Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Boðun XXXVI. landsþings sambandsins

Málsnúmer 202101109

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 974. fundur - 28.01.2021

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 26. janúar 2021, þar sem fram kemur að samkvæmt 7. gr. samþykkta Sambands íslenskra sveitarfélaga eru landsþingsfulltrúar sveitarfélaganna, formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka sveitarfélaga og framkvæmdastjórar sveitarfélaga, þ.e. sveitar- og bæjarstjórar, hér með boðaðir til XXXVI. landsþings sambandsins sem haldið verður 26. mars nk.
Fulltrúar Dalvíkurbyggðar á landsþingi eru:
Aðalmenn;
Þórhalla Franklín Karlsdóttir (B)
Kristján Eldjárn Hjartarson (J)
Varamenn:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson (D)
Dagbjört Sigurpálsdóttir (J)
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 988. fundur - 10.06.2021

Með fundarboði fylgdi bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 1. júní 2021, þar sem fram kemur að á fundi stjórnar Sambandsins þann 28. maí sl. var lögð fram fundargerð XXXVI. landsþings Sambandsins frá 21. mai 2021.

Eftirfarandi var bókað og samþykkt:
"Stjórn sambandsins hvetur sveitarfélög til að taka skýrslu Framtíðarseturs Íslands, sem var kynnt á landsþinginu 21. maí 2021, til umræðu í sveitarstjórn og undirbúa sig þannig fyrir landsþing 2022.“
Meðfylgjandi eru fundargerð landsþingsins og skýrsla Framtíðarseturs Íslands.
Lagt fram til kynningar.