Á 21. fundi skipulagsráðs þann 4. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 15.maí 2024 þar sem Hörður Elís Finnbogason f.h. Skíðafélags Dalvíkur sækir um framkvæmdaleyfi fyrir landmótun á svæði skíðafélagsins. Fyrirhugað er að nýta um 1000 m3 af efni til þess að fylla upp í dæld neðan við skíðaleigugáma ásamt því að leggja undirlag fyrir stækkun bílastæðis. Fyrirhuguð framkvæmd er í samræmi við deiliskipulag. Meðfylgjandi er skýringarmynd.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið. Er skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Er skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.