Böggvisstaðaskáli - niðurrif skv. starfs- og fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 202201047

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 368. fundur - 10.02.2022

Í starfs- og fjárhagsáætlun framkvæmdasviðs 2022 er gert ráð fyrir að Böggvisstaðaskáli verði aflagður sem geymsluhús og rifinn.

Taka þarf ákvörðun um framkvæmd málsins en framkvæmdin er á herðum EF-deildar. Sækja þarf um byggingarleyfi til að láta rífa húsið.
Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Böggvisstaðaskáli verði rifinn og felur sviðsstjóra að sækja um heimild til framkvæmdarinnar. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Helga Íris vék af fundi kl. 10:30.

Sveitarstjórn - 342. fundur - 15.02.2022

Á 368. fundi umhverfisráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Í starfs- og fjárhagsáætlun framkvæmdasviðs 2022 er gert ráð fyrir að Böggvisstaðaskáli verði aflagður sem geymsluhús og rifinn. Taka þarf ákvörðun um framkvæmd málsins en framkvæmdin er á herðum EF-deildar. Sækja þarf um byggingarleyfi til að láta rífa húsið. Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Böggvisstaðaskáli verði rifinn og felur sviðsstjóra að sækja um heimild til framkvæmdarinnar. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að Böggvisstaðaskáli verði rifinn og að sviðsstjóra framkvæmdasviðs sé falið að sækja um heimild til framkvæmdarinnar.

Byggðaráð - 1037. fundur - 08.09.2022

Undir þessum lið sátu fundinn áfram Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri Framkvæmdaviðs , og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar.

Á 342. fundi sveitarstjórnar þann 15. febrúar 2022 var eftirfarandi bókað:
"Á 368. fundi umhverfisráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:Í starfs- og fjárhagsáætlun framkvæmdasviðs 2022 er gert ráð fyrir að Böggvisstaðaskáli verði aflagður sem geymsluhús og rifinn. Taka þarf ákvörðun um framkvæmd málsins en framkvæmdin er á herðum EF-deildar. Sækja þarf um byggingarleyfi til að láta rífa húsið. Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Böggvisstaðaskáli verði rifinn og felur sviðsstjóra að sækja um heimild til framkvæmdarinnar. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að Böggvisstaðaskáli verði rifinn og að sviðsstjóra framkvæmdasviðs sé falið að sækja um heimild til framkvæmdarinnar.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig afgreiðsla byggingafulltrúa á umsókn sviðsstjóra framkvæmdasviðs um leyfi til að rífa Böggvisstaðaskála og var það samþykkt á fundi þann 18. febrúar sl.

Bjarni Daníel og Helga Íris viku af fundi kl.14:14.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Framkvæmdasviði að fá fagaðila til kanna betur ástand og öryggi Böggvisstaðaskála.

Byggðaráð - 1046. fundur - 27.10.2022

Á 1037. fundi byggðaráðs þann 8. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið sátu fundinn áfram Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri Framkvæmdaviðs , og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar. Á 342. fundi sveitarstjórnar þann 15. febrúar 2022 var eftirfarandi bókað: Á 368. fundi umhverfisráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:Í starfs- og fjárhagsáætlun framkvæmdasviðs 2022 er gert ráð fyrir að Böggvisstaðaskáli verði aflagður sem geymsluhús og rifinn. Taka þarf ákvörðun um framkvæmd málsins en framkvæmdin er á herðum EF-deildar. Sækja þarf um byggingarleyfi til að láta rífa húsið. Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Böggvisstaðaskáli verði rifinn og felur sviðsstjóra að sækja um heimild til framkvæmdarinnar. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að Böggvisstaðaskáli verði rifinn og að sviðsstjóra framkvæmdasviðs sé falið að sækja um heimild til framkvæmdarinnar. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig afgreiðsla byggingafulltrúa á umsókn sviðsstjóra framkvæmdasviðs um leyfi til að rífa Böggvisstaðaskála og var það samþykkt á fundi þann 18. febrúar sl. Bjarni Daníel og Helga Íris viku af fundi kl.14:14. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Framkvæmdasviði að fá fagaðila til kanna betur ástand og öryggi Böggvisstaðaskála. "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi úttekt Eflu á Böggvisstaðaskála, dagsett þann 10. október sl., og tillögur Freys Antonssonar að skilmálum og gjaldskrá varðandi skálann, sbr. rafpóstur dagsettur þann 23.10.2022.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að heimild til niðurrifs á Böggvisstaðaskála verði afturkölluð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Böggvisstaðaskáli verði leigður áfram út með nýju fyrirkomulagi og verðskrá til reynslu þar til annað verður þá ákveðið. Tillögur Freys Antonssonar verði hafðar til hliðsjónar og framkvæmdasviði verði falið að leggja fyrir byggðaráð nánari útfærslu á fyrirkomulagi og tillögu að verðskrá.

Sveitarstjórn - 351. fundur - 01.11.2022

Á 1046. fundi byggðaráðs þann 27. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1037. fundi byggðaráðs þann 8. september sl. var eftirfarandi bókað: Undir þessum lið sátu fundinn áfram Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri Framkvæmdaviðs , og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar. Á 342. fundi sveitarstjórnar þann 15. febrúar 2022 var eftirfarandi bókað: Á 368. fundi umhverfisráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:Í starfs- og fjárhagsáætlun framkvæmdasviðs 2022 er gert ráð fyrir að Böggvisstaðaskáli verði aflagður sem geymsluhús og rifinn. Taka þarf ákvörðun um framkvæmd málsins en framkvæmdin er á herðum EF-deildar. Sækja þarf um byggingarleyfi til að láta rífa húsið. Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Böggvisstaðaskáli verði rifinn og felur sviðsstjóra að sækja um heimild til framkvæmdarinnar. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að Böggvisstaðaskáli verði rifinn og að sviðsstjóra framkvæmdasviðs sé falið að sækja um heimild til framkvæmdarinnar. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig afgreiðsla byggingafulltrúa á umsókn sviðsstjóra framkvæmdasviðs um leyfi til að rífa Böggvisstaðaskála og var það samþykkt á fundi þann 18. febrúar sl. Bjarni Daníel og Helga Íris viku af fundi kl.14:14. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Framkvæmdasviði að fá fagaðila til kanna betur ástand og öryggi Böggvisstaðaskála. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi úttekt Eflu á Böggvisstaðaskála, dagsett þann 10. október sl., og tillögur Freys Antonssonar að skilmálum og gjaldskrá varðandi skálann, sbr. rafpóstur dagsettur þann 23.10.2022.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að heimild til niðurrifs á Böggvisstaðaskála verði afturkölluð. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Böggvisstaðaskáli verði leigður áfram út með nýju fyrirkomulagi og verðskrá til reynslu þar til annað verður þá ákveðið. Tillögur Freys Antonssonar verði hafðar til hliðsjónar og framkvæmdasviði verði falið að leggja fyrir byggðaráð nánari útfærslu á fyrirkomulagi og tillögu að verðskrá."
Til máls tóku:
Helgi Einarsson.
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að afturkalla heimild til niðurrifs á Böggvisstaðaskála.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að Böggvisstaðaskáli verði leigður áfram út með nýju fyrirkomulagi og verðskrá til reynslu þar til annað verður ákveðið.

Byggðaráð - 1048. fundur - 17.11.2022

Á 351. fundi sveitarstjórnar þann 1. nóvember sl. var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi úttekt Eflu á Böggvisstaðaskála, dagsett þann 10. október sl., og tillögur Freys Antonssonar að skilmálum og gjaldskrá varðandi skálann, sbr. rafpóstur dagsettur þann 23.10.2022.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að heimild til niðurrifs á Böggvisstaðaskála verði afturkölluð. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Böggvisstaðaskáli verði leigður áfram út með nýju fyrirkomulagi og verðskrá til reynslu þar til annað verður þá ákveðið. Tillögur Freys Antonssonar verði hafðar til hliðsjónar og framkvæmdasviði verði falið að leggja fyrir byggðaráð nánari útfærslu á fyrirkomulagi og tillögu að verðskrá.Til máls tóku: Helgi Einarsson. Freyr Antonsson. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að afturkalla heimild til niðurrifs á Böggvisstaðaskála. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að Böggvisstaðaskáli verði leigður áfram út með nýju fyrirkomulagi og verðskrá til reynslu þar til annað verður ákveðið."
Frestað.

Byggðaráð - 1049. fundur - 24.11.2022

Á 1048. fundi byggðaráðs þann 17. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 351. fundi sveitarstjórnar þann 1. nóvember sl. var meðal annars eftirfarandi bókað: Með fundarboði byggðaráðs fylgdi úttekt Eflu á Böggvisstaðaskála, dagsett þann 10. október sl., og tillögur Freys Antonssonar að skilmálum og gjaldskrá varðandi skálann, sbr. rafpóstur dagsettur þann 23.10.2022.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að heimild til niðurrifs á Böggvisstaðaskála verði afturkölluð. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Böggvisstaðaskáli verði leigður áfram út með nýju fyrirkomulagi og verðskrá til reynslu þar til annað verður þá ákveðið. Tillögur Freys Antonssonar verði hafðar til hliðsjónar og framkvæmdasviði verði falið að leggja fyrir byggðaráð nánari útfærslu á fyrirkomulagi og tillögu að verðskrá.Til máls tóku: Helgi Einarsson. Freyr Antonsson. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að afturkalla heimild til niðurrifs á Böggvisstaðaskála. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að Böggvisstaðaskáli verði leigður áfram út með nýju fyrirkomulagi og verðskrá til reynslu þar til annað verður ákveðið.Frestað."

Á fundinum var kynntur rafpóstur frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs, dagsettur þann 24 nóvember, þar sem fram kemur að meðfylgjandi eru drög að leigusamningi. Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar muni siðan útbúa almennar umgengisreglur sem hengdar verðar upp í skálanum og eru fylgiskjal með leigusamningi.

Umfjöllun um tillögu að gjaldskrá má sjá undir máli 202208116 hér að ofan.
Byggðaráð samþykkir samhljóða ofangreinda tillögu að leigusamningi með þeim breytingum að innheimtuferli verði í samræmi við breytingar á gjaldskrá.

Sveitarstjórn - 352. fundur - 29.11.2022

Á 1049. fundi byggðaráðs þann 24. nóvember sl. var til umfjöllunar tillaga frá framkvæmdasviði að leigusamningi vegna Böggvisstaðaskála. Byggðaráð samþykkti samhljóða tillöguna með þeim breytingum að innheimtuferli verði breytt i samræmi við gjaldskrá.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að leigusamningi með þeirri breytingu að innheimtuferlið verði í samræmi við gjaldskrá.