Martröð - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara

Málsnúmer 202410015

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 26. fundur - 09.10.2024

Erindi dagsett 2.október 2024 þar sem Tengir ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara í smábátabryggju við Martröð á Dalvík.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 372. fundur - 22.10.2024

Á 26. fundi skipulagsráðs þann 9. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 2.október 2024 þar sem Tengir ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara í smábátabryggju við Martröð á Dalvík.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Til máls tók:
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara í smábátabryggju við Martröð á Dalvík.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.