Umhverfisráð

372. fundur 06. maí 2022 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Júlíus Magnússon formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um lóð - Hamar lóð 18

Málsnúmer 202204026Vakta málsnúmer

Með umsókn, dagsettri 8. apríl 2022, óskar Þórir Matthíasson eftir frístundalóð nr. 18 á Hamri.
Umhverfisráð samþykkir umsóknina og felur skipulags- og tæknifulltrúa að úthluta lóðinni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Umsókn um lóð - Hamar lóð 8

Málsnúmer 202205007Vakta málsnúmer

Með umsókn, dagsettri 27. apríl 2022, óskar Christof Wenker eftir frístundalóð nr. 8 á Hamri.
Umhverfisráð samþykkir umsóknina og felur skipulags- og tæknifulltrúa að úthluta lóðinni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Umsókn um lóð - Hringtún 10

Málsnúmer 202205034Vakta málsnúmer

Með umsókn, dagsettri 3. maí 2022, óskar Hafþór Helgason eftir lóðinni við Hringtún 10 á Dalvík.
Umhverfisráð samþykkir umsóknina og felur skipulags- og tæknifulltrúa að úthluta lóðinni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Umsókn um framkvæmdaleyfi - Malartekja úr Svarfaðardalsá

Málsnúmer 202204122Vakta málsnúmer

Með tölvupósti, dagsettum 26. apríl 2022, óskar Karl Ingi Atlason eftir framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar 2300 rúmmetra malartekju úr Svarfaðardalsá í landi Hóls og Búrfells. Meðfylgjandi eru gögn unnin af Erlendi Steinari Friðrikssyni sérfræðingi í búsvæðum laxfiska, sem sýna hvernig staðið verður að malartökunni og jákvæð umsögn Veiðifélags Svarfaðardalsár.
Umhverfisráð veitir umbeðið framkvæmdaleyfi með fyrirvara um samþykki Fiskistofu og eigenda Búrfells.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar á lögbýlinu Syðra-Holti

Málsnúmer 202203097Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá aftur umsókn Eiríks Gunnarssonar um framkvæmdaleyfi til skógræktar í Syðra-Holti en henni hafði verið vísað til landbúnaðarráðs til umsagnar.
Í umsögn landbúnaðarráðs segir:
Landbúnaðarráð gerir engar athugasemdir við skógrækt á svæðinu sem afmarkast af hnitum 5 til 13. Skoða þarf vel svæðið milli hnita 4 og 5 m.t.t. snjósöfnunar við veg og vegna þess að um er að ræða ræktað land. Landbúnaðarráð leggst gegn því að skógrækt verði leyfð á svæði sem afmarkast af hnitum 1-3 neðan við veg af sömu ástæðum og telur að mikil hætta geti skapast vegna snjósöfnunar.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Umhverfisráð tekur undir umsögn landbúnaðarráðs og veitir framkvæmdaleyfi til skógræktar á milli hnitpunkta 4-13 en ekki milli hnitpunkta 1-3 á uppdrætti sem er svæðið fyrir neðan veg.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Júlíus Magnússon vék af fundi vegna vanhæfis undir þessum lið kl. 8:52

6.Breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis - Hringtún 42-48

Málsnúmer 202202036Vakta málsnúmer

Á 368. fundi umhverfisráðs var tekin fyrir umsókn frá EGO hús ehf. um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis. Sótt var um að fjölga íbúðum á lóðinni Hringtún 42-48 úr fjórum í sex. Breytingunni var vísað í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á 342. fundi sínum þann 15. febrúar 2022 samþykkti Sveitarsjórn afgreiðslu umhverfisráðs með útvíkkun á grenndarkynningu þannig að hún næði til fleiri hagsmunaaðila. Grenndarkynningin var send til eigenda Hringtúns 1, 2, 17, 19, 21, 25, 30, 32, 38 og 40, Steintúns 1 og 2 og 4 og Böggvisbrautar 10.
Grenndarkynningin var send út 23. mars 2022 og athugasemdafrestur var gefinn til 22. apríl 2022. Fjórar athugasemdir bárust.
Umhverfisráð hafnar umsókn EGO hús ehf. um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis að teknu tilliti til þeirra athugasemda sem bárust við grenndarkynninguna og sneru að umferðaröryggi.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Júlíus Magnússon mætti aftur á fundinn.

7.Deiliskipulag fyrir nýtt íbúðahverfi sunnan Dalvíkur

Málsnúmer 202205033Vakta málsnúmer

Farið yfir forsendur og helstu markmið fyrir nýtt íbúðahverfi sunnan Dalvíkur. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir íbúðahverfi á þessu svæði.
Umhverfisráð leggur til að þessar forsendur verði lagðar til grundavallar við hönnun á nýju íbúðahverfi sunnan Dalvíkur og felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að leita tilboða skipulagsráðgjafa.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

8.Íslandsþari - umsagnarbeiðni

Málsnúmer 202203035Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu á landvinnslu stórþara á Dalvík eða Húsavík. Niðurstaðan er að stofnunin telji að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til þess að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og því skuli hún ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Lagt fram til kynningar.

9.Beiðni um umsögn vegna landeldis Laxós á Árskógssandi

Málsnúmer 202205013Vakta málsnúmer

Með bréfi, dagsettu 28. apríl 2022, óskar Andri Snær Þorsteinsson fyrir hönd Matvælastofnunar eftir umsögn Dalvíkurbyggðar um rekstrarleyfi vegna landeldis á Árskógssandi. Sótt er um eldi fyrir 400 tonna hámarkslífmassa í seiðaeldi á laxi og mun frárennsli stöðvarinnar vera út í Eyjafjörð eftir síun. Framkvæmdin er ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Í samræmi við 7. gr. laga nr. 71/2008 um fiskeldi óskar Matvælastofnun eftir umsögn sveitarfélagsins Dalvíkurbyggð vegna fyrirhugaðrar leyfisveitingar um það hvort náttúrulegar aðstæður á fyrirhuguðu starfssvæði fiskeldisstöðvarinnar eða fyrirhugaðar eldistegundir, eldisstofnar eða eldisaðferðir gefi tilefni til neikvæðra vistfræði- eða erfðafræðiáhrifa sem leitt getur af leyfisskyldri starfsemi.

Athuga ber að aðeins er sótt um rekstrarleyfi fyrir áfanga 1 í tilkynningu framkvæmdaraðila sem barst Skipulagsstofnun.
Umsögn óskast send Matvælastofnun fyrir 26. maí 2022.
Umhverfisráð telur sig ekki geta gefið umsögn byggða á þeim gögnum sem liggja fyrir. Óskað er eftir fresti á skilum umsagnar ásamt frekari gögnum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

10.Stækkun á tjaldsvæði og búningsaðstöðu í Sandvíkurfjöru á Hauganesi

Málsnúmer 202205041Vakta málsnúmer

Með tölvupósti, dagsettum 13. apríl 2022, óskar Elvar Reykjalín, fyrir hönd Ektafisks ehf., eftir leyfi til stækkunar á tjaldsvæði á Hauganesi, leyfi til þess að slétta úr og bera mold í land ofan fjörunnar, leyfi til þess að brúa læk og leyfi til þess að stækka búningaðstöðu við pottana í Sandvíkurfjöru.
Umhverfisráð bendir umsækjanda á að búið var að taka afstöðu til umræddrar stækkunar á tjaldsvæði í deiliskipulagsferlinu fyrir Hauganes og henni hafnað. Umsækjanda er frjálst að gera athugasemd við uppfærð deiliskipulagsdrög sem nú eru í auglýsingu.
Umhverfisráð heimilar umsækjanda að brúa læk, slétta úr órækt og útbúa stíg ofan Sandvíkur enda gerir hann það á eigin kostnað.
Umhverfisráð vísar fyrirhugaðri stækkun á búningsaðstöðu við potta í Sandvíkurfjöru til afgreiðslufundar byggingafulltrúa.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

11.Svæðisskipulagsnefnd 2022

Málsnúmer 202205052Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá fundargerð 9. fundar Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar sem haldinn var á Akureyri 3. maí 2022.
Lagt fram til kynningar.

12.Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 13

Málsnúmer 2204009FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 13. afgreiðslufundar byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar.
  • 12.1 202204033 Umsókn um byggingarleyfi - Öldugata 2
    Tekin fyrir umsókn, dagsett 6. apríl 2022, um byggingarleyfi að Öldugötu 2 á Árskógssandi frá EGO húsum ehf. Óskað er eftir leyfi til þess að byggja þriggja íbúða raðhús á lóðinni.
    Meðfylgjandi eru aðalteikningar, byggingarlýsing og skráningartafla unnar af ArkiBygg arkitektum.
    Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 13 Þar sem umrædd lóð er á ódeiliskipulögðu svæði er umsókninni vísað í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningin skal ná til eigenda eftirfarandi húseigna að: Ægisgötu 1, 3 og 5. Aðalbraut 2, 4, 6 og 8. Öldugötu 1, 3, 4, 5 og 7.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • 12.2 202204012 Umsókn um byggingarleyfi - Aðstöðuhús við Snerru
    Með umsókn, dagsettri 4. apríl 2022, óskar Þröstur Karlsson eftir leyfi til þess að fá að byggja aðstöðuhús/vélageymslu við sumarhúsið Snerru í Svarfaðardal.
    Meðfylgjandi eru hönnunargögn unnin af Klöpp arkítektum.
    Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 13 Byggingaráform samþykkt og byggingafulltrúa falið að gefa út byggingaleyfi.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • 12.3 202203162 Umsókn um byggingarleyfi - Gróðurhús við Aðalgötu 1, Hauganesi
    Með ódagsettri umsókn óskar Sólveig Hallgrímsdóttir eftir leyfi til þess að fá að reisa 25 fm plastgróðurhús í norðvesturhorni lóðar sinnar að Aðalgötu 1 á Hauganesi. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 13 Erindi samþykkt með fyrirvara um samþykki nágranna í Aðalgötu 1a (Móland) um fjarlægð frá lóðamörkum.
    Samþykkt samhljóða með tveimur atkvæðum.
  • 12.4 202204110 Umsókn um graftrarleyfi - Sakka III
    Með umsókn, dagsettri 25. apríl 2022, óskar Sveinn Brynjólfsson eftir leyfi til þess að hefja jarðvegsvinnu á lóðinni að Sökku III í Svarfaðardal. Með umsókninni fylgdu teikningar að íbúðarhúsi og listi yfir byggingarstjóra og iðnmeistara. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 13 Erindi samþykkt og byggingafulltrúa falið að gefa út graftarleyfi.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • 12.5 202203173 Beiðni um umsögn vegna umsóknar Í tröllahöndum ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II
    Tekin fyrir beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra um umsögn byggingafulltrúa vegna umsóknar Í tröllahöndum ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II á Rimum í Svarfaðardal. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 13 Byggingafulltrúi veitir jákvæða umsögn.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • 12.6 202204107 Tilkynning um framkvæmd - Gluggaskipti í Stórhólsvegi 1
    Lögð fram tilkynning frá Jóni Arnari Helgasyni dagsett 25. apríl 2022, um fyrirhuguð gluggaskipti í Stórhólsvegi 1 á Dalvík. Gluggar verða að mestu óbreyttir en einnig á að koma fyrir svalahurð á suðurhlið hússins. Einnig á að fjarlægja skorstein. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 13 Lagt fram til kynningar og engar athugasemdir gerðar.
  • 12.7 202204105 Tilkynning um framkvæmd - Syðri-Hagi
    Lögð fram tilkynning frá Gittu Unn Ármannsdóttur, dagsett 24. apríl 2022, um fyrirhugaða framkvæmd að Syðri-Haga. Endurnýja á þak vegna rakaskemmda og setja þakglugga sem gert var ráð fyrir á upprunalegum teikningum. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 13 Lagt fram til kynningar og engar athugasemdir gerðar.
  • 12.8 202204109 Umsókn um breytta notkun á rými 0204 á Böggvisstöðum.
    Með umsókn, dagsettri 30. mars 2022, óskar Ella Vala Ármannsdóttir eftir breyttri skráningu á eign 0204 á Böggvisstöðum þannig að það verði skráð sem íbúð. Meðfylgjandi eru aðalteikningar og skráningartafla unnar af Kristjáni Hjartarsyni.
    Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 13 Erindi samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Júlíus Magnússon formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi