Sveitarstjórn

370. fundur 18. júní 2024 kl. 16:15 - 17:58 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kristinn Bogi Antonsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Engar athugasemdir við fundarboð eða fundarboðun.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1107, frá 16.05.2024

Málsnúmer 2405007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1108, frá 23.05.2024

Málsnúmer 2405009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 14 liðum.
Liður 6 er sér mál á dagskrá, mál 202405086.
Liður 7 er sér mál á dagskrá, mál 202405112.
Liður 12 er sér mál ádagskrá, mál 202405110.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1109, frá 30.05.2024

Málsnúmer 2405011FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202401017.
Liður 8 er sér mál á dagskrá; mál 202405129.
Liður 9 er sér mál á dagskrá; mál 202405140.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1110, frá 06.06.2010.

Málsnúmer 2406003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 12 liðum.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202406004.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1111, frá 13.06.2024

Málsnúmer 2406007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 14 liðum.
Liður 1 er sér mál á dagskrá; mál 202406017.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202311015..
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202405068.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 201303097.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202405197.
Liður 11 er sér mál á dagskrá; mál 202212017- verður mál 202406101.
Liður 12 er sér mál á dagskrá; mál 202405051.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Félagsmálaráð - 278, frá 14.05.2024.

Málsnúmer 2405004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Félagsmálaráð - 279, frá 11.06.2024

Málsnúmer 2406006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fræðsluráð - 294, frá 12.06.2024

Málsnúmer 2406005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202303041.
Liður 8 er sér mál á dagskrá; mál 202402040.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Íþrótta- og æskulýðsráð - 162, frá 04.06.2024

Málsnúmer 2405013FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Menningarráð - 103, frá 21.05.2024.

Málsnúmer 2405008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202404042.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Skipulagsráð - 21, frá 04.06.2024.

Málsnúmer 2405012FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 23 liðum.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202305021.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202303003.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202205033.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202405199.
Liður 8 er sér mál á dagskrá; mál 202405024.
Liður 9 er sér mál á dagskrá; mál 202405022.
Liður 10 er sér mál á dagskrá; mál 202405043.
Liður 11 er sér mál á dagskrá; mál 202405136.
Liður 12 er sér mál á dagskrá; mál 202405221.
Liður 13 er sér mál á dagskrá; mál 202405192.
Liður 14 er sér mál á dagskrá; mál 202311123.
Liður 15 er sér mál á dagskrá; mál 202405044.
Liður 16 er sér mál á dagskrá; mál 202405028.
Liður 17 er sér mál á dagskrá; mál 202405198.
Liður 18 er sér mál á dagskrá; mál 202405077.
Liður 19 er sér mál á dagskrá; mál 202403135.
Liður 23 er sér mál á dagskrá; mál 202404097.


Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 41, frá 31.05.2024

Málsnúmer 2405010FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Liður 1 er sér mál á dagskrá; mál 202402040.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202211044.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Umhverfis- og dreifbýlisráð - 21. frá 07.06.2024.

Málsnúmer 2406002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.
Liður 2 er sér mál á dagkrá; mál 202401135.
Liður 3 er sér mál á dagskrá, mál 202405039.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 135, frá 15.05.2024.

Málsnúmer 2405006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202405021.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202405045.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 136, frá 06.06.2024.

Málsnúmer 2406001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5 liðum.
Liður 1 er sér mál á dagskrá; mál 202405134.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202307006.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Frá 1108. fundi byggðaráðs þann 23.05.2024; Ósk um aðra framlengingu á samningi um snjómokstur og hálkuvarnir

Málsnúmer 202405086Vakta málsnúmer

Á 1108. fundi byggðaráðs þann 23. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið minnisblað frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 15. maí 2024, þar sem fram kemur að fyrir liggur beiðni frá G. Hjámarsson hf. um framlengingu á þjónustusamningi um snjómokstur og hálkuvarnir á Hauganesi og Árskógssandi. Samningurinn var upphaflega gerður til þriggja ára; 2020 - 2023. Í annarri grein þjónustusamningsins er gefin heimild til framlengingar á samningstímanum um tvö ár með samþykki beggja aðila, en bara til eins árs í senn. Búið er að framlengja samninginn um eitt ár. Deildarstjóri sér ekkert því til fyrirstöðu að framlengja þjónustusamninginn um annað ár.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða eð 3 atkvæðum að þjónustusamningur um snjómokstur og hálkuvarnir á Hauganesi og Árskógssandi á milli G. Hjálmarssonar hf. og Dalvíkurbyggðar verði framlengdur um eitt ár skv. ákvæðum í gildandi samningi. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir að þjónustusamningur um snjómokstur og hálkuvarnir á Hauganesi og Árskógssandi á milli G. Hjálmarssonar hf. og Dalvíkurbyggðar verði framlengdur um eitt ár skv. ákvæðum í gildandi samningi.

17.Frá 1108. fundi byggðaráðs þann 23.05.2024; Samningur um áfangastofu; SSNE og MN

Málsnúmer 202405110Vakta málsnúmer

Á 1108. fundi byggðaráðs þann 23. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 16. mai 2024, þar sem fram kemur að á 63. fundi stjórnar SSNE voru lögð fram til samþykktar drög að endurnýjuðum þjónustusamningi SSNE og MN. Samningurinn er til eins árs í samræmi við samning SSNE og SSNV við Ferðamálastofu um rekstur Áfangastaðastofu Norðurlands en að öðru leiti nánast óbreyttur frá fyrri samningi. Jafnframt voru lögð fram drög að samningi SSNE við sveitarfélögin á Norðurlandi eystra um framlög til reksturs MN. Stjórn bókaði eftirfarandi undir þessum lið: Stjórn samþykkir framlögð drög og felur framkvæmdastjóra að skrifa undir þjónustusamninginn fyrir hönd SSNE og senda drög að samningi um framlög til reksturs Markaðsstofu Norðurlands til sveitarfélaganna til umfjöllunar. Meðfylgjandi eru drög að samningi um framlög til reksturs Markaðsstofu Norðurlands til umfjöllunar sveitarfélagsins, auk afrita af fyrrnefndum samningum SSNE annars vegar við Ferðamálastofu og hins vegar við Markaðsstofu Norðurlands. Í meðfylgjandi samningsdrögum í samningi á milli Dalvíkurbyggðar og SSNE varðandi Áfangastofu Norðurlands þá er samningstíminn 1. janúar - 31. desember 2024. Markaðsstofa Norðurlands starfar sem Áfangastofa Norðurlands í umboði SSNE og SSNV. Gjaldið er kr. 500 á íbúa miðað við íbúafjölda 1. desember árið 2023.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samningsdrög við SSNE um Áfangastofu fyrir samningstímann 1. janúar - 31. desember 2024.

18.Frá 1109. fundi byggðaráðs þann 30.05.2024; Árskógsvirkjun í Þorvaldsdal - samningsdrög.

Málsnúmer 202401017Vakta málsnúmer

Á 1109. fundi byggðaráðs þann 30. maí sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu samningsdrög "Samningur um rannsókna- og nýtingarleyfi milli Árskógsvikjunar ehf sem rétthafa og Dalvíkurbyggð sem landeiganda við Þorvaldsdalsá sem leyfisveitenda. Einnig fylgdi með álit Skipulagsstofnunar um matsáætlun vegna Árskógsvirkjunar í Þorvaldsdalsá, sbr. rafpóstur dagsettur þann 10. maí sl. Viðbrögð framkvæmdaaðila við umsögnum má finna á eftirfarandi slóð; https://www.skipulag.is/umhverfismat-framkvaemda/gagnagrunnur-umhverfismats/nr/1353#alma Niðurstaða:Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við meðfylgjandi samningsdrög og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreind og meðfylgjandi samningsdrög um rannsóknar- og nýtingarleyfi milli Árskógsvirkjunar ehf. sem rétthafa og Dalvíkurbyggðar sem leyfisveitanda sem landeigandi við Þorvaldsdalsá vegna jarðanna Grundar, F2156437, og Hrafnagils, F215479. Samningstíminn er 60 ár að uppfylltum ákveðnum forsendum um framvindu, m.a. að rétthafi skal hafa fengið framkvæmdaleyfi innan 8 ára frá undirritun samnings.

19.Frá 1111. fundi byggðaráðs þann 13.06.2024; Samningur um afnotarétt af landi Dalvíkurbyggðar til þyrluskíðaferða

Málsnúmer 201303097Vakta málsnúmer

Á 1111. fundi byggðaráðs þann 13.júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1109. fundi byggðaráðs þann 30. maí sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Ásgeir Örn Blöndal, lögmaður sveitarfélagsins frá PACTA, kl. 13:15. Á 1105. fundi byggðaráðs þann 2. maí sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Jökull Bergmann, frá Bergmöönnum ehf., kl. 13:15. Á 366. fundi sveitarstjórnar þann 20. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1096. fundi byggðaráðs þann 15. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að samkomulagi á milli Dalvíkurbyggðar og Bergmanna ehf. um framlengingu samnings um afnotarétt af landi Dalvíkurbyggðar til þyrluskíðaferða. Þann 22. febrúar 2012 undirrituðu aðilar samning um afnotarétt af landi Dalvíkurbyggðar til þyrluskíðaferða. Meginefni samningsins snýr að einkarétti Bergmanna ehf. til takmarkaðra afnota af nánar tilgreindu landi Dalvíkurbyggðar í því skyni að lenda þar þyrlu með borgandi ferðamenn á sínum vegum. Í samræmi við 5. gr. samningsins er hann tímabundinn til 12 ára og upphaf leigutímans þann 1. mars 2012. Samkvæmt þessu rennur samningurinn út þann 1. mars 2024. Í ofangreindu drögum að samkomulagi þá er gert ráð fyrir framlengingu til 1. ágúst nk. og að öll ákvæði samningsins haldi að öðru leyti gildi sínu og gildi þannig óbreytt til 1. ágúst 2024. Þannig gefist Dalvíkurbyggð ráðrúm til að taka nauðsynlegar ákvarðanir um framhald þyrluskíðamennsku innan marka sveitarfélagsins. Til umræðu ofangreint. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. Byggðaráð samþykkir að forsvarsmenn Bergmanna ehf. fái drögin til yfirlestrar fyrir fund sveitarstjórnar."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samkomulagi á milli Dalvíkurbyggðar og Bergmenna ehf. um framlengingu samnings um afnotarétt af landi Dalvíkurbyggðar til þyrluskíðaferða til 1. ágúst 2024." Til umræðu ofangreint. Jökull vék af fundi kl. 14:09.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar." Til umræðu næstu skref.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu samningsdrög á milli Dalvíkurbyggðar og Bergmanna ehf. um afnotarétt af landi Dalvíkurbyggðar til þyrluskíðaferða. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum meðfylgjandi samningsdrög með þeim breytingum að dagsetning og vísatala sé leiðrétt og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreind og meðfylgjandi samningsdrög á milli Dalvíkurbyggðar og Bergmanna ehf. um afnotarétt af landi Dalvíkurbyggðar til þyrluskíðaferða.
Samningstíminn er tímabundinn til 20 ára.

20.Frá 1111. fundi byggðaráðs þann 13.06.2024; Verkefni á íþrótta- og æskulýðssviði; viðaukabeiðni og starfslýsingar.

Málsnúmer 202311015Vakta málsnúmer

Á 1111. fundi byggðaráðs þann 13. júní sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 12. júní sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 6.829.246, þannig að deild 04280 hækki um kr. 215.031, deild 06020 hækki um kr. 1.078.546 og deild 06310 hækki um kr. 5.535.669. Í minnisblaði sviðsstjóra koma fram helstu forsendur á bak við ofangreindar breytingar og viðaukabeiðnirnar. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu uppfærðar starfslýsingar vegna starfa íþróttafulltrúa og æskulýðsfulltrúa. Eyrún Ingibjörg vék af fundi undir þessum lið kl. 13:48 til annarra starfa.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur að starfslýsingum fyrir íþróttafulltrúa og æskulýðsfulltrúa, nema að æskulýðsfulltrúi verði frístundafulltrúi, og vísar þeim og afleiddum breytingum á skipuriti til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauka nr. 19, að upphæð kr. 6.829.246 vegna launa með ofangreindri skiptingu niður á deildar.Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og meðfylgjandi tillögur að starfslýsingum fyrir íþróttafulltrúa og frístundafulltrúa.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afleiddar breytingar á skipuriti Dalvíkurbyggðar þar sem í stað starfs íþrótta-og æskuýðsfulltrúa komi ofangreind stjórnendastörf í skipuriti. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni við fjárhagsáætlun 2024, viðauka nr. 19, að upphæð kr. 6.829.246 vegna launa þannig að kr. 215.031 fara á deild 04280, kr. 1.078.546 fari á deild 02300 og kr. 5.535.669 fari á deild 06310. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

21.Frá 1111. fundi byggðaráðs þann 13.06.2024; Nýtt starf og viðaukabeiðni vegna félagsráðgjafa

Málsnúmer 202405068Vakta málsnúmer

Á 1111. fundi byggðaráðs þann 13. júní sl. var eftirfarandi bókað.
"Á 1110. fundi byggðaráðs þann 6. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1107. fundi byggðaráðs þann 16. maí sl. var eftirfarandi bókað: "Friðrik vék af fund kl. 14:46. Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirfarandi gögn, sbr. fundur frá 16. maí sl.: Erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett þann 3. maí sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 til að ráða í nýtt starf félagsráðgjafa í 70% starfshlutfall við skólann.Heildarkostnaður er áætlaður kr. 3.964.654 miðað við 5 mánuði. Gert er grein fyrir reynslu skólans af aðkeyptri vinnu félagsráðgjafa sem nemur um 20% stöðugildi frá 1. október sl. Fram kemur m.a. að hafa félagsráðgjafa innan skólans sé gríðarlega mikilvægt fyrir skólastarfið í heild sinni. Drög að starfslýsingu þar sem gert er ráð fyrir 100% ráðningu þar sem 70% starfshlutfall verði við Dalvíkurskóla og 30% starfshlutfall við félagsþjónustu. Næsti yfirmaður verði sviðsstjóri fræðslu- og menningarviðs. Ofangreind drög að starfslýsingu voru til umfjöllunar á fundi starfs- og kjaranefndar sl. þriðjudag þar sem fram komu nokkrar ábendingar. Til umræðu ofangreint. Gísli vék af fundi kl. 15:36.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með endanlega tillögu að starfslýsingu fyrir starf félagsráðgjafa við grunnskóla í Dalvíkurbyggð og við skóla- og félagsþjónustu sveitarfélagsins ásamt viðaukabeiðni fyrir næsta fund byggðaráðs." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 12. júní sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 til að ráða félagsráðgjafa fyrir skóla í Dalvíkurbyggð 70% og fræðslu- og menningarsvið 30%. Heildarviðauki er kr. 4.919.347 sem skiptist þannig að kr. 1.510.199 færi á deild 02300 og kr. 3.409.148. Í minnisblaðinu kemur fram að vegna vinnu við farsæld og samþættingu er Dalvikurbyggð að fá c.a. kr. 5.300.000 í tekjur árlega vegna innleiðingu á farsældarfrumvarpi sem eru bókaðar á málaflokk 02. Lagt er til að sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs verði næsti yfirmaður. Til umræðu ofangreint. Gísli vék af fundi kl. 13:54.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um nýtt starf félagsráðgjafa og viðauka við fjárhagsáætlun 2024, viðauki nr. 20, að upphæð kr. 4.919.347 með ofangreindri skiptingu niður á deildir. Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með tekjum sem bókaðar er á félagsþjónustu, en ekki er áætlað fyrir þeim, þannig að á lið 02300-0660 fari kr. 1.510.199 í áætlun og á lið 04210-0660 fari kr. 3.409.148 á áætlun 2024. Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög að starfslýsingu fyrir félagsráðgjafann. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda beiðni um nýtt starf félagsráðgjafa.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2024, viðauki nr. 20, að upphæð kr. 4.919.347 þannig að kr. 1.510.199 fari á deild 02300 og kr. 3.409.148 fari á deild 04210. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með hluta af tekjum sem eru bókaðar á félagsþjónustu, málaflokk 02, og ekki er áætlað fyrir, þannig að á lið 02300-0660 fari kr. 1.510.199 í áætlun og á lið 04210-0660 fari kr. 3.409.148 á áætlun 2024.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að starfslýsingu fyrir nýtt starf félagsráðgjafa.

22.Frá 1111. fundi byggðaráðs þann 13.06.2024; Starfsmannahald, rekstur og vinnuskipulag, hafna Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 202405051Vakta málsnúmer

Á 1111. fundi byggðaráðs þann 13. júni sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1110. fundi byggðaráðs þann 6. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1109. fundi byggðaráðs þann 30. maí sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1108. fundi byggðaráðs þann 23. maí sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Björn Björnsson og Björgvin Páll Hauksson, starfsmenn Hafnasjóðs, kl. 13:15. Á 368. fundi sveitarstjórnar þann 16. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Á 134. fundi veitu- og hafnaráðs þann 11. apríl sl. var eftirfarandi bókað: Lögð fyrir úttekt á rekstri hafna Dalvíkurbyggðar eftir að árið 2023 kom inn.Niðurstaða:Veitu- og hafnarráð leggur til við sveitarstjórn að áfram verði unnið að rekstri, vinnuskipulagi og starfsmannahaldi í Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum." Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs." Til umræðu starfsmannahald, rekstur og vinnuskipulag á höfnum Dalvíkurbyggðar. Björn og Björgvin Páll viku af fundi kl. 13:42.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sveitarstjóra varðandi ofangreint þar sem lagt er til að auglýst verði laust til umsóknar starf yfirhafnavarðar í Dalvíkurbyggð.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra og felur sveitarstjóra að leggja fram starfslýsingu og viðaukabeiðni á næsta fundi." Með fundarboði fylgdu eftirfarandi gögn: Drög að starfslýsingu fyrir starf yfirhafnavarðar. Upplýsingar um launakostnað vegna beiðni um viðauka. Til umræðu ofangreint.Niðurstaða:Frekari umfjöllun og afgreiðslu frestað til næsta fundar." Sveitarstjóri gerði grein fyrir tveimur minnisblöðum sem fylgdu fundarboði byggðaráðs er varðar samanburð á yfirhafnaverði og hafnarstjóra sem og samanburður á starfsmati.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að ráðinn verði hafnastjóri á Hafnir Dalvíkurbyggðar. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að ráðinn verði hafnastjóri við Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að fela sveitarstjóra að leggja starfslýsingu, viðauka og endurskoða hafnarreglugerð vegna skipulagsbreytinga fyrir byggðaráð.


23.Frá 1111. fundi byggðaráðs þann 13.06.2024; Mötuneyti

Málsnúmer 202406017Vakta málsnúmer

Á 1111. fundi byggðaráðs þann 13. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum liðk komu á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri Krílakots, kl. 13:15. Helgi Einarsson vék af fundi undir þessum lið kl. 13:15 vegna vanhæfis og Lilja Guðnadóttir tók við fundarstjórn. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá leikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 27. maí sl., þar sem óskað er eftir heimild til að gera samning við Blágrýti ehf. um framleiðslu á hádegisverð við leikskólann fyrir skólaárið 2024-2025. Um tilraun væri að ræða en þessi breyting væri þá liður í því að minnka streitu meðal starfsmanna innan skólans. Til umræðu ofangreint.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gera samning við Blágrýti ehf. um framleiðslu á hádegisverði við leikskólann Krílakot skólaárið 2024-2025."
Til máls tók:
Helgi Einarsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi kl. 16:32 við umfjöllun og afgreiðslu.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum þá tillögu byggðaráðs að gengið verði til samninga við Blágrýti ehf. um framleiðslu á hádegisverði við leikskólann Krílakot skólaárið 2024-2025.
Helgi Einarsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu og umfjöllun vegna vanhæfis.

24.Frá 1108. fundi byggðaráðs þann 23.05.2024; Umsókn um styrk vegna viðhalds á troðara

Málsnúmer 202405112Vakta málsnúmer

Helgi Einarsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:33.

Á 1108. fundi byggðaráðs þann 23. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, rafpóstur dagsettur þann 14. maí sl., þar sem óskað er eftir kr. 2.000.000 styrk frá sveitarfélaginu vegna viðhalds á snjótroðara, kostnaður er áætlaður kr. 3.000.000. Um er að ræða endurnýjun vegna slita á fræsara aftan í troðaranum, þar er að segja tennurnar í keflunum og frágangsmottum. Fram kemur að Skíðafélagið stendur nokkuð vel eftir veturinn en vissulega væri ákaflega gott að fá mótframlag.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi. Dalvíkurbyggð og Skíðafélag Dalvíkur gerðu nýlega með sér styrktarsamning um uppbyggingu á skíðasvæðinu sem og samkvæmt styrktarsamningi ársins 2024 eru rekstrarframlög til Skíðafélagsins hækkuð þó nokkuð frá fyrra ári. https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir-og-tilkynningar/category/1/dalvikurbyggd-styrkir-skidafelag-dalvikur Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og hafnar ofangreindu erindi.

25.Frá 1109. fundi byggðaráðs þann 30.05.2024; Til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldfrjálsar skólamáltíðir), 1114. mál

Málsnúmer 202405129Vakta málsnúmer

Á 1109. fundi byggðaráðs þann 30. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, dagsettur þann 17. maí sl., þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldfrjálsar skólamáltíðir) 1114. mál. Óskað er umsagnar eigi síðar en 31. maí nk.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum Samband íslenskra sveitarfélaga veiti umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins."

Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga er hægt að nálgast hér; https://www.althingi.is/altext/erindi/154/154-2680.pdf
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að Samband íslenskra sveitarfélaga veiti umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins og að sveitarstjórn taki undir umsögn Sambandsins.

26.Frá 1109. fundi byggðaráðs þann 30.05.2024; Fjármálaáætlun Alþingis 2025-2029, umsögn LSNE

Málsnúmer 202405140Vakta málsnúmer

Á 1109. fundi byggðaráðs þann 30. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, dagsettur þann 21. maí sl., þar sem meðfylgjandi er umsögn embættisins um þingsályktun um fjármálaáætlun 2025-2029. Fram kemur að nánast ekkert er minnst á lögregluna í áætluninni og ekki gert ráð fyrir viðbót þrátt fyrir brýna þörf. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að sveitarstjórn taki undir umsögn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs og tekur undir umsögn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.

27.Frá 1110. fundi byggðaráðs þann 06.06.2024; Umsókn um leiguafnot af hluta 2. hæðar Gamla skóla

Málsnúmer 202406004Vakta málsnúmer

Á 1110. fundi byggðaráðs þann 6. júní 2024 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Ragnari Þ. Þóroddssyni, dagsett þann 23. maí 2024, þar sem hann sækir um að leigja hluta af Gamla skóla á Dalvík eða 72m2 til eins árs með möguleika á framlengingu, Hugmyndin er sú að opna í þeim hluta Gallerí um arfleiðs JSBrimars. Meðfylgjandi er teikning sem sýnir um hvaða rými ræðir. Fram kemur að Ragnar er tilbúinn að fara í endurbætur á þessum hluta en efniskostnaður myndi dragast frá leiguverði.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi. Eignin mun detta á söluskrá innan skamms, sbr. mál 202103109."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og hafnar ofangreindu erindi um leigu á hluta af Gamla skóla á Dalvik.

28.Frá 1111. fundi byggðaráðs þann 13.06.2024; Heildarviðauki I við fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 202405197Vakta málsnúmer

Á 1111. fundi byggðaráðs þann 13. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2024 þar sem eftirtaldar breytingar hafa verið gerðar: Upphafsstaða ársins 2023 komin inn skv. ársreikningi. Viðaukar sem búið er að samþykkja á árinu komnir inn, alls 18. Áætluð vísitala uppfærð skv. Þjóðhagsspá í apríl. Áætluð lánataka ársins 2024 tekin út. Íbúatala 2023 uppfærð og áætluð íbúatala 2024. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir helstu niðurstöðum. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2024 og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."

Helstu niðurstöður:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta er kr. 126.319.000 jákvæð.
Rekstrarniðurstaða A- hluta er jákvæð um kr. 86.807.000.
Fjárfestingar og framkvæmdir eru áætlaðar kr. 940.756.000 fyrir samstæðuna A- og B- hluta.
Engar lántökur eru áætlaðar.

Til máls tók:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2024.

29.Frá SSNE; Svæðisbundið farsældarráð - tillaga frá MNR

Málsnúmer 202405188Vakta málsnúmer

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi erindi frá SSNE, rafpóstur dagsettur þann 23. maí sl., þar sem fram kemur þá hefur ráðuneyti mennta- og barnamála verið að vinna að tillögu að útfærslu á starfsemi svæðisbundinna farsældarráða barna sem setja á á laggirnar samkvæmt 5. grein farsældarlaga. Vinna ráðuneytisins hafi farið víða og mörgum hugmyndum verið kastað á loft, en nú liggur fyrir tillaga frá ráðuneytinu sem felur í sér að unnið verði að því að stofnað verði farsældarráð í hverjum landshluta. Í tengslum við þetta hefur ráðuneytið lýst yfir vilja sínum til að gerður verði viðaukasamningur við Sóknaráætlanir landshluta um að landshlutasamtökin fái stuðning til þess að ráða verkefnastjóra í 2 ár til að útfæra starfsemi farsældarráða innan hvers landshluta.

Þetta er því nú orðið verkefni sem snýr einfaldlega að því að skapa samstarfsvettvang innan landshlutans í samræmi við 5. grein laganna þar sem kemur fram að sveitarfélögin eigi að skipa svæðisbundin farsældarráð sem eru vettvangur fyrir svæðisbundið samráð um farsæld barna. Það er mat SSNE að þetta verkefni eigi vel heima inni hjá SSNE, sem hefur auðvitað það megin hlutverk að vera samstarfsvettvangur sveitarfélaganna í landshlutanum.

Það á eftir að vinna drög að samningi við ráðuneytið þar sem verkefnið er útfært betur, en í ljósi þess að ráðuneytið hefur óskað eftir því að það liggi fyrir umboð frá sveitarfélögunum er hér með óskar eftir heimild Dalvíkurbyggðarr til að hafin verði vinna við að gera drög að samningi fyrir Norðurland eystra með starfsfólki ráðuneytisins. Þegar þeirri vinnu yrði lokið sendir SSNE drögin til skoðunar og ef það sátt við samningsdrögin þá yrði samningurinn undirritaður í framhaldinu.

Samningurinn myndi ekki fela í sér fjárhagslegar kvaðir fyrir sveitarfélögin heldur væri fyrst og fremst yfirlýsing um að þau vilji eiga með sér samstarf um útfærslu á Farsældarráði Norðurlands eystra og vinna sameiginlega áætlun um svæðisbundna forgangsröðun aðgerða um farsæld barna til fjögurra ára í samræmi við farsældarlögin.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita SSNE umboð Dalvikurbyggðar til að vinna drög að samningi fyrir Norðurland eystra um svæðisbundið farsældaráð barna með starfsfólki ráðuneytisins.

30.Frá 294. fundi fræðsluráðs þann 12.06.2024 og 41. fundi skólanefndar TÁT þann 31.05.2024; Skóladagatal skólanna 2024 - 2025; Árskógarskóli og Tónlistarskólinn á Tröllaskaga.

Málsnúmer 202402040Vakta málsnúmer

a) Á 294. fundi fræðsluráðs þann 12. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir skóladagatal Árskógarskóla fyrir skólaárið 2024 - 2025.Niðurstaða:Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum skóladagatal Árskógarskóla með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum."

b) Á 41. fundi skólanefndar TÁT þann 31. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fer yfir þá breytingu á skóladagatali TÁT 2024 - 2025, sem óskað er eftir. Niðurstaða:Skóladagatal TÁT 2024 - 2025 er samþykkt með þremur atkvæðum með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum."
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs og fyrirliggjandi skóladagatal fyrir Árskógarskóla 2024-2025.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skólanefndar TÁT og fyrirliggjandi skóladagatal fyrir Tónlistarskólann á Tröllaskaga 2024-2025.

31.Frá 294. fundi fræðsluráðs þann 12.06.2024; Ósk um breytingu á innritunarreglum í leikskóla í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202303041Vakta málsnúmer

Á 294. fundi fræðsluráðs þann 12. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Teknar fyrir innritunarreglur í leikskóla og settar inn breytingar vegna gjaldfrjáls leikskóla.Niðurstaða:Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum innritunarreglur leikskóla í Dalvíkurbyggð."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum meðfylgjandi tillögu að breytingum á innritunarreglum leikskóla í Dalvíkurbyggð.

32.Frá 41. fundi skólanefndar TÁT þann 31.05.2024; Innheimta, hvatastyrkir og Sportabler.

Málsnúmer 202211044Vakta málsnúmer

Á 41. fundi skólanefndar TÁT þann 31. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, fer yfir hvaða breytingar þarf að gera er varðar Sportabler, reikningagerð og bókhald hjá Dalvíkurbyggð.Niðurstaða:Skólanefnd TÁT samþykkir með þremur atkvæðum að fara í þessar breytingar á innheimtukerfi og óska eftir að Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslu hjá Dalvíkurbyggð, leggi fyrir minnisblað er varðar kostnað við þessar breytingar inn í Bæjarráð Fjallabyggðar og Byggðaráð Dalvíkurbyggðar."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 28. maí sl.
Lagt er til að sett verði upp stafræn vefumsókn með beintengingu við Sveitagáttina / BC fyrir skráningu í TÁT, Sportabler sleppt en boðið verðir upp á að sækja um frístundastyrk sem og ganga frá skráningu frístundastyrks ásamt bókun.
Áætlaður kostnaður vegna þessa er um kr. 670.000 fyrir utan mánaðargjöld.
Til máls tók:
Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að farin verði sú leið sem lögð er til í ofangreindu minnisblaði. Kostnaður vegna þessa fari á deild 04540 og skiptist í hlutföllum á milli sveitarfélaganna samkvæmt samstarfssamningi.
Jafnframt fari kostnaður vegna mánaðargjalds á deild 04540 og skiptist í sömu hlutföllum þar til Dalvíkurbyggð ákveður að innleiða vefumsóknir fyrir annað.

33.Frá 103. fundi menningarráðs þann 21.05.2024; Beiðni um styrk vegna tónleika á Dalvík

Málsnúmer 202404042Vakta málsnúmer

Á 103. fundi menningarráðs þann 21. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir styrkbeiðni frá Tónsmiðjunni á Húsavík dags. 03.04.2024. Niðurstaða:Styrkbeiðni hafnað með þremur atkvæðum. Menningarráð samþykkir með þremur atkvæðum að þau þurfi ekki að borga húsaleigu fyrir salinn í Bergi fyrir viðburð."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu menningarráðs um að hafna beiðni um styrk en styrkja Tónsmiðjuna á Húsavík í formi niðurfellingar á húsaleigu í Bergi.

34.Frá 21. fundi skipulagsráðs þann 04.06.2024; Grund Svarfaðardal - breyting á aðalskipulagi vegna áforma um efnisnám

Málsnúmer 202305021Vakta málsnúmer

Á 21. fundi skipulagsráðs þann 4. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á fundi skipulagsráðs þann 8.maí sl. var bókað að lögð skyldi fram tillaga á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um efnisnám úr Svarfaðardalsá í landi Grundar. í ljósi þess að Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi heimild Fiskistofu frá 12.maí 2023 til efnistöku á umræddu svæði er málið lagt fyrir til umræðu um framhald þess. Niðurstaða:Anna Kristín Guðmundsdóttir D-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls. Í ljósi úrskurðar Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 24.maí 2024 þar sem fellt er úr gildi leyfi Fiskistofu dags. 12.maí 2023 til malartöku úr Svarfaðardalsá í landi Grundar leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að frekari vinnu við breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um efnisnám á svæðinu verði frestað þar til fyrir liggur álit Skipulagsstofnunar um matsskyldu fyrirhugaðrar framkvæmdar. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs um að frekari vinnu við breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um efnisnám á svæðinu verði frestað þar til fyrir liggur álit Skipulagsstofnunar um matsskyldu fyrirhugaðarar framkvæmdar.

35.Frá 21. fundi skipulagsráðs þann 04.06.2024; Hálsá - breyting á aðalskipulagi vegna áforma um efnisnám

Málsnúmer 202303003Vakta málsnúmer

Á 21. fundi skipulagsráðs þann 4. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um efnisnám við Hálsá lauk þann 2.júní sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Fjallabyggð, Hafrannsóknastofnun, Fiskistofu, Vegagerðinni, Umhverfisstofnun og Minjastofnun Íslands.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að tillagan verði auglýst skv. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að tillagan verði auglýst skv. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

36.Frá 21. fundi skipulagsráðs þann 04.06.2024; Íbúðahverfi sunnan Dalvíkur - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202205033Vakta málsnúmer

Á 21. fundi skipulagsráðs þann 4. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga COWI verkfræðistofu að breyttum deiliskipulagsmörkum fyrir nýtt íbúðarsvæði sunnan Dalvíkur. Tillagan felur í sér stækkun skipulagssvæðisins til norðurs og austurs í því skyni að ná betri tengingu við núverandi íbúðarbyggð við Böggvisbraut, Dalbraut og Sunnubraut. Tillagan kallar á breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2025 þar sem íbúðarsvæði 405-ÍB stækkar á kostnað óbyggðs svæðis 407-Ó. Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til samræmis við framlögð gögn. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til samræmis við framlögð gögn.

37.Frá 21. fundi skipulagsráðs þann 04.06.2024; Gunnarsbraut 2 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202405199Vakta málsnúmer

Á 21. fundi skipulagsráðs þann 4. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram drög að tillögu að breytingu á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar vegna áforma um stækkun lóðar nr. 2 við Gunnarsbraut (landnúmer 151500) fyrir nýja slökkvistöð Dalvíkurbyggðar. Við breytinguna stækkar lóðin um 190 m2 á kostnað lóða nr. 1 og 3 við Ránarbraut. Þá stækkar byggingarreitur á lóð nr. 2 við Gunnarsbraut um 4 m til austurs og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,5 í 0,8. Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar til samræmis við framlögð gögn. Að mati skipulagsráðs er um að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44.gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Gunnarsbraut 4 og 6, Ránargötu 1 og 5, Karlsbraut 2, 6 og 8 og Karlsrauðatorg 4 og 6. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók:
Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar.
Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar til samræmis við framlögð gögn. Að mati sveitarstjórnar er um að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44.gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Gunnarsbraut 4 og 6, Ránarbraut 1 og 5, Karlsbraut 2, 6 og 8 og Karlsrauðatorg 4 og 6.

38.Frá 21. fundi skipulagsráðs þann 04.06.2024; Hálseyrar og Leirlág - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 202405024Vakta málsnúmer

Á 21. fundi skipulagsráðs þann 4. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 22.apríl 2024 þar sem Ingvar Þór Óskarsson f.h. Steypustöðvarinnar Dalvík ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir eftirfarandi: - Efnisnámi fyrir 10.000 m3 úr Hálseyrum og Melshorni til 5 ára. - Efnislosun í Leirlág.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið og feli skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir a) efnisnámi þegar öll tilskilin gögn hafa borist og b) efnislosun þegar tilskilin gögn ásamt umsögn Umhverfisstofnunar liggja fyrir. Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa og deildarstjóra eigna- og framkvæmdadeildar að leggja fram greinargerð um stöðu mála varðandi efnistökusvæði sveitarfélagsins á fundi ráðsins í ágúst. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tóku:
Helgi Einarsson.
Gunnar Kristinn Guðmundsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir erindið. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir a) efnisnámi þegar öll tilskilin gögn hafa borist og b) efnislosun þegar tilskilin gögn ásamt umsögn Umhverfisstofnunar liggja fyrir.
Sveitarstjórn tekur undir með skipulagsráði að fela viðkomandi starfsmönnum að leggja fram greinargerð um stöðu mála varðandi efnistökusvæði sveitarfélagsins á fundi ráðsins í ágúst.

39.Frá 21. fundi skipulagsráðs þann 04.06.2024; Laxós Árskógssandi - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vatnsöflun

Málsnúmer 202405022Vakta málsnúmer

Á 21. fundi skipulagsráðs þann 4. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 2.maí 2024 þar sem Guðmundur Valur stefánsson f.h. Laxóss ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir vatnsöflun úr Þorvaldsdalsá. Framkvæmdin felur í sér borun á rannsókna- og vinnsluholum ásamt lagningu vatnsleiðslu um 1.300 m að lóð nr. 31 við Öldugötu, Árskógssandi. Tillagan kallar á breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem hún nær yfir svæði sem merkt eru opið svæði 806-O og hverfisverndarsvæði 807-HV í gildandi skipulagi. Meðfylgjandi er framkvæmdalýsing.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til samræmis við erindið. Afgreiðslu á umsókn um framkvæmdaleyfi er frestað þar til aðalskipulagsbreyting hefur tekið gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til samræmis við erindið.

40.Frá 21. fundi skipulagsráðs þann 04.06.2024; Kirkjuvegur - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu heimtauga

Málsnúmer 202405043Vakta málsnúmer

Á 21. fundi skipulagsráðs þann 4. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 7.maí 2024 þar sem Tengir ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu heimtauga í Kirkjuvegi. Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið. Er skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir erindið. Skipulagsfulltrúa er jafnframt falið að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

41.Frá 21. fundi skipulagsráðs þann 04.06.2024; Krílakot - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna breytinga á lóð

Málsnúmer 202405136Vakta málsnúmer

Á 21. fundi skipulagsráðs þann 4. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 21.maí 2024 þar sem Helga Íris Ingólfsdóttir f.h. eigna- og framkvæmdadeildar Dalvíkurbyggðar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir stækkun og endurnýjun lóðar leikskólans Krílakots. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið. Er skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir erindið. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

42.Frá 21. fundi skipulagsráðs þann 04.06.2024; Skíðafélag Dalvíkur - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir landmótun

Málsnúmer 202405221Vakta málsnúmer

Á 21. fundi skipulagsráðs þann 4. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 15.maí 2024 þar sem Hörður Elís Finnbogason f.h. Skíðafélags Dalvíkur sækir um framkvæmdaleyfi fyrir landmótun á svæði skíðafélagsins. Fyrirhugað er að nýta um 1000 m3 af efni til þess að fylla upp í dæld neðan við skíðaleigugáma ásamt því að leggja undirlag fyrir stækkun bílastæðis. Fyrirhuguð framkvæmd er í samræmi við deiliskipulag. Meðfylgjandi er skýringarmynd.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið. Er skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir erindið. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdarleyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

43.Frá 21. fundi skipulagsráðs þann 04.06.2024; Kvíalækur Skíðadal - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar

Málsnúmer 202405192Vakta málsnúmer

Á 21. fundi skipulagsráðs þann 4. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 25.maí 2024 þar sem Vignir Sveinsson sækir um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt á allt að 5 ha svæði á Kvíalæk (L232237) í landi Syðri-Másstaða. Áformað er að planta um 10.000 plöntum af birki, grenitegundum og alaskaösp. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið. Er skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir erindið. Skipulagsfulltrúa er jafnframt falið að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

44.Frá 21. fundi skipulagsráðs þann 04.06.2024; Hólavegur 5 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 202405044Vakta málsnúmer

Á 21. fundi skipulagsráðs þann 4. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 7.maí 2024 þar sem Sigmar Örn Harðarson sækir um bílastæði á lóð nr. 5 við Hólaveg á Dalvík. Jafnframt er sótt um aðra aðkomu inn á lóðina frá Hólavegi. Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.Niðurstaða:Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi með þeim skilyrðum að um einungis eina innkeyrslu yrði að ræða, 3ja metra breiða, við lóðamörk Hólavegar 7. Fyrirhugaðar eru framkvæmdir við bílastæði meðfram Hólavegi á vegum sveitarfélagsins síðsumars 2024 sem munu fjölga bílastæðum í götunni. Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagráðs og samþykkir erindið með þeim skilyrðum að einungis eina innkeyrslu verði að ræða, 3ja metra breiða, við lóðamörk Hólavegar 7. Fyrirhugaðar eru framkvæmdir við bílastæði meðfram Hólavegi á vegum sveitarfélagsins síðsumars 2024 sem munu fjölga bílastæðum í götunni.

45.Frá 21. fundi skipulagsráðs þann 04.06.2024; Leyfi til uppsetningar á skilti sunnan við Dalvík

Málsnúmer 202405028Vakta málsnúmer

Á 21. fundi skipulagsráðs þann 4. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 5.maí 2024 þar sem Egill Örn Júlíusson sækir um leyfi fyrir uppsetningu skiltis vestan Ólafsfjarðarvegar rétt norðan Ásgarðs. Stærð skiltis er 1 m2.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir erindið.

46.Frá 21. fundi skipulagsráðs þann 04.06.2024; Norðursigling Árskógssandi - umsókn um uppsetningu auglýsingaskiltis

Málsnúmer 202405198Vakta málsnúmer

Á 21. fundi skipulagsráðs þann 4. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 27.maí 2024 þar sem Signý Jónasdóttir f.h. Norðursiglingar sækir um leyfi til uppsetningar augýsingaskiltis við bílastæði við gatnamót Hafnarbrautar og Sjávargötu. Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipuagsráðs og samþykkir erindið.

47.Frá 21. fundi skipulagsráðs þann 04.06.2024; Melbrún 2 - umsókn um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr

Málsnúmer 202405077Vakta málsnúmer

Á 21. fundi skipulagsráðs þann 4. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 13.maí 2024 þar sem Katla byggingarfélag ehf. sækir um stöðuleyfi til eins árs fyrir allt að 10 vinnuskúra á lóð nr. 2 við Melbrún, Árskógssandi.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. Útgáfu stöðuleyfis er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir erindið.

48.Frá 21. fundi skipulagsráðs þann 04.06.2024; Ektaböð Hauganesi - úrbætur á salernisaðstöðu og starfsmannahús

Málsnúmer 202404097Vakta málsnúmer

Á 21. fundi skipulagsráðs þann 4. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Lagt fram erindi Jóhanns Guðna Reynissonar f.h. Ektabaða ehf. um stöðuleyfi fyrir 20 ft salernisgám á landi Dalvíkurbyggðar norðvestan við núverandi baðaðstöðu. Meðfylgjandi er afstöðumynd.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið. Útgáfu stöðuleyfis er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir erindið.

49.Frá 21. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 07.06.2024; Framkvæmdir 2024

Málsnúmer 202401135Vakta málsnúmer

Á 21. fundi umhverfis - og dreifbýlisráðs þann 7. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Farið yfir stöðu framkvæmda á árinu og farið yfir hugmyndir að auka verkefnum þar sem fyrirséð er að ekki verður hægt að framkvæma öll verk á fjárhagsáætlun vegna skipulagsmála. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð felur deildarstjóra að vinna áfram að fimm verkefnum á lista yfir auka verkefni ársins 2024. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum breytingar á framkvæmdaáætlun ársins 2024 þannig farið verði í þau verkefni sem merkt eru með fjólubláu í samantekt deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar á móti þeim verkefnum sem lítur út fyrir að ekki verður hægt að fara í á árinu skv. fjárhagsáætlun vegna skipulagsmála.

50.Frá 21. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 07.06.2024; Göngur og réttir í Dalvíkurbyggð 2024

Málsnúmer 202405039Vakta málsnúmer

Á 21. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 7. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu ákvörðun um fjallskil og göngur haustið 2024. Niðurstaða:Samkvæmt fyrri samþykktum er gert ráð fyrir að fyrstu göngur í Svarfaðardalsdeild, Dalvíkurdeild og Árskógsdeild verði aðra helgi í september sem er 6. -8.september og seinni göngur í öllum deildum viku síðar sem er 13.-14. september. Hrossasmölun og eftirleit í Skíðadalsafréttum sem er Holárafrétt, Sveinsstaðarafrétt og Kóngsstaðardalur verði fyrstu helgina í október sem er 4.-5. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs um að fyrstu göngur í Svarfaðardalsdeild, Dalvíkurdeild og Árskógsdeild verði aðra helgi í september sem er 6. -8.september og seinni göngur í öllum deildum viku síðar sem er 13.-14. september. Hrossasmölun og eftirleit í Skíðadalsafréttum sem er Holárafrétt, Sveinsstaðarafrétt og Kóngsstaðardalur verði fyrstu helgina í október sem er 4.-5.

51.Kalskemmdir á túnum í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202406098Vakta málsnúmer

Til máls tóku:

Freyr Antonsson, sem gerði grein fyrir samantekt frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar á tjóni vegna kals í túnum og ótíðar í byrjun júní 2024 í Dalvíkurbyggð og lögð var fram á fundinum.

Kristinn Bogi Antonsson.


Freyr Antonsson leggur fram eftirfarandi bókun:
Tún á Norðausturlandi eru víða mjög illa leikin, miklar kalskemmdir hafa komið í ljós á túnum bænda, einna helst í vestanverðum Eyjafirði. Ástandið er verst í Svarfaðardal og þar eru dæmi um að 90% túna séu ónýt. Er kalið það versta sem sést hefur í 40 ár! Það er því mikil vinna, að græða upp túninn og því fylgir gríðarlegur kostnaður. Í Dalvíkurbyggð er áætlað að um 1200 hektarar séu skemmdir og kostnaður vegna uppgræðslu og fóðurkaupa gæti numið 200 milljónum. Bjargráðasjóður á að bæta sem verður vegna kals, en þar er fjármögnun ótrygg, þó hefur ríkið ávallt brugðist við stórtjónum af völdum náttúrunnar. Mikilvægt er að fjárlaganefnd tryggi fjármögnun þannig að bændum verði bættur skaðinn. Tjónið er grafalvarlegt og ógnar erfiðri afkomu bænda. Mikilvægt er að samfélagið sýni stuðning og þrýsti á um að staðið verði við að bæta það tjón sem orðið er. Sveitarstjórn feli byggðaráði og umhverfis- og dreifbýlisráði að fylgja málinu eftir og fylgjast grannt með framvindu.


Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar að bókun.

52.Frá 135. fundi veitu- og hafnaráðs þann 15.05.2024; Umsókn um heimlögn

Málsnúmer 202405021Vakta málsnúmer

Á 135. fundi veitu- og hafnaráðs þann 15. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 28.04.2024 þar sem Arnar Már Snorrason sækir um færslu á inntaki fyrir heitt vatn við Aðalgötu 11.Niðurstaða:Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum framlagða umsókn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og umsókn um færslu á inntaki fyrir kalt vatn, í samræmi við umsókn, við Aðalgötu 11.

53.Frá 135. fundi veitu- og hafnaráðs þann 15.05.2024; Ósk um leyfi til að vera með bát á legufæri.

Málsnúmer 202405045Vakta málsnúmer

Á 135. fundi veitu- og hafnaráðs þann 15. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum umsóknina og felur hafnarstjóra að finna hentugt legupláss fyrir umsækjanda."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og umsókn frá Birni Björnssyni um legupláss.

54.Frá 136. fundi veitu- og hafnaráðs þann 06.06.2024; Umsókn um heimlögn

Málsnúmer 202405134Vakta málsnúmer

Á 136. fund veitu- og hafnaráðs þann 6. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 16.05.2024 þar sem Jóhann Guðni Reynisson fyrir hönd Ektabaða ehf. sækir um til bráðabirgða um að tengingu við fráveitu Dalvíkubyggðar. Veitustjóri fór yfir umsókn og leggur til að að við salernisgám verði sett rotþró. Veitu- og hafnarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að við salernisgám verði sett rótþró í stað þess að tengja hann inn á fráveitukerfið. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um bráðabirgða tengingu við fráveitu Dalvíkurbyggðar og að við salernisgám verði sett rotþró í stað þess að tengja hann inn á fráveitukerfið.

55.Frá 136. fundi veitu- og hafnaráðs þann 06.06.2024; Umsókn á framkvæmdasviði - ósk um byggingaleyfi vegna íbúðarhúss og hesthúss, Brekkukot

Málsnúmer 202307006Vakta málsnúmer

Á 136. fundi veitu- og hafnaráðs þann 6. júní sl. var eftirfarndi bókað:
"rindi dagsett 12.04.2024 þar sem Friðrik Þórarinsson sækir um heimlagnir fyrir hitaveitu, vatnsveitu og fráveitu fyrir Brekkukot (L51911). Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum framlagða umsókn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og umsókn um heimlagnir fyrir hitaveitu, vatnsveitu og fráveitu fyrir Brekkukot, L51911.

56.Frá 1111. fundi byggðaráðs þann 13.06.2024; Tillaga um breytingar á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar. Viðauki vegna skipulagsráðs. Fyrri umræða.

Málsnúmer 202406101Vakta málsnúmer

Á 1111. fundi byggðaráðs þann 13. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1103. fundi byggðaráðs þann 11. apríl sl. var m.a. eftirfarandi bókað: "Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að eftirtaldar tillögur um fullnaðarheimild skipulagsráðs verði teknir út skv. tillögu að 7. gr.: 2. Samþykkt og kynning lýsingar deiliskipulags skv. 1.-3.mgr. 40.gr. skipulagslaga 8. Ákvörðun um samþykkt um útgáfu framkvæmdaleyfis skv. 13.gr. skipulagslaga þegar deiliskipulag liggur ekki fyrir. 9. Ákvörðun um samþykkt og útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir matsskyldar framkvæmdir skv. 14.gr. skipulagslaga. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að eftirfarandi 8. gr. verði tekin út í heild sinni: 8.Skipulagsráð afgreiðir eftirtalin verkefni laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 án staðfestingar sveitarstjórnar:1. Veitir umsögn um matsskyldar framkvæmdir skv. 15.gr. (?) laganna. 2. Veitir umsögn um framkvæmdir sem kunna að vera háðar mati á umhverfisáhrifum og tilgreindar eru í flokki B í 1.viðauka laganna. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að gera drög að viðauka við Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar í samræmi við ofangreint." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að viðauka við Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar, tvær útgáfur: a) Drög að viðauka í samræmi við ofangreinda bókun. b) Drög að viðauka í samræmi við ofangreinda bókun þar sem gert er ráð fyrir að skipulagsráðs fái fullnaðarheimild til úthlutunar á lóðum og samþykkir og gefi út framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. og 14. gr. skipulagslaga. Í tillögu að erindisbréfi skipulagsráðs voru gerðar breytingartillögur þess efnis varðandi þessi atriði en voru ekki tilgreind í 7. gr. heldur komu fram í 6. gr. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu skv. b) lið hér að ofan með breytingum sem gerðar voru á fundinum þannig að skipulagsráð fái fullnaðarheimild til að afgreiða framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. og að skipulagsráð fái fullnaðarheimild til að úthluta lóðum sem eru auglýstar skv. gildandi deiliskipulagi."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að viðauka, viðauki 1.3., við Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar til fyrri umræðu.
Til máls tók:
Helgi Einarsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindum viðauka við Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu í sveitarstjórn eins og hann liggur fyrir.

57.Frá Katrínu Kristinsdóttur; Ósk um lausn frá störfum

Málsnúmer 202406086Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Katrínu Kristinsdóttur, dagsett þann 5. júní sl., þar sem hún óskar eftir lausn frá störfum sem formaður félagsmálaráðs vegna fyrirhugaðs brottflutnings úr sveitarfélaginu.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreint erindi og veitir Katrínu Kristinsdóttur lausn frá störfum sem formaður félagsmálaráðs.
Sveitarstjórn færir þakkir til Katrínar fyrir störf hennar í félagsmálaráði.

58.Kosningar í samræmi við Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202406100Vakta málsnúmer

a) Formaður félagsmálaráðs í stað Katrínar Kristinsdóttur.

Til máls tók Freyr Antonsson sem leggur til að Freyr Antonsson taki sæti sem formaður félagsmálaráðs í stað Katrínar Kristinsdóttur.

Fleiri tóku ekki til máls.

b) Til eins árs; Byggðaráð.

Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til að byggðaráð verði skipað með eftirfarandi hætti til eins árs:
Formaður:
Helgi Einarsson (K)
Varaformaður:
Freyr Antonsson (D)
Lilja Guðnadóttir (B)


Varamenn:
Katrín Sif Ingvarsdóttir (K)
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir (D)
Monika Margrét Stefánsdóttir (B)



Fleiri tóku ekki til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu.

59.Tillaga um sumarleyfi sveitarstjórnar

Málsnúmer 202406099Vakta málsnúmer

Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi tillögu sem fylgdi fundarboði:
"Með vísan til 8. gr. í Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar, með síðari breytingum, samþykkir sveitarstjórn að fresta fundum sínum í júlí og ágúst 2024.Jafnframt er byggðarráði Dalvíkurbyggðar falin fullnaðarafgreiðsla þeirra mála, sem það telur nauðsynlegt að fái afgreiðslu, sbr. 32. gr. V. kafla Samþykkta um stjórn Dalvíkurbyggðar, frá og með 19. júní 2024 til og með 31. ágúst 2024.
Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

60.Frá stjórn Dalbæjar; fundargerð frá 07.05.2024.

Málsnúmer 202402083Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Dalbæjar frá 7. maí sl.
Lagt fram til kynningar.
Enginn tók til máls.

Fundi slitið - kl. 17:58.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kristinn Bogi Antonsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs