Trúnaðarmál

Málsnúmer 202101110

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 974. fundur - 28.01.2021

Bókað í trúnaðarmálabók.

Byggðaráð - 975. fundur - 11.02.2021

Bókað í trúnaðarmálabók.

Sveitarstjórn - 332. fundur - 23.02.2021

Til máls tók Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri sem gerði grein fyrir vinnu sinni og byggðaráðs vegna ráðningar sviðsstjóra framkvæmdasviðs en Sigríður Ólafsdóttir hjá Mögnum veitti faglega aðstoð og ráðgjöf í ferlinu. Á fundi byggðaráðs þann 11. febrúar sl. var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að fela byggðaráði og sveitarstjóra úrvinnslu umsókna og viðtöl við umsækjendur fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

Umsóknarfrestur rann út þann 10. febrúar sl.
Alls bárust sex umsóknir um starfið en þrír umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka.
Umsækjendur:
Björn Guðmundsson; Verkefnastjóri framkvæmda og umsjónamaður fasteigna
Börkur Þór Ottósson; Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Helga Íris Ingólfsdóttir; Skipulags- og tæknifulltrúi

Að loknu ráðningaferlinu er það tillaga sveitarstjóra og byggðaráðs til sveitarstjórnar að hafna öllum umsækjendum og auglýsa starfið að nýju.

Einnig tóku til máls:
Dagbjört Sigurpálsdóttir.
Guðmundur St. Jónsson.

Fundarhlé var gert kl. 17:21 og til kl. 17:44 og sveitarstjórn fór afsíðis.

Sveitarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra og byggðaráðs og felur sveitarstjóra áfram úrvinnslu málsins.

Byggðaráð - 980. fundur - 29.03.2021

Á 332. fundi sveitarstjórnar þann 23. febrúar 2020 samþykkti sveitarstjórn að auglýst yrði að nýju laus til umsóknar staða sviðsstjóra framkvæmdasviðs Dalvíkurbyggðar.
Umsóknarfrestur rann út þann 20. mars, alls sóttu þrír um stöðuna.

Sveitarstjóri og byggðaráð vinna enn að úrvinnslu umsókna með aðstoð frá Mögnum.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 982. fundur - 15.04.2021

Sveitarstjóri kom inn á fundinn í Upsa úr TEAMS fundi.

Á 980. fundi byggðaráðs þann 29. mars sl. var til umfjöllunar ráðning í starf sviðsstjóra framkvæmdasviðs og upplýst var að sveitarstjóri og byggðaráð ynnu enn að úrvinnslu umsókna með aðstoð frá Mögnum.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.
Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn - 335. fundur - 20.04.2021

Á 982. fundi byggðaráðs þann 15. apríl 2021 var eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjóri kom inn á fundinn í Upsa úr TEAMS fundi.

Á 980. fundi byggðaráðs þann 29. mars sl. var til umfjöllunar ráðning í starf sviðsstjóra framkvæmdasviðs og upplýst var að sveitarstjóri og byggðaráð ynnu enn að úrvinnslu umsókna með aðstoð frá Mögnum.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.

Lagt fram til kynningar."

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, sem gerði grein fyrir vinnu byggðaráðs við ráðninguna.
Umsóknarfrestur rann út þann 20. mars sl. og voru umsækjendur þrír:
Bjarni Daníelsson; sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs.
Ófeigur Fanndal Birkisson; verkfræðingur.
Rut Jónsdóttir; Forstöðumaður umhverfis- og sorpmála

Sveitarstjóri og byggðaráð unnu að úrvinnslu og sátu viðtöl en Mögnum veitti faglega aðstoð í ferlinu.

Að ráðningaferlinu loknu er það tillaga sveitarstjóra og byggðaráðs að leggja til við sveitarstjórn að Bjarni Daníelsson verði ráðin í starf sviðsstjóra framkvæmdasviðs hjá Dalvíkurbyggð.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra og byggðaráðs um að Bjarni Daníelsson verði ráðinn í starf sviðsstjóra framkvæmdasviðs.