Á 340. fundi sveitarstjórnar þann 23. nóvember 2021 var eftirfarandi bókað:
"Á 1006. fundi byggðaráðs þann 18.11.2021 var eftirfarandi bókað: "Á 337. fundi sveitarstjórnar þann 15. júní 2021 var eftirfarandi bókað: "Á 988. fundi byggðaráðs þann 10. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Á 987. fundi byggðaráðs þann 3. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Á 986. fundi byggðaráðs þann 27. maí sl. var til umfjöllunar Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og erindisbréf landbúnaðarráðs, umhverfisráðs og veitu- og hafnaráðs með breytingartillögum vegna skipulagsbreytinga, þ.e. veitu- og hafnasviðs og umhverfis- og tæknisvið sameinað, er nú orðið framkvæmdasvið. Einnig eru gerðar tillögur að öðrum tæknilegum breytingum. Samþykktin og erindisbréfin voru til umfjöllunar á fundinum og lagt fram til kynningar fram að næstu fundum byggðaráðs. Til umræðu og frekari umfjöllun og afgreiðslu frestað til næsta fundar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar breytingartillögur að Samþykktum stjórnar Dalvíkurbyggðar og erindisbréfum landbúnaðarráðs, umhverfisráðs og veitu- og hafnaráðs. Vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn.Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar ásamt erindisbréfum landbúnarráðs, umhverfisráðs og veitu- og hafnaráðs til síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar í september." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð tillaga að Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar með tillögum að breytingum til viðbótar þeim sem voru til umfjöllunar á fundi sveitarstjórnar í júní sl. Tekið hefur verið tillit til nýrra leiðbeiningar um ritun fundargerð, leiðbeiningar um fjarfundi og hugmyndir um breytt nefndafyrirkomulag frá og með næsta kjörtímabili. Lagt fram til kynningar og vísað áfram til umfjöllunar.Til máls tók: Katrín Sigurjónsdóttir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindum drögum áfram til umfjöllunar í byggðaráði."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi yfirfarin drög að Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar af sveitarstjóra, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýsluviðs og lögfræðingi frá KPMG. Til viðbótar er ný tillaga að viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa.