Skipulagsráð

26. fundur 09. október 2024 kl. 14:00 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður sat fundinn í fjarfundabúnaði.

1.Nýtt íbúðasvæði við Böggvisbraut - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202410032Vakta málsnúmer

Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð við Böggvisbraut gerir ráð fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020. Breytingin felur í sér að íbúðasvæði 202-ÍB stækkar lítilsháttar til norðurs og vesturs á kostnað óbyggðs svæðis.

Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við fyrirhugaða deiliskipulagstillögu.
Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér verulegar breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Böggvisbraut - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202302121Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga á vinnslustigi að deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð vestan Böggvisbrautar á Dalvík.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að láta skipulagsráðgjafa vinna kynningarmyndband sem fylgja skal vinnslutillögu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Íbúðahverfi sunnan Dalvíkur - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202205033Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga á vinnslustigi að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð sunnan Dalvíkur, unnin af COWI verkfræðistofu.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að tillögunni í samvinnu við ráðgjafa og leggja fram tillögu á vinnslustigi á fundi ráðsins í nóvember.
Samþþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Öldugata 31, 33, 35 Árskógssandi - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202309104Vakta málsnúmer

Auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir athafna-, verslunar-, þjónustu- og íbúðarsvæði á Árskógssandi vegna áforma á lóðum nr. 31, 33 og 35 við Öldugötu lauk þann 31.ágúst sl. Umsagnir bárust frá Rarik, Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. Tólf athugasemdir bárust við tillöguna auk undirskriftalista með 69 nöfnum.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og boðar til aukafundar um málið.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Karlsrauðatorg 10 - umsókn um stækkun bílastæðis

Málsnúmer 202409116Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23.september 2024 þar sem Ólafur Pálmi Agnarsson sækir um stækkun bílastæðis á lóð nr. 10 við Karlsrauðatorg. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Sótt er um stækkun um 8 m til vesturs.
Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem húsið er skráð sem einbýlishús í fasteignaskrá.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Aðalbraut 10 - umsókn um lóð

Málsnúmer 202409055Vakta málsnúmer

Lagt fyrir að nýju erindi dagsett 9.september 2024 þar sem Friedrich Gothsche og Kornelia Hohenadler sækja um lóð nr. 10 við Aðalbraut á Árskógssandi.
Erindið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 11.september sl. og var afgreiðslu frestað þar til fyrir lægju nánari upplýsingar um byggingaráform.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Almennir byggingarskilmálar gilda.
Skipulagsfulltrúa er falið að útbúa lóðablað þar sem gert er ráð fyrir göngustíg milli Aðalbrautar 10 og 12 og grenndarkynna fyrir lóðarhöfum Aðalbrautar 12.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Fyrirspurn um parhúsalóð

Málsnúmer 202410031Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30.september 2024 þar sem Jökull Þorri Helgason leggur fram fyrirspurn um parhúsalóð á Dalvík.
Anna Kristín Guðmundsdóttir bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð frestar afgreiðslu og vísar erindinu til deiliskipulagsvinnu í tengslum við þéttingu byggðar.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

8.Endurnýjun á kaldavatnslögn - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 202409131Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26.september 2024 þar sem Halla Dögg Káradóttir f.h. Dalvíkurbyggðar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu 90 mm kaldavatnslagnar um 1,9 km leið frá Syðri Ás að kjúklingabúi við Þorvaldsdalsá.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

9.Martröð - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara

Málsnúmer 202410015Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2.október 2024 þar sem Tengir ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara í smábátabryggju við Martröð á Dalvík.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

10.Jarðvegskönnun á suðursvæði - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 202410033Vakta málsnúmer

Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir jarðvegskönnun á svæði sunnan íþróttasvæðis Dalvíkur.
Um er að ræða 25-30 holur fyrir jarðvegskönnun sem er hluti af deiliskipulagsvinnu við nýtt íbúðasvæði sunnan Dalvíkur.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

11.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skipulag haf- og strandsvæða - umsagnarbeiðni

Málsnúmer 202410016Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að frumvarpi til laga um
breytingu á lögum um skipulag haf- og strandsvæða, sem birt var í samráðsgátt 26.september sl.

Umsagnarfrestur er veittur til 11.október nk.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlögð drög.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.


12.Nægjusamur nóvember

Málsnúmer 202409092Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Landvernd, dags. 17.september 2024, þar sem vakin er athygli á verkefninu nægjusamur nóvember sem miðar að minnkun vistspors í daglegum athöfnum.
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir byggingarfulltrúa 2024

Málsnúmer 202401086Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 78. fundar dags. 2. september 2024 og 79. fundar dags. 16.september 2024 með fullnaðarafgreiðslum erinda.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi