Málsnúmer 202404024Vakta málsnúmer
Á 369. fundi sveitarstjórnar þann 14. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1103. fundi byggðaráðs þann 11. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Farið var yfir fyrstu skref skv. kafla 2.1. í Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar varðandi vinnu við fjárhagsáætlunar Dalvíkurbyggðar í apríl og maí þegar ársreikningur liggur fyrir.
Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að boða til fundar á vordögum með kjörnum fulltrúum um vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028."
a) Auglýsing
b) Þjónustustefna
c) Þátttaka íbúa; OneVote, Hugmyndakassi fl.
d) Tímarammi.
e) Kjörnir fulltrúar
Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tímaramma fyrir fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum auglýsingu fyrir fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að stefnt verði á senda út könnun til kjörinna fulltrúa með dagsetningu fundar."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar vegna breytinga á fasteignamati fyrir árið 2025. Meðalhækkunin í Dalvíkurbyggð er 7,9%. Eftirfarandi 3 flokkar hækka mest á milli ára; sumarhús um 15%, jarðir um 11,1%, atvinnueignir um 7,9%. Íbúðaeignir hækka um 7,4% í fasteignamati á milli ára.
Til umræðu ofangreint og vinnan framundan.