Á 1037. fundi byggðaráðs þann 8. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið sátu fundinn áfram Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri Framkvæmdaviðs , og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar. Á 342. fundi sveitarstjórnar þann 15. febrúar 2022 var eftirfarandi bókað: Á 368. fundi umhverfisráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:Í starfs- og fjárhagsáætlun framkvæmdasviðs 2022 er gert ráð fyrir að Böggvisstaðaskáli verði aflagður sem geymsluhús og rifinn. Taka þarf ákvörðun um framkvæmd málsins en framkvæmdin er á herðum EF-deildar. Sækja þarf um byggingarleyfi til að láta rífa húsið. Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Böggvisstaðaskáli verði rifinn og felur sviðsstjóra að sækja um heimild til framkvæmdarinnar. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að Böggvisstaðaskáli verði rifinn og að sviðsstjóra framkvæmdasviðs sé falið að sækja um heimild til framkvæmdarinnar. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig afgreiðsla byggingafulltrúa á umsókn sviðsstjóra framkvæmdasviðs um leyfi til að rífa Böggvisstaðaskála og var það samþykkt á fundi þann 18. febrúar sl. Bjarni Daníel og Helga Íris viku af fundi kl.14:14. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Framkvæmdasviði að fá fagaðila til kanna betur ástand og öryggi Böggvisstaðaskála. "
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi úttekt Eflu á Böggvisstaðaskála, dagsett þann 10. október sl., og tillögur Freys Antonssonar að skilmálum og gjaldskrá varðandi skálann, sbr. rafpóstur dagsettur þann 23.10.2022.