Málsnúmer 202202036Vakta málsnúmer
Á 368. fundi umhverfisráðs var tekin fyrir umsókn frá EGO hús ehf. um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis. Sótt var um að fjölga íbúðum á lóðinni Hringtún 42-48 úr fjórum í sex. Breytingunni var vísað í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á 342. fundi sínum þann 15. febrúar 2022 samþykkti Sveitarsjórn afgreiðslu umhverfisráðs með útvíkkun á grenndarkynningu þannig að hún næði til fleiri hagsmunaaðila. Grenndarkynningin var send til eigenda Hringtúns 1, 2, 17, 19, 21, 25, 30, 32, 38 og 40, Steintúns 1 og 2 og 4 og Böggvisbrautar 10.
Grenndarkynningin var send út 23. mars 2022 og athugasemdafrestur var gefinn til 22. apríl 2022. Fjórar athugasemdir bárust.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.