um frístund í Dalvíkurbyggð. Íþrótta - og æskulýðsráð, leggur ríka áherslu á að finna lausn á því að opna félagsmiðstöð fyrir börn í 5. - 7. bekk. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu minnisblað frá sviðsstjóra, dagsett þann 22. janúar sl., varðandi vinnu á íþrótta- og æskulýðssviði, bréf frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og málefni Frístundar. Gisli vék af fundi kl. 15:10.Niðurstaða:Frekari umfjöllun frestað."Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með, fyrir næsta fund byggðarráðs, nánari útfærslur á þeim tillögum sem koma fram í erindinu, s.s. starfslýsingar, sem og að skoða hvort aðrar leiðir og útfærslur séu í boði." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi: Drög að starfslýsingu fyrir nýtt starf deildarstjóra Félagsmiðstöðvar og Frístundar. Drög að nýrri starfslýsingu fyrir starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Gísli vék af fundi kl. 14:49.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi: Nýtt starf deildarstjóra Félagsmiðstöðvar og Frístundar verði ekki búið til, sbr. tillaga að starfslýsingu. Ekki verði gerðar þær breytingar á starfslýsingu íþrótta- og æskulýðsfulltrúa sem lagðar eru til. Starfssemi Frístundar verði áfram í Dalvíkurskóla undir stjórn skólastjóra Dalvíkurskóla. Starfssemi Vinnuskóla verði áfram á Framkvæmdasviði undir stjórn deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar."