Byggðaráð

988. fundur 10. júní 2021 kl. 13:00 - 15:42 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá 139. fundi landbúnaðarráðs þann 03.06.2021; Búfjáreftirlit; gjald vegna útgáfu leyfa

Málsnúmer 202104175Vakta málsnúmer

Á 139. fundi landbúnaðarráðs þann 3. júní 2021 var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum lá athugun á lögmæti innheimtu búfjárleyfisgjalds.
Landbúnaðarráð leggur til að búfjárleyfisgjald verði fellt niður úr gjaldskrá.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu landbúnaðarráðs að breytingum á gjaldskrá og felur starfsmönnum landbúnaðarráðs og byggðaráðs að gera viðeigandi leiðréttingar.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

2.Frá sviðsstjóra félagsmálasviðs; Beiðni um viðauka vegna styttingar vinnuviku í vaktavinnu

Málsnúmer 202105134Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, dagsett þann 27. maí 2021, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2021, deild 02560, vegna styttingu vinnuvikunnar í vaktavinnu. Auka þarf stöðuhlutföll starfsmanna í íbúðakjarnanum í Lokastíg 3 og Lokastíg 4. Aukningin er 1,6 stöðugildi og áætlaður launakostnaður vegna þessa er kr. 10.194.775 miðað við frá 1. maí 2021.

Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021, deild 02560, að upphæð kr. 10.194.775, viðauki nr. 10. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Beiðni um tilfærslur á milli liða, deildir 10500 og 11410

Málsnúmer 202106022Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna-og framkvæmdadeildar, rafpóstur dagsettur þann 3. júní 2021, þar sem óskað er eftir tilfærslu á milli deilda í fjárhagsáætlun 2021. Óskað er eftir að flytja kr. 800.000 af lið 10500-4396 og yfir á lið 11410-2922 vegna kaupa á blómum og þökum fyrir opin svæði.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um tilfærslu á milli deilda samkvæmt ofangreindu að upphæð kr. 800.000, viðauki nr. 11 við fjárhagsáætlun 2021.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

4.Frá 354.fundi umhverfisráðs þann 04.06.2021; Viðhald gatna og gangstétta 2021 - viðaukabeiðni.

Málsnúmer 202105146Vakta málsnúmer

Á 354. fundi umhverfisráðs þann 4. júní 2021 var eftirfarandi bókað:
"Steinþór Björnsson, deildarstjóri EF-deildar kom á fundinn kl. 08:15.

Tekin fyrir samantekt deildarstjóra EF deildar á viðhaldi gatna og gangstétta. Búið er að gera við verstu svæðin en nokkur svæði eru það illa farin eftir veturinn að nauðsynlegt er að bregðast við. Fjárheimildir á fjárhagsáætlun ársins eru langt komnar.

Umhverfisráð fór yfir listann með sviðsstjóra og forgangsraðaði verkefnum.

Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela deildarstjóra EF-deildar að kostnaðarmeta nauðsynlegar framkvæmdir miðað við forgangsröðun ráðsins.

Umhverfisráð felur sviðsstjóra að óska eftir viðauka til byggðaráðs vegna framkvæmdanna, allt að 6 milljónir króna vegna viðhalds og malbiksframkvæmda gatna og gangstétta."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 9. júní 2021, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 6.000.000 við deild 10300 vegna viðhalds gatna og gangstétta samkvæmt fyrirliggjandi tillögu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021, viðauka nr. 12, að upphæð kr. 6.000.000 á lið 10300-4396. Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

5.Frá 354. fundi umhverfisráðs þann 04.06.2021; Beiðni um viðauka vegna gatnagerðar og lagnavinnu að Hamri 2021

Málsnúmer 202106021Vakta málsnúmer

Á 354. fundi umhverfisráðs þann 4. júní 2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Þorsteini Björnssyni, sviðsstjóra, dagsett 3. júní 2021. Þar tekur hann saman kostnað við framkvæmdir í frístundabyggðinni að Hamri. Búið er að úthluta sex lóðum í hverfi B9 undir sumarhús og því er nauðsynlegt að fara í slóðagerð og lagnavinnu sem fyrst.

Það sem snýr að umhverfisráði er slóðagerð og fylgdi uppdráttur erindi sviðsstjóra. Áætlaður kostnaður við slóðagerðina er 4 milljónir króna. Ekki er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun 2021 og því fylgdi erindinu beiðni um viðauka sem yrði mætt með lækkun á handbæru fé.

Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela sviðsstjóra að óska eftir viðauka til byggðaráðs allt að 4 milljónir til slóðagerðar á Hamri."

Sveitarstjóri kynnti á fundinum viðaukabeiðni frá framkvæmdasviði að upphæð kr. 6.700.000 vegna slóðagerðar og lagnavinnu að Hamri 2021. Kr. 4.000.000 á lið 32200-11900, kr. 700.000 á lið 44200-11606 og kr. 2.000.000 á lið 74200-11606.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 6.700.000, viðauki 13 við fjárhagsáætlun 2021, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra framkvæmdasviðs að koma með beiðni um viðauka vegna áætlaðra tekna á móti gjöldunum þegar sú áætlun liggur fyrir.

6.Nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla - könnun - samantekt.

Málsnúmer 202011083Vakta málsnúmer

Á 986. fundi byggðaráðs þann 27. maí 2021 var eftirfarandi bókað:
"Á 985. fundi byggðaráðs þann 20. maí sl. var eftirfarandi bókað;

"Með fundarboði fylgdu gögn frá Vinnuhópi um Gamla skóla og Friðlandsstofu:
a) Minnisblað vinnuhópsins til byggðaráðs.
b) Kostnaðaráætlun frá AVH um endurbætur húsnæðisins ásamt yfirliti.
c) Fundargerð þriðja fundar vinnuhópsins þann 18.05.2020.
d) Þrjár fundargerðir samtalshóps starfsmanna um verkefnið frá 15. apríl, 27. apríl og 17. maí.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram ofangreind drög að könnun í samræmi við umræður á fundinum og setja í loftið á heimasíðu sveitarfélagsins.


Gögnin eru lögð fram til kynningar og umræðu í byggðaráði en stefnt er að ákvarðanatöku sveitarstjórnar á næsta fundi þann 15. júní nk.
Ofangreint til umræðu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að koma með drög fyrir byggðaráð að könnun meðal íbúa."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sveitarstjóra að könnun meðal íbúa í samræmi við ofangreint."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað þjónustu- og upplýsingafulltrúa vegna könnunar um Gamla skóla.

Niðurstöður íbúakönnunar um Gamla skóla og Friðlandsstofu.

Könnunin var opin frá 31. maí og til og með 7. júní.

Niðurstöður eru eftirfarandi:
Alls tóku 48 manns þátt í könnuninni og skiptust atkvæði þannig:

1.
valmöguleiki 33 atkvæði
2.
valmöguleiki 5 atkvæði
3.
valmöguleiki 5 atkvæði
4.
valmöguleiki 4 atkvæði
5.
valmöguleiki 1 atkvæði

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201911019Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202007079Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

9.Starfs- og fjárhagsáætlun 2022 - 2025; tímarammi vegna vinnu við fjárhagsáætlun

Málsnúmer 202105027Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi tillaga frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022-2025,
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan tímaramma eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

10.Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar - endurskoðun v. skipulagsbreytinga o.fl.

Málsnúmer 202103144Vakta málsnúmer

Á 987. fundi byggðaráðs þann 3. júní sl. var eftirfarandi bókað:

"Á 986. fundi byggðaráðs þann 27. maí sl. var til umfjöllunar Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og erindisbréf landbúnaðarráðs, umhverfisráðs og veitu- og hafnaráðs með breytingartillögum vegna skipulagsbreytinga, þ.e. veitu- og hafnasviðs og umhverfis- og tæknisvið sameinað, er nú orðið framkvæmdasvið. Einnig eru gerðar tillögur að öðrum tæknilegum breytingum. Samþykktin og erindisbréfin voru til umfjöllunar á fundinum og lagt fram til kynningar fram að næstu fundum byggðaráðs.
Til umræðu og frekari umfjöllun og afgreiðslu frestað til næsta fundar."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar breytingartillögur að Samþykktum stjórnar Dalvíkurbyggðar og erindisbréfum landbúnaðarráðs, umhverfisráðs og veitu- og hafnaráðs.
Vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

11.Frá fjármála- og stjórnsýslusviði; Reglur Dalvíkurbyggðar um meðferð tölvupósts og netnotkun- endurskoðun

Málsnúmer 202106043Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga frá fjármála- og stjórnsýslusviði um endurskoðun á reglum Dalvíkurbyggðar um meðferð tölvupósts og netnotkun.

Í aðalatriðum er sú breyting sem lögð er til að undirstrikað er mikilvægi réttrar meðferðar á tölvupósti hvað varðar skjalavistun og gert er betur grein fyrir hvernig á að fara með tölvupóst við starfslok.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að reglum Dalvíkurbyggðar um meðferð tölvupósts og netnotkun og að þær verði áfram hluti af starfsmannahandbók og birtar á starfsmannavef Dalvíkurbyggðar.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

12.Frá sveitarstjóra; Ósk um samstarf um verkefni byggingarfulltrúa

Málsnúmer 202104016Vakta málsnúmer

Á 982. fundi byggðaráðs þann 15. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á. 334. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 30. mars sl. var samþykkt að fela sveitarstjóra að kanna mögulegt samstarf við nágrannasveitarfélögin um verkefni byggingarfulltrúa til að uppfylla kröfur laga um mannvirki. Á sama fundi var staðfest ráðning Helgu Írisar Ingólfsdóttur í auglýst starf byggingar- og skipulagsfulltrúa. Fyrir liggur tillaga frá byggðaráði um að starfsheiti starfsmannsins verði skipulags- og tæknifulltrúi.

Sveitarstjóri óskaði eftir viðræðum við Fjallabyggð um möguleika á samstarfi á milli sveitarfélaganna um verkefni byggingarfulltrúa.

Á 691. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þann 13. apríl sl. var ofangreint erindi til umfjöllunar og samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra að eiga fund með sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar um möguleika á samstarfi sem um er rætt.
Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt sveitarstjóra hvað varðar umræður um samstarf um verkefni byggingarfulltrúa við önnur sveitarfélög.
Lagt fram til kynningar.

13.Frá sveitarstjóra; Starfsstöð Sýslumannins á Norðurlandi eystra á Dalvík - bréf til ráðherra

Málsnúmer 202105019Vakta málsnúmer

Á 987. fundi byggðaráðs þann 3. júní sl. var sveitarstjóra falið að móta erindi til ráðherra um eflingu starfsstöðvar Sýslumannsins á Norðurlandi eystra á Dalvík.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sveitarstjóra að erindi til ráðherra.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra að erindi til ráðherra.

14.Frá sveitarstjóra; Fiskidagurinn mikli; drög að samningi.

Málsnúmer 202104105Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 15:13 vegna vanhæfis við umfjöllun og afgreiðslu.

Á 983. fundi byggðaráðs þann 29. apríl sl. var sveitarstjóra falið að gera drög að samningi við stjórn Fiskidagsins mikla um styrkveitingar vegna Fiskidagsins mikla.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi við stjórn Fiskidagsins mikla um forsendur á greiðslu á styrk að upphæð kr. 5.500.000 árið 2021 þar sem fyrir liggur að Fiskidagurinn mikli verður ekki haldinn í ár.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreind drög að samningi með því skilyrði að drögin verði uppfærð miðað við almennar reglur Dalvíkurbyggðar um styrkveitingar og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

15.Frá SSNE; Tillögur sveitarfélaga um fullrúa í samráðsvettvang

Málsnúmer 202106017Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 15:21.


Tekið fyrir erindi frá SSNE, rafpóstur dagsettur þann 3. júní 2021, þar sem SSNE óskar eftir tillögu að fjórum fulltrúum frá hverju sveitarfélagi í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2020-2024. Í samningi um Sóknaráætlun Norðurlands eystra er kveðið á um að sóknaráætlanir skuli unnar í samvinnu við samráðsvettvang landshlutanna. Samráðsvettvangurinn skal hafa beina aðkomu að gerð sóknaráætlunar landshlutans og vera upplýstur um framgang hennar a.m.k. árlega.

Óskað er eftir tillögu að tveimur karlkyns og tveimur kvenkyns fulltrúum í samráðsvettvanginn, alls fjórum. Annars vegar tveimur fulltrúum af pólistískum vettvangi og hins vegar tveimur ópólitískum. Eins er afar mikilvægt að heyra raddir sem flestra og hvetur SSNE sveitarfélögin því til að horfa til ungs fólks og fólks af ólíkum uppruna. SSNE mun síðan velja úr tilnefningum frá sveitarfélögunum til að tryggja fjölbreytileika samráðsvettvangsins.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að auglýsa á heimasíðunni eftir áhugasömum íbúum sem væru tilbúnir til að taka þátt í þessu verkefni.

16.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; fundargerð frá XXXVI. landsþingi Sambandsins.

Málsnúmer 202101109Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 1. júní 2021, þar sem fram kemur að á fundi stjórnar Sambandsins þann 28. maí sl. var lögð fram fundargerð XXXVI. landsþings Sambandsins frá 21. mai 2021.

Eftirfarandi var bókað og samþykkt:
"Stjórn sambandsins hvetur sveitarfélög til að taka skýrslu Framtíðarseturs Íslands, sem var kynnt á landsþinginu 21. maí 2021, til umræðu í sveitarstjórn og undirbúa sig þannig fyrir landsþing 2022.“
Meðfylgjandi eru fundargerð landsþingsins og skýrsla Framtíðarseturs Íslands.
Lagt fram til kynningar.

17.Fréttabréf SSNE

Málsnúmer 202004030Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fréttabréf SSNE fyrir maí 2021.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:42.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs