Málsnúmer 202110009Vakta málsnúmer
Á 1016. fundi byggðaráðs þann 10. febrúar 2022 var eftirfarandi bókað:
"Á 1015. fundi byggðaráðs þann 3. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 339. fundi sveitarstjórnar þann 2. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1000. fundi byggðaráðs þann 14. október sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, sbr. rafpóstur dagsettur þann 1. október sl. og minnisblað 30. september sl., þar sem fram kemur að á fundi stjórnar Sambandsins þann 24. september sl. var fjallað um verkefni sem snúa að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. Kynnt var hugmynd sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur mótað og felur í sér að setja á fót húsnæðissjálfseignarstofnun er starfi á landsbyggðinni. Markmið þessa nýja aðila verði að stuðla að uppbyggingu almennra íbúða þar sem þess er þörf utan höfuðborgarsvæðis og vaxtarsvæða í þágu tekjulágra hópa á vinnumarkaði og þeirra hópa sem sveitarfélög bera sérstakar lagaskyldur gagnvart, m.a. fötluðu fólki. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga óskar eftir að sveitarstjórnir á landsbyggðinni taki afstöðu til hugmyndarinnar og upplýsi sambandið um hana fyrir lok október. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun og afgreiðslu: Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar hefur áhuga á samtali, án allra skuldbindinga, við HMS til að kynna sér nánar hugmynd að nýrri húsnæðissjálfseignarstofnun sem starfi á landsbyggðinni með það að markmiði að stuðla að uppbyggingu almennra íbúða þar sem þess er þörf utan höfuðborgarsvæðis og vaxtarsvæða. Ef af verður þá verði stofnunin samstarfsverkefni sveitarfélaga sem geti þannig náð stærðarhagkvæmni með því að sameinast um uppbyggingu og rekstur íbúðanna. Í þessu samhengi er rétt að geta þess að Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses. er eitt af þeim átta hses. á vegum sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins sem eru starfandi í dag, eins og fram kemur í minnisblaði HMS frá 17.09.2021. Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar kom Leiguíbúðum Dalvíkurbyggðar hses á laggirnar. Félagið hefur byggt 7 íbúða þjónustukjarna á Dalvík fyrir fatlað fólk og voru íbúðirnar teknar í notkun á árinu 2019. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að bókun og afgreiðslu. " Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fundargerð umræðufundar frá 26. janúar sl. um stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar sem þjóni sveitarfélögum á landsbyggðinni. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sat fundinn frá Dalvíkurbyggð. Einnig fylgdu með eftirfarandi gögn af heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga: Spurt og svarað- til undirbúnings fyrir fund 26.01.2022. Drög að samþykktum fyrir xx hses. Lagt fram til kynningar. Málið verður tekið upp aftur þegar erindi og frekari gögn berast frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 31. janúar sl. þar sem fram kemur að boðað er til stofnfundar húsnæðissjálfseignarstofnunar (HSES). Forsendur fyrir þessu samstarfi sveitarfélaga er að stuðla að uppbyggingu og framboði á almennum íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins. Gert er ráð fyrir því að öll sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins geti lagt íbúðir inn í félagið eða tekið þátt í uppbyggingu. Markmiðið er að ná fram stærðarhagkvæmni sem næst ekki með litlum hses. félögum sem eiga aðeins fáar íbúðir. Ráðgert er að stofnfundurinn verði þriðjudaginn 15. febrúar nk. kl. 13:00. Sveitarfélög eru beðin að fylla út könnun um afstöðu sveitarfélagsins. Einnig fylgir með fundarboði byggðaráðs rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 4. febrúar sl. þar sem leiðbeint er um nokkur atriði er varðar ofangreint. Byggðaráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að afla frekari upplýsinga frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og taka saman í minnisblað fyrir sveitastjórn."
Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboð og fundarboðun.