Á 368. fundi umhverfisráðs var tekin fyrir umsókn frá EGO hús ehf. um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis. Sótt var um að fjölga íbúðum á lóðinni Hringtún 42-48 úr fjórum í sex. Breytingunni var vísað í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á 342. fundi sínum þann 15. febrúar 2022 samþykkti Sveitarsjórn afgreiðslu umhverfisráðs með útvíkkun á grenndarkynningu þannig að hún næði til fleiri hagsmunaaðila. Grenndarkynningin var send til eigenda Hringtúns 1, 2, 17, 19, 21, 25, 30, 32, 38 og 40, Steintúns 1 og 2 og 4 og Böggvisbrautar 10.
Grenndarkynningin var send út 23. mars 2022 og athugasemdafrestur var gefinn til 22. apríl 2022. Fjórar athugasemdir bárust.
Umhverfisráð telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem ekki er sótt um stækkun byggingarreits eða aukið byggingarmagn. Breytingunni er vísað í grenndarkynningu nágranna í Hringtúni 1, Hringtúni 25, Hringtúni 40, Steintúni 2 og Steintúni 4 skv. 2 mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.