Á 22. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 9. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til við Byggðaráð að samið verði við Terra um áframhaldandi þjónustu vegna sorphirðu. Samningurinn gildi til 31.12.2024 og byggi á núverandi samningi. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Á 1116.fundi byggðaráðs þann 15.ágúst sl., var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og þá tillögu að samið verði við Terra um áframhaldandi þjónustu vegna sorphirðu til 31.12.2024. Áframhaldandi samningur byggi á núverandi samningi.
Fyrir fundi byggðaráðs liggja drög að samkomulagi við Terra umhverfisþjónustu hf. um lengri framlengingu á samningi um þjónustu við sorphirðu og endurvinnslustöð, til 30.júní 2025, á meðan að útboðsgögn vegna þjónustunnar eru í vinnslu.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að koma upplýsingum um þær lagabreytingar sem munu eiga sér stað um næstu áramót í sorphirðu í kynningu meðal íbúa á samfélagsmiðlum Dalvíkurbyggðar.