Sveitarstjórn

348. fundur 06. september 2022 kl. 16:15 - 16:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Katrín Kristinsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Elsa Hlín Einarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1036, frá 01.09.2022

Málsnúmer 2208008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.

Enginn tók til máls.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

2.Íþrótta-, æskulýðs- og menningarráð - 139, frá 30.08.2022

Málsnúmer 2208007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 16 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

3.Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar - endurskoðun v. skipulagsbreytinga o.fl.

Málsnúmer 202103144Vakta málsnúmer

Á 1035. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað þann 25. ágúst sl.:
"Á 347. fundi sveitarstjórnar þann 28. júní sl. var eftirfarandi bókað: Á 346. fundi sveitarstjórnar þann 8. júní 2022 var eftirfarandi bókað: "Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi gildandi Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar nr. 408/2022 þar sem fram koma tillögur að breytingum 47. gr. þannig að menningarráð verði endurvakið undir fræðslu- og menningarsviði með 3 fulltrúum og að til verði nýtt ráð undir framkvæmdasviði, skipulagsráð, sem fari með byggingar- og skipulagsmálin. Umhverfisráð undir framkvæmdasviði verði umhverfis- og dreifbýlisráð. Til máls tóku: Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd B-lista: Varðandi fjölgun nefnda og ráða frá núverandi samþykktum leggur B-listinn til að ef ákveðið verður að setja menningarráð á laggirnar, sem skv. málefnasamningi meirihlutans á m.a. að fjalla um málefni Gamla skóla, verði þriggja manna vinnuhópur byggðaráðs um Gamla skóla sem er að störfum skv.erindisbréfi þar um lagður niður. Freyr Antonsson. Felix Rafn Felixson. Helgi Einarsson. Sigríður Jódís Gunnarsdóttir. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að vísa Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu í sveitarstjórn." Sveitarstjórn samþykkti við síðari umræðu með 5 atkvæðum fyrirliggjandi tillögum að breytingum á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar. Með fundarboði byggðaráðs fyldi bréf Innviðaráðuneytisins, dagsett þann 16. ágúst sl., þar sem fram kemur að ráðuneytið hefur samþykkt breytingu á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar nr. 408/2022 og hefur samþykktin verið send til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda. Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir að afgreiðsla Stjórnartíðinda tekur almennt 10 virka daga. Miðað við það þá ætti Samþykktin að birtast um mánaðarmótin. Lagt fram til kynningar."

Samkvæmt rafpósti frá Innviðaráðuneytinu þann 30. ágúst sl. þá hefur samþykkt um breytingu á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar verið birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

4.Kosning í nefndir og ráð samkvæmt Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202209012Vakta málsnúmer

Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi tillögur hvað varðar kjör fulltrúa í eftirtalin fagráð;

a) Íþrótta- og æskulýðsráð:

Aðalmenn:
Jóhann Már Kristinsson, formaður (D)
Elsa Hlín Einarsdóttir, varaformaður (K)
Snævar Örn Ólafsson (K)
Elísa Rún Gunnlaugsdóttir (D)
Kristín Kjartansdóttir (B)
Varamenn:
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir (D)
Gunnar Eiríksson (D)
Magni Óskarsson (K)
Snæþór Arnþórsson (K)
Jón Ingi Sveinsson (B)

b) Menningarráð
Aðalmenn:
Lovísa María Sigurgeirsdóttir (K), formaður
Friðrik Friðriksson, varaformaður (D)
Heiða Hilmarsdóttir (B]
Varamenn:
Benedikt Snær Magnússon (D)
Katrín Sif Ingvarsdóttir (K)
Sigvaldi Gunnlaugsson (B)

c) Umhverfis- og dreifbýlisráð.
Aðalmenn:
Gunnar Kristinn Guðmundsson (K), formaður
Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson (D), varaformaður.
Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson (K)
Júlía Ósk Júlíusdóttir (D)
Eiður Smári Árnason (B)
Varamenn:
Freyr Antonsson (D)
Anna Kristín Guðmundsson (D)
Friðjón Árni Sigurvinsson (K)
Emil Júlíus Einarsson (K)
Monika Margrét Stefánsdóttir (B)


d) Skipulagsráð.
Aðalmenn:
Anna Kristín Guðmundsson (D), formaður
Katrín Sif Ingvarsdóttir (K), varaformaður
Emil Júlíus Einarsson (K)
Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson (D)
Þorsteinn Ingi Ragnarsson (B)
Varamenn:
Friðjón Árni Sigurvinsson (K)
Gunnlaugur Svansson (K)
Anna Guðrún Snorradóttir (D)
Júlíus Magnússon (D)
Þór Vilhjálmsson (B)


e) Annað.
Ekki fleiri tillögur.

Einnig tók til máls Helgi Einarsson.
Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því ofangreind réttkjörin.

5.Umdæmisráð barnaverndar

Málsnúmer 202202044Vakta málsnúmer

Á 1036. fundi byggðaráðs þann 1. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rafpóstur dagsettur þann 26. ágúst sl., þar sem fram kemur að í framhaldi af kynningarfundi um innleiðingu á nýjum barnaverndarlögum sem haldinn var 24. ágúst sl. var ákveðið í lok fundar að bjóða sveitarfélögum á landsbyggðinni að taka þátt í undirbúningi að umdæmisráði barnaverndar. Fyrirhugað er að halda fund á Teams föstudaginn 2. september kl. 11.00. Nánari upplýsingar er að finna í meðfylgjandi bréfi Júlíu Sæmundsdóttur, félagsmálastjóra Múlaþings. Fram kemur í bréfi frá félagsmálastjóra Múlaþings að allt bendi til þess að stofnsett verði þrjú umdæmisráð barnaverndar á landinu; eitt í Reykjavík, eitt á höfuðborgarsvæðinu og það þriðja á landsvísu. Þetta erindi er vegna stofnunar umdæmisráðs á landsvísu og þvi öllum sveitarfélögum frjást að gerast stofnaðilar ráðsins. Öll sveitarfélög eiga að hafa skipað umdæmisráð fyrir 1. október nk. og geta ekki sótt um undanþágu til að setja á stofn barnaverndarþjónustu undir 6000 íbúa markinu fyrr en að umdæmisráð hefur verið skipað og tilkynnig borist ráðuneyti. Boðað er til TEAMS fundar föstudaginn 2. september 2022 kl. 11:00. Æskilegt er að sveitarstjórar ásamt stjórnendum velferðarþjónustu þeirra sveitarfélaga sem hafa áhuga á þátttöku í umdæmisráði á landsvísu mæti á fundinn. Lagt fram til kynningar."

Með fundarboð byggðaráðs fylgdu drög að samningi um sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar, ásamt viðauka II, og drög að erindisbréfi fyrir valnefnd.
Til máls tóku:
Freyr Antonsson, forseti.
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fela byggðaráði fullnaðarafgreiðslu á málinu og sveitarstjórn hvetur félagsmálaráð til að taka erindið fyrir á fundi sínum á fimmtudaginn.

6.Fundagerðir stjórnar Ráðhúss 2022

Málsnúmer 202208144Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar stjórnar Ráðhúss Dalvíkur frá 30. ágúst sl.
Til máls tók:
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fleiri tóku ekki til máls.

Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

7.Fundagerðir stjórnar Menningarfélagsins Berg ses 2022

Málsnúmer 202201058Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses frá 2. ágúst sl., fundur nr. 113.
Til máls tók:
Freyr Antonsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sinu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun, kl. 16:35.

1. varaforseti tók við fundarstjórn.

Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir stjórnar Dalbæjar 2022

Málsnúmer 202204102Vakta málsnúmer

Freyr Antonsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:36 og tók við fundarstjórn að nýju.

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Dalbæjar frá 15. júní sl., 4. fundur ársins.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:45.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Katrín Kristinsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Elsa Hlín Einarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs