Karlsrauðatorg 10 - umsókn um stækkun bílastæðis

Málsnúmer 202409116

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 26. fundur - 09.10.2024

Erindi dagsett 23.september 2024 þar sem Ólafur Pálmi Agnarsson sækir um stækkun bílastæðis á lóð nr. 10 við Karlsrauðatorg. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Sótt er um stækkun um 8 m til vesturs.
Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem húsið er skráð sem einbýlishús í fasteignaskrá.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 372. fundur - 22.10.2024

Á 26. fundi skipulagsráðs þann 9. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 23.september 2024 þar sem Ólafur Pálmi Agnarsson sækir um stækkun bílastæðis á lóð nr. 10 við Karlsrauðatorg. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Sótt er um stækkun um 8 m til vesturs. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Niðurstaða : Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem húsið er skráð sem einbýlishús í fasteignaskrá. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók:
Monika Margrét Stefánsdóttir.
Katrín Sif Ingvarsdóttir.
Freyr Antonsson.
Gunnar Kristinn Guðmundsson.
Lilja Guðnadóttir.
Helgi Einarsson.
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og hafnar erindinu um stækkun bílastæðis á lóð nr. 10 við Karlsrauðatorg þar sem húsið er skráð sem einbýlishús í fasteignaskrá.

Skipulagsráð - 29. fundur - 11.12.2024

Erindi dagsett 12.nóvember 2024 þar sem Ólafur Pálmi Agnarsson óskar eftir endurupptöku máls varðandi umsókn um stækkun bílastæðis á lóð nr. 10 við Karlsrauðatorg.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 9.október sl. og var erindinu hafnað þar sem húsbygging á lóðinni er skráð sem einbýlishús í fasteignaskrá.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og bendir lóðarhafa á að sækja þarf um breytta skráningu hússins í gegnum þjónustugátt á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.
Skipulagsráð tekur umsókn um breytta skráningu til umfjöllunar og ef afgreiðsla verður jákvæð verður hægt að taka umsókn um stækkun bílastæðis til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Sveitarstjórn - 375. fundur - 17.12.2024

Á 29. fundi skipulagsráðs þann 11. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 12.nóvember 2024 þar sem Ólafur Pálmi Agnarsson óskar eftir endurupptöku máls varðandi umsókn um stækkun bílastæðis á lóð nr. 10 við Karlsrauðatorg.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 9.október sl. og var erindinu hafnað þar sem húsbygging á lóðinni er skráð sem einbýlishús í fasteignaskrá.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og bendir lóðarhafa á að sækja þarf um breytta skráningu hússins í gegnum þjónustugátt á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.
Skipulagsráð tekur umsókn um breytta skráningu til umfjöllunar og ef afgreiðsla verður jákvæð verður hægt að taka umsókn um stækkun bílastæðis til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Til máls tóku:
Helgi Einarsson.
Freyr Antonsson
Gunnar Kristinn Guðmundsson.
Katrín Sif Ingvarsdóttir.
Monika Margrét Stefánsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að beina því til skipulagsráðs að setja sér reglur um bílastæði og taka málið til umfjöllunar.