Á 10.fundi skipulagsráðs þann 10.maí var eftirfarandi bókað: Til umræðu og afgreiðslu tilboð í deiliskipulagsvinnu sunnan Dalvíkur. Niðurstaða: Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að taka tilboði Mannvits sem var lægstbjóðandi.Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. Anna Kristín Guðmundsdóttir kom aftur inn á fundinn kl. 15:02
Á 359.fundi sveitarstjórnar þann 6.júní sl. var eftirfarandi bókað: Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs, að taka tilboði Mannvits sem átti lægsta tilboð í vinnu við deiliskipulag fyrir nýtt íbúðahverfi sunnan Dalvíkur.
Bjarki Þórir Valberg, Einar Ragnarsson og Steinþór Traustason, frá Mannvit komu inn á fundinn kl. 15:12 á Teams og fóru yfir stöðu á skipulagsvinnu við nýtt deiliskipulag sunnan Dalvíkur.