Deiliskipulag fyrir nýtt íbúðahverfi sunnan Dalvíkur

Málsnúmer 202205033

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 372. fundur - 06.05.2022

Júlíus Magnússon mætti aftur á fundinn.
Farið yfir forsendur og helstu markmið fyrir nýtt íbúðahverfi sunnan Dalvíkur. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir íbúðahverfi á þessu svæði.
Umhverfisráð leggur til að þessar forsendur verði lagðar til grundavallar við hönnun á nýju íbúðahverfi sunnan Dalvíkur og felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að leita tilboða skipulagsráðgjafa.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 345. fundur - 10.05.2022

Á 372. fundi umhverfisráðs þann 6. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Farið yfir forsendur og helstu markmið fyrir nýtt íbúðahverfi sunnan Dalvíkur. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir íbúðahverfi á þessu svæði. Umhverfisráð leggur til að þessar forsendur verði lagðar til grundvallar við hönnun á nýju íbúðahverfi sunnan Dalvíkur og felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að leita tilboða skipulagsráðgjafa. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og gerir ekki athugasemdir við þær forsendur sem lagðar eru til grundvallar varðandi að leita eftir tilboðum frá skipulagsráðgjafa í hönnun á nýju íbúðarhverfi sunnan Dalvíkur.

Skipulagsráð - 5. fundur - 14.12.2022

Tekið til yfirferðar verðkönnunargögn fyrir deiliskipulag.
Skipulagsráð felur framkvæmdasviði að senda út verðkönnunargögn fyrir deiliskipulagsverkefni vegna íbúðabyggðar Ársskógssandi, við Böggvisbraut og hverfi sunnan Dalvíkur í ársbyrjun 2023.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 353. fundur - 20.12.2022

Á 5. fundi skipulagsráðs þann 14. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið til yfirferðar verðkönnunargögn fyrir deiliskipulag.Skipulagsráð felur framkvæmdasviði að senda út verðkönnunargögn fyrir deiliskipulagsverkefni vegna íbúðabyggðar Ársskógssandi, við Böggvisbraut og hverfi sunnan Dalvíkur í ársbyrjun 2023. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tóku:
Katrín Sif Ingvarsdóttir.
Felix Rafn Felixson.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs og gerð verði verðkönnun fyrir deiliskipulagsverkefnin:
Íbúðabyggð Árskógssandi.
Íbúðabyggð við Böggvisbraut.
Hverfi sunnan Dalvíkur.

Skipulagsráð - 10. fundur - 10.05.2023

Til umræðu og afgreiðslu tilboð í deiliskipulagsvinnu sunnan Dalvíkur
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að taka tilboði Mannvits sem var lægstbjóðandi.

Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum

Sveitarstjórn - 359. fundur - 06.06.2023

Á 10.fundi skipulagsráðs þann 10.maí var eftirfarandi bókað: Til umræðu og afgreiðslu tilboð í deiliskipulagsvinnu sunnan Dalvíkur. Niðurstaða: Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að taka tilboði Mannvits sem var lægstbjóðandi.Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Anna Kristín Guðmundsdóttir kom aftur inn á fundinn kl. 15:02
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs, að taka tilboði Mannvits sem átti lægsta tilboð í vinnu við deiliskipulag fyrir nýtt íbúðahverfi sunnan Dalvíkur.

Skipulagsráð - 12. fundur - 13.09.2023

Á 10.fundi skipulagsráðs þann 10.maí var eftirfarandi bókað: Til umræðu og afgreiðslu tilboð í deiliskipulagsvinnu sunnan Dalvíkur. Niðurstaða: Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að taka tilboði Mannvits sem var lægstbjóðandi.Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. Anna Kristín Guðmundsdóttir kom aftur inn á fundinn kl. 15:02
Á 359.fundi sveitarstjórnar þann 6.júní sl. var eftirfarandi bókað: Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs, að taka tilboði Mannvits sem átti lægsta tilboð í vinnu við deiliskipulag fyrir nýtt íbúðahverfi sunnan Dalvíkur.

Bjarki Þórir Valberg, Einar Ragnarsson og Steinþór Traustason, frá Mannvit komu inn á fundinn kl. 15:12 á Teams og fóru yfir stöðu á skipulagsvinnu við nýtt deiliskipulag sunnan Dalvíkur.
Skipulagsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela skipulagsráðgjafa að leggja drög að skipulagslýsingu fyrir októberfund ráðsins.

Skipulagsráð - 13. fundur - 18.10.2023

Á 12.fundi skipulagsráðs þann 13.september sl. komu þeir Bjarki Þórir Valberg og Einar Ragnarsson og Steinþór Traustason, frá Mannvit og fóru yfir stöðu á skipulagsvinnu við deiliskipulag fyrir nýtt íbúðahverfi sunnan Dalvíkur. Eftirfarandi var bókað:
Skipulagsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela skipulagsráðgjafa að leggja drög að skipulagslýsingu fyrir októberfund ráðsins.

Tekin fyrir drög að skipulagslýsingu dags. september 2023 frá Mannviti vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsvinnu við nýtt íbúðahverfi sunnan Dalvíkur.
Skipulagssvæðið er samkvæmt gildandi aðalskipulagi skilgreint sem íbúðasvæði og er 6.1 ha að stærð.
Samkvæmt skipulagsákvæðum gildandi aðalskipulags skulu þar vera lóðir fyrir sérbýlishús og blandaða byggð. Þéttleiki byggðar skal vera 10-15 íb/ha.

Mannvit mun senda frekari gögn og upplýsingar, unnið verður áfram að skipulagslýsingu í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.
Bjarki, Guðrún Birna og Sveinn véku af fundi kl. 14:40

Skipulagsráð - 14. fundur - 08.11.2023

Á 13.fundi skipulagsráðs þann 18.október sl. komu þau Bjarki Valberg, Guðrún Birna Sigmarsdóttir og Sveinn Bjarnason frá Mannviti og fóru yfir drög að skipulagslýsingu dags. september 2023 frá Mannviti vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsvinnu við nýtt íbúðahverfi sunnan Dalvíkur. Eftirfarandi var bókað: Mannvit mun senda frekari gögn og upplýsingar, unnið verður áfram að skipulagslýsingu í samræmi við umræður á fundinum. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.
Sveitarstjóri sendi á skipulagsráðgjafa áherslur skipulagsráðs eftir fundinn.
Tekin fyrir endurskoðuð skipulagslýsing frá Mannviti dags. nóvember 2023.
Skipulagsráð leggur til að uppfærð skipulagslýsing verði lögð fyrir desember fund ráðsins. Sveitarstjóri sendir á Mannvit áherslur ráðsins eftir fundinn.
Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.



Skipulagsráð - 15. fundur - 13.12.2023

Lögð fram endurskoðuð skipulagslýsing fyrir nýtt deiliskipulag fyrir íbúðarbyggð sunnan Dalvíkur, unnin af Mannviti verkfræðistofu.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 364. fundur - 19.12.2023

Á 15. fundi skipulagsráðs þann 13. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram endurskoðuð skipulagslýsing fyrir nýtt deiliskipulag fyrir íbúðarbyggð sunnan Dalvíkur, unnin af Mannviti verkfræðistofu. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og fyrirliggjandi tillögu að skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag fyrir íbúðarbyggð sunnan Dalvíkur og að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 18. fundur - 13.03.2024

Steinþór Traustason, Bjarki Þórir Valberg og Arna Dögg Arnarsdóttir frá verkfræðistofunni Cowi (áður Mannvit) kynntu drög að deiliskipulagstillögu fyrir nýtt deiliskipulag íbúðarbyggðar sunnan Dalvíkur.
Kynningu skipulagslýsingar fyrir deiliskipulagið lauk þann 13. febrúar sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Rarik, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Vegagerðinni og Minjastofnun Íslands.

Steinþór, Bjarki og Arna sátu fundinn í fjarfundabúnaði undir þessum dagskrárlið.
Skipulagsráð þakkar fyrir kynninguna.

Skipulagsráð - 20. fundur - 08.05.2024

Steinþór Traustason, Arna Dögg Anardóttir og Bjarki Þórir Valberg hjá Cowi verkfræðistofu kynntu stöðu skipulagsvinnu í tengslum við nýtt deiliskipulag fyrir suðursvæði Dalvíkur.
Steinþór, Arna og Bjarki sátu fundinn í fjarfundabúnaði undir þessum dagskrárlið.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Skipulagsráð - 21. fundur - 04.06.2024

Lögð fram tillaga COWI verkfræðistofu að breyttum deiliskipulagsmörkum fyrir nýtt íbúðarsvæði sunnan Dalvíkur.
Tillagan felur í sér stækkun skipulagssvæðisins til norðurs og austurs í því skyni að ná betri tengingu við núverandi íbúðarbyggð við Böggvisbraut, Dalbraut og Sunnubraut.
Tillagan kallar á breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2025 þar sem íbúðarsvæði 405-ÍB stækkar á kostnað óbyggðs svæðis 407-Ó.
Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til samræmis við framlögð gögn.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 370. fundur - 18.06.2024

Á 21. fundi skipulagsráðs þann 4. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga COWI verkfræðistofu að breyttum deiliskipulagsmörkum fyrir nýtt íbúðarsvæði sunnan Dalvíkur. Tillagan felur í sér stækkun skipulagssvæðisins til norðurs og austurs í því skyni að ná betri tengingu við núverandi íbúðarbyggð við Böggvisbraut, Dalbraut og Sunnubraut. Tillagan kallar á breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2025 þar sem íbúðarsvæði 405-ÍB stækkar á kostnað óbyggðs svæðis 407-Ó. Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til samræmis við framlögð gögn. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til samræmis við framlögð gögn.

Skipulagsráð - 24. fundur - 11.09.2024

Lögð fram drög að tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðarbyggð sunnan Dalvíkur, unnin af COWI verkfræðistofu.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samvinnu við skipulagshönnuði. Óskað er eftir því að unnin verði jarðvegskönnun á svæðinu.

Skipulagsráð - 26. fundur - 09.10.2024

Lögð fram tillaga á vinnslustigi að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð sunnan Dalvíkur, unnin af COWI verkfræðistofu.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að tillögunni í samvinnu við ráðgjafa og leggja fram tillögu á vinnslustigi á fundi ráðsins í nóvember.
Samþþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 28. fundur - 13.11.2024

Bjarki Þórir Valberg og Steinþór Traustason hjá COWI verkfræðistofu kynntu tillögu á vinnslustigi að deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð sunnan Dalvíkur.
Bjarki og Steinþór sátu fundinn í fjarfundabúnaði undir þessum dagskrárlið.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að tillögunni í samvinnu við skipulagsráðgjafa og leggja fram tillögu á vinnslustigi á næsta fundi ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.