Samningur um sorphirðu 2022

Málsnúmer 202201091

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 368. fundur - 10.02.2022

Samningur um sorphirðu rennur út í lok ágúst nk. Sveitarfélög í Eyjafirði hafa hafið viðræður undir stjórn SSNE um samlegð þess að bjóða út sorphirðu sameiginlega. Vegna breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs sem koma flestar til framkvæmda í ársbyrjun 2023, verða umfangsmiklar breytingar á sorphirðu sem kalla á gagngera endurskoðun á útboðsskilmálum.

Sviðsstjóri kynnti stöðu málsins og þá vinnu sem er að byrja hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga vegna lagabreytingarinnar. Einnig hjá SSNE en þar er verið að vinna svæðisáætlun um úrgangsmál á Norðurlandi eystra sem getur verið góður grunnur fyrir fyrirhugað útboð.
Umhverfisráð samþykkir að fela sviðsstjóra áframhaldandi samvinnu við sveitarfélögin innan SSNE í gerð sameiginlegra útboðsgagna sem byggja á hinum nýju lögum sem taka gildi um áramótin 2022-2023.

Umhverfisráð felur sviðsstjóra að koma upplýsingum um þær lagabreytingar sem munu eiga sér stað um næstu áramót í sorphirðu í kynningu meðal íbúa á samfélagsmiðlum Dalvíkurbyggðar.
Lilja vék af fundi kl. 10:19 til annarra starfa.

Sveitarstjórn - 342. fundur - 15.02.2022

Á 368. fundi umhverfisráðs þann 10. febrúar 2022 var eftirfarandi bókað:
"Samningur um sorphirðu rennur út í lok ágúst nk. Sveitarfélög í Eyjafirði hafa hafið viðræður undir stjórn SSNE um samlegð þess að bjóða út sorphirðu sameiginlega. Vegna breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs sem koma flestar til framkvæmda í ársbyrjun 2023, verða umfangsmiklar breytingar á sorphirðu sem kalla á gagngera endurskoðun á útboðsskilmálum. Sviðsstjóri kynnti stöðu málsins og þá vinnu sem er að byrja hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga vegna lagabreytingarinnar. Einnig hjá SSNE en þar er verið að vinna svæðisáætlun um úrgangsmál á Norðurlandi eystra sem getur verið góður grunnur fyrir fyrirhugað útboð. Umhverfisráð samþykkir að fela sviðsstjóra áframhaldandi samvinnu við sveitarfélögin innan SSNE í gerð sameiginlegra útboðsgagna sem byggja á hinum nýju lögum sem taka gildi um áramótin 2022-2023. Umhverfisráð felur sviðsstjóra að koma upplýsingum um þær lagabreytingar sem munu eiga sér stað um næstu áramót í sorphirðu í kynningu meðal íbúa á samfélagsmiðlum Dalvíkurbyggðar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að fela sviðsstjóra áframhaldandi samvinnu við sveitarfélögin innan SSNE í gerð sameiginlegra útboðsgagna sem byggja á hinum nýjum lögum sem taka gildi um áramótin 2022-2023.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 22. fundur - 09.08.2024

Samningur um sorphirðu rennur út 31. ágúst nk. Verið er að vinna að útboði á sorphiðu sveitarfélagsins þar sem breytingar eru gerðar á sorphirðu til samræmis við breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrlangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi).
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til við Byggðaráð að samið verði við Terra um áframhaldandi þjónustu vegna sorphirðu. Samningurinn gildi til 31.12.2024 og byggi á núverandi samningi.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Byggðaráð - 1116. fundur - 15.08.2024

Á 22. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 9. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Samningur um sorphirðu rennur út 31. ágúst nk. Verið er að vinna að útboði á sorphiðu sveitarfélagsins þar sem breytingar eru gerðar á sorphirðu til samræmis við breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrlangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi).Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til við Byggðaráð að samið verði við Terra um áframhaldandi þjónustu vegna sorphirðu. Samningurinn gildi til 31.12.2024 og byggi á núverandi samningi. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. "
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og þá tillögu að samið verði við Terra um áframhaldandi þjónustu vegna sorphirðu til 31.12.2024. Áframhaldandi samningur byggi á núverandi samningi.

Byggðaráð - 1134. fundur - 05.12.2024

Á 22. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 9. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til við Byggðaráð að samið verði við Terra um áframhaldandi þjónustu vegna sorphirðu. Samningurinn gildi til 31.12.2024 og byggi á núverandi samningi. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Á 1116.fundi byggðaráðs þann 15.ágúst sl., var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og þá tillögu að samið verði við Terra um áframhaldandi þjónustu vegna sorphirðu til 31.12.2024. Áframhaldandi samningur byggi á núverandi samningi.

Fyrir fundi byggðaráðs liggja drög að samkomulagi við Terra umhverfisþjónustu hf. um lengri framlengingu á samningi um þjónustu við sorphirðu og endurvinnslustöð, til 30.júní 2025, á meðan að útboðsgögn vegna þjónustunnar eru í vinnslu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi framlengingu á samningi við Terra umhverfisþjónustu til 30.06.2025 og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 375. fundur - 17.12.2024

Á 1134. fundi byggðaráðs þann 5. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 22. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 9. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til við Byggðaráð að samið verði við Terra um áframhaldandi þjónustu vegna sorphirðu. Samningurinn gildi til 31.12.2024 og byggi á núverandi samningi. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Á 1116.fundi byggðaráðs þann 15.ágúst sl., var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og þá tillögu að samið verði við Terra um áframhaldandi þjónustu vegna sorphirðu til 31.12.2024. Áframhaldandi samningur byggi á núverandi samningi.
Fyrir fundi byggðaráðs liggja drög að samkomulagi við Terra umhverfisþjónustu hf. um lengri framlengingu á samningi um þjónustu við sorphirðu og endurvinnslustöð, til 30.júní 2025, á meðan að útboðsgögn vegna þjónustunnar eru í vinnslu.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi framlengingu á samningi við Terra umhverfisþjónustu til 30.06.2025 og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samningsdrög um framlengingu á samningi við Terra umhverfisþjónustu til 30.06.2025.