Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Umdæmisráð barnaverndar

Málsnúmer 202202044

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1036. fundur - 01.09.2022

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rafpóstur dagsettur þann 26. ágúst sl., þar sem fram kemur að í framhaldi af kynningarfundi um innleiðingu á nýjum barnaverndarlögum sem haldinn var 24. ágúst sl. var ákveðið í lok fundar að bjóða sveitarfélögum á landsbyggðinni að taka þátt í undirbúningi að umdæmisráði barnaverndar. Fyrirhugað er að halda fund á Teams föstudaginn 2. september kl. 11.00. Nánari upplýsingar er að finna í meðfylgjandi bréfi Júlíu Sæmundsdóttur, félagsmálastjóra Múlaþings.

Fram kemur í bréfi frá félagsmálastjóra Múlaþings að allt bendi til þess að stofnsett verði þrjú umdæmisráð barnaverndar á landinu; eitt í Reykjavík, eitt á höfuðborgarsvæðinu og það þriðja á landsvísu. Þetta erindi er vegna stofnunar umdæmisráðs á landsvísu og þvi öllum sveitarfélögum frjást að gerast stofnaðilar ráðsins. Öll sveitarfélög eiga að hafa skipað umdæmisráð fyrir 1. október nk. og geta ekki sótt um undanþágu til að setja á stofn barnaverndarþjónustu undir 6000 íbúa markinu fyrr en að umdæmisráð hefur verið skipað og tilkynnig borist ráðuneyti. Boðað er til TEAMS fundar föstudaginn 2. september 2022 kl. 11:00. Æskilegt er að sveitarstjórar ásamt stjórnendum velferðarþjónustu þeirra sveitarfélaga sem hafa áhuga á þátttöku í umdæmisráði á landsvísu mæti á fundinn.
Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn - 348. fundur - 06.09.2022

Á 1036. fundi byggðaráðs þann 1. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rafpóstur dagsettur þann 26. ágúst sl., þar sem fram kemur að í framhaldi af kynningarfundi um innleiðingu á nýjum barnaverndarlögum sem haldinn var 24. ágúst sl. var ákveðið í lok fundar að bjóða sveitarfélögum á landsbyggðinni að taka þátt í undirbúningi að umdæmisráði barnaverndar. Fyrirhugað er að halda fund á Teams föstudaginn 2. september kl. 11.00. Nánari upplýsingar er að finna í meðfylgjandi bréfi Júlíu Sæmundsdóttur, félagsmálastjóra Múlaþings. Fram kemur í bréfi frá félagsmálastjóra Múlaþings að allt bendi til þess að stofnsett verði þrjú umdæmisráð barnaverndar á landinu; eitt í Reykjavík, eitt á höfuðborgarsvæðinu og það þriðja á landsvísu. Þetta erindi er vegna stofnunar umdæmisráðs á landsvísu og þvi öllum sveitarfélögum frjást að gerast stofnaðilar ráðsins. Öll sveitarfélög eiga að hafa skipað umdæmisráð fyrir 1. október nk. og geta ekki sótt um undanþágu til að setja á stofn barnaverndarþjónustu undir 6000 íbúa markinu fyrr en að umdæmisráð hefur verið skipað og tilkynnig borist ráðuneyti. Boðað er til TEAMS fundar föstudaginn 2. september 2022 kl. 11:00. Æskilegt er að sveitarstjórar ásamt stjórnendum velferðarþjónustu þeirra sveitarfélaga sem hafa áhuga á þátttöku í umdæmisráði á landsvísu mæti á fundinn. Lagt fram til kynningar."

Með fundarboð byggðaráðs fylgdu drög að samningi um sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar, ásamt viðauka II, og drög að erindisbréfi fyrir valnefnd.
Til máls tóku:
Freyr Antonsson, forseti.
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fela byggðaráði fullnaðarafgreiðslu á málinu og sveitarstjórn hvetur félagsmálaráð til að taka erindið fyrir á fundi sínum á fimmtudaginn.

Félagsmálaráð - 260. fundur - 08.09.2022

Tekið fyrir erindi dags. 01.02.2022 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, auk rafpósts frá 02.09.2022 um umdæmisráð á landsvísu, frá Júlíu Sæmundsdóttur, félagsmálastjóra félagsþjónustu Múlaþings.
Málið var tekið fyrir á fundi byggðaráðs dags. 01.09.2022, á 1.036. fundi. Þar var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rafpóstur dagsettur þann 26. ágúst sl., þar sem fram kemur að í framhaldi af kynningarfundi um innleiðingu á nýjum barnaverndarlögum sem haldinn var 24. ágúst sl. var ákveðið í lok fundar að bjóða sveitarfélögum á landsbyggðinni að taka þátt í undirbúningi að umdæmisráði barnaverndar. Fyrirhugað er að halda fund á Teams föstudaginn 2. september kl. 11.00. Nánari upplýsingar er að finna í meðfylgjandi bréfi Júlíu Sæmundsdóttur, félagsmálastjóra Múlaþings. Fram kemur í bréfi frá félagsmálastjóra Múlaþings að allt bendi til þess að stofnsett verði þrjú umdæmisráð barnaverndar á landinu; eitt í Reykjavík, eitt á höfuðborgarsvæðinu og það þriðja á landsvísu. Þetta erindi er vegna stofnunar umdæmisráðs á landsvísu og þvi öllum sveitarfélögum frjást að gerast stofnaðilar ráðsins. Öll sveitarfélög eiga að hafa skipað umdæmisráð fyrir 1. október nk. og geta ekki sótt um undanþágu til að setja á stofn barnaverndarþjónustu undir 6000 íbúa markinu fyrr en að umdæmisráð hefur verið skipað og tilkynnig borist ráðuneyti. Boðað er til TEAMS fundar föstudaginn 2. september 2022 kl. 11:00. Æskilegt er að sveitarstjórar ásamt stjórnendum velferðarþjónustu þeirra sveitarfélaga sem hafa áhuga á þátttöku í umdæmisráði á landsvísu mæti á fundinn. Lagt fram til kynningar." Með fundarboð byggðaráðs fylgdu drög að samningi um sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar, ásamt viðauka II, og drög að erindisbréfi fyrir valnefnd.

Til máls tóku: Freyr Antonsson, forseti. Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fela byggðaráði fullnaðarafgreiðslu á málinu og sveitarstjórn hvetur félagsmálaráð til að taka erindið fyrir á fundi sínum á fimmtudaginn.

Samþykkt
Félagsmálaráð hvetur byggðarráð til samninga um að reka saman umdæmisráð barnaverndar á landsvísu.

Byggðaráð - 1037. fundur - 08.09.2022

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs kl. 14:14.

Á 348. fundi sveitarstjórnar þann 6. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1036. fundi byggðaráðs þann 1. september sl. var eftirfarandi bókað: Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rafpóstur dagsettur þann 26. ágúst sl., þar sem fram kemur að í framhaldi af kynningarfundi um innleiðingu á nýjum barnaverndarlögum sem haldinn var 24. ágúst sl. var ákveðið í lok fundar að bjóða sveitarfélögum á landsbyggðinni að taka þátt í undirbúningi að umdæmisráði barnaverndar. Fyrirhugað er að halda fund á Teams föstudaginn 2. september kl. 11.00. Nánari upplýsingar er að finna í meðfylgjandi bréfi Júlíu Sæmundsdóttur, félagsmálastjóra Múlaþings. Fram kemur í bréfi frá félagsmálastjóra Múlaþings að allt bendi til þess að stofnsett verði þrjú umdæmisráð barnaverndar á landinu; eitt í Reykjavík, eitt á höfuðborgarsvæðinu og það þriðja á landsvísu. Þetta erindi er vegna stofnunar umdæmisráðs á landsvísu og þvi öllum sveitarfélögum frjálst að gerast stofnaðilar ráðsins. Öll sveitarfélög eiga að hafa skipað umdæmisráð fyrir 1. október nk. og geta ekki sótt um undanþágu til að setja á stofn barnaverndarþjónustu undir 6000 íbúa markinu fyrr en að umdæmisráð hefur verið skipað og tilkynnig borist ráðuneyti. Boðað er til TEAMS fundar föstudaginn 2. september 2022 kl. 11:00. Æskilegt er að sveitarstjórar ásamt stjórnendum velferðarþjónustu þeirra sveitarfélaga sem hafa áhuga á þátttöku í umdæmisráði á landsvísu mæti á fundinn. Lagt fram til kynningar. Með fundarboð byggðaráðs fylgdu drög að samningi um sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar, ásamt viðauka II, og drög að erindisbréfi fyrir valnefnd.Til máls tóku: Freyr Antonsson, forseti. Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fela byggðaráði fullnaðarafgreiðslu á málinu og sveitarstjórn hvetur félagsmálaráð til að taka erindið fyrir á fundi sínum á fimmtudaginn. "

Sveitarstjóri, sviðsstjóri félagsmálasviðs og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir ofangreindum fundi á TEAMS þann 2. september sk. og svo aftur í gær.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu uppfærð drög að:
Samningi um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni.
Viðauka II við samninginn.
Erindisbréfi valnefndar, viðauki I.

Eyrún vék af fundi kl. 14:27.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð standi að sameiginlegu umdæmisráði barnaverndar með öðrum sveitarfélögum á landsbyggðinni líkt og lagt er til í erindinu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög ásamt viðauka I og II. Byggðaráð vill þó koma því á framfæri hvað varðar greiðslur og þóknanir hvort samræmd viðmið ættu ekki að liggja fyrir frá ráðuneytinu fyrir umdæmisráð barnaverndar heilt yfir. Byggðaráð veitir sveitarstjóra umboð til að vinna að framgangi málsins við undirbúning og gerð samnings.

Byggðaráð - 1040. fundur - 06.10.2022

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 14:30.


Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi sviðsstjóra félagsmálasviðs Dalvíkurbyggðar og Hjartar Hjartarsonar, deildarstjóra félagsmáladeildar Fjallabyggðar, dagsett þann 3. október 2022, til bæjar- og byggðaráðs Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar er varðar breytt skipulag barnaverndar.

Í erindinu er lagt til að hafnar verði viðræður við nágrannasveitarfélögin um fyrirkomulag, framkvæmd og rekstur barnaverndarþjónustu. Nú liggur fyrir samþykkt Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um aðild að sameiginlegu umdæmisráði barnaverndar á landsbyggðinni. Næsta skref er að taka ákvörðun um fyrirkomulag barnaverndþjónustu sveitarfélaganna samkvæmt 11. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.Ákvæði barnaverndarlaga kveða á um að baki hverrar barnaverndarþjónustu skulu vera í það minnsta 6.000 íbúar, nema veitt verði undanþága að uppfylltum sérstökum skilyrðum. Þetta þýðir að Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð þurfa að huga að samvinnu við önnur sveitarfélög um verkefnið eða óska eftir undanþágu frá íbúalágmarkinu. Dalvíkurbyggð hefur frá árinu 2002 verið í farsælu samstarfi við Fjallabyggð um rekstur á sameiginlegri barnaverndarnefnd. Íbúatala Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar nær ekki tilskyldu lágmarki laganna en til greina kemur að sveitarfélögin sæki sameiginlega um undanþágu frá íbúalágmarkinu. Áður en til þess kemur er ráðlegt að óska eftir viðræðum við nágrannasveitarfélögin.

Á fundinum kom einnig fram að bæjarráð Fjallabyggðar hefur fjallað um ofangreint erindi á fundi sínum þann 4. október sl. þar sem bókað var að félagsmálastjóra Fjallabyggðar er falið að koma fram fyrir hönd sveitarfélagsins í viðræðum við nágrannasveitarfélög.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra félagsmálasviðs að koma fram fyrir hönd Dalvíkurbyggðar í viðræðum við nágrannasveitarfélögin.

Sveitarstjórn - 350. fundur - 18.10.2022

Á 1040. fundi byggðaráðs þann 6. október 2022 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 14:30. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi sviðsstjóra félagsmálasviðs Dalvíkurbyggðar og Hjartar Hjartarsonar, deildarstjóra félagsmáladeildar Fjallabyggðar, dagsett þann 3. október 2022, til bæjar- og byggðaráðs Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar er varðar breytt skipulag barnaverndar. Í erindinu er lagt til að hafnar verði viðræður við nágrannasveitarfélögin um fyrirkomulag, framkvæmd og rekstur barnaverndarþjónustu. Nú liggur fyrir samþykkt Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um aðild að sameiginlegu umdæmisráði barnaverndar á landsbyggðinni. Næsta skref er að taka ákvörðun um fyrirkomulag barnaverndþjónustu sveitarfélaganna samkvæmt 11. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.Ákvæði barnaverndarlaga kveða á um að baki hverrar barnaverndarþjónustu skulu vera í það minnsta 6.000 íbúar, nema veitt verði undanþága að uppfylltum sérstökum skilyrðum. Þetta þýðir að Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð þurfa að huga að samvinnu við önnur sveitarfélög um verkefnið eða óska eftir undanþágu frá íbúalágmarkinu. Dalvíkurbyggð hefur frá árinu 2002 verið í farsælu samstarfi við Fjallabyggð um rekstur á sameiginlegri barnaverndarnefnd. Íbúatala Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar nær ekki tilskyldu lágmarki laganna en til greina kemur að sveitarfélögin sæki sameiginlega um undanþágu frá íbúalágmarkinu. Áður en til þess kemur er ráðlegt að óska eftir viðræðum við nágrannasveitarfélögin. Á fundinum kom einnig fram að bæjarráð Fjallabyggðar hefur fjallað um ofangreint erindi á fundi sínum þann 4. október sl. þar sem bókað var að félagsmálastjóra Fjallabyggðar er falið að koma fram fyrir hönd sveitarfélagsins í viðræðum við nágrannasveitarfélög.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra félagsmálasviðs að koma fram fyrir hönd Dalvíkurbyggðar í viðræðum við nágrannasveitarfélögin."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra félagsmálasviðs að koma fram fyrir hönd Dalvíkurbyggðar í viðræðum við nágrannasveitarfélögin um barnaverndaþjónustu.

Byggðaráð - 1048. fundur - 17.11.2022

Á 350. fundi sveitarstjórnar þann 18. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1040. fundi byggðaráðs þann 6. október 2022 var eftirfarandi bókað: Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 14:30. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi sviðsstjóra félagsmálasviðs Dalvíkurbyggðar og Hjartar Hjartarsonar, deildarstjóra félagsmáladeildar Fjallabyggðar, dagsett þann 3. október 2022, til bæjar- og byggðaráðs Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar er varðar breytt skipulag barnaverndar. Í erindinu er lagt til að hafnar verði viðræður við nágrannasveitarfélögin um fyrirkomulag, framkvæmd og rekstur barnaverndarþjónustu. Nú liggur fyrir samþykkt Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um aðild að sameiginlegu umdæmisráði barnaverndar á landsbyggðinni. Næsta skref er að taka ákvörðun um fyrirkomulag barnaverndþjónustu sveitarfélaganna samkvæmt 11. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.Ákvæði barnaverndarlaga kveða á um að baki hverrar barnaverndarþjónustu skulu vera í það minnsta 6.000 íbúar, nema veitt verði undanþága að uppfylltum sérstökum skilyrðum. Þetta þýðir að Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð þurfa að huga að samvinnu við önnur sveitarfélög um verkefnið eða óska eftir undanþágu frá íbúalágmarkinu. Dalvíkurbyggð hefur frá árinu 2002 verið í farsælu samstarfi við Fjallabyggð um rekstur á sameiginlegri barnaverndarnefnd. Íbúatala Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar nær ekki tilskyldu lágmarki laganna en til greina kemur að sveitarfélögin sæki sameiginlega um undanþágu frá íbúalágmarkinu. Áður en til þess kemur er ráðlegt að óska eftir viðræðum við nágrannasveitarfélögin. Á fundinum kom einnig fram að bæjarráð Fjallabyggðar hefur fjallað um ofangreint erindi á fundi sínum þann 4. október sl. þar sem bókað var að félagsmálastjóra Fjallabyggðar er falið að koma fram fyrir hönd sveitarfélagsins í viðræðum við nágrannasveitarfélög. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra félagsmálasviðs að koma fram fyrir hönd Dalvíkurbyggðar í viðræðum við nágrannasveitarfélögin.Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra félagsmálasviðs að koma fram fyrir hönd Dalvíkurbyggðar í viðræðum við nágrannasveitarfélögin um barnaverndaþjónustu."


Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ræða áfram við nágrannasveitarfélögin um barnaverndarþjónustu.

Byggðaráð - 1049. fundur - 24.11.2022

Freyr Antonsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 15:50.

Á 1048. fundi byggðaráðs þann 17. nóvember sl. gerði sveitarstjóri grein fyrir stöðu mála hvað varðar viðræður við nágrannasveitarfélögin um barnaverndarþjónustu. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra áframhaldandi viðræður við nágrannasveitarfélögin.

Sveitarstjóri upplýsti um gang mála.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1050. fundur - 01.12.2022

Á 1049. fundi byggðaráðs þann 24. nóvember sl. upplýsti sveitarstjóri um gang mála varðandi viðræður við nágrannasveitarfélögin um barnaverndaþjónustu.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir gang mála.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1051. fundur - 08.12.2022

Undir þessum lið koma á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 14:50.

Á 1050. fundi byggðaráðs þann 1. desember sl. upplýsti sveitarstjóri um gang mála hvað varðar viðræður við nágrannasveitarfélögin um barnaverndarþjónustu.

Sveitarstjóri og sviðsstjóri félagsmálasviðs gerðu grein fyrir gangi mála á milli funda hvað varðar samstarf um barnaverndarþjónustuna.Einnig var farið yfir á fundinum yfir þá stöðu sem upp er komin varðandi umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni vegna efnislegra breytinga sem gerðar hafa verið á samningsdrögum og þá óvissu sem upp er komin.

Eyrún vék af fundi kl. 15:17.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra félagsmálasviðs að vinna áfram að verkefninum og eiga umrædda fundi með nágrannasveitarfélögunum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að óska eftir fundi með aðildarsveitarfélögum og óska skýringa á efnislegum breytingum á samningsdrögum.

Byggðaráð - 1052. fundur - 15.12.2022

Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, og Þórhalla Karlsdóttir, umsjónarþroskaþjálfi, komu inn á fundinn undir þessum lið kl. 15:24.

Á 1051. fundi byggðaráðs þann 8. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið koma á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 14:50. Á 1050. fundi byggðaráðs þann 1. desember sl. upplýsti sveitarstjóri um gang mála hvað varðar viðræður við nágrannasveitarfélögin um barnaverndarþjónustu. Sveitarstjóri og sviðsstjóri félagsmálasviðs gerðu grein fyrir gangi mála á milli funda hvað varðar samstarf um barnaverndarþjónustuna. Einnig var farið yfir á fundinum þá stöðu sem upp er komin varðandi umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni vegna efnislegra breytinga sem gerðar hafa verið á samningsdrögum og þá óvissu sem upp er komin. Eyrún vék af fundi kl. 15:17.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra félagsmálasviðs að vinna áfram að verkefninum og eiga umrædda fundi með nágrannasveitarfélögunum. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að óska eftir fundi með aðildarsveitarfélögum og óska skýringa á efnislegum breytingum á samningsdrögum. "

a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá velferðarsviði Akureyrarbæjar fyrir hönd valnefndar, dagsettur þann 13. desember sl., þar sem eru meðfylgjandi eftirfarandi gögn;

1. Fyrri samningurinn ásamt viðauka sem lá fyrir í byrjun september. Leið 2
2. Núverandi samningur sem valnefndin hefur lagt fram með þeim breytingum (gullituðum) sem gerðar voru eftir þeim athugasemdum sem bárust á fundinum þann 9. desember sl. auk verklagsreglna sem fylgja samningnum. Leið 1
3. Excel skjal til að reikna út hlut hvers og eins sveitarfélags með annars vegar leið 1 (valnefndarsamningur) og hins vegar leið 2 (fyrri samningur)
4. samantekt frá fundinum þann 9. desember sl.

Óskað er eftir að hvert sveitarfélagið greiði eitt atkvæði á netfang formanns valnefndar fyrir lok fimmtudagins 15. desember nk. um leið 1 eða leið 2. Litið er svo á að þeir sem ekki svara séu að samþykkja samning valnefndar Leið 1.

b) Bréf dagsett þann 13. desember sl. frá innviðaráðuneytinu og mennta- og barnamálaráðuneytinu er varðar breytingar um áramót á barnaverndarþjónustu og umdæmisráð barnaverndar og þær breytinga sem gera þarf á stjórnsýslu og samþykkt um stjórn sveitarfélaga, einkum hvað varðar framsetningu á valdframsali til tilgreindra starfsmanna barnaverndarþjónustu, til fullnaðarafgreiðslu mála og eftir atvikum samninga um samvinnu sveitarfélaga um barnaverndarþjónustu. Í bréfinu er að finna leiðbeiningar um hvaða og hvernig breytingar þarf að gera á samþykkt um stjórn sveitarfélaga eftir því sem við á.

c) Barnaverndarþjónusta frá 1.1.2023.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að fara leið 1. Tekið er undir ábendingar Húnaþings Vestra varðandi eftirfarandi:
1.
Endurskoðunarákvæði verði skýrt og verði eitt ár.
2.
Vald valnefndar til að gera breytingar á kjörum ráðsmanna verði tekið út og kjörin þá ekki endurskoðuð fyrr en samningurinn verði endurskoðaður.
Næsti fundur sveitarstjórnar er nk. þriðjudag þar sem verður jafnframt lagt til að sveitarstjóri fái umboð til að undirrita samninginn.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn eftirfarandi hvað varðar framsal á valdi til fullnaðarafgreiðslu mála samkvæmt barnaverndarlögum:
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkir á grundvelli 3. mgr., 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, að veita þar til greindum starfsmönnum barnaverndarþjónustu Dalvíkurbyggðar fullt umboð til fullnaðarafgreiðslu barnaverndarmála frá og með 1. janúar 2023, þegar eldri barnaverndarnefndir láta af störfum. Um er að ræða umboð til könnunar, meðferðar og ákvörðunartöku í einstökum barnaverndarmálum og öðrum málum þar sem barnaverndarþjónusta fer lögum samkvæmt með ákvörðunarvald.
Umboðið nær til sviðsstjóra félagsmálasviðs, ráðgjafa félagsmálasviðs, félagsráðgjafa félagsmálasviðs og lögfræðings barnaverndarþjónustu.

c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að óska eftir samstarfi við Akureyrarbæ sem leiðandi sveitarfélag um barnaverndarþjónustu frá og með 1.1.2023 til eins árs. Fyrirkomulagið yrði metið og endurskoðað fyrir lok næsta árs.

Sveitarstjórn - 353. fundur - 20.12.2022

Á 1052. fundi byggðaráðs þann 15. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, og Þórhalla Karlsdóttir, umsjónarþroskaþjálfi, komu inn á fundinn undir þessum lið kl. 15:24. Á 1051. fundi byggðaráðs þann 8. desember sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið koma á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 14:50. Á 1050. fundi byggðaráðs þann 1. desember sl. upplýsti sveitarstjóri um gang mála hvað varðar viðræður við nágrannasveitarfélögin um barnaverndarþjónustu. Sveitarstjóri og sviðsstjóri félagsmálasviðs gerðu grein fyrir gangi mála á milli funda hvað varðar samstarf um barnaverndarþjónustuna. Einnig var farið yfir á fundinum þá stöðu sem upp er komin varðandi umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni vegna efnislegra breytinga sem gerðar hafa verið á samningsdrögum og þá óvissu sem upp er komin. Eyrún vék af fundi kl. 15:17.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra félagsmálasviðs að vinna áfram að verkefninu og eiga umrædda fundi með nágrannasveitarfélögunum. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að óska eftir fundi með aðildarsveitarfélögum og óska skýringa á efnislegum breytingum á samningsdrögum. "
a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá velferðarsviði Akureyrarbæjar fyrir hönd valnefndar, dagsettur þann 13. desember sl., þar sem eru meðfylgjandi eftirfarandi gögn; 1. Fyrri samningurinn ásamt viðauka sem lá fyrir í byrjun september. Leið 2 2. Núverandi samningur sem valnefndin hefur lagt fram með þeim breytingum (gullituðum) sem gerðar voru eftir þeim athugasemdum sem bárust á fundinum þann 9. desember sl. auk verklagsreglna sem fylgja samningnum. Leið 1 3. Excel skjal til að reikna út hlut hvers og eins sveitarfélags með annars vegar leið 1 (valnefndarsamningur) og hins vegar leið 2 (fyrri samningur) 4. samantekt frá fundinum þann 9. desember sl. Óskað er eftir að hvert sveitarfélagið greiði eitt atkvæði á netfang formanns valnefndar fyrir lok fimmtudagins 15. desember nk. um leið 1 eða leið 2. Litið er svo á að þeir sem ekki svara séu að samþykkja samning valnefndar Leið 1.
b) Bréf dagsett þann 13. desember sl. frá innviðaráðuneytinu og mennta- og barnamálaráðuneytinu er varðar breytingar um áramót á barnaverndarþjónustu og umdæmisráð barnaverndar og þær breytinga sem gera þarf á stjórnsýslu og samþykkt um stjórn sveitarfélaga, einkum hvað varðar framsetningu á valdframsali til tilgreindra starfsmanna barnaverndarþjónustu, til fullnaðarafgreiðslu mála og eftir atvikum samninga um samvinnu sveitarfélaga um barnaverndarþjónustu. Í bréfinu er að finna leiðbeiningar um hvaða og hvernig breytingar þarf að gera á samþykkt um stjórn sveitarfélaga eftir því sem við á.
c) Barnaverndarþjónusta frá 1.1.2023.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að fara leið 1. Tekið er undir ábendingar Húnaþings Vestra varðandi eftirfarandi: 1. Endurskoðunarákvæði verði skýrt og verði eitt ár. 2. Vald valnefndar til að gera breytingar á kjörum ráðsmanna verði tekið út og kjörin þá ekki endurskoðuð fyrr en samningurinn verði endurskoðaður. Næsti fundur sveitarstjórnar er nk. þriðjudag þar sem verður jafnframt lagt til að sveitarstjóri fái umboð til að undirrita samninginn.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn eftirfarandi hvað varðar framsal á valdi til fullnaðarafgreiðslu mála samkvæmt barnaverndarlögum: Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkir á grundvelli 3. mgr., 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, að veita þar til greindum starfsmönnum barnaverndarþjónustu Dalvíkurbyggðar fullt umboð til fullnaðarafgreiðslu barnaverndarmála.
frá og með 1. janúar 2023, þegar eldri barnaverndarnefndir láta af störfum. Um er að ræða umboð til könnunar, meðferðar og ákvörðunartöku í einstökum barnaverndarmálum og öðrum málum þar sem barnaverndarþjónusta fer lögum samkvæmt með ákvörðunarvald. Umboðið nær til sviðsstjóra félagsmálasviðs, ráðgjafa félagsmálasviðs, félagsráðgjafa félagsmálasviðs og lögfræðings barnaverndarþjónustu.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að óska eftir samstarfi við Akureyrarbæ sem leiðandi sveitarfélag um barnaverndarþjónustu frá og með 1.1.2023 til eins árs. Fyrirkomulagið yrði metið og endurskoðað fyrir lok næsta árs."
Til máls tóku:

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri, sem vekur athygli á að gera þarf breytingar á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar vegna breytinga á barnaverndarþjónustu frá 1.1.2023.
Sveitarstjóri leggur til að sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs verði falið að gera tillögur að breytingum á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar sem þessar breytingar á barnaverndarþjónustu kalla á.

Lilja Guðnadóttir, sem leggur til hvað varðar c) lið að Dalvíkurbyggð leiti eftir samstarfi um barnaverndarþjónustu við Mið-Ísland (þ.e. Sveitarfélagið Skagafjörður sem leiðandi sveitarfélag) í stað þess að leita til Akureyjarbæjar.
Helgi Einarsson, um c) lið.
Felix Rafn Felixson, um c) lið.
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir, um c) lið.
Freyr Antonsson, um c) lið.
Katrín Sif Ingvarsdóttir, um c) lið.

Fleiri tóku ekki til máls.


a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu byggðaráðs og að farin verði leið 1. Tekið er undir ábendingar Húnaþings Vestra varðandi eftirfarandi: 1. Endurskoðunarákvæði verði skýrt og verði eitt ár. 2. Vald valnefndar til að gera breytingar á kjörum ráðsmanna verði tekið út og kjörin þá ekki endurskoðuð fyrr en samningurinn verði endurskoðaður. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum umboð til sveitarstjóra að undirrita samninginn.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu byggðaráðs um framsal á valdi til fullnaðarafgreiðslu mála samkvæmt barnaverndarlögum:
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkir á grundvelli 3. mgr., 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, að veita þar til greindum starfsmönnum barnaverndarþjónustu Dalvíkurbyggðar fullt umboð til fullnaðarafgreiðslu barnaverndarmála frá og með 1. janúar 2023, þegar eldri barnaverndarnefndir láta af störfum. Um er að ræða umboð til könnunar, meðferðar og ákvörðunartöku í einstökum barnaverndarmálum og öðrum málum þar sem barnaverndarþjónusta fer lögum samkvæmt með ákvörðunarvald. Umboðið nær til sviðsstjóra félagsmálasviðs, ráðgjafa félagsmálasviðs, félagsráðgjafa félagsmálasviðs og lögfræðings barnaverndarþjónustu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra um að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að gera tillögu að breytingum á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar vegna breytinga á fyrirkomulagi barnaverndarþjónustu.
c) Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum tillögu byggðaráðs um að Dalvíkurbyggð óski eftir samstarfi við Akureyrarbæ sem leiðandi sveitarfélag um barnaverndarþjónustu frá og með 1.1.2023 til eins árs. Fyrirkomulagið verður metið og endurskoðað fyrir lok næsta árs. Lilja Guðnadóttir situr hjá.