Umhverfisráð

368. fundur 10. febrúar 2022 kl. 08:15 - 10:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Júlíus Magnússon formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Þórunn Andrésdóttir varamaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Fundurinn var haldinn bæði í Upsa og í fjarfundi á TEAMS.
Í fjarfundi sátu: Júlíus, Monika Margrét, Lilja, Þórunn og Bjarni.

1.Fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand.

Málsnúmer 201608099Vakta málsnúmer

Monika Margrét vék af fundi kl. 08:20 vegna vanhæfis.

Sveitarstjóri fór yfir málin frá síðasta fundi umhverfisráðs en búið er að halda íbúafund til kynningar verkefninu ásamt því að sveitarstjóri sat fyrir svörum á fundi íbúaráðs á Árskógssandi. Fjölmargar athugasemdir bárust í kjölfar fundanna.

Forsvarsmenn Laxóss eru að endurmeta stöðu verkefnisins og því kemur ekki til neinnar ákvarðanatöku umhverfisráðs á þessum fundi.
Lagt fram til kynningar.
Monika kom aftur inn á fundinn kl. 08:32.

2.Umsókn um skráningu nýrrar landeignar - Sakka III

Málsnúmer 202201121Vakta málsnúmer

Umsókn frá Sveini Brynjólfssyni um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá, Sakka III, landeignarnúmer 151969. Fyrir liggur samþykki landeigenda.
Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá, Sakka III skv. umsókn.

3.Breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis - Hringtún 42-48

Málsnúmer 202202036Vakta málsnúmer

Júlíus Magnússon vék af fundi kl. 08:36 vegna vanhæfis.

Umsókn frá EGO hús ehf. um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis. Sótt er um að fjölga íbúðum á lóðinni Hringtún 42-48. Í stað 4ra íbúða raðhúss komi 6 íbúða raðhús. Ekki er sótt um stækkun á núverandi byggingarreit eða byggingarmagni.
Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum breytingar á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis skv. meðfylgjandi umsókn.
Umhverfisráð telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem ekki er sótt um stækkun byggingarreits eða aukið byggingarmagn. Breytingunni er vísað í grenndarkynningu nágranna í Hringtúni 1, Hringtúni 25, Hringtúni 40, Steintúni 2 og Steintúni 4 skv. 2 mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
Júlíus kom aftur inn á fundinn kl. 08:46.

4.Ósk um stækkun lóðar - Jóabúð, Hauganesi

Málsnúmer 202202038Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Gunnari Antoni Jóhannssyni, dagsett 21. janúar 2022 þar sem sótt er um stækkun á lóð við Jóabúð á Hauganesi um 3 metra til norðurs og 3 metra til vesturs. Uppdráttur fylgir umsókn.
Umhverfisráð vísar erindinu til vinnu við deiliskipulag Hauganess sem er í auglýsingarferli.

5.Umsókn um lóð - Öldugata 2, Árskógssandi

Málsnúmer 202202040Vakta málsnúmer

Júlíus vék af fundi kl. 08:51 vegna vanhæfis.

Erindi frá EGO hús ehf., dagsett 8. febrúar 2022, umsókn um að fá úthlutað lóðinni Öldugata 2, Árskógssandi til byggingar raðhúss.

Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að úthluta EGO húsum ehf. lóðinni að Öldugötu 2 á Árskógssandi og felur skipulags- og tæknifulltrúa að útbúa lóðarleigusamning fyrir lóðinni.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Júlíus kom aftur inn á fundinn kl. 08:59.

6.Umsókn um lóð - Sandskeið 20

Málsnúmer 202106167Vakta málsnúmer

Erindi frá Berki Þór Ottóssyni dagsett 27. janúar 2022, ósk um rökstuðning sveitarstjórnar á staðfestingu bókunar umhverfisráðs dags. 18. janúar 2022 þar sem ekki var orðið við ósk undirritaðs um úthlutun á lóðinni Sandskeið 20.

Á fundinum var farið yfir þau rök sem lágu að baki ákvörðun um að deiliskipuleggja iðnaðar- og athafnasvæðið Sandskeið og drög að svari til umsækjanda.
Umhverfisráð vísar rökstuðningnum til umræðu og afgreiðslu í sveitarstjórn.

7.Deiliskipulag við Dalbæ og Karlsrauðatorg

Málsnúmer 202202043Vakta málsnúmer

Ágúst Hafsteinsson arkitekt hjá Form ráðgjöf og Árni Ólafsson hjá Teiknistofu arkitekta komu inn á fundinn í fjarfundi kl. 09:20.

Á 343. fundi umhverfisráðs þann 6. nóvember 2020 var eftirfarandi bókað: "Til kynningar niðurstaða könnunar á húsnæðisþörf 55 ára og eldri í Dalvíkurbyggð. Með tilliti til niðurstöðu könnunarinnar leggur umhverfisráð til að gildandi deiliskipulag við Kirkjuveg verði endurskoðað og útvíkkað. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum." Þetta var samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum á 329. fundi sveitarstjórnar þann 24. nóvember 2020.

Á fundinum voru kynntar þrjár tillögur frá Ágústi Hafsteinssyni um nýtt deiliskipulag við Dalbæ og Karlsrauðatorg.

Ágúst og Árni viku af fundi 09:35.
Umhverfisráð óskar eftir frekari útfærslum á hugmyndum 1 og 1x með þrívíddarafstöðumyndum og skuggavarpi.

8.Dalvíkurhöfn verði tollhöfn

Málsnúmer 202104001Vakta málsnúmer

Á 111. fundi veitu- og hafnaráðs þann 14. janúar 2022 var eftirfarandi bókað:
"Umsókn um að Dalvíkurhöfn verði tollhöfn er í lokaferli. Til að athafnasvæði tollsins fái samþykkt þarf svæðið að vera afgirt. Fyrir ráðinu liggja tvær tillögur að girðingastæðum og fer það eftir því hvaða hús verða tollgeymslur hvernig þarf að girða svæðið af.
Veitu- og hafnaráð vísar lokunum á umferðaæðum á hafnarsvæðinu til umsagnar í umhverfisráði og í kynningu meðal notenda hafnarinnar, bæði hvað varðar tillögu a og tillögu b eða aðra útfærslu, eftir því hvað verður ofan á, með staðsetningu á tollgeymslu."

Með fundarboði fylgdu uppdrættir að tveimur lokunartillögum á hafnarsvæðinu. Um tímabundnar lokanir yrði að ræða, allt að tvisvar í mánuði í u.þ.b. sex klst í hvert skipti. Bjarni Daníelsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs kynnti málið og stöðu þess fyrir ráðinu. Ekki hefur ennþá verið tekin ákvörðun hjá málsaðilum um staðsetningu tollgeymslunnar.
Lagt fram til kynningar.

9.Ósk um viðræður vegna Hánefsstaðaskógar

Málsnúmer 202202028Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar bréf frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga, dagsett 6. febrúar 2022 þar sem félagið óskar eftir viðræðum við Dalvíkurbyggð um að koma Hánefsstaðaskógi í betra horf og auka þannig fjölbreytni útvistarmöguleika í sveitarfélaginu.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra og deildarstjóra EF-deildar að ræða við forsvarsmenn Skógræktarfélagsins og taka samninginn um Hánefsstaðaskóg og framkvæmd hans til endurskoðunar.

10.Stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Friðland Svarfdæla

Málsnúmer 201910027Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar auglýsing um staðfestingu umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á stjórnunar- og verndaráætlun Friðlands í Svarfaðardal, Dalvíkurbyggð. Auglýsingin var birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 6. janúar 2022.
Lagt fram til kynningar.

11.Samningur um sorphirðu 2022

Málsnúmer 202201091Vakta málsnúmer

Samningur um sorphirðu rennur út í lok ágúst nk. Sveitarfélög í Eyjafirði hafa hafið viðræður undir stjórn SSNE um samlegð þess að bjóða út sorphirðu sameiginlega. Vegna breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs sem koma flestar til framkvæmda í ársbyrjun 2023, verða umfangsmiklar breytingar á sorphirðu sem kalla á gagngera endurskoðun á útboðsskilmálum.

Sviðsstjóri kynnti stöðu málsins og þá vinnu sem er að byrja hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga vegna lagabreytingarinnar. Einnig hjá SSNE en þar er verið að vinna svæðisáætlun um úrgangsmál á Norðurlandi eystra sem getur verið góður grunnur fyrir fyrirhugað útboð.
Umhverfisráð samþykkir að fela sviðsstjóra áframhaldandi samvinnu við sveitarfélögin innan SSNE í gerð sameiginlegra útboðsgagna sem byggja á hinum nýju lögum sem taka gildi um áramótin 2022-2023.

Umhverfisráð felur sviðsstjóra að koma upplýsingum um þær lagabreytingar sem munu eiga sér stað um næstu áramót í sorphirðu í kynningu meðal íbúa á samfélagsmiðlum Dalvíkurbyggðar.
Lilja vék af fundi kl. 10:19 til annarra starfa.

12.Böggvisstaðaskáli - niðurrif skv. starfs- og fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 202201047Vakta málsnúmer

Í starfs- og fjárhagsáætlun framkvæmdasviðs 2022 er gert ráð fyrir að Böggvisstaðaskáli verði aflagður sem geymsluhús og rifinn.

Taka þarf ákvörðun um framkvæmd málsins en framkvæmdin er á herðum EF-deildar. Sækja þarf um byggingarleyfi til að láta rífa húsið.
Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Böggvisstaðaskáli verði rifinn og felur sviðsstjóra að sækja um heimild til framkvæmdarinnar. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Helga Íris vék af fundi kl. 10:30.

13.Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna sjóvarnar á Dalvík; staða framkvæmda.

Málsnúmer 202106113Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi verkfundargerð nr. 2 vegna sjóvarna, Sæból að Framnesi. Verkfundurinn var haldinn þann 28. janúar 2022. Verkið var á fjárhags- og framkvæmdaáætlun ársins 2021 en var ekki klárað að fullu. Framkvæmdin er á hendi Vegagerðarinnar.
Umhverfisráð leggur áherslu á að lokið verði við verkið og felur sviðsstjóra að sækja um viðauka til byggðaráðs vegna framkvæmdarinnar.

14.Fundargerðir HNE 2021

Málsnúmer 202101130Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgir fundargerð 222. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra sem var haldinn þann 24. nóvember 2022.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Nefndarmenn
  • Júlíus Magnússon formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Þórunn Andrésdóttir varamaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri