Málsnúmer 202001007Vakta málsnúmer
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:30 Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi. Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs sat fundinn áfram undir þessum lið.
Á 960. fundi byggðaráðs þann 15. október sl. voru lagfæringar í Sundlaug Dalvíkur til umfjöllunar og var ofangreindum falið að vinna áfram að málinu.
a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað, dagsett þann 26. janúar 2021, frá sviðsstjórum umhverfis- og tæknisviðs, veitu-og hafnasviðs og fræðslu- og menningarsviðs, þar sem lagt er til að samþykkt verði að ganga til samninga við aðalverktaka, Tréverk, á grundvelli kostnaðaráætlunar og tilboðs sem barst 13. janúar sl. Samkvæmt tilboði aðalverktaka er boðið að greiðsluþátttaka sveitarfélagsins verði 25% eða kr. 2.424.000.
b) Með fundarboði fylgdi minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 27. janúar 2021, þar sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fer yfir skoðun á mögulegum leiðum til að jafna Ph gildið í saltklórkerfi sundlaugar.
c) Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs tók upp þráðinn hvað varðar samkomulag um viðgerð á Bláa lóninu, sbr. áætlun frá ágúst 2020.
d) Sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs kynnti samantekt sýna yfir hitamælingar sem sýna bakrásarhita sundlaugar Dalvíkur ásamt útihitastigi. Fram kemur tímaröð atvika þegar Dalvíkurlína 1 skemmdist í desemberóveðrinu 2019. Sviðsstjóri gerði grein fyrir samskiptum sínum við Landsnet vegna málsins.
Þorsteinn vék af fundi kl. 14:26.
Börkur, Gísli og Gísli Rúnar viku af fundi kl. 14:33.
Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdardeildar er falið að vinna drög að samningi við Kristján E. Hjartarson um leigu á Rimun, tjaldsvæði og Sundskála Svarfdæla og leggja fyrir byggðaráð.
Sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs er falið að kanna forsendur sveitarfélagsins sem leigusali á Sundskála Svarfdæla m.t.t. reglugerðar um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.