Sveitarstjórn

375. fundur 17. desember 2024 kl. 16:15 - 18:05 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1132, frá 21.11.2024

Málsnúmer 2411011FVakta málsnúmer

Fundargerðin er 1 liður og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1133, frá 28.11.2024

Málsnúmer 2411012FVakta málsnúmer

Fundargerðin er 16 liðir.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202406084.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202411064.
Liður 9 er sér mál á dagskrá; mál 202411101.
Liður 10 er sér mál á dagskrá; mál 202408037.
Liður 13 er sér mál á dagskrá, mál 202411105.
Liður 14 er sér mál á dagskrá; mál 202411084.
Liður 15 er sér mál á dagskrá; mál 202411091.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1134, frá 05.12.2024.

Málsnúmer 2412002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Liður 1 er sér mál á dagskrá; mál 202409090.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202201091.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202403027.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202110061.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

4.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1135; frá 12.12.2024.

Málsnúmer 2412008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 15 liðum.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202408083.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202411050.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202408037.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202412050.
Liður 10 er sér mál á dagskrá; mál 202412048.
Liður 11 er sér mál á dagskrá; mál 202412049.
Liður 14 er sér mál á dagskrá; mál 202409170.
Liður 15 er sér mál á dagskrá; mál 202412015.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

5.Félagsmálaráð - 284; frá 10.12.2024

Málsnúmer 2412006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum.
Liður 1 er sér mál á dagskrá; mál 202412032 /þarf að vísa líka á lið.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202411081.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

6.Fræðsluráð - 300, frá 11.12.2024

Málsnúmer 2412003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.
Liður 1 er sér mál á dagskrá; mál 202303041.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

7.Íþrótta- og æskulýðsráð - 167; frá 03.12.2024

Málsnúmer 2411014FVakta málsnúmer

Fundargerðin er 21 liður.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202411068.
Liður 8 er sér mál á dagskrá; mál 202408083.
Liður 9 er sér mál á dagskrá; mal 202411060.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

8.Menningarráð - 107; frá 10.12.2024

Málsnúmer 2412005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5 liðum.
Liður 1 er sér mál á dagskrá; mál 202409090.
Liður 3 er sér mál á dagskrá: mál 202410084.
Liður 4 er sér mál á dagskrá: mál 202411074.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

9.Skipulagsráð - 29; frá 11.12.2024

Málsnúmer 2412004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 16 liðum.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202205033.
Liður 3 er sér mál á dagksrá; mál 202303040.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202306096.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202411069.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202309083.
Liður 8 er sér mál á dagskrá; mál 202405221.
Liður 9 er sér mál á dagskrá; mál 202411098.
Liður 16 er sér mál á dagskrá; mál 202311022.
Til máls tóku:
Monika Margrét Stefánsdóttir um lið 10.
Helgi Einarsson um 10 lið.
Freyr Antonsson um lið 10.
Forseti bar upp þá tillögu hvort ætti að bæta lið 10 sem sér mál á dagskrá og var tillagan samþykkt með 4 atkvæðum á móti 3 atkvæðum Helga Einarssonar, Katrínar Sif Ingvarsdóttur og Sigríðar Jódísar Gunnarsdóttur.
Fleiri tóku ekki til máls.

Fundargerðin að öðru leiti lögð fram til kynningar.

10.Umhverfis- og dreifbýlisráð - 27; frá 04.12.2024

Málsnúmer 2412001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5 liðum.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202303137.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

11.Ungmennaráð - 44; frá 28.11.2024

Málsnúmer 2411013FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum.
Liður 1 er sér mál á dagskrá; mál 202408083.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

12.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 141; frá 20.11.2024.

Málsnúmer 2411010FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202409122.Vísa á lið í fjárhagsáætlun.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202410041. Vísa á lið í fjárhagsáætlun.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202410087. Vísa á líð í fjárhagsáætlun.
Liður 5 er sér mál á dagskrá, mál 202407019. Vísa á lið í fjárhagsáætlun.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202411072. Vísa á lið í fjárhagsáætlun.
Liður 8 er sér mál á dagskrá; mál 202410089. Vísa á lið í fjárhagsáætlun.
Liður 9 er sér mál á dagskrá; mál 202411005. Vísa á lið í fjárhagsáætlun.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

13.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 142; frá 12.12.2024

Málsnúmer 2412007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 13 liðum.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202412039. Vísa á lið í fjárhagsáætlun.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202411102.Vísa á lið í fjárhagsáætlun.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202411120. Vísa á lið í fjárhagsáætlun.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202412043.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202411001.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202402038.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

14.Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2025. Síðari umræða.

Málsnúmer 202408083Vakta málsnúmer

Á 374. fundi sveitarstjórnar þann 19. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1131. fundi byggðaráðs þann 14. nóvember sl. var tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur vegna 2025 til umfjöllunar og samþykkti byggðaráð fyrirliggjandi tillögu.
Niðurstaða : Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2025 til síðari umræðu í sveitarstjórn eins og hún liggur fyrir."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda og fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2025.

15.Gjaldskrár 2025; Gjaldskrá vegna málaflokks 06

Málsnúmer 202408083Vakta málsnúmer

a) Tillaga frá íþrótta- og æskulýðsráði og byggðaráði.

Á 1135. fundi byggðaráðs þann 12. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 167. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 3. desember sl. var eftirfarandi bókað:
Gjaldskrár teknar til umræðu í ráðinu.
Niðurstaða : Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með fimm atkvæðum gjaldskrá íþróttamiðstöðar 2025.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi:
Tillaga að gjaldskrá málaflokks 06 fyrir árið 2025 frá fundi íþrótta- og æskulýðsráðs.
Greinargerð íþróttafulltrúa um helst tölur vegna ÍB-korts.
Jón Stefán vék af fundi kl. 14:12.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá vegna málaflokks 06 og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."

b) Tillaga frá ungmennaráði.
Á 44. fundi ungmennaráðs þann 28. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Ungmennaráð leggur til að nemendum í framhaldsskóla og háskóla með lögheimili í Dalvíkurbyggð 50% afslátt af kortum í líkamsrækt."
Til máls tók:

Freyr Antonsson sem leggur til eftirfarandi breytingar á gjaldskrá skv. a)lið að stakur miði í sund verði kr. 1.300 og stakur miði í rækt verði kr. 2.000. Einnig leggur Freyr til að lið b) verði vísað til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði.


Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillög að gjaldskrá vegna málaflokks 06 fyrir árið 2025 með þeim breytingum að stakur miði í sund verði kr. 1.300 og stakur miði í ræktina verði hækkaður í kr. 2.000 samkvæmt tillögu Freys Antonssonar.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa þessum lið til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði samkvæmt tillögu Freys Antonssonar.

16.Frá 1135. fundi byggðaráðs þann 12.12.2024; Reglur um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega 2025

Málsnúmer 202412048Vakta málsnúmer

Á 1135. fundi byggðaráðs þann 12. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs um reglur um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega vegna ársins 2025 með breytingum á fjárhæðum í samræmi við reglurnar.
Einnig fylgdu með upplýsingar um fjárhæð heildarafsláttar árin 2014-2024 í hlutfali við álagðan fasteignaskatt fyrir sömu ár.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að reglum með áorðnum breytingum og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að reglum um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2025.

17.Frá 1135. fundi byggðaráðs þann 12.12.2024; Reglur um styrk á móti fasteignaskatti til félaga og félagasamtaka 2025

Málsnúmer 202412049Vakta málsnúmer

Á 1135. fundi byggðaráðs þann 12. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að reglum um styrk á móti fasteignaskatti til félaga og félagasamtaka 2025.
Reglurnar eru óbreyttar á milli ára.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að reglum og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að reglum um styrk á móti fasteignaskatti til félaga og félagasamtaka fyrir árið 2025.

18.Frá 142. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12.12.2024; Reglur um stuðning við framkvæmdir skv. 8.gr. Samþykktar um fráveitu og rotþrær í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202402038Vakta málsnúmer

Á 142. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Samkvæmt reglugerð getur sveitarstjórn sett sérstakar reglur um stuðning við um niðursetningu rotþróa. Veitustjóri leggur til þá sérreglu að sveitarfélagið kosti niðursetningu rotþróa við lögbýli, þar sem fráveita sveitafélagsins nær ekki til. Rotþróargjald greiðist samkvæmt gjaldskrá hverju sinni.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi sérreglu varðandi niðursetningu á rotþróm við lögbýli."

Með fundarboði fylgdi minnisblað sveitarstjóra, dagsett þann 13. desember sl, þar sem m.a. kemur fram að sbr. 2.mgr. 8.gr. í Samþykkt um fráveitu og rotþær í Dalvíkurbyggð getur sveitarstjórn sett sérreglur um stuðning við framkvæmdir.
Til máls tóku:
Gunnar Kristinn Guðmundsson.
Freyr Antonsson sem leggur til þá breytingu að sveitarfélagi kosti einnig lagningu sitlagna.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofagreinda tillögu veitu- og hafnaráðs og forseta sveitarstjórnar þannig að sveitarfélagið kosti niðursetningu rotþróa við lögbýli ásamt lagningu sitlagna, þar sem fráveita sveitarfélagsins nær ekki til. Rotþróargjald greiðist samkvæmt gjaldskrá hverju sinni.

19.Frá 300. fundi fræðsluráðs þann 11.12.2024; Ósk um breytingu á innritunarreglum í leikskóla í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202303041Vakta málsnúmer

Á 300. fundi fræðsluráðs þann 11. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir ósk um breytingu á innritunarreglum leikskóla.
Niðurstaða : Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum innritunarreglur leikskóla í Dalvíkurbyggð."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs og fyrirliggjandi tillögu að breytingum á innritunarreglum leikskóla um uppbrotsdaga:

"Uppbrotsdagar
Foreldrar sem ekki eiga vistun þá daga sem einhver uppbrot eru í leikskólanum t.d. öskudag, þorrablót geta fengið að skrá nemendur í leikskólann og greitt gjald fyrir þann tíma sem þau eru. Gjaldið er 2696 kr. fyrir fulla vistun og greitt væri þá í hlutfalli við það. Það er svo í höndum hvers leikskóla fyrir sig hver lágmarks tíminn er."

20.Frá 1135. fundi byggðaráðs þann 12.12.2024; Beiðni um viðauka 2024

Málsnúmer 202411050Vakta málsnúmer

Á 1135. fundi byggðaráðs þann 12. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, dagsett þann 8. nóvember sl., þar sem óskað er eftir breytingum ,til hækkunar og lækkunar, á nokkrum deildum og liðum í fjárhagsáætlun 2024.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi, viðauka nr. 48 við fjárhagsáætlun 2024:
Liður 02010-4390, hækki um kr. 640.341.
Liður 02110-9110, lækki um kr. 500.000.
Liður 02540-4112, lækki um kr. 2.000.000
Liður 02570-9152, lækki um kr. 13.003.200.
Alls er viðaukinn lækkun um kr. -14.862.859.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum viðauka til heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2024 og til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 48 við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. - 14.862.859 á málaflokk 02 skv. ofangreindri sundurliðun.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.

21.Frá 1135. fundi byggðaráðs þann 12.12.2024; Umsókn um fjárstyrk vegna smíði og viðgerðar á turnispíru Dalvíkurkirkju - viðauki

Málsnúmer 202408037Vakta málsnúmer

Á 1135. fundi byggðaráðs þann 12. desember sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Við vinnslu fjárhagsáætlunar var afgreiðsla menningarráðs tekin til umfjöllunar og óskaði byggðaráð eftir frekari upplýsingum með erindinu sem liggja nú fyrir.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð styrki Dalvíkurkirkju um 4 m.kr. árið 2024 vegna viðgerða á kirkjunni.
Byggðaráð leggur til að gerður verði viðauka við fjárhagsáætlun 2024 skv. ofangreindu á deild 05810."
Með fundarboði byggðaráðs fyldu þakkir frá formanni sóknarnefndar Dalvíkursóknar, dagsett þann 3. desember sl., varðandi ofangreinda afgreiðslu.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs þar sem lagður er til viðauki að upphæð kr. 4.000.000 á lið 05810-9145 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að viðauka, viðauki nr. 49 við fjárhagsáætlun 2024, að upphæð kr. 4.000.000 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum viðauka til gerðar heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2024 og til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 49 við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 4.000.000 á lið 05810-9145 vegna styrks til Dalvíkurkirkju vegna viðgerða á kirkjunni.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

22.Frá 1135. fundi byggðaráðs þann 12.12.2024; Heildarviðauki III við fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 202412050Vakta málsnúmer

Á 1135. fundi byggðaráðs þann 12. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2024 úr fjárhagsáætlunarlíkani þar sem búið er að setja inn í alla viðauka sem byggðaráð og sveitarstjórn hafa samþykkt á árinu. Í samræmi við
jóðhagsspá í nóvember þá er gert ráð fyrir í fjárhagsáætlunarlíkani að verðbólga verði 6%.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi yfirlit yfir ofangreinda viðauka, viðaukar nr. 1-47, sem og viðauka nr. 48 og nr. 49 skv. lið 4 og 5 hér að ofan.
Viðaukar nr.45 og nr. 47 er tæknilegur viðauki vegna breytinga á vöxtum, afskriftir o.þ.h. úr fjárhagsáætlunarlíkani skv. heildarviðauka II.
Lagðir eru til 2 nýir viðaukar:
Frá sveitarstjóra; tillaga um breytingar á fjárfestingaáætlun Hafnasjóðs þar sem kostnaður mun falla til á árinu 2025, viðauki nr. 50.
a) HD017 Norðurgarður-Stálþil- Endurnýjun; lækka um kr. 70.000.000.- 42200 - 11551
HH009 Hauganes-grjótgarður-endurbygging; lækka um kr. 16.130.000.- 42200 - 11551
b) Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, viðauki nr. 51.
Tilfærsla á launaáætlun vegna starfs sem er 100% áætlað á deild 09210 en kostnaður skiptist 50%/50% á milli deildar 09210 og deildar 21400.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2024 og tillögur að viðaukum nr. 50 og nr. 51 og vísar þeim til gerðar heildarviðauka III.
Viðauka nr. 50 verði mætt með hækkun á handbæru fé en ekki þarf að mæta viðauka nr. 51 þar sem um tilfærsla eru að ræða á milli deild.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."

Helstu niðurstöður:
Samstæða A- og B- hluta er með jákvæðan afgang að upphæð kr.145.641.000
Fjárfestingar og framkvæmdir Samstæðu A- og B- hluta eru alls áætlaðar kr. 618.363.078 og hafa lækkað frá upprunalegri áætlun með viðaukum að upphæð kr.-299.834.075.
Áætluð lántaka er 0 og veltufé frá rekstri er kr. 440.029.000.
Til máls tók:

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum og forsendum heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2024.

Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitastjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðauka nr. 45 og nr. 47 sem eru tæknilegar viðaukar vegna heildarviðauka II og eru þeir hluti af heildarviðauka III.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðauka nr. 50 þannig að ekki verði gerðar breytingar á lið 42200-11551-HD017 vegna Norðurgarðs þar sem viðeigandi breytingar á áætlun hafa nú þegar verið gerðar með viðauka skv. upplýsingum frá sveitarstjóra.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að lækka lið 42200-11551-HH009 vegna grjótgarðs á Hauganesi um kr. -4.839.000 í samræmi við upplýsingar frá sveitarstjóra.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðauka nr. 51 um tilfærslu á milli deilda vegna launaáætlunar. Eftir endurútreikninga á launaviðauka þá færist kr. 365.175 á deild 21400 og sveitarstjórn samþykkir að breytingunni verði mætt með lækkun á handbæru fé.
d) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að heildarviðauka III í fjárhagsáætlunarlíkani við fjárhagsáætlun 2024 með viðaukum nr. 1-51

23.Frá 1133. fundi byggðaráðs þann 28.11.2024; Tillaga um sölu á íbúðum við Lokastíg 2

Málsnúmer 202411101Vakta málsnúmer

Á 1133. fundi byggðaráðs þann 28. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá samráðsnefnd sem fjallar um umsóknir og útleigu á íbúðum í eigu Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 22. nóvember sl, þar sem lagt er til að íbúðir við Lokastíg 2 verði settar á söluskrá í tveimur áföngum, þ.e. 2 og 2 íbúðir. Lagt er jafnfram til að leigjendum verði boðinn forkaupsréttur að íbúðunum í samræmi við reglur sveitarfélagsins þar um.
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/130613.reglur-um solu-ibuda-i-dalvikurbyggd.pdf
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að íbúðir við Lokastíg 2 verðir settar á söluskrá í tveimur áföngum en leigjendum verði boðinn forkaupsréttur i samræmi við reglur sveitarfélagsins."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu og tillögu byggðaráðs um að íbúðir í eigu sveitarfélagsins við Lokastíg 2 verði settar á söluskrá með þeirri útfærslu sem lögð er til.

24.Frá 142. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12.12.2024; Jöfnun húshitunarkostnaðar 2024

Málsnúmer 202411001Vakta málsnúmer

Á 142. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum liggur útreikningur á jöfnun húshitunarkostnaðar fyrir árið 2024. Í honum er tekið tillit til breytinga á gjaldskrám og er gjaldið nú 317,40 kr/m3, heildargreiðsla ársins er kr 3.425.252.- Útsend bréf lögð fyrir.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi útreikning á jöfnun húshitunarkostnaðar 2024."
Til máls tók:
Gunnar Kristinn Guðmundsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi kl. 16:41.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu og tillögu veitu- og hafnaráðs. Jöfnun húshitunarskostnaðar er vísað á lið 47310-9910. Áætlun ársins er kr. 2.756.000.
Gunnar Kristinn tekur ekki þátt í umfjöllun og atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

25.Frá 1133. fundi byggðaráðs þann 28.11.2024; Fjárframlag til rekstrar Bjarmahlíðar fyrir árið 2025

Málsnúmer 202411064Vakta málsnúmer

Gunnar Kristinn Guðmundsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:42.

Á 1133. fundi byggðaráðs þann 28. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 13.11.2024, þar sem gert er grein fyrir tillögu af hálfu Bjarmahlíðar um framlag sveitarfélaga í umdæmi Lögreglustjórands á Norðurlandi eystra fyrir rekstri þolendamiðstöðvarinnar fyrir árið 2025. Samkvæmt þeirri tillögu yrði framlag Dalvíkurbyggðar árið 2025 kr. 600.000.
Vonast er til að sveitarfélögin geti tekið tillit til þessa við fjárlagavinnu fyrir næsta ár.
Sveitarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun við síðari umræðu þann 19. nóvember sl. og ekki er gert ráð fyrir framlagi til Bjarmahlíðar árið 2025.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 að leggja til við sveitartjórn að framlag Dalvíkurbyggðar árið 2025 verð kr. 600.000, vísað á deild 02800."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu og tillögu byggðaráðs og felur sviðsstjóra félagsmálasviðs að finna svigrúm innan heimildar fjárhagsáætlunar 2025 á málaflokki 02.

26.Frá 1134. fundi byggðaráðs þann 05.12.2024; Samningur um sorphirðu

Málsnúmer 202201091Vakta málsnúmer

Á 1134. fundi byggðaráðs þann 5. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 22. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 9. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til við Byggðaráð að samið verði við Terra um áframhaldandi þjónustu vegna sorphirðu. Samningurinn gildi til 31.12.2024 og byggi á núverandi samningi. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Á 1116.fundi byggðaráðs þann 15.ágúst sl., var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og þá tillögu að samið verði við Terra um áframhaldandi þjónustu vegna sorphirðu til 31.12.2024. Áframhaldandi samningur byggi á núverandi samningi.
Fyrir fundi byggðaráðs liggja drög að samkomulagi við Terra umhverfisþjónustu hf. um lengri framlengingu á samningi um þjónustu við sorphirðu og endurvinnslustöð, til 30.júní 2025, á meðan að útboðsgögn vegna þjónustunnar eru í vinnslu.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi framlengingu á samningi við Terra umhverfisþjónustu til 30.06.2025 og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samningsdrög um framlengingu á samningi við Terra umhverfisþjónustu til 30.06.2025.

27.Frá 27. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 04.12.2024; Úrgangsmál innleiðing og útboð

Málsnúmer 202303137Vakta málsnúmer

Á 27. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 4. desember sl. var eftirfarndi bókað:
"Fyrir fundinum lágu drög að útboðsgögnum fyrir sorphirðu í Dalvíkurbyggð unnin af Consensa.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að útboði á sorphirðu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og fyrirliggjandi drög að útboðsgögnum vegna sorphirðu.

28.Frá 1134. fundi byggðaráðs þann 05.12.2024; Kaffihús - Menningarhúsinu Bergi; drög að samningi.

Málsnúmer 202409090Vakta málsnúmer

Á 1134. fundi byggðaráðs þann 5. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir niðurstaða útboðs á rekstri kaffihússins í Menningarhúsinu Bergi. Fundarboði fylgdi útboðsgögn, fundargerð vegna opnunar útboðs, minnisblað sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs þar sem hann gerði grein fyrir ofangreindu útboði og niðurstöðu þess. Eitt tilboð barst í rekstur kaffihússins í Bergi frá Stefáni B. Stefánssyni. Í minnisblaði sviðsstjóra og fundargerð innkauparáðs er lagt til að gengið verði til samninga við Stefán B. Stefánsson á grundvelli verðtilboðsins. Drög að samningi á milli aðila liggja fyrir fundinum.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög, með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samningsdrög um kaffihúsið í Menningarhúsinu í Bergi við Stefán B. Stefánsson á grundvelli tilboðs.

29.Frá 1133. fundi byggðaráðs þann 28.11.2024; Raforkusölusamningur

Málsnúmer 202406084Vakta málsnúmer

Á 1133. fundi byggðaráðs þann 28. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1131. fundi byggðaráðs þann 14. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1112. fundi byggðaráðs þann 20. júní sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Orkusölunni, rafpóstur dagsettur þann 12. júní sl, þar sem fram kemur að Orkusalan þarf að segja upp samningi við Dalvíkurbyggð um raforkusölu þar sem kjör í samningi og samningsskilmálar eru ekki lengur í boði hjá Orkusölunni. Fram kemur að Orkusalan vill þó endilega gera nýjan samning á milli aðila. Með fundarboði fylgdi til upplýsingar undirritaður samningur frá mars 2021.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela innkauparáði að vinna málið áfram með því að óska eftir upplýsingum um kjör frá Orkusölunni og einnig að skoða rammasamninga Ríkiskaupa."
Framkvæmdastjórn / innkauparáð hefur fjallað um ofangreint á fundum sínum og með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að nýjum samningi sem og upplýsingar um samningskjör.
Niðurstaða : Byggðaráð felur sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga frá Orkusölunni forsendur samningsins."
Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað á milli funda um ofangreint og meðfylgjandi samningsdrögum.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreind og fyrirliggjandi samningsdrög og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samningsdrög við Orkusöluna ehf. Gildistími samnings er til og með 31.12.2029.

30.Frá 167. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 03.12.2024; Samningar við íþróttafélög 2025-2028

Málsnúmer 202411060Vakta málsnúmer

Á 167. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 3. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Samningar við íþróttafélög teknir fyrir ásamt athugasemdum frá þeim félögum sem bárust.
Niðurstaða : Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með fimm atkvæðum, samninga við íþróttafélög Dalvíkurbyggðar."
Til máls tóku:

Lilja Guðnadóttir, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:46.
Helgi Einarsson.
Freyr Antonsson, sem leggur til að sveitarstjórn samþykki styrktarsamning við Ungmennafélag Svarfdæla, með þeirri breytingu að sveitarstjórn samþykkir tilgreinda styrkfjárhæð vegna reksturs gervigrasvallar en vísar í sérstakan samning um rekstur á vellinum sem íþróttafulltrúi er með í vinnslu.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum eftirtalda samninga til 4ja ára, 2025-2028:
Golfklúbburinn Hamar
Ungmennafélag Svarfdæla, með þeirri breytingu að sveitarstjórn samþykkir tilgreinda styrkfjárhæð vegna reksturs gervigrasvallar en vísar í sérstakan samning um rekstur á vellinum sem íþróttafulltrúi er með í vinnslu.
Ungmennasamband Eyjafjarðar.
Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður.
Skíðafélag Dalvíkur.
Rimar - blakfélag.
Reynir - Ungmennafélag
Hringur- Hestamannafélag.
Rán- Sundfélag.

Lilja Guðnadóttir tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

31.Frá 1135. fundi byggðaráðs þann 12.12.2024; Beiðni um þjónustusamning vegna starfs byggingafulltrúa

Málsnúmer 202409170Vakta málsnúmer

Lilja Guðnadóttir kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 16:48.

Á 1135. fundi byggðaráðs þann 12. desember sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1134. fundi byggðaráðs þann 5. desember sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1122.fundi byggðaráðs þann 26.september sl., var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að óska eftir viðræðum við Akureyrarbæ um starf byggingafulltrúa.
Bókun byggðaráðs var staðfest samhljóða með 7 atkvæðum á 372.fundi sveitarstjórnar þann 22.október sl. Fyrir fundinum liggja drög að samningi við Akureyrarbæ ásamt minnisblaði frá skipulagsfulltrúa.
Niðurstaða : Byggðaráð fór yfir drögin og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir fund byggðaráðs þann 12.desember nk. Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ofangreint minnisblað ásamt ofangreindum samningsdrögum.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundum með fulltrúum Akureyrarbæjar.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum þá tillögu að Dalvíkurbyggð ráði byggingarfulltrúa Akureyrarbæjar í 50% starf hjá Dalvíkurbyggð frá 1.1.2025 til 31.12.2025 og verði þá Steinmar H. Rögnvaldsson byggingarfulltrúi Dalvíkurbyggðar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóð með 7 atkvæðum ofnagreinda tillögu byggðaráðs um ráðningu byggingarfulltrúa Akureyrarbæjar í 55% starf hjá Dalvíkurbyggð skv. samningsdrögum frá 1.1.2025 og til og með 31.12.2025. Byggingarfulltrúi Dalvíkurbyggðar verður þá Steinmar H. Rögnvaldsson.

32.Frá 1134. fundi byggðaráðs þann 05.12.2024; Íþróttamiðstöð flíslögn Sundlaugar - E2406

Málsnúmer 202403027Vakta málsnúmer

Á 1134. fundi byggðaráðs þann 5. desember sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Á fundi sveitarstjórnar þann 19.nóvember sl., var eftirfarandi bókað:
Forseti sveitarstjórnar sem gerði grein fyrir að umbeðnar upplýsingar skv. bókun byggðaráðs liggja ekki fyrir og leggur til að málinu verði vísað til byggðaráðs til frekari úrvinnslu. Deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar verði falið að ræða við tilboðsgjafa um frest á gildistíma tilboðsins. Málið verði þá afgreitt á fundi sveitarstjórnar í desember. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.
Fyrir fundinum liggja fyrir upplýsingar frá Deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar frá AVH um samanburð tilboðs við kostnaðaráætlun og minnisblað deildarstjóra dags. 3.desember 2024.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að ganga til samninga við Tréverk um endurbætur á Sundlaug Dalvíkur."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu og tillögu byggðaráðs um að gengið verði til samninga við Tréverk um endurbætur á Sundlaug Dalvíkur á grundvelli tilboðs.

33.Frá 1134. fundi byggðaráðs þann 05.12.2024; Vinnuhópur um brunamál

Málsnúmer 202110061Vakta málsnúmer

Á 1134. fundi byggðaráðs þann 5. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 372.fundi sveitarstjórnar þann 22.október sl., var eftirfarandi bókað:
Forseti sveitartjórnar sem leggur til eftirfarandi varðandi skipun vinnuhópsins: Sveitarstjóri, slökkviliðsstjóri, deildastjóri Eigna - og framkvæmdadeildar, fulltrúi úr byggðaráði og umhverfis og dreifbýlisráði. Fleiri tóku ekki til
máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta.
Fyrir fundinum liggur endurskoðað erindisbréf vegna breyttra skipan vinnuhópsins.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi erindisbréf vinnuhóps um brunamál."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi erindisbréf vinnuhóps um brunamál.

34.Frá 167. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 03.12.2024; Erindisbréf ungmennaráðs

Málsnúmer 202411068Vakta málsnúmer

Á 167. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 3. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindisbréf ungmennaráðs.
Niðurstaða : Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með fimm atkvæðum nýtt erindisbréf ungmennaráðs og vísar málinu til staðfestingar í sveitastjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi ungmennaráðs.

35.Frá 284. fundi félagsmálaráðs þann 10.12.2024; Styrkur v. jólaaðstoðar fyrir efnaminni fjölskyldur og einstaklinga - 2024

Málsnúmer 202411081Vakta málsnúmer

Á 284. fundi félagsmálaráðs þann 10. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi dags. 18.11.2024 frá Velferðarsjóði Eyjafjarðar. Fram kemur í erindi þeirra að um þessar mundir sé sjóðurinn að hefja fjáröflun vegna jólaaðstoðar á vegum Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðisins. Í ár megi búast við
enn fleiri umsóknum fyrir jólin líkt og síðustu ár. Í reglubundnum úthlutun sjóðsins árið 2024 er ljóst að þörfin og eftirspurn hefur stóraukist. Framundan eru þungir mánuðir fyrir mörg heimili á svæðinu og ljóst að gera má ráð fyrir að jólaastoð 2024 verði stórt verkefni. Árið 2023 fengu 500 fjölskyldur og einstaklingar jólaaðstoð. Í ár hafa mánaðarlegar úthlutanir verið samtals 575 og þá er jólaaðstoðin ótalin. Velferðarsjóðurinn hefur stefnt að því að úthluta fyrst og fremst úttektarkortum.
Niðurstaða : Félagsmálaráð samþykkir með 5 greiddum atkvæðum að veita styrk til Velferðarsjóðs Eyjafjarðar að upphæð 350.000,- kr tekið af lið 02-11-9110."

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs og styrk að upphæð kr. 350.000 af lið 02110-9110.

36.Frá 284. fundi félagsmálaráðs þann 10.12.2024;Jólaaðstoð 2024

Málsnúmer 202412032Vakta málsnúmer

Á 284. fundi félagsmálaráðs þann 10. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Félagsmálaráð samþykkir með 5 greiddum atkvæðum að fela starfsmönnum félagsmálasviðs að veita þeim einstaklingum sem voru of seinir að sækja um jólaaðstoð í Velferðarsjóð Eyjafjarðar styrk. Taka skal mið að upphæðum Velferðarsjóðsins."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs. Vísað á lið 02110-9150.

37.Frá 1133. fundi byggðaráðs þann 28.11.2024; Carl Honoré, talsmaður Slow Movement til Íslands á vegum Hæglætishreyfingarinnar

Málsnúmer 202411105Vakta málsnúmer

Á 1133. fundi byggðaráðs þann 28. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Hæglætishreyfingunni á Íslandi, dagsett þann 24. nóveember sl., þar sem sveitarfélaginu er boðin þátttaka sem og óskað er eftir fjárstuðningi vegna itundarvakningar Hæglætishreyfingarinnar á Íslandi (The
Slow Movement in Iceland) um ávinning þess að hægja á í íslensku samfélagi og að kynna fyrirbærið hæglæti (Slow eða Simple living) fyrir þjóðinni.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir að hafna erindinu.

38.Frá 107. fundi menningarráðs þann 10.12.2024; Styrkbeiðni vegna þorrablóts 2025

Málsnúmer 202410084Vakta málsnúmer

Á 107. fundi menningarráðs þann 10. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir styrkbeiðni frá Sigmari og Jóhanni dags. 17.10.2024
Niðurstaða : Menningarráð finnst jákvætt að það verði boðið uppá þorrablót á Dalvík. Menningarráði finnst ekki forsvaranlegt að styrkja eitt af þremur þorrablótum í byggðarlaginu. Sviðstjóra falið að ræða við forsvarsmenn þar sem verkefnið er áhugavert."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu menningaráðs og hafnar erindinu um styrk vegna þorrablóts á Dalvík.

39.Frá 107. fundi menningarráðs þann 10.12.2024; Styrkbeiðni vegna ráðstefnu

Málsnúmer 202411074Vakta málsnúmer

Á 107. fundi menningarráðs þann 10. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir styrkbeiðni frá Huldustíg dags. 15.11.2024
Niðurstaða : Menningarráð hafnar erindinu með þremur atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitastjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu menningaráðs og hafnar styrki til Huldustígs ehf. vegna "Tales of the Nature Sprits" - ráðstefna og vinnustofur.

40.Frá 29. fundi skipulagsráðs þann 11.12.2024; Íbúðahverfi sunnan Dalvíkur - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202205033Vakta málsnúmer

Á 29. fundi skipulagsráðs þann 11. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Steinþór Traustason og Bjarki Þórir Valberg hjá Cowi verkfræðistofu kynntu tillögu á vinnslustigi að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðarsvæði sunnan Dalvíkur.
Steinþór og Bjarki sátu fundinn í fjarfundabúnaði undir þessum dagskrárlið.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 4.mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir framlagða tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 4.mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar.

41.Frá 29. fundi skipulagsráðs þann 11.12.2024; Árskógssandur - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202303040Vakta málsnúmer

Á 29. fundi skipulagsráðs þann 11. desember sl. var eftirfarandi bókað:
Steinþór Traustason og Bjarki Þórir Valberg hjá Cowi verkfræðistofu kynntu tillögu á vinnslustigi að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðarsvæði á Árskógssandi.
Steinþór og Bjarki sátu fundinn í fjarfundabúnaði undir þessum dagskrárlið.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 4.mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir framlagða tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 4.mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar.

42.Frá 29. fundi skipulagsráðs þann 11.12.2024; Úrbætur kringum Skógarhóla 29 a-d og deiliskipulag vegna Skógarhóla 12

Málsnúmer 202306096Vakta málsnúmer

Á 29. fundi skipulagsráðs þann 11. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Grenndarkynningu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis lauk þann 26.nóvember sl.
Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi:
- Lagningu nýrrar götu norðan við Skógarhóla 29.
- Lóð og byggingarreit fyrir þriggja íbúða hús á einni hæð austan við Skógarhóla 11.
- Uppbyggingu göngustíga og leiksvæðis á opnu svæði.
Athugasemd barst frá íbúum í Böggvisbraut 16 og 18 og Skógarhólum 5, 7 og 13 og er hún lögð fram ásamt drögum að svörum við efni athugasemda.
Niðurstaða : Í ljósi innkominna athugasemda leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að framlögð tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis verði samþykkt skv. 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeirri breytingu að hámarks vegg- og mænishæð verði lækkuð í 3 m til samræmis við aðliggjandi byggingar.
Þá leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að hún samþykki framlögð svör við innkomnum athugasemdum.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis skv. 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeirri breytingu að hámarks vegg- og mænishæð verði lækkuð í 3 m til samræmis við aðliggjandi byggingar.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða framlögð svör við innkomnum athugasemdum.

43.Frá 29. fundi skipulagsráðs þann 11.12.2024; Sjávarstígur 2 - umsókn um byggingu brimvarnargarðs

Málsnúmer 202411069Vakta málsnúmer

Á 29. fundi skipulagsráðs þann 11. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 12.nóvember 2024 þar sem Jón Örn Pálsson f.h. Ocean EcoFarm ehf. sækir um heimild til að reisa brimvarnargarð úti fyrir lóð nr. 2 við Sjávarstíg á Hauganesi.
Meðfylgjandi eru afstöðumynd og teikningar.
Niðurstaða : Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem áformin eru ekki í samræmi við Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2008-2020.
Skipulagsráð fer fram á að fá greinargerð frá umsækjanda þar sem áform um heildaruppbyggingu á svæðinu eru skýrð.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs og hafnar erindinu þar sem áformin eru ekki í samræmi við Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2008-2020.
Sveitarstjórn tekur einnig undir með skipulagsráði að fá greinargerð frá umsækjanda þar sem áform um heildaruppbyggingu á svæðinu eru skýrð.

44.Frá 29. fundi skipulagsráðs þann 11.12.2024; Dalvíkurlína 2 - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 202309083Vakta málsnúmer

Á 29. fundi skipulagsráðs þann 11. desember sl. var eftirfarandi bókað:
Erindi dagsett 28.nóvember 2024 þar sem Friðrika Marteinsdóttir f.h. Landsnets hf. sækir um breytta legu Dalvíkurlínu 2 innan Friðlands Svarfdæla.
Áform eru um að færa legu línunnar nær þjóðvegi vegna fyrirséðra erfiðleika við lagningu jarðstrengs um blautt svæði friðlandsins. Er umsóknin með fyrirvara um leyfi Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar fyrir færslu lagnaleiðar.
Meðfylgjandi eru grunnmynd og snið sem sýnir fyrirhugaða breytta legu.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir erindið með fyrirvara um leyfi frá Vegagerðinni og Umhverfisstofnun. Er skipulagsfulltrúa falið að gefa út viðauka við áður útgefið framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir erindið með fyrirvara um leyfi frá Vegagerðinni og Umhverfisstofnun. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að gefa út viðauka við áður útgefið framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

45.Frá 29. fundi skipulagsráðs þann 11.12.2024; Skíðafélag Dalvíkur - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir landmótun

Málsnúmer 202405221Vakta málsnúmer

Á 29. fundi skipulagsráðs þann 11. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 22.nóvember 2024 þar sem Hörður Elís Finnbogason f.h. Skíðafélags Dalvíkur sækir um breytingu á áður útgefnu framkvæmdaleyfi fyrir landmótun við Brekkusel. Núverandi leyfi gerir ráð fyrir landmótun með um 1.000 m3 af efni úr húsgrunni en komið hefur í ljós að uppgrafið efni er a.m.k. um 2.600 m3.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út viðauka við áður útgefið framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar."
Skjal sótt af '2901693219' dags: 17.12 2024
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóað með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir erindi Skíðafélags Dalvíkur um breytingu á áður útgefnu framkvæmdaleyfi fyrir landmótun við Brekkusel.
Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að gefa út viðauka við áður útgefið framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist."

46.Frá 29. fundi skipulagsráðs þann 11.12.2024; Hringtún 10 - umsókn um lóð

Málsnúmer 202411098Vakta málsnúmer

Á 29. fundi skipulagsráðs þann 11. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 21.nóvember 2024 þar sem Jökull Þorri Helgason sækir um lóð nr. 10 við Hringtún til byggingar 210 m2 parhúss.
Niðurstaða : Anna Kristín Guðmundsdóttir D-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir erindið og heimilar umsækjanda að leggja fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis þar sem húsagerð á lóð nr. 10 við Hringtún er breytt úr E1 í parhús á einni hæð. Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar."
Samþykkt með tveimur atkvæðum.
Emil Júlíus Einarsson greiðir atkvæði gegn tillögunni og óskar þess að bókað erindi verði vísað til vinnu við þéttingu byggðar þar sem m.a. sé gert ráð fyrir parhúsalóðum norðan Ægisgötu."
Til máls tóku:
Helgi Einarsson.
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og úthlutun á lóðinni við Hringtún 10 með þeim fyrirvara að umsækjandi leggi fram gögn í samræmi við úthlutun lóða í Dalvíkurbyggð og að þau uppfylli þau skilyrði sem þar eru sett.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að heimila umsækjanda að leggja fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis þar sem húsagerð á lóð nr. 10 við Hringtún er breytt úr E1 í parhús á einni hæð.
Helgi Einarsson greiðir atkvæði á móti.

47.Frá 29. fundi skipulagsráðs þann 11.12.2024; Endurbygging grjótgarða á Hauganesi og Árskógssandi.

Málsnúmer 202311022Vakta málsnúmer

Á 29. fundi skipulagsráðs þann 11. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 11.desember 2024 þar sem Hrafnkell Már Stefánsson f.h. siglingasviðs Vegagerðarinnar sækir um leyfi til að haugsetja efni til uppbyggingar á grjótvarnargarði á Hauganesi.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir erindið. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkr umsókn um leyfi til að haugsetja efni til uppbyggingar á grjótvarnargarði á Hauganesi.

48.Frá 141. fundi veitu- og hafnaráðs þann 20.11.2024; Færsla á inntaki

Málsnúmer 202409122Vakta málsnúmer

Á 141. fundi veitu- og hafnaráðs þann 20. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Veitu- og hafnaráð samþykkir umsóknina með fjórum greiddum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.

49.Frá 141. fundi veitu- og hafnaráðs þann 20.11.2024; Endurnýjun og færsla inntaka

Málsnúmer 202410041Vakta málsnúmer

Á 141. fundi veitu- og hafnaráðs þann 20. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Sótt hefur verið um niðurrif á hluta húss sem er ónýtur (Miðkot), í framhaldi þarf að færa inntak fyrir heitt vatn.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir með fimm atkvæðum umsókn um færslu inntaks."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.

50.Frá 141. fundi veitu- og hafnaráðs þann 20.11.2024; Umsókn um heimlögn

Málsnúmer 202410087Vakta málsnúmer

Á 141. fundi veitu- og hafnaráðs þann 20. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Umsókn um heimlagnir heitt/kalt og fráveitu við nýtt aðstöðuhús við Brekkusel. Verið er að skoða bestu lausnir lagnaleiðar. Tillaga er að leið er í máli.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir heimlagnir með 5 greiddum atkvæðum og vill jafnframt að samkomulag verði gert við Skíðafélagið um eignarhald veitna á lögnum að Brekkuseli."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.

51.Frá 141. fundi veitu- og hafnaráðs þann 20.11.2024; Umsókn um heimlögn

Málsnúmer 202407019Vakta málsnúmer

"Umsókn um inntök í sumarbústað vestan við Ólafsfjarðarveg, nærri Bessastöðum, á ræktunarlandi.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir umsóknir um heimlagnir og rotþró samkvæmt núgildandi gjaldskrám með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.

52.Frá 141. fundi veitu- og hafnaráðs þann 20.11.2024;Umsókn um heimlögn

Málsnúmer 202411072Vakta málsnúmer

Á 141. fundi veitu- og hafnaráðs þann 20. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Veitu- og hafnaráð samþykkir umsókn með fimm greiddum atkvæðum og felur veitustjóra að athuga með hliðtengingu á lögn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.

53.Frá 141. fundi veitu- og hafnaráðs þann 20.11.2024; Umsókn um heimlögn

Málsnúmer 202410089Vakta málsnúmer

Á 141. fundi veitu- og hafnaráðs þann 20. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Veitu- og hafnaráð samþykkir umsókn með fimm greiddum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.

54.Frá 141. fundi veitu- og hafnaráðs þann 20.11.2024; Útrás hreinsistövar á Hauganesi

Málsnúmer 202411005Vakta málsnúmer

Á 141. fundi veitu- og hafnaráðs þann 20. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að framlengja útrás hreinsistöðvar á Hauganesi út í sjó."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.

55.Frá 142. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12.12.2024; Umsókn um heimlögn

Málsnúmer 202412039Vakta málsnúmer

Á 142. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir umsókn um hitaveituinntak í eitt bil, í hesthúsi.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum fyrirliggjandi umsókn um hitaveituinntak."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.

56.Frá 142. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12.12.2024; Umsókn um heimlögn

Málsnúmer 202411102Vakta málsnúmer

Á 142. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir umsókn um hitaveituinntak í eitt bil, í hesthúsi.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum fyrirliggjandi umsókn um hitaveituinntak."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.

57.Frá 142. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12.12.2024; Umsókn um heimlögn

Málsnúmer 202411120Vakta málsnúmer

Á 142. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir umsókn um hitaveituinntak í eitt bil, í hesthúsi.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum fyrirliggjandi umsókn um hitaveituinntak"
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.

58.Frá 142. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12.12.2024; Samþykktir heimlagna

Málsnúmer 202412043Vakta málsnúmer

Á 142. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12. desember 2024 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að veitustjóri geti afgreitt almennar umsóknir og breytingar um heimlagnir í vatns- hita- og fráveitu til að stytta afgreiðslu.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samykkir samhljóða með 5 atkvæðum tillögu veitustjóra."
Enginn tók til máls.

Sveitastjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs með þeim fyrirvara að umsóknir og breytingar á heimlögnum veitna rúmist innan fjárheimilda og reglugerða og/eða samþykkta um veiturnar.

59.Frá 1135. fundi byggðaráðs þann 12.12.2024; Umsagnarbeiðni tímabundið áfengisleyfi - Knattspyrnudeild U.M.F.S

Málsnúmer 202412015Vakta málsnúmer

Á 1135. fundi byggðaráðs þann 12. desember sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra,dagsett þann 4. desember sl, þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi frá Knattspyrnudeild U.M.F.S vegna viðburðar í Menningarhúsi Berg 27. desember nk.
Fyrir liggur jákvæð umsögn Slökkviliðsstjóra.
Niðurstaða : Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að ofangreint leyfi verði veitt með fyrirvara um umsögn frá Heilbrigðiseftirlitinu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að umrætt leyfi sé veitt með þeim fyrirvara sem byggðaráð tilgreinir.

60.Frá 1133. fundi byggðaráðs þann 28.11.2024; Umsagnarbeiðni rekstrarleyfi gistingar. Fang logistics ehf vegna Krossa ll

Málsnúmer 202411084Vakta málsnúmer

Á 1133. fundi byggðaráðs þann 28. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 19. nóvember sl., þar sem óskar er umsagnar vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar í flokki II frá Fang logistics ehf vegna Krossa II.
Með fundarboði byggðaráðs er jákvæð umsögn skipulagsfulltrúa.
Niðurstaða : Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að umrætt leyfi sé veitt með fyrirvara um umsagnir Slökkviliðsstjóra og Heilbrigðiseftirlitsins."

Fyrir liggur jákvæð umsögn frá Slökkviliðsstjóra.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs með fyrirvara um umsögn frá Heilbrigðiseftirlitinu.

61.Frá 1133. fundi byggðaráðs þann 28.11.2024; Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi - Þorsteinn Svörfuður vegna þorrablóts á Rimum 2025

Málsnúmer 202411091Vakta málsnúmer

Á 1133. fundi byggðaráðs þann 28. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 20.nóvember sl, þar sem óskað erumsagnar vegna umsóknar frá UMF Þorsteini Svörfuði um tækifærisleyfi fyrir þorrablóti að Rimum 1.2.2025.
Með fundarboði byggðaráðs fylgja jákvæðar umsagnir frá Slökkviliðsstjóra og Skipulagsfulltrúa.
Niðurstaða : Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt með fyrirvara um umsögn frá Heilbrigðiseftirlitinu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að umrætt leyfi sé veitt með þeim fyrirvara sem byggðaráð tilgreinir.

62.Karlsrauðatorg 10 - umsókn um stækkun bílastæðis

Málsnúmer 202409116Vakta málsnúmer

Á 29. fundi skipulagsráðs þann 11. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 12.nóvember 2024 þar sem Ólafur Pálmi Agnarsson óskar eftir endurupptöku máls varðandi umsókn um stækkun bílastæðis á lóð nr. 10 við Karlsrauðatorg.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 9.október sl. og var erindinu hafnað þar sem húsbygging á lóðinni er skráð sem einbýlishús í fasteignaskrá.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og bendir lóðarhafa á að sækja þarf um breytta skráningu hússins í gegnum þjónustugátt á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.
Skipulagsráð tekur umsókn um breytta skráningu til umfjöllunar og ef afgreiðsla verður jákvæð verður hægt að taka umsókn um stækkun bílastæðis til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Til máls tóku:
Helgi Einarsson.
Freyr Antonsson
Gunnar Kristinn Guðmundsson.
Katrín Sif Ingvarsdóttir.
Monika Margrét Stefánsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að beina því til skipulagsráðs að setja sér reglur um bílastæði og taka málið til umfjöllunar.

Fundi slitið - kl. 18:05.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs