Frá Ragnari Þ Þóroddssyni; Umsókn um leiguafnot af hluta 2. hæðar Gamla skóla

Málsnúmer 202406004

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1110. fundur - 06.06.2024

Tekið fyrir erindi frá Ragnari Þ. Þóroddssyni, dagsett þann 23. maí 2024, þar sem hann sækir um að leigja hluta af Gamla skóla á Dalvík eða 72m2 til eins árs með möguleika á framlengingu, Hugmyndin er sú að opna í þeim hluta Gallerí um arfleiðs JSBrimars. Meðfylgjandi er teikning sem sýnir um hvaða rými ræðir. Fram kemur að Ragnar er tilbúinn að fara í endurbætur á þessum hluta en efniskostnaður myndi dragast frá leiguverði.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi.
Eignin mun detta á söluskrá innan skamms, sbr. mál 202103109.

Sveitarstjórn - 370. fundur - 18.06.2024

Á 1110. fundi byggðaráðs þann 6. júní 2024 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Ragnari Þ. Þóroddssyni, dagsett þann 23. maí 2024, þar sem hann sækir um að leigja hluta af Gamla skóla á Dalvík eða 72m2 til eins árs með möguleika á framlengingu, Hugmyndin er sú að opna í þeim hluta Gallerí um arfleiðs JSBrimars. Meðfylgjandi er teikning sem sýnir um hvaða rými ræðir. Fram kemur að Ragnar er tilbúinn að fara í endurbætur á þessum hluta en efniskostnaður myndi dragast frá leiguverði.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi. Eignin mun detta á söluskrá innan skamms, sbr. mál 202103109."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og hafnar ofangreindu erindi um leigu á hluta af Gamla skóla á Dalvik.