Á 1052. fundi byggðaráðs þann 15. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, og Þórhalla Karlsdóttir, umsjónarþroskaþjálfi, komu inn á fundinn undir þessum lið kl. 15:24. Á 1051. fundi byggðaráðs þann 8. desember sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið koma á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 14:50. Á 1050. fundi byggðaráðs þann 1. desember sl. upplýsti sveitarstjóri um gang mála hvað varðar viðræður við nágrannasveitarfélögin um barnaverndarþjónustu. Sveitarstjóri og sviðsstjóri félagsmálasviðs gerðu grein fyrir gangi mála á milli funda hvað varðar samstarf um barnaverndarþjónustuna. Einnig var farið yfir á fundinum þá stöðu sem upp er komin varðandi umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni vegna efnislegra breytinga sem gerðar hafa verið á samningsdrögum og þá óvissu sem upp er komin. Eyrún vék af fundi kl. 15:17.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra félagsmálasviðs að vinna áfram að verkefninu og eiga umrædda fundi með nágrannasveitarfélögunum. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að óska eftir fundi með aðildarsveitarfélögum og óska skýringa á efnislegum breytingum á samningsdrögum. "
a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá velferðarsviði Akureyrarbæjar fyrir hönd valnefndar, dagsettur þann 13. desember sl., þar sem eru meðfylgjandi eftirfarandi gögn; 1. Fyrri samningurinn ásamt viðauka sem lá fyrir í byrjun september. Leið 2 2. Núverandi samningur sem valnefndin hefur lagt fram með þeim breytingum (gullituðum) sem gerðar voru eftir þeim athugasemdum sem bárust á fundinum þann 9. desember sl. auk verklagsreglna sem fylgja samningnum. Leið 1 3. Excel skjal til að reikna út hlut hvers og eins sveitarfélags með annars vegar leið 1 (valnefndarsamningur) og hins vegar leið 2 (fyrri samningur) 4. samantekt frá fundinum þann 9. desember sl. Óskað er eftir að hvert sveitarfélagið greiði eitt atkvæði á netfang formanns valnefndar fyrir lok fimmtudagins 15. desember nk. um leið 1 eða leið 2. Litið er svo á að þeir sem ekki svara séu að samþykkja samning valnefndar Leið 1.
b) Bréf dagsett þann 13. desember sl. frá innviðaráðuneytinu og mennta- og barnamálaráðuneytinu er varðar breytingar um áramót á barnaverndarþjónustu og umdæmisráð barnaverndar og þær breytinga sem gera þarf á stjórnsýslu og samþykkt um stjórn sveitarfélaga, einkum hvað varðar framsetningu á valdframsali til tilgreindra starfsmanna barnaverndarþjónustu, til fullnaðarafgreiðslu mála og eftir atvikum samninga um samvinnu sveitarfélaga um barnaverndarþjónustu. Í bréfinu er að finna leiðbeiningar um hvaða og hvernig breytingar þarf að gera á samþykkt um stjórn sveitarfélaga eftir því sem við á.
c) Barnaverndarþjónusta frá 1.1.2023.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að fara leið 1. Tekið er undir ábendingar Húnaþings Vestra varðandi eftirfarandi: 1. Endurskoðunarákvæði verði skýrt og verði eitt ár. 2. Vald valnefndar til að gera breytingar á kjörum ráðsmanna verði tekið út og kjörin þá ekki endurskoðuð fyrr en samningurinn verði endurskoðaður. Næsti fundur sveitarstjórnar er nk. þriðjudag þar sem verður jafnframt lagt til að sveitarstjóri fái umboð til að undirrita samninginn.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn eftirfarandi hvað varðar framsal á valdi til fullnaðarafgreiðslu mála samkvæmt barnaverndarlögum: Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkir á grundvelli 3. mgr., 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, að veita þar til greindum starfsmönnum barnaverndarþjónustu Dalvíkurbyggðar fullt umboð til fullnaðarafgreiðslu barnaverndarmála.
frá og með 1. janúar 2023, þegar eldri barnaverndarnefndir láta af störfum. Um er að ræða umboð til könnunar, meðferðar og ákvörðunartöku í einstökum barnaverndarmálum og öðrum málum þar sem barnaverndarþjónusta fer lögum samkvæmt með ákvörðunarvald. Umboðið nær til sviðsstjóra félagsmálasviðs, ráðgjafa félagsmálasviðs, félagsráðgjafa félagsmálasviðs og lögfræðings barnaverndarþjónustu.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að óska eftir samstarfi við Akureyrarbæ sem leiðandi sveitarfélag um barnaverndarþjónustu frá og með 1.1.2023 til eins árs. Fyrirkomulagið yrði metið og endurskoðað fyrir lok næsta árs."