Byggðaráð

1110. fundur 06. júní 2024 kl. 13:15 - 16:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Mánaðarlegar skýrslur 2024; janúar - apríl

Málsnúmer 202402018Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti eftirfarandi skýrslur:
Staða bókhalds janáur - apríl í samanburði við heimildir í fjárhagsáætlun.
Staða launakostnaðar janúar - apríl í samanburði við heimildir í launaáætlun ásamt stöðugildum fyrir sama tímabil.
Þróun stöðugilda hjá Dalvíkurbyggðar 2017-2024, sbr. skýrsla dagsett 02.05.2024.

Lagt fram til kynningar.

2.Frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Verkefni á íþrótta- og æskulýðssviði

Málsnúmer 202311015Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kl. 14:30.
Á 1108. fundi byggðaráðs þann 23. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 14:52. Á 1107. fundi byggðaráðs þann 16. maí sl. var eftirfarandi bókað: "Til umræðu.Niðurstaða:Sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs er falið að koma með ítarlegri útfærslu á næsta fund. Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirfarandi gögn: Minnisblað dagsett þann 22. maí 2024. Drög að starfslýsingu fyrir starf Íþróttafulltrúa. Drög að starfslýsingu fyrir starf Æskulýðs- og tengsla fulltrúa. Gísli vék af fundi kl. 15:11.Niðurstaða:Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna áfram að málinu með liðsinni frá starfs- og kjaranefnd."

Á 162. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 4. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs fór yfir stöðu mála er varðar starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa."

Starfs- og kjaranefnd fundaði með sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs sl. þriðjudag.

Með fundarboði fylgdu eftirfarandi gögn:
Samanburður á starfslýsingum sem sýnir eldri starfslýsingar í samanburði við tillögur að starfslýsingum fyrir nýju störfin til að draga fram þær breytingar sem eru lagðar til.
Uppfærðar tillögur að starfslýsingum.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með endanlegar tillögur að starfslýsingum fyrir næsta fund byggðaráðs ásamt viðaukabeiðnum.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202405081Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

4.Frá skólastjóra Dalvíkurskóla; Viðaukabeiðni vegna félagsráðgjafa

Málsnúmer 202405068Vakta málsnúmer

Á 1107. fundi byggðaráðs þann 16. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Friðrik vék af fund kl. 14:46. Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirfarandi gögn, sbr. fundur frá 16. maí sl.:

Erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett þann 3. maí sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 til að ráða í nýtt starf félagsráðgjafa í 70% starfshlutfall við skólann.Heildarkostnaður er áætlaður kr. 3.964.654 miðað við 5 mánuði. Gert er grein fyrir reynslu skólans af aðkeyptri vinnu félagsráðgjafa sem nemur um 20% stöðugildi frá 1. október sl. Fram kemur m.a. að hafa félagsráðgjafa innan skólans sé gríðarlega mikilvægt fyrir skólastarfið í heild sinni.
Drög að starfslýsingu þar sem gert er ráð fyrir 100% ráðningu þar sem 70% starfshlutfall verði við Dalvíkurskóla og 30% starfshlutfall við félagsþjónustu. Næsti yfirmaður verði sviðsstjóri fræðslu- og menningarviðs.

Ofangreind drög að starfslýsingu voru til umfjöllunar á fundi starfs- og kjaranefndar sl. þriðjudag þar sem fram komu nokkrar ábendingar.

Til umræðu ofangreint.

Gísli vék af fundi kl. 15:36.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með endanlega tillögu að starfslýsingu fyrir starf félagsráðgjafa við grunnskóla í Dalvíkurbyggð og við skóla- og félagsþjónustu sveitarfélagsins ásamt viðaukabeiðni fyrir næsta fund byggðaráðs.

5.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028; vinna skv. ferli og tímaramma.

Málsnúmer 202404024Vakta málsnúmer

Á 369. fundi sveitarstjórnar þann 14. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1103. fundi byggðaráðs þann 11. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Farið var yfir fyrstu skref skv. kafla 2.1. í Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar varðandi vinnu við fjárhagsáætlunar Dalvíkurbyggðar í apríl og maí þegar ársreikningur liggur fyrir.
Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að boða til fundar á vordögum með kjörnum fulltrúum um vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028."

a) Auglýsing
b) Þjónustustefna
c) Þátttaka íbúa; OneVote, Hugmyndakassi fl.
d) Tímarammi.
e) Kjörnir fulltrúar

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.


Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tímaramma fyrir fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum auglýsingu fyrir fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að stefnt verði á senda út könnun til kjörinna fulltrúa með dagsetningu fundar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar vegna breytinga á fasteignamati fyrir árið 2025. Meðalhækkunin í Dalvíkurbyggð er 7,9%. Eftirfarandi 3 flokkar hækka mest á milli ára; sumarhús um 15%, jarðir um 11,1%, atvinnueignir um 7,9%. Íbúðaeignir hækka um 7,4% í fasteignamati á milli ára.

Til umræðu ofangreint og vinnan framundan.
Lagt fram til kynningar.

6.Frá SSNE; Sóknaráætlun, vinnustofur með sveitarstjórnum

Málsnúmer 202405209Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 27. maí sl., þar sem fram kemur að meðfylgjandi er tengill inn á skjal með tímasetningum fyrir vinnustofur vegna vinnu við nýja Sóknaráætlun. Óskað er eftir að skrá sveitarfélagið á dagsetningar sem hentar best fyrir Dalvíkurbyggð. Skráning á allar vinnustofur verður síðar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að bóka tíma 28. ágúst nk. kl. 16:00 fyrir Dalvíkurbyggð.

7.Frá Ragnari Þ Þóroddssyni; Umsókn um leiguafnot af hluta 2. hæðar Gamla skóla

Málsnúmer 202406004Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Ragnari Þ. Þóroddssyni, dagsett þann 23. maí 2024, þar sem hann sækir um að leigja hluta af Gamla skóla á Dalvík eða 72m2 til eins árs með möguleika á framlengingu, Hugmyndin er sú að opna í þeim hluta Gallerí um arfleiðs JSBrimars. Meðfylgjandi er teikning sem sýnir um hvaða rými ræðir. Fram kemur að Ragnar er tilbúinn að fara í endurbætur á þessum hluta en efniskostnaður myndi dragast frá leiguverði.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi.
Eignin mun detta á söluskrá innan skamms, sbr. mál 202103109.

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202105085Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

9.Frá sveitarstjóra; Starfsmannahald, rekstur og vinnuskipulag, hafna Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 202405051Vakta málsnúmer

Á 1109. fundi byggðaráðs þann 30. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1108. fundi byggðaráðs þann 23. maí sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Björn Björnsson og Björgvin Páll Hauksson, starfsmenn Hafnasjóðs, kl. 13:15. Á 368. fundi sveitarstjórnar þann 16. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Á 134. fundi veitu- og hafnaráðs þann 11. apríl sl. var eftirfarandi bókað: Lögð fyrir úttekt á rekstri hafna Dalvíkurbyggðar eftir að árið 2023 kom inn.Niðurstaða:Veitu- og hafnarráð leggur til við sveitarstjórn að áfram verði unnið að rekstri, vinnuskipulagi og starfsmannahaldi í Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum." Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs." Til umræðu starfsmannahald, rekstur og vinnuskipulag á höfnum Dalvíkurbyggðar. Björn og Björgvin Páll viku af fundi kl. 13:42.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sveitarstjóra varðandi ofangreint þar sem lagt er til að auglýst verði laust til umsóknar starf yfirhafnavarðar í Dalvíkurbyggð.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra og felur sveitarstjóra að leggja fram starfslýsingu og viðaukabeiðni á næsta fundi."

Með fundarboði fylgdu eftirfarandi gögn:
Drög að starfslýsingu fyrir starf yfirhafnavarðar.
Upplýsingar um launakostnað vegna beiðni um viðauka.

Til umræðu ofangreint.
Frekari umfjöllun og afgreiðslu frestað til næsta fundar.

10.Starfs- og kjaranefnd 2024; fundargerð 04.06.2024

Málsnúmer 202401126Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusvið kynntu fundargerð starfs-og kjaranefndar frá 04.06.2024 þar sem m.a. er fjallað um mál 2. og 4. hér að ofan.
Lagt fram til kynningar.

11.Ársreikningur 2023; Samtök sjávarútvegssveitarfélaga

Málsnúmer 202405111Vakta málsnúmer

Lagðu fram til kynningar ársreikningur Samtaka sjávarútsvegssveitarfélaga fyrir árið 2023.
Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir Samtaka sjávarútvegsfyrirtækja 2024

Málsnúmer 202406007Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 22. maí sl. nr. 80.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs