Byggðaráð

1037. fundur 08. september 2022 kl. 13:15 - 17:27 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Nýtt starf á Eigna- og framkvæmdadeild v. Dalvíkurskóla o.fl.

Málsnúmer 202208067Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gisli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, Friðrik Arnarsson, skólastjóri Dalvíkurskóla, og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kl. 13:15.

Á 1036. fundi byggðaráðs þann 1. september sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
" Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillögur frá sviðsstjórum fræðslu- og menningarsviðs og framkvæmdaviðs:
Minnisblað með tillögu að 100% starfi í Dalvíkurskóla.
Drög að starfslýsingu, byggt á tillögu frá skólastjóra Dalvíkurskóla.
Þarfagreining verkefna.

Friðrik, Helga Íris, Gísli og Bjarni Daníel viku af fundi kl. 15:09.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá eftirtaldar upplýsingar og gögn fyrir næsta fund byggðaráðs: Kostnaðargreiningu; launakostnaður, akstur, rekstur bifreiðar, viðbótarkostnað miðað við 100% starf. Starfslýsing; sundurliðun á verkefnum í Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og félagsheimilinu Árskógi. Byggðaráð óskar eftir að fá lokatillögur frá framkvæmdasviði og fræðslu- og menningarsviði hvað varðar ofangreint inn á næsta fund."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirtalin gögn:

Minnisblað, dagsett þann 7. septmber sl.- framhald á eldra minnisblaði.
Útreikningar launafulltrúa varðandi launakostnað.
Samantekt og greining sviðsstjóra á kostnaði vegna launa og bifreiðar.
Yfirfarin starfslýsing; þar sem fram kemur sundurgreining hvaða verkefni á að vinna a) í Dalvíkurskóla, b) í Árskógarskóla, c) í félagsheimilinu Árskógi, d) sem sameiginleg verkefni á starfsstövðum Árskógar- og Dalvíkurskóla og e) sérstaklega í Dalvíkurskóla.

Til umræðu ofangreint.

Gísli og Friðrik viku af fundi kl. 13:53.
Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að samþykkja ofangreinda tillögu um nýtt 100% starf húsvarðar við Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og félagsheimilið Árskóg, Felix Rafn greiðir atkvæði á móti.

Felix Rafn Felixson leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd lista Framsóknar og félagshyggjufólks:
Við viljum benda á að tvær þarfagreiningar liggja fyrir á störfum sem áður voru á höndum húsvarðar í Dalvíkurskóla. Önnur var gerð 2019 og sú seinni var gerð haustið 2021, í samráði við stjórnendur, kennara og starfsfólk Dalvíkurskóla. Heimild var frá upphafi fyrir hálfu stöðugildi til að vinna afmörkuð störf til að létta undir daglegri starfsemi skólans en var ekki nýtt. Eftir seinni þarfagreininguna var sett í fjárhagsáætlun fjármagn fyrir 63% starf sem ráðið var í síðasta haust. Sú fjárheimild er enn í gildi en ekki var ráðið aftur í stöðuna þegar starfsmaður sem ráðinn var síðasta haust sagði upp í apríl á þessum ári og lét af störfum við skólalok í vor.
Við hvetjum skólastjóra til að ráða í þá stöðu sem nú þegar er í fjárhagsáætlun sem allra fyrst til að leysa þau störf sem þarf að vinna samkvæmt starfslýsingu.
Brýnum verkefnum sem vinna þarf þangað til að starfsmaður verði ráðinn er hægt að útvista til að þetta mál tefji ekki fyrir eða hindri almennt skólastarf.
Framundan er vinna við fjárhagsáætlun næsta árs og því telur listi Framsóknar og félagshyggjufólks ekki tímabært að auka við fjármagn í eina stofnun á þessum tímapunkti þegar vitað er að stofnanir sveitarfélagins þurfa að horfa í hverja krónu við fjárhagsáætlungerðina.

2.Böggvisstaðaskáli - niðurrif skv. starfs- og fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 202201047Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu fundinn áfram Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri Framkvæmdaviðs , og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar.

Á 342. fundi sveitarstjórnar þann 15. febrúar 2022 var eftirfarandi bókað:
"Á 368. fundi umhverfisráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:Í starfs- og fjárhagsáætlun framkvæmdasviðs 2022 er gert ráð fyrir að Böggvisstaðaskáli verði aflagður sem geymsluhús og rifinn. Taka þarf ákvörðun um framkvæmd málsins en framkvæmdin er á herðum EF-deildar. Sækja þarf um byggingarleyfi til að láta rífa húsið. Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Böggvisstaðaskáli verði rifinn og felur sviðsstjóra að sækja um heimild til framkvæmdarinnar. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að Böggvisstaðaskáli verði rifinn og að sviðsstjóra framkvæmdasviðs sé falið að sækja um heimild til framkvæmdarinnar.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig afgreiðsla byggingafulltrúa á umsókn sviðsstjóra framkvæmdasviðs um leyfi til að rífa Böggvisstaðaskála og var það samþykkt á fundi þann 18. febrúar sl.

Bjarni Daníel og Helga Íris viku af fundi kl.14:14.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Framkvæmdasviði að fá fagaðila til kanna betur ástand og öryggi Böggvisstaðaskála.

3.Umdæmisráð barnaverndar

Málsnúmer 202202044Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs kl. 14:14.

Á 348. fundi sveitarstjórnar þann 6. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1036. fundi byggðaráðs þann 1. september sl. var eftirfarandi bókað: Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rafpóstur dagsettur þann 26. ágúst sl., þar sem fram kemur að í framhaldi af kynningarfundi um innleiðingu á nýjum barnaverndarlögum sem haldinn var 24. ágúst sl. var ákveðið í lok fundar að bjóða sveitarfélögum á landsbyggðinni að taka þátt í undirbúningi að umdæmisráði barnaverndar. Fyrirhugað er að halda fund á Teams föstudaginn 2. september kl. 11.00. Nánari upplýsingar er að finna í meðfylgjandi bréfi Júlíu Sæmundsdóttur, félagsmálastjóra Múlaþings. Fram kemur í bréfi frá félagsmálastjóra Múlaþings að allt bendi til þess að stofnsett verði þrjú umdæmisráð barnaverndar á landinu; eitt í Reykjavík, eitt á höfuðborgarsvæðinu og það þriðja á landsvísu. Þetta erindi er vegna stofnunar umdæmisráðs á landsvísu og þvi öllum sveitarfélögum frjálst að gerast stofnaðilar ráðsins. Öll sveitarfélög eiga að hafa skipað umdæmisráð fyrir 1. október nk. og geta ekki sótt um undanþágu til að setja á stofn barnaverndarþjónustu undir 6000 íbúa markinu fyrr en að umdæmisráð hefur verið skipað og tilkynnig borist ráðuneyti. Boðað er til TEAMS fundar föstudaginn 2. september 2022 kl. 11:00. Æskilegt er að sveitarstjórar ásamt stjórnendum velferðarþjónustu þeirra sveitarfélaga sem hafa áhuga á þátttöku í umdæmisráði á landsvísu mæti á fundinn. Lagt fram til kynningar. Með fundarboð byggðaráðs fylgdu drög að samningi um sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar, ásamt viðauka II, og drög að erindisbréfi fyrir valnefnd.Til máls tóku: Freyr Antonsson, forseti. Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fela byggðaráði fullnaðarafgreiðslu á málinu og sveitarstjórn hvetur félagsmálaráð til að taka erindið fyrir á fundi sínum á fimmtudaginn. "

Sveitarstjóri, sviðsstjóri félagsmálasviðs og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir ofangreindum fundi á TEAMS þann 2. september sk. og svo aftur í gær.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu uppfærð drög að:
Samningi um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni.
Viðauka II við samninginn.
Erindisbréfi valnefndar, viðauki I.

Eyrún vék af fundi kl. 14:27.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð standi að sameiginlegu umdæmisráði barnaverndar með öðrum sveitarfélögum á landsbyggðinni líkt og lagt er til í erindinu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög ásamt viðauka I og II. Byggðaráð vill þó koma því á framfæri hvað varðar greiðslur og þóknanir hvort samræmd viðmið ættu ekki að liggja fyrir frá ráðuneytinu fyrir umdæmisráð barnaverndar heilt yfir. Byggðaráð veitir sveitarstjóra umboð til að vinna að framgangi málsins við undirbúning og gerð samnings.

4.Stöðumat janúar - júlí 2022; skil frá stjórnendum.

Málsnúmer 202208115Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir skil stjórnenda hvað varðar stöðumat janúar - júlí 2022, samanburður á bókfærðri stöðu við fjárhagsáætlun.
Lagt fram til kynningar.

5.Fjárhagsáætlun 2022; heildarviðauki II

Málsnúmer 202209014Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2022 ásamt minnisblaði sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 6. september sl.
Fram kemur að búið er að setja inn alla viðauka sem gerðar hafa verið og/eða samþykktir á árinu 2022 samkvæmt töflu í minnisblaðinu. Íbúatala í Dalvíkurbyggð er sett inn miðað við stöðuna 05.09.2022 sem er 1899. Áætluð verðbólga árið 2022 er hækkuð úr 5,9% í 7,5% samkvæmt Þjóðhagsspá.

Áætluð rekstrarniðurstaða A- og B- hluta er tap kr. -77.958.000.
Áætluð rekstrarniðurstaða A- hluta (Aðalsjóðs og Eignasjóðs) er tap kr. -74.110.000.

Upprunaleg áætlun 2022 fyrir A- og B- hluta gerði ráð fyrir tapi kr. -9.068.000. Heildarviðauki I 2022 gerði ráð fyrir tapi að upphæð kr. -35.123.000.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2022 og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

6.Starfs- og fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026

Málsnúmer 202204134Vakta málsnúmer

a) Forsendur með fjárhagsáætlun 2023

Á fundi byggðaráðs þann 1. september sl. voru kynnt fyrstu drög að forsendum Dalvíkurbyggðar með fjárhagsáætlun 2023. Drögin voru lögð fram til kynningar og vísað til umfjöllunar og afgreiðslu á næsta fundi byggðaráðs.Meðfylgjandi eru uppfærð drög að forsendum frá síðasta fundi.


b) Tillaga að fjárhagsramma 2023 #2

Á fundi byggðaráðs þann 1. september sl. voru kynnt fyrstu drög að fjárhagsramma fyrir árið 2023 vegna vinnu við fjárhagsáætlun. Drögin voru lögð fram og næstu drögum vísað til umfjöllunar og afgreiðslu byggðaráðs.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga #2 að fjárhagsramma 2023. Drögin byggja á fyrirliggjandi fjárhagsgáætlun 2022 með viðaukum en búið er að taka út þá viðauka er varða eingöngu árið 2022 sem og að taka inn eða út einskiptisaðgerðir sem vitað er um. Afskriftir og vextir hafa verið uppfærðir í grunninn þannig að ramminn 2023 byggi sem best á réttum áætlunargrunni 2022.
Jafnframt fylgja með til upplýsingar fyrsta keyrsla að launaáætlun 2023 niður á deildir, rekstrarreikningur 2023 skv. fjárhagsramma og yfirlit yfir viðauka 2022 og breytingar á áætlunargrunni.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að forsendum við fjárhagsáætlun 2023; drög #2
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu #2 að fjárhagsaramma 2023 með þeirri breytingu að bætt verði við rammann 20 m.kr. í málaflokk 09 vegna gerð aðalskipulags og deiliskipulaga.

7.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Nýir samþykktir kjarasamningar

Málsnúmer 202209022Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 5. september sl., þar sem fram kemur að félagsmenn í Skólastjórafélagi Íslands, Félagi stjórnenda leikskóla og LSS vegna stjórnenda slökkviliða hafa samþykkt nýja kjarasamninga og upplýsingar um hvar er hægt að nálagst þessa samninga.

Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir starfs- og kjaranefndar 2022; fundargerð frá 06.09.2022

Málsnúmer 202201039Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir fundi starfs- og kjaranefndar þann 6. september sl.
Lagt fram til kynningar.

9.Heimsókn frá bæjarlögmanni - ýmis lögfræðimál

Málsnúmer 202209023Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson, lögmaður Dalvíkurbyggðar frá PACTA.

Á fundinum fór Ásgeir Örn þau verkefni sem PACTA vinnur að fyrir Dalvíkurbyggð.

Ásgeir Örn vék af fundi kl. 15:46.
Byggðaráð þakkar Ásgeiri Erni kærlega fyrir komuna og kynninguna.

Fundi slitið - kl. 17:27.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs