Sveitarstjórn

342. fundur 15. febrúar 2022 kl. 16:15 - 17:28 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson aðalmaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir forseti
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Ritari sveitarstjórnar, Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, tók þátt í fundinum í gegnum TEAMS og síma.

Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboð og fundarboðun.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1013, frá 20.01.2022

Málsnúmer 2201009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Liðir 1, 5, 6, 7a) eru sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1014, frá 27.01.2022

Málsnúmer 2201011FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum.
Liðir 4 og 6 eru sér liðir á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1015, frá 03.02.2022

Málsnúmer 2202002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Liðir 1, 2 og 6 eru sér liðir á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

4.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1016, frá 10. febrúar 2022

Málsnúmer 2202006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.
Liðir 1, 2, 6, 7 og 8 eru sér liðir á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5.Atvinnumála- og kynningarráð - 68, frá 02.02.2022

Málsnúmer 2201013FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

6.Félagsmálaráð - 256, frá 08.02.2022

Málsnúmer 2201002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7.Fræðsluráð - 267, frá 09.02.2022

Málsnúmer 2202001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

8.Íþrótta- og æskulýðsráð - 136, frá 01.02.2022.

Málsnúmer 2201012FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá.
Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson um 2. lið.
Katrín Sigurjónsdóttir um 2. lið.

Fleiri tóku ekki til máls.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

9.Menningarráð - 90, frá 28.01.2022.

Málsnúmer 2201010FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

10.Umhverfisráð - 368, frá 10.02.2022

Málsnúmer 2202005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 14. liðum.
Liðir 2, 3, 5, 6, 11 og 12 eru sér liðir á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

11.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 112, frá 11.02.2022

Málsnúmer 2202007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá.
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, um 9. lið.


Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

12.Frá 1013. fundi byggðaráðs þann 20.01.2022; Vinnuhópur um brunamál - útboð á slökkviliðsbíl

Málsnúmer 202110061Vakta málsnúmer

Á 1013. fundi byggðaráðs þann 20. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri og Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 13 í gegnum TEAMS fund. Á 1011. fundi byggðaráðs þann 6. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri Framkvæmdasviðs og Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri, kl. 8:15 í gegnum TEAMS fjarfund. Ofangreindir skipa ásamt sveitarstjóra vinnuhóp um brunamál sveitarfélagsins. Vinnuhópurinn hefur fundað í fjögur skipti. Vinnuhópurinn gerði grein fyrir starfi hópsins og stöðu mála. Kynnt var gróf kostnaðaráætlun fyrir fjóra kosti í húsnæðismálum Slökkviliðsins til framtíðar sem unnið er af Slökkviliðsstjóra. Bjarni Daníel og Villi viku af fundi kl. 08:57. Byggðaráð þakkar vinnuhópnum góða kynningu. Byggðaráð felur vinnuhópnum að fækka kostum í húsnæðismálum úr fjóra í tvo. Slökkviliðsstjóri mun áfram bera undir slökkviliðsmenn í Slökkviliði Dalvíkur hvaða tvo kosti ætti helst að halda áfram að vinna með. Í framhaldinu yrðu áætlanir og kostnaður útfærður nánar." Lögð fram til kynningar fundargerð 5. fundar vinnuhópsins um brunamál frá 19. janúar 2022. Slökkviliðsstjóri gerir grein fyrir fyrirhuguðu útboði vegna slökkviliðsbíla og útboðslýsingu. Einnig gerði slökkviliðsstjóri grein fyrir samráði við slökkviliðið um að fækka valkostum í húsnæðismálum úr fjóra í tvo. Villi og Bjarni viku af fundi kl. 13:34. Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við þátttöku sveitarfélagsins í ofangreindu útboði vegna kaupa sveitarfélagsins á slökkviliðsbíl, samanber starfs- og fjárhagsáætlun 2022 og samanber 340. fundur sveitarstjórnar frá 23.11.2021."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og gerir ekki athugasemdir við þátttöku sveitarfélagsins í ofangreindu útboði vegna kaupa sveitarfélagsins á slökkviliðsbíl með vísan í starfs- og fjárhagsáætlun 2022 og 340. fund sveitarstjórnar frá 23.11.2021.

13.Frá 1013. fundi byggðaráðs þann 20.01.2022; Dalvíkurlína 2 - lega jarðstrengs - fulltrúi í samráðshóp

Málsnúmer 202108059Vakta málsnúmer

Á 1013. fundi byggðaráðs þann 20. janúar 2022 var eftirfarandi bókað:

"Á 338. fundi sveitarstjórnar þann 21. september sl. var eftirfarandi bókað: "Á 361. fundi umhverfisráðs þann 3. september sl. var eftirfarandi bókað: "Með tölvupósti, dagsettum 23. ágúst 2021, óskar Kristinn Magnússon hjá Mannvit eftir umsögn um fyrstu hugmyndir um legu Dalvíkurlínu 2 (DA2) frá Hámundarstaðahálsi að tengivirki í Höfðanum. Mannvit vinnur að hönnun á DA2 fyrir Landsnet, sem er 66kV jarðstrengur milli Rangarvalla á Akureyri og tengivirkisins við Dalvík. Meðfylgjandi er loftmynd með hugmynd að legu strengsins. Umhverfisráð fagnar lagningu jarðstrengs og gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða lagnaleið. Umhverfisráð leggur til að hugað verði að því að nýta tækifærið og leggja göngu- og hjólastíg samhliða framkvæmdinni. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum." Til máls tóku: Jón Ingi Sveinsson. Guðmundur St. Jónsson. Þórhalla Karlsdóttir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða lagnaleið." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Landsneti, dagsettur þann 10. janúar 2022 þar sem óskað er eftir tilnefningu á fulltrúa frá Dalvíkurbyggð í samráðshóp varðandi Dalvíkurlínu og stígagerð. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela skipulags- og tæknifulltrúa (verðandi deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar) að vera fulltrúi Dalvíkurbyggðar í samráðshópnum og að sviðsstjóri framkvæmdasviðs verði til vara."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, Helgu Írisi Ingólfsdóttur, að vera fulltrúi Dalvíkurbyggðar í samráðshópnum og að sviðsstjóri framkvæmdasviðs, Bjarni Daníel Daníelsson, verði til vara.

14.Frá 1013. fundi byggðaráðs þann 20.01.2022; Nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla

Málsnúmer 202011083Vakta málsnúmer

Á 1013. fundi byggðaráðs þann 20. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 997. fundi byggðaráðs þann 30. september 2021 var m.a. eftirfarandi bókað: "Á 991. fundi byggðaráðs þann 8. júlí sl. var eftirfarandi bókað: "Á fundi sínum þann 15. júní 2021 vísaði sveitarstjórn ákvarðanatöku um nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla til fullnaðarafgreiðslu í byggðaráði. Fyrir fundinum lágu upplýsingar um kostnað verkefnisins og útfærslur frá sveitarstjóra, forstöðumanni safna og þjónustu- og upplýsingafulltrúa. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að farið verði í endurbyggingu á Gamla skóla og byggingunni falið nýtt hlutverk. Byggðasafnið verði flutt úr Hvoli, fuglasýning og Friðlandsstofa sett upp. Fleiri kostir verða skoðaðir áfram hvað varðar frekari starfsemi í húsinu. Jafnframt verði áfram til skoðunar framtíðarnýting á elsta hlutanum. Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2022-2025." Sveitarstjóri gerði grein fyrir íbúafundi frá 23. september sl. og hugmyndum um aðkeypta hönnunarvinnu. Lagt fram til kynningar." Í starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2022 er gert ráð fyrir að hefja undirbúning á endurbyggingu á Gamla skóla. Í áætluninni er ekki gert ráð fyrir endurbyggingu á elsta hlutanum. Til umræðu hugmyndir að framtíðarnýtingu fyrir elsta hlutann. a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leita tilboða í hönnun og útboðslýsingu vegna endurbyggingu á Gamla skóla sem og endurbyggingu á elsta hlutanum. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa og verkefnastjóra SSNE að kanna þörf og áhuga hjá einyrkjum að leigja vinnuaðstöðu/skrifstofur í sveitarfélaginu."
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar a) lið um að fela sveitarstjóra að leita tilboða í hönnun og útboðslýsingu vegna endurbyggingu á Gamla skóla sem og endurbyggingu á elsta hlutanum.

15.Frá 1014. fundi byggðaráðs þann 27.01.2022; Vátryggingar Dalvíkurbyggðar; útboð 2022 - Samningur við Consello.

Málsnúmer 202201014Vakta málsnúmer

Á 1014. fundi byggðaráðs þann 27. janúar 2022 var eftirfarandi bókað:
"Á 1012. fundi byggðaráðs þann 13. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Í starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2022 þá er gert ráð fyrir að farið verði í útboð á tryggingapakka sveitarfélagsins. Gildandi samningur við VÍS er með gildistíma til og með 31.12.2022 með framlengingu um eitt ár í senn í tvígang. Á fundinum var rætt um fyrirkomulag útboðsins. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að fá verð frá Consello í þjónustu við útboð á tryggingapakkanum." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tilboð og verklýsing frá Consello, dagsett þann 21. janúar sl. ásamt svörum við beiðni sviðsstjóra um ítarupplýsingar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að ganga til samninga við Consello á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs og verklýsingar, samningi vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samning ásamt verklýsingu við Consello um þjónustu við útboð á tryggingapakka sveitarfélagsins.

16.Frá 1014. fundi byggðaráðs þann 27.01.2022; Búrhvalur - tennur

Málsnúmer 202201108Vakta málsnúmer

Á 1014. fundi byggðaráðs þann 27. janúar 2022 var eftirfarandi bókað:
"Á árinu 2016 rak um 12 metra langan búrhval upp í fjöruna á Dalvík, Böggvisstaðasandi, rétt um 200 metra frá hafnargarðinum. Fyrrverandi sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs fékk sérfræðinga að málum til að koma búrhvalskjálkanum i sýningahæft form. Umsamið verð var kr. 200.000 fyrir utan vsk. Kjálkinn er nú tilbúinn til uppsetningar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka við búrhvalskjálkanum í sýningahæfu formi og vísar ofangreindum kostnaði á deild 21010."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að taka við búrhvalskjálkanum í sýningahæfu formi, kostnaði vísað á deild 21010 að upphæð kr. 200.000 fyrir utan vsk.

17.Frá 1015. fundi byggðaráðs þann 03.02.2022; Gjaldskrár 2022; Fráveita - leiðrétting á gjaldskrá.

Málsnúmer 202110039Vakta málsnúmer

Á 1015. fundi byggðaráðs þann 3. febrúar 2022 var eftirfarandi bókað:
"Á fundinum var samþykkt að bæta inn á dagskrá byggðaráðs þessum dagskrárlið vegna leiðréttingar á gjaldskrá fráveitu Dalvíkurbyggðar. Í ljós hefur komið að misritun varð í tillögu að gjaldskrá fráveitu fyrir árið 2022, eins og hún var samþykkt á fundi sveitarstjórnar 23.11.2021, þannig að gjald á hvern fermetra húss skv. a) lið í 2. gr. verði kr. 362,89 en ekki kr. 400,33. Einnig hefur komið í ljós að auglýst gjaldskrá í Stjórnartíðindum er ekki rétt - send voru vinnugögn til birtingar en ekki sú gjaldskrá sem sveitarstjórn staðfesti. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda leiðréttingu á gjaldskrá fráveitu þannig að gjald á hvern fermetra húss lækki úr kr. 400,33 í kr. 362,89 í a) lið 2. gr. Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu. Byggðaráð felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að senda í Stjórnartíðindi staðfesta gjaldskrá fráveitu Dalvíkurbyggðar sem fyrst til birtingar með áorðinni breytingu á a) lið 2. gr. skv. ofangreindu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og leiðréttingu á gjaldskrá fráveitu þannig að gjald á hvern fermetra hús lækki úr kr. 400,33 í kr. 362,89 í a) lið 2.gr.

18.Frá 1015. fundi byggðaráðs þann 03.02.2022; Öflun heildstæðra upplýsinga um samstarfssamninga - vinnuhópur.

Málsnúmer 201801108Vakta málsnúmer

Á 1015. fundi byggðaráðs þann 3. febrúar 2022 var eftirfarandi bókað:
"Á samráðsfundi sveitarstjórna Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar þann 27. janúar 2022 var samþykkt að byggða-/bæjarráð sveitarfélaganna tilnefni hvort um sig tvo fulltrúa í vinnuhóp sem fer yfir bæði rekstrarform málefna fatlaðra og breytingar á barnaverndarmálum og mótar tillögu til sveitarstjórnanna um framtíðarfyrirkomulag. Unnið verði hratt og vel í málinu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að sveitarstjóri og formaður félagsmálaráðs, Lilja Guðnadóttir, verði fulltrúar Dalvíkurbyggðar í vinnuhópnum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að sveitarstjóri og formaður félagsmálaráðs, Lilja Guðnadóttir, verði fulltrúar Dalvíkurbyggðar í vinnuhóp með Fjallabyggð.

19.Frá 1016. fundi byggðaráðs þann 10.02.2022; Beiðni um launaviðauka 2022 v. ytri áhrifa - tryggingargjald og fæðisfé

Málsnúmer 202202042Vakta málsnúmer

Á 1016. fundi byggðaráðs þann 10. febrúar 2022 sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 10. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 vegna launa. Um er að ræða breytingar á ytri forsendum sem komi til eftir að gengið var frá launaáætlun 2022 vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022. Umræddar ytri forsendur eru hækkanir á tryggingargjaldi og fæðisfé. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna þessa er kr. 3.829.097 og hefur áhrif heilt yfir málaflokka og deildir þar sem laun reiknast. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 3.829.097. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 3.829.097. Um er að ræða launaviðauka vegna ytri áhrifa frá hækkunum á tryggingargjaldi og fæðisfé og dreifist viðaukinn því heilt yfir málalfokka og deildir þar sem laun reiknast. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum sem mætt með lækkun á handbæru fé.

20.Frá 1016. fundi byggðaráðs þann 10.02.2022; Beiðni um launaviðauka 2022

Málsnúmer 202202041Vakta málsnúmer

Á 1016. fundi byggðaráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum launaviðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 6.580.836 og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2022 vegna veikindalauna að upphæð kr. 6.580.836 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

21.Frá 1015. fundi byggðaráðs þann 03.02.2022; Umsókn um framkvæmdaleyfi - prufugryfjur meðfram farvegi Brimnesár

Málsnúmer 202111017Vakta málsnúmer

Á 1015. fundi byggðaráðs þann 3. febrúar 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Mannviti, rafpóstur dagsettur þann 20. janúar sl., varðandi Brimnesárvirkjun. Óskað er eftir að Dalvíkurbyggð greiði útlagðan kostnað vegna vinnu við gröft sem er áætlaður um kr. 500.000 án vsk. Einnig kemur fram að kostnaður vegna efnisrannsóknar verði aldrei undir kr. 400.000 án vsk. en í þessa rannsókn þurfi að fara áður en verkið er boðið út. Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að greiða útlagðan kostnað vegna vinnu við gröft um kr. 500.000 án vsk. Vísað á deild 47410; Smávirkjun."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og útlagaðan kostnað vegna vinnu við gröft um kr. 500.000 án vsk. og að kostnaði sé vísað á deild 47410; Smávirkjun.

22.Frá 1016. fundi byggðaráðs þann 10.02.2022; Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni

Málsnúmer 202110009Vakta málsnúmer

Á 1016. fundi byggðaráðs þann 10. febrúar 2022 var eftirfarandi bókað:
"Á 1015. fundi byggðaráðs þann 3. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 339. fundi sveitarstjórnar þann 2. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1000. fundi byggðaráðs þann 14. október sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, sbr. rafpóstur dagsettur þann 1. október sl. og minnisblað 30. september sl., þar sem fram kemur að á fundi stjórnar Sambandsins þann 24. september sl. var fjallað um verkefni sem snúa að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. Kynnt var hugmynd sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur mótað og felur í sér að setja á fót húsnæðissjálfseignarstofnun er starfi á landsbyggðinni. Markmið þessa nýja aðila verði að stuðla að uppbyggingu almennra íbúða þar sem þess er þörf utan höfuðborgarsvæðis og vaxtarsvæða í þágu tekjulágra hópa á vinnumarkaði og þeirra hópa sem sveitarfélög bera sérstakar lagaskyldur gagnvart, m.a. fötluðu fólki. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga óskar eftir að sveitarstjórnir á landsbyggðinni taki afstöðu til hugmyndarinnar og upplýsi sambandið um hana fyrir lok október. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun og afgreiðslu: Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar hefur áhuga á samtali, án allra skuldbindinga, við HMS til að kynna sér nánar hugmynd að nýrri húsnæðissjálfseignarstofnun sem starfi á landsbyggðinni með það að markmiði að stuðla að uppbyggingu almennra íbúða þar sem þess er þörf utan höfuðborgarsvæðis og vaxtarsvæða. Ef af verður þá verði stofnunin samstarfsverkefni sveitarfélaga sem geti þannig náð stærðarhagkvæmni með því að sameinast um uppbyggingu og rekstur íbúðanna. Í þessu samhengi er rétt að geta þess að Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses. er eitt af þeim átta hses. á vegum sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins sem eru starfandi í dag, eins og fram kemur í minnisblaði HMS frá 17.09.2021. Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar kom Leiguíbúðum Dalvíkurbyggðar hses á laggirnar. Félagið hefur byggt 7 íbúða þjónustukjarna á Dalvík fyrir fatlað fólk og voru íbúðirnar teknar í notkun á árinu 2019. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að bókun og afgreiðslu. " Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fundargerð umræðufundar frá 26. janúar sl. um stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar sem þjóni sveitarfélögum á landsbyggðinni. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sat fundinn frá Dalvíkurbyggð. Einnig fylgdu með eftirfarandi gögn af heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga: Spurt og svarað- til undirbúnings fyrir fund 26.01.2022. Drög að samþykktum fyrir xx hses. Lagt fram til kynningar. Málið verður tekið upp aftur þegar erindi og frekari gögn berast frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 31. janúar sl. þar sem fram kemur að boðað er til stofnfundar húsnæðissjálfseignarstofnunar (HSES). Forsendur fyrir þessu samstarfi sveitarfélaga er að stuðla að uppbyggingu og framboði á almennum íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins. Gert er ráð fyrir því að öll sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins geti lagt íbúðir inn í félagið eða tekið þátt í uppbyggingu. Markmiðið er að ná fram stærðarhagkvæmni sem næst ekki með litlum hses. félögum sem eiga aðeins fáar íbúðir. Ráðgert er að stofnfundurinn verði þriðjudaginn 15. febrúar nk. kl. 13:00. Sveitarfélög eru beðin að fylla út könnun um afstöðu sveitarfélagsins. Einnig fylgir með fundarboði byggðaráðs rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 4. febrúar sl. þar sem leiðbeint er um nokkur atriði er varðar ofangreint. Byggðaráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að afla frekari upplýsinga frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og taka saman í minnisblað fyrir sveitastjórn."
Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi samantekt sviðsstjóra fjármmála- og stjórnsýslusviðs yfir frekari upplýsingar um málið ásamt rafpósti frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 11. febrúar sl., þar sem boðað er til stofnfundar húsnæðissjálfseignarstofnunar á landsbyggðinni þann 23. febrúar nk.

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka ekki þátt í stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar á landsbyggðinni."

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra.

23.Frá 1016. fundi byggðaráðs þann 10.02.2022; Fyrirmyndar sveitarfélag - könnun

Málsnúmer 202202034Vakta málsnúmer

Á 1016. fundi byggðaráðs þann 10. febrúar 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Kili, stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu, móttekið þann 1. febrúar sl., þar sem kynnt er könnun sem Kjölur stéttarfélag ásamt öðrum bæjarstarfsmannafélögum innan BSRB mun leggja fyrir félagsmenn með aðstoð Gallup. Með bréfinu er sveitarfélaginu boðið að taka þátt fyrir aðra starfsmenn en félagsmenn Kjalar stéttarfélags. Byggðaráð þakkar gott boð en samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna að taka þátt, a.m.k. í þetta skiptið. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að hafna þátttöku í könnun Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu, fyrir þá starfsmenn sveitarfélagsins sem eru ekki í Kili.

24.Frá 1016. fundi byggðaráðs þann 10.02.2022; Fjarvinnustefna Dalvíkurbyggðar - vinnuhópur og erindisbréf

Málsnúmer 202202035Vakta málsnúmer

Á 1016. fundi byggðaráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög, frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um gerð Fjarvinnustefnu Dalvíkurbyggðar. Fram kemur að á fundi UT_teymis þann 3. febrúar sl. var samþykkt að beina því til framkvæmdastjórnar hvort Dalvíkurbyggð ætti að setja sér Fjarvinnustefnu. Framkvæmdastjórn fjallaði um málið þann 7. febrúar sl. og niðurstaðan var að vísa erindinu til byggðaráðs. Gert er ráð fyrir að fjarvinnustefnan verði hluti af Mannauðsstefnu sveitarfélagsins, stjórnendahandbók og starfsmannahandbók. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela fulltrúum UT-teymis að skipa vinnuhópinn. Byggðaráð samþykkir erindisbréfið samhljóða með 3 atkvæðum eins og það liggur fyrir."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi erindisbréf vegna vinnu við Fjarvinnustefnu sveitarfélagsins og skipun í vinnuhópinn.

25.Frá 342. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 02.02.2022; Dalvíkurbyggð - Árskógssandur - Dalvík - Hauganes - Úthlutun byggðakvóta 20212022 - rök fyrir sérreglum.

Málsnúmer 202112093Vakta málsnúmer

Á 342. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 2. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Atvinnumála- og kynningaráði falið að vinna rökstuðning vegna umsóknar um óbreyttar sérreglur fyrir fiskveiðiárið 2021-2022. Atvinnumála- og kynningaráð felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa, að vinna rökstuðning fyrir óbreyttum sérreglum byggðakvóta fiskveiðiárið 2021/2022, á eyðublað frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í samræmi við þær umræður sem sköpuðust á fundinum. "
Til máls tók:
Guðmundur St. Jónsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:54.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu atvinnumála- og kynningarráðs og fyrirliggjandi rökstuðning vegna umsóknar um óbreyttar sérreglur fyrir fiskveiðiárið 2021-2022 vegna úthlutunar á byggðakvóta. Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

26.Frá 136. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 11.02.2022; Uppbyggingarstyrkir íþróttafélaga

Málsnúmer 202201030Vakta málsnúmer

Á 136. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 1. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs ásamt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa funduðu með forsvarsmönnum íþróttafélaga um uppbyggingu á milli funda. Upphæð ársins 2022 er 33.000.000 sem skipta þarf á milli þessara félaga. íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að upphæðinni verði skipt með eftirfarandi hætti vegna uppbyggingar svæðanna árið 2022: Golfklúbburinn Hamar: kr. 18.000.000.- Hestamannafélagið Hringur: 11.000.000.- Skíðafélag Dalvíkur: kr. 4.000.000.-"
Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi kl. 16:54 við umfjöllun og afgreiðslu.
Katrín Sigurjónsdóttir.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu íþrótta- og æskulýðsráðs og skiptingu á styrki til uppbyggingar samkvæmt fjárhagsáætlun 2022, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

27.Frá 267. fundi fræðsluráðs þann 09.02.2022; Ósk um breytingu á skóladagatali 2021-2022

Málsnúmer 202202022Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson kemur inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 16:58.

Á 267. fundi fræðsluráðs þann 9. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti og Ágústa Kristín Bjarnadóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti, leggja fram ósk um breytingu á skóladagatali fyrir skólaárið 2021 - 2022. Fræðsuráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum breytingu á skóladagatali Krílakots fyrir skólaárið 2021 - 2022."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs og breytingu á skóladagatali Krílakots þar sem fresta þarf fyrirhugaðri námsferð í apríl 2022 til ársins 2023 þannig að skipulagsdagur er færður frá miðvikudeginum 20. apríl 2022 til fimmtudagsins 2. júní 2022.

28.Frá 368. fundi umhverfisráðs þann 10.02.2022; Umsókn um skráningu nýrrar landeignar - Sakka III

Málsnúmer 202201121Vakta málsnúmer

Á 368. fundi umhverfisráðs þann 10. febrúar 2022 var eftirfarandi bókað:
"Umsókn frá Sveini Brynjólfssyni um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá, Sakka III, landeignarnúmer 151969. Fyrir liggur samþykki landeigenda. Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá, Sakka III skv. umsókn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá, Sakka III skv. umsókn.

29.Frá 368. fundi umhverfisráðs þann 10.02.2022; Breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis - Hringtún 42-48

Málsnúmer 202202036Vakta málsnúmer

Á 368. fundi umhverfisráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Júlíus Magnússon vék af fundi kl. 08:36 vegna vanhæfis. Umsókn frá EGO hús ehf. um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis. Sótt er um að fjölga íbúðum á lóðinni Hringtún 42-48. Í stað 4ra íbúða raðhúss komi 6 íbúða raðhús. Ekki er sótt um stækkun á núverandi byggingarreit eða byggingarmagni. Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum breytingar á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis skv. meðfylgjandi umsókn. Umhverfisráð telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem ekki er sótt um stækkun byggingarreits eða aukið byggingarmagn. Breytingunni er vísað í grenndarkynningu nágranna í Hringtúni 1, Hringtúni 25, Hringtúni 40, Steintúni 2 og Steintúni 4 skv. 2 mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir sem leggur fram eftirfarandi tillögu.
"Samþykkja afgreiðslu umhverfisráðs með útvíkkun á grenndarkynningu þannig að hún nái til fleiri sem gætu haft hagsmuni af breytingunni. Það væru þá íbúar í þvergötu Hringtúnsins sem og íbúar við Samtún. Þá myndu bætast við: Hringtún 2, 17, 19, 21, 30, 32 og 38, Steintún 1 og Böggvisbraut 10 skv. 2 mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Þórhalla Karlsdóttir.
Guðmundur St. Jónsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra.

30.Frá 368. fundi umhverfisráðs þann 10.02.2022; Umsókn um lóð - Öldugata 2, Árskógssandi

Málsnúmer 202202040Vakta málsnúmer

Á 368. fundi umhverfisráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Júlíus vék af fundi kl. 08:51 vegna vanhæfis. Erindi frá EGO hús ehf., dagsett 8. febrúar 2022, umsókn um að fá úthlutað lóðinni Öldugata 2, Árskógssandi til byggingar raðhúss. Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að úthluta EGO húsum ehf. lóðinni að Öldugötu 2 á Árskógssandi og felur skipulags- og tæknifulltrúa að útbúa lóðarleigusamning fyrir lóðinni. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni við Öldugötu 2 á Árskógssandi til EGO húsa ehf.

31.Frá 368. fundi umhverfisráðs þann 10.02.2022; Samningur um sorphirðu 2022

Málsnúmer 202201091Vakta málsnúmer

Á 368. fundi umhverfisráðs þann 10. febrúar 2022 var eftirfarandi bókað:
"Samningur um sorphirðu rennur út í lok ágúst nk. Sveitarfélög í Eyjafirði hafa hafið viðræður undir stjórn SSNE um samlegð þess að bjóða út sorphirðu sameiginlega. Vegna breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs sem koma flestar til framkvæmda í ársbyrjun 2023, verða umfangsmiklar breytingar á sorphirðu sem kalla á gagngera endurskoðun á útboðsskilmálum. Sviðsstjóri kynnti stöðu málsins og þá vinnu sem er að byrja hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga vegna lagabreytingarinnar. Einnig hjá SSNE en þar er verið að vinna svæðisáætlun um úrgangsmál á Norðurlandi eystra sem getur verið góður grunnur fyrir fyrirhugað útboð. Umhverfisráð samþykkir að fela sviðsstjóra áframhaldandi samvinnu við sveitarfélögin innan SSNE í gerð sameiginlegra útboðsgagna sem byggja á hinum nýju lögum sem taka gildi um áramótin 2022-2023. Umhverfisráð felur sviðsstjóra að koma upplýsingum um þær lagabreytingar sem munu eiga sér stað um næstu áramót í sorphirðu í kynningu meðal íbúa á samfélagsmiðlum Dalvíkurbyggðar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að fela sviðsstjóra áframhaldandi samvinnu við sveitarfélögin innan SSNE í gerð sameiginlegra útboðsgagna sem byggja á hinum nýjum lögum sem taka gildi um áramótin 2022-2023.

32.Frá 368. fundi umhverfisráðs þann 10.02.2022; Umsókn um lóð - Sandskeið 20 - rökstuðningur

Málsnúmer 202106167Vakta málsnúmer

Á 368. fundi umhverfisráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi frá Berki Þór Ottóssyni dagsett 27. janúar 2022, ósk um rökstuðning sveitarstjórnar á staðfestingu bókunar umhverfisráðs dags. 18. janúar 2022 þar sem ekki var orðið við ósk undirritaðs um úthlutun á lóðinni Sandskeið 20. Á fundinum var farið yfir þau rök sem lágu að baki ákvörðun um að deiliskipuleggja iðnaðar- og athafnasvæðið Sandskeið og drög að svari til umsækjanda. Umhverfisráð vísar rökstuðningnum til umræðu og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að rökstuðningi með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Rökstuðningur:
Eins og fram kemur hér að ofan þá staðfestir sveitarstjórn þann 21. september 2021 afgreiðslu umhverfisráðs og rök ráðsins frá 3. september sl. um að það þurfi að deiliskipuleggja svæðið áður en farið verði í að skilagreina og úthluta nýjum lóðum á umræddu svæði. Sveitarstjórn staðfestir jafnframt á fundi sínum þann 18. janúar sl. afgreiðslu umhverfisráðs og rök ráðsins frá 13. janúar sl. um að nauðsynlegt sé að deiliskipuleggja athafnasvæðið við Sandskeið og þegar það liggur fyrir samþykkt þá séu nýjar lóðir auglýstar lausar til umsóknar.

Samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum umhverfisráðs þá eru m.a. forsendur umhverfisráðs, samkvæmt umræðum, fyrir afgreiðslu sinni vísan í sambærileg mál sem komu upp í fyrra sumar, skipulag Sandskeiðs í heild sinni, skortur á lóðarleigusamningum og skilgreiningu á lóðum á svæðinu. Umrætt svæði þarfnist því heildarmats m.a. þar sem um hefur verið rætt í mörg ár um tilfærslu beygjunnar við Frón sem og endurskoðun á umhverfinu í heild sinni. Í samræmi við þessi áform þá fari ekki saman að úthluta lóð undir hús sem kemur til með að rísa og þá hugsanlega að það og viðkomandi lóð falli ekki inn í þá heildarmynd sem verið er að móta með deiliskipulagsferlinu.

Í skipulagslögum nr. 123/2010 segir í 37. gr. VIII. kafla um deiliskipulagsáætlanir; Deiliskipulag skal gera fyrir einstök svæði eða reiti þar sem framkvæmdir eru fyrirhugaðar og skal jafnan miða við að það taki til svæða sem mynda heildstæða einingu. Við gerð deiliskipulags skal byggt á stefnu aðalskipulags og hún útfærð fyrir viðkomandi svæði eða reit.

Fleiri dæmi er um að verið er að bíða með samskonar umsóknir þar til deiliskipulagsvinnu lýkur. Lóðir eru takmarkaðar auðlindir og því þarf að auglýsa nýjar lóðir til að allir hafi jafnan aðgang að þeim lóðum sem verða til í deiliskipulagsvinnunni. Það er skortur á lóðum fyrir atvinnustarfsemi. Í lýsingu með aðalskipulagi fyrir svæði 107_A kemur fram eftirfarandi ? þ.e. að uppbygging verði samkvæmt deiliskipulagi. (sjá mynd í lýsingu með aðalskipulagi, sbr. drög að svarbréfi).

Í úthlutunarreglum sveitarfélagsins um byggingalóðir segir m.a.;3.4. Annað Umhverfisnefnd er í sérstökum tilvikum heimilt að veita vilyrði fyrir lóðum, öðrum en einbýlishúsalóðum, án undangenginna auglýsinga, þegar sótt er um lóðir innan skipulagðra svæða eða á óskipulögðum svæðum, sem ekki hafa verið auglýstar sem byggingarlóðir. Endanleg úthlutun getur þó ekki farið fram fyrr en að loknum skipulagsbreytingum, sé þeirra þörf og að fengnu samþykki sveitarstjórnar.Samandregið þá er það mat umhverfisráðs og sveitarstjórnar að þörf sé á gerð deiliskipulags á þessu svæði. Enn fremur með því að fara í gegnum formlegt deiliskipulagsferli er verið að gefa fleiri íbúum og hagsmunaaðilum, en fæst til dæmis með grenndarkynningu, tækifæri til athugasemda í heild um umhverfið í kring.

33.Frá 368. fundi umhverfisráðs þann 10.02.2022; Böggvisstaðaskáli - niðurrif skv. starfs- og fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 202201047Vakta málsnúmer

Á 368. fundi umhverfisráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Í starfs- og fjárhagsáætlun framkvæmdasviðs 2022 er gert ráð fyrir að Böggvisstaðaskáli verði aflagður sem geymsluhús og rifinn. Taka þarf ákvörðun um framkvæmd málsins en framkvæmdin er á herðum EF-deildar. Sækja þarf um byggingarleyfi til að láta rífa húsið. Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Böggvisstaðaskáli verði rifinn og felur sviðsstjóra að sækja um heimild til framkvæmdarinnar. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að Böggvisstaðaskáli verði rifinn og að sviðsstjóra framkvæmdasviðs sé falið að sækja um heimild til framkvæmdarinnar.

34.Frá 112. fundi veitu- og hafnaráðs; Stöðumat á orkuöflun og flutningsgetu hitaveitu Dalvíkur. 2022 - samningur

Málsnúmer 202202052Vakta málsnúmer

Á 112. fundi veitu- og hafnaráðs var eftirfarandi bókað:
"Sviðstjóri fór yfir stöðu orkumála hjá Hitaveitu Dalvíkur. Vegna fyrirspurna um orkufrekan iðnað í Dalvíkurbyggð hefur verið leitað til ÍSOR um að taka saman greinagerð um stöðu orkuöflunar í Dalvíkurbyggð. Fyrir liggja drög að verksamningi við ÍSOR þar sem kostnaður við þessar rannsóknir og samantekt er um 2,2 milljónir króna. Á fjárhagsáætlun 2022 er gert ráð fyrir um tveimur milljónum króna hjá Hitaveitu á liðum 4730 og 4391. Eins hefur Eflu verið falið að afla gagna um umfram flutningsgetu Hitaveitu og Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar. Áætlaða framtíðarnotkun miðað við íbúaþróun og iðnaðarþróun og koma með tillögur að stækkun veitunnar og kostnað. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum fyrirliggjandi drög að verksamningi við ÍSOR og samstarf við Eflu um gagnaöflun. Sviðsstjóra er falið að sækja um fjárheimild til byggðaráðs þegar endanlegt kostnaðarmat liggur fyrir."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög að verksamningi við ÍSOR og samstarf við Eflu um gagnaöflun með fyrirvara um fjárheimild og þar sem kostnaðarmat liggur ekki endanlega fyrir.

Fundi slitið - kl. 17:28.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson aðalmaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir forseti
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs