Skipulagsráð

21. fundur 04. júní 2024 kl. 14:00 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar
Dagskrá
Í upphafi fundar bar formaður upp þá tillögu að máli nr. 202404097 yrði bætt við fundardagskrá undir dagskrárlið nr. 23 og var það samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

1.Árskógssandur - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202303040Vakta málsnúmer

Steinþór Traustason og Arna Dögg Arnardóttir hjá Cowi verkfræðistofu kynntu fyrstu tillögur að útfærslu nýs deiliskipulags fyrir Árskógssand.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu í samræmi við tillögu 1 sem lögð var fram á fundinum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045

Málsnúmer 202302116Vakta málsnúmer

Lögð fram til umræðu samráðsáætlun fyrir gerð Aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2025-2045.
Lagt fram til kynningar.

3.Grund Svarfaðardal - breyting á aðalskipulagi vegna áforma um efnisnám

Málsnúmer 202305021Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs þann 8.maí sl. var bókað að lögð skyldi fram tillaga á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um efnisnám úr Svarfaðardalsá í landi Grundar.
í ljósi þess að Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi heimild Fiskistofu frá 12.maí 2023 til efnistöku á umræddu svæði er málið lagt fyrir til umræðu um framhald þess.
Anna Kristín Guðmundsdóttir D-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Í ljósi úrskurðar Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 24.maí 2024 þar sem fellt er úr gildi leyfi Fiskistofu dags. 12.maí 2023 til malartöku úr Svarfaðardalsá í landi Grundar leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að frekari vinnu við breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um efnisnám á svæðinu verði frestað þar til fyrir liggur álit Skipulagsstofnunar um matsskyldu fyrirhugaðrar framkvæmdar.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

4.Hálsá - breyting á aðalskipulagi vegna áforma um efnisnám

Málsnúmer 202303003Vakta málsnúmer

Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um efnisnám við Hálsá lauk þann 2.júní sl.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Fjallabyggð, Hafrannsóknastofnun, Fiskistofu, Vegagerðinni, Umhverfisstofnun og Minjastofnun Íslands.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að tillagan verði auglýst skv. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Íbúðahverfi sunnan Dalvíkur - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202205033Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga COWI verkfræðistofu að breyttum deiliskipulagsmörkum fyrir nýtt íbúðarsvæði sunnan Dalvíkur.
Tillagan felur í sér stækkun skipulagssvæðisins til norðurs og austurs í því skyni að ná betri tengingu við núverandi íbúðarbyggð við Böggvisbraut, Dalbraut og Sunnubraut.
Tillagan kallar á breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2025 þar sem íbúðarsvæði 405-ÍB stækkar á kostnað óbyggðs svæðis 407-Ó.
Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til samræmis við framlögð gögn.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Öldugata 31, 33, 35 Árskógssandi - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202309104Vakta málsnúmer

Lögð fram endurskoðuð tillaga að breytingu á deiliskipulagi atvinnu- og íbúðarsvæðis á Árskógssandi til samræmis við bókun byggðaráðs Dalvíkurbyggðar frá 16.maí sl.
Endurskoðuð tillaga gerir ráð fyrir eftirfarandi:
- Hámarks vegghæð bygginga á byggingarreitum 1 og 3 lækkar úr 8 m í 5 m og hámarks mænishæð úr 11 m í 8 m.
Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur ásamt skýringarmyndum.
Skipulagsráð leggur til að sömu útlitsskilmálar gildi um byggingarreit 2 og byggingarreit 1. Samantekt um áhrifamat vantar á deiliskipulagsuppdrátt.
Ráðið leggur til að uppfærður deiliskipulagsuppdráttur verði lagður fyrir á næsta fundi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Gunnarsbraut 2 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202405199Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að tillögu að breytingu á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar vegna áforma um stækkun lóðar nr. 2 við Gunnarsbraut (landnúmer 151500) fyrir nýja slökkvistöð Dalvíkurbyggðar.
Við breytinguna stækkar lóðin um 190 m2 á kostnað lóða nr. 1 og 3 við Ránarbraut. Þá stækkar byggingarreitur á lóð nr. 2 við Gunnarsbraut um 4 m til austurs og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,5 í 0,8.
Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar til samræmis við framlögð gögn.
Að mati skipulagsráðs er um að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44.gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Gunnarsbraut 4 og 6, Ránargötu 1 og 5, Karlsbraut 2, 6 og 8 og Karlsrauðatorg 4 og 6.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

8.Hálseyrar og Leirlág - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 202405024Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22.apríl 2024 þar sem Ingvar Þór Óskarsson f.h. Steypustöðvarinnar Dalvík ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir eftirfarandi:
- Efnisnámi fyrir 10.000 m3 úr Hálseyrum og Melshorni til 5 ára.
- Efnislosun í Leirlág.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið og feli skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir a) efnisnámi þegar öll tilskilin gögn hafa borist og b) efnislosun þegar tilskilin gögn ásamt umsögn Umhverfisstofnunar liggja fyrir.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa og deildarstjóra eigna- og framkvæmdadeildar að leggja fram greinargerð um stöðu mála varðandi efnistökusvæði sveitarfélagsins á fundi ráðsins í ágúst.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

9.Laxós Árskógssandi - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vatnsöflun

Málsnúmer 202405022Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2.maí 2024 þar sem Guðmundur Valur stefánsson f.h. Laxóss ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir vatnsöflun úr Þorvaldsdalsá. Framkvæmdin felur í sér borun á rannsókna- og vinnsluholum ásamt lagningu vatnsleiðslu um 1.300 m að lóð nr. 31 við Öldugötu, Árskógssandi. Tillagan kallar á breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem hún nær yfir svæði sem merkt eru opið svæði 806-O og hverfisverndarsvæði 807-HV í gildandi skipulagi.
Meðfylgjandi er framkvæmdalýsing.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til samræmis við erindið.
Afgreiðslu á umsókn um framkvæmdaleyfi er frestað þar til aðalskipulagsbreyting hefur tekið gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

10.Kirkjuvegur - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu heimtauga

Málsnúmer 202405043Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7.maí 2024 þar sem Tengir ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu heimtauga í Kirkjuvegi.
Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið.
Er skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Fylgiskjöl:

11.Krílakot - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna breytinga á lóð

Málsnúmer 202405136Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21.maí 2024 þar sem Helga Íris Ingólfsdóttir f.h. eigna- og framkvæmdadeildar Dalvíkurbyggðar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir stækkun og endurnýjun lóðar leikskólans Krílakots.

Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið.
Er skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

12.Skíðafélag Dalvíkur - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir landmótun

Málsnúmer 202405221Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15.maí 2024 þar sem Hörður Elís Finnbogason f.h. Skíðafélags Dalvíkur sækir um framkvæmdaleyfi fyrir landmótun á svæði skíðafélagsins. Fyrirhugað er að nýta um 1000 m3 af efni til þess að fylla upp í dæld neðan við skíðaleigugáma ásamt því að leggja undirlag fyrir stækkun bílastæðis. Fyrirhuguð framkvæmd er í samræmi við deiliskipulag.
Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið.
Er skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Fylgiskjöl:

13.Kvíalækur Skíðadal - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar

Málsnúmer 202405192Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25.maí 2024 þar sem Vignir Sveinsson sækir um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt á allt að 5 ha svæði á Kvíalæk (L232237) í landi Syðri-Másstaða.
Áformað er að planta um 10.000 plöntum af birki, grenitegundum og alaskaösp.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið.
Er skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Fylgiskjöl:

14.Böggvisbraut 14 - umsókn um framkvæmdafrest

Málsnúmer 202311123Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17.maí 2024 þar sem Ragnar Sverrisson sækir um frest til framkvæmda á lóð nr. 14 við Böggvisbraut.
Lóðinni var úthlutað til umsækjanda þann 19.desember sl.
Skipulagsráð samþykkir að lengja framkvæmdafrest um þrjá mánuði, eða til 19.september 2024.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

15.Hólavegur 5 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 202405044Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7.maí 2024 þar sem Sigmar Örn Harðarson sækir um bílastæði á lóð nr. 5 við Hólaveg á Dalvík.
Jafnframt er sótt um aðra aðkomu inn á lóðina frá Hólavegi.
Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.
Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi með þeim skilyrðum að um einungis eina innkeyrslu yrði að ræða, 3ja metra breiða, við lóðamörk Hólavegar 7. Fyrirhugaðar eru framkvæmdir við bílastæði meðfram Hólavegi á vegum sveitarfélagsins síðsumars 2024 sem munu fjölga bílastæðum í götunni.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

16.Leyfi til uppsetningar á skilti sunnan við Dalvík

Málsnúmer 202405028Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5.maí 2024 þar sem Egill Örn Júlíusson sækir um leyfi fyrir uppsetningu skiltis vestan Ólafsfjarðarvegar rétt norðan Ásgarðs.
Stærð skiltis er 1 m2.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

17.Noðrursigling Árskógssandi - umsókn um uppsetningu auglýsingaskiltis

Málsnúmer 202405198Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27.maí 2024 þar sem Signý Jónasdóttir f.h. Norðursiglingar sækir um leyfi til uppsetningar augýsingaskiltis við bílastæði við gatnamót Hafnarbrautar og Sjávargötu.
Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

18.Melbrún 2 - umsókn um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr

Málsnúmer 202405077Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13.maí 2024 þar sem Katla byggingarfélag ehf. sækir um stöðuleyfi til eins árs fyrir allt að 10 vinnuskúra á lóð nr. 2 við Melbrún, Árskógssandi.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Útgáfu stöðuleyfis er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

19.Skipulagslýsing fyrir Aðalskipulag Skagafjarðar 2025-2040 - umsagnarbeiðni

Málsnúmer 202405135Vakta málsnúmer

Erindi sveitarfélagsins Skagafjarðar dagsett 22.maí 2024 þar sem óskað er umsagnar Dalvíkurbyggðar um skipulagslýsingu fyrir nýtt aðalskipulag Skagafjarðar.
Umsagnarfrestur er veittur til 13.júní nk.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða skipulagslýsingu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

20.Bakki efnisnám - úrskurður í kæru nr. 322024

Málsnúmer 202403115Vakta málsnúmer

Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 24.maí 2024 í kærumáli nr. 32/2024 þar sem Náttúrugrið kæra 1) ákvörðun Fiskistofu frá 2.maí 2023 um að heimila efnisnám úr Svarfaðardalsá í landi Bakka, 2) ákvörðun Fiskistofu frá 12.maí 2023 um að heimila efnisnám úr Svarfaðardalsá í landi Grundar og 3) ákvörðun Dalvíkurbyggðar frá 6.júní 2023 um veitingu framkvæmdaleyfis fyrir efnisnámi úr Svarfaðardalsá í landi Bakka.

Kveður úrskurðurinn á um að allar ofangreindar ákvarðanir skuli felldar úr gildi.
Lagt fram til kynningar.

21.Svæðisskipulagsnefnd 2024

Málsnúmer 202405089Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 13. og 14.funda svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, dags. 13.desember 2023 og 23.apríl 2024.
Lagt fram til kynningar.

22.Fundargerðir byggingarfulltrúa 2024

Málsnúmer 202401086Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 70. fundar dags. 3. maí 2024 og 71.fundar dags. 21. maí 2024, með fullnaðarafgreiðslum erinda.
Lagt fram til kynningar.

23.Ektaböð Hauganesi - úrbætur á salernisaðstöðu og starfsmannahús

Málsnúmer 202404097Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Jóhanns Guðna Reynissonar f.h. Ektabaða ehf. um stöðuleyfi fyrir 20 ft salernisgám á landi Dalvíkurbyggðar norðvestan við núverandi baðaðstöðu.
Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið.
Útgáfu stöðuleyfis er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar