Laxós Árskógssandi - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vatnsöflun

Málsnúmer 202405022

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 21. fundur - 04.06.2024

Erindi dagsett 2.maí 2024 þar sem Guðmundur Valur stefánsson f.h. Laxóss ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir vatnsöflun úr Þorvaldsdalsá. Framkvæmdin felur í sér borun á rannsókna- og vinnsluholum ásamt lagningu vatnsleiðslu um 1.300 m að lóð nr. 31 við Öldugötu, Árskógssandi. Tillagan kallar á breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem hún nær yfir svæði sem merkt eru opið svæði 806-O og hverfisverndarsvæði 807-HV í gildandi skipulagi.
Meðfylgjandi er framkvæmdalýsing.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til samræmis við erindið.
Afgreiðslu á umsókn um framkvæmdaleyfi er frestað þar til aðalskipulagsbreyting hefur tekið gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 370. fundur - 18.06.2024

Á 21. fundi skipulagsráðs þann 4. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 2.maí 2024 þar sem Guðmundur Valur stefánsson f.h. Laxóss ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir vatnsöflun úr Þorvaldsdalsá. Framkvæmdin felur í sér borun á rannsókna- og vinnsluholum ásamt lagningu vatnsleiðslu um 1.300 m að lóð nr. 31 við Öldugötu, Árskógssandi. Tillagan kallar á breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem hún nær yfir svæði sem merkt eru opið svæði 806-O og hverfisverndarsvæði 807-HV í gildandi skipulagi. Meðfylgjandi er framkvæmdalýsing.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til samræmis við erindið. Afgreiðslu á umsókn um framkvæmdaleyfi er frestað þar til aðalskipulagsbreyting hefur tekið gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til samræmis við erindið.