Sveitarstjórn

335. fundur 20. apríl 2021 kl. 16:15 - 17:14 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson aðalmaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir forseti
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 981, frá 08.04.2021

Málsnúmer 2104002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 14. liðum
Liðir 3, 7 og 11 eru sér liðir á dagskrá.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 982, frá 15.04.2021

Málsnúmer 2104006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.
Liðir 1, 2 og 4 eru sér liðir á dagskrá.
Til afgreiðslu 5. liður.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
  • Á fundinum var upplýst að ársfundur Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar (SÍMEY) fer fram 29. apríl nk. kl. 14:00 í gegnum fjarfund. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 982 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

3.Atvinnumála- og kynningarráð - 62, frá 15.04.2021.

Málsnúmer 2104007FVakta málsnúmer

Fundagerðin er í 5 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.

Lagt fram til kynningar.

4.Félagsmálaráð - 249, frá 13.04.2021

Málsnúmer 2104004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 13 liðum.

Til afgreiðslu:
5. liður.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
  • Tekinn fyrir rafpóstur dags. 26.mars 2021 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um hugmyndir um heimild til handa ráðherra að setja reglugerð um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Sambandið ítrekar harða andstöðu sina gegn þessum hugmyndum og væntir þess að félagsmálaráðuneytið virði hér eftir sem hingað til stjórnarskrárvarið sjálfstæði sveitarfélaga. Sambandið er nú sem endra nær reiðubúið til þess að vinna með ráðuneytinu og samtökum stjórnenda í velferðarþjónustu sveitarfélaga að framþróum þess fjárhagslega stuðnings sem sveitarfélög veita íbúum sínum, helst þyrfti að ganga til heildurendurskoðunar á VI. kafla félagsþjónustulaga auk nýrrar hugmyndavinnu um gerð opinberra lágmarksframfærsluviðmiða á grundvelli neysluviðmiða. Á sama tíma þarf að ná víðtækri samstöðu um að öll fjárhagsaðstoð sé undanþegin skattlagningu. Félagsmálaráð - 249 Félagsmálaráð tekur undir bréf Karls Björnssonar, framkvæmdarstjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga til handa félags- og barnamálaráðherra. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs um að taka undir bréf framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga til félags- og barnamálaráðherra.

5.Fræðsluráð - 259, frá 14.04.2021

Málsnúmer 2104003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.

Til máls tók;
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson um 3. lið.

Lagt fram til kynningar.

6.Umhverfisráð - 351, frá 08.04.2021

Málsnúmer 2103013FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 13 liðum.
Liðir 4,5,6,7,10,11,13 eru sér liðir á dagskrá.
Enginn tók til máls um fundargerðina.

Lagt fram til kynningar.

7.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 103, frá 09.04.2021

Málsnúmer 2104001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Til afgreiðslu:
Liður 2.
Liður 4 er sér liður á dagskrá.

Til máls tóku;
Katrín Sigurjónsdóttir um lið 3 og 4.
Guðmundur St. Jónsson um lið 2 og 4.
  • Með rafpósti, sem dagsettur er 23. mars 2021 barst eftirfarandi:

    "Meðfylgjandi er ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2020. Samkvæmt 5. mgr. 5. gr. laga Hafnasambands Íslands skal stjórn samþykkja ársreikninga eftir að þeir hafa verið kynntir aðildarhöfnunum.

    Athugasemdir, ef einhverjar eru, sendist vinsamlega til undirritaðs fyrir 12. apríl nk."
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 103 Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við framlagðan ársreikning. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.

8.Frá 982. fundi byggðaráðs þann 15.04.2021; Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2020.Fyrri umræða.

Málsnúmer 202011106Vakta málsnúmer

Á 982. fundi byggðaráðs þann 15. apríl sl. var ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2020 lagður fram. Endurskoðandi sveitarfélagsins fór yfir helstu niðurstöður og forsendur ársreikningins. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að vísa honum til sveitarstjórnar.

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum.

Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta var jákvæð sem nam 35,9 millj. kr og rekstrarniðurstaða A-hluta var neikvæð um 7,6 millj.kr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 3.319,5 millj. kr samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A-og B-hluta, en eigið fé A-hluta um 2.483,9 millj. kr. Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 2.511,1 millj. kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A- og B-hluta. Þar af námu rekstrartekjur A-hluta 2.124,2 millj. kr. sem skiptast þannig að útsvarið er 49,8%, fasteignaskattur 7,6%, framlög úr Jöfnunarsjóði 28,6% og aðrar tekjur 14%. Stærsta útgjaldaliðnum er varið til greiðslu launa og launatengdra gjalda, alls hjá A- og B-hluta 1.467 millj.kr. eða um 58,4% af tekjum.
Veltufé frá rekstri var kr. 240.799.000 fyrir A- og B-hluta. Veltufjárhlutfall A- og B-hluta var 1,33 og skuldahlutfallið 77%.

Langtímaskuldir við lánastofnanir voru í árslok 2020 kr. 911.071.000 en voru í árslok 2019 kr. 803.368.000. Á árinu 2020 var tekið nýtt lán að upphæð kr. 205.000.000 en ákveðið var að taka lán fyrir allri heimild sveitarstjórnar þar sem kjörin voru afar hagstæð. Afborganir langtímalána fyrir A- og B-hluta voru kr. 112.867.000. Því hækkaði handbært fé um rúmlega 50 milljónir á milli ára og var í árslok rúmlega 260 millj.kr. Þannig er skuldarviðmið A- og B-hluta skv. reglugerð 40,4% sem er töluvert undir skuldarviðmiði sveitarfélaga.

Fjárfestingar ársins 2020 fyrir samstæðuna voru kr. 301.202.000, þessar stærstar:
Hjá Eignasjóði voru framkvæmdir hærri en 20 millj. kr. þessar: Rúmar 40 millj.kr vegna kaupa á Selárlandinu, rúmar 28,5 millj.kr.vegna lóðar Dalvíkurskóla og tæpar 24 millj. kr vegna göngustígs Olís -Árgerði sem var samvinnuverkefni með Vegagerðinni.
Hjá Hitaveitu tæpar 53 millj. kr vegna byggingar á geymsluhúsnæði við Sandskeið.
Hjá Fráveitu rúmar 20 millj. kr vegna Norðurdælustöð á Dalvík og 17,5 millj. kr vegna hreinsistöðvar á Árskógssandi.
Hjá Vatnsveitu 3,6 millj. kr vegna dælubúnaðar á Bakkaeyrum.
Hjá Hafnarsjóði um 8 millj. kr vegna dýpkunar í Dalvíkurhöfn, verkefni með Vegagerðinni og 8,6 millj. kr vegna endurnýjunar á löndunarkrana við Dalvíkurhöfn.


Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar 2020 til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn færir starfsmönnum Dalvíkurbyggðar og stjórnendum þakkir fyrir góða afkomu á rekstrarárinu 2020 og fyrir vinnuna við ársreikninginn.

9.Frá 981. fundi byggðaráðs þann 08.04.2021; Breytingar á ýmsum lögum um málefni sveitarfélaga v. Covid-19. Fjarfundir.

Málsnúmer 202104020Vakta málsnúmer

Á 981. fundi byggðaráðs þann 8. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir frétt frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu er varðar breytingar á ýmsum lögum um málefni sveitarfélaga vegna Covid-19.

Með lögunum er m.a. tryggt að sveitarfélög hafi svigrúm til að ráðast í auknar fjárfestingar og mæta aðsteðjandi vanda í rekstri vegna þeirra áhrifa sem kórónaveirufaraldurinn hefur haft á íslenskt efnahagslíf og búskap hins opinbera, sveitarfélögum auðveldað að koma til móts við rekstraraðila sem eiga í greiðsluerfiðleikum vegna faraldursins, þannig að sveitarfélög geti sýnt aukinn sveigjanleika við innheimtu og starfhæfi sveitarstjórna tryggt við óvenjulegar aðstæður, s.s. vegna farsóttar eða náttúruhamfara.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð nýti sér áfram heimildir til fjarfunda á grundvelli auglýsingar um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórnar og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga. Heimildin gildir til 31. júlí 2021."

Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til að sveitarstjórn, byggðaráð og fastanefndir Dalvíkurbyggðar muni áfram nýta sér fjarfundi til að tryggja starfshæfni þegar aðstæður krejast þess eða til 31. júlí 2021. Sem fyrr skuli fundargerðir að loknum fjarfundum verða staðfestar í tölvupósti og svo undirritaðar formlega við næsta tækifæri sem gefst. Fundargerðir verði staðfestar með rafrænni undirskrift þegar sú lausn verður tiltæk.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

10.Frá 982. fundi byggðaráðs þann 15.04.2021; Endurskoðun á reglum um eignasjóð og félagslegar íbúðir

Málsnúmer 202003096Vakta málsnúmer

Á 982. fundi byggðaráðs þann 15. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
Á 981. fundi byggðaráðs þann 8. apríl sl. voru til umfjöllunar endurskoðuð drög að vinnureglum um Eignasjóð og Félagslegar íbúðir ásamt fylgiskjölum. Byggðaráð gerði ekki athugasemdir við drögin og vísaði þeim til frekari umfjöllunar á næsta fundi byggðaráðs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi vinnureglur um Eignasjóð og Félagslegar íbúðir ásamt fylgiskjölum.

Almennar reglur Dalvíkurbyggðar um leigu ásamt fylgiskjali I.
Vinnureglur innanhúss um Félagslegar íbúðir.

11.Frá 981. fundi byggðaráðs þann 08.04.2021; Ósk um staðfestingu vegna umsóknar um stofnframlag

Málsnúmer 202103116Vakta málsnúmer

Á 981. fundi byggðaráðs þann 8. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 334. fundi sveitarstjórnar þann 30. mars sl. var til umfjöllunar erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun dagsett þann 15. mars 2021 þar sem óskað er eftir staðfestingu sveitarstjórnar á því hvort sveitarfélagið samþykki umsókn Bæjartúns íbúðafélags hses um stofnframlag sveitarfélagsins. Ef svo er þá er óskað eftir upplýsingum um form stofnframlags og sundurliðun á fjárhæð þess.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum form stofnframlags og sundurliðun á því miðað við fyrirliggjandi forsendur og þá fyrirvara sem settir eru, Jón Ingi Sveinsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis."

Til máls tók:
Jón Ingi Sveinsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu, kl. 16:37.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi form stofnframlags og sundurliðun á fjárhæð þess, vegna umsóknar Bæjartúns íbúðafélags hses. um stofnframlag sveitarfélagsins. Jón Ingi Sveinsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

12.Frá 981. fundi byggðaráðs þann 8. apríl 2021; Ráðning byggingar- og skipulagsfulltrúa; starfsheiti

Málsnúmer 202103157Vakta málsnúmer

Jón Ingi Sveinsson kom inn á fundinn að nýju kl.16:38.

Á 981. fundi byggðaráðs þann 8. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 334. fundi sveitarstjórnar þann 30. mars sl. var gengið frá ráðningu í auglýst starf byggingar- og skipulagsfulltrúa hjá Dalvíkurbyggð. Einnig var samþykkt sú tillaga að kanna mögulegt samstarf við nágrannasveitarfélögin um verkefni byggingarfulltrúa til að uppfylla kröfur laga um mannvirki.

Sveitarstjóri leggur til að starfsheiti Helgu Írisar Ingólfsdóttur verði Skipulags- og tæknifulltrúi í ráðningarsamningi og starfslýsingu. Einnig kynnti sveitarstjóri drög að uppfærðri starfslýsingu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra að starfsheiti."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og tillögu um starfsheitið Skipulags- og tæknifulltrúi.

13.Ráðning sviðsstjóra framkvæmdasviðs

Málsnúmer 202101110Vakta málsnúmer

Á 982. fundi byggðaráðs þann 15. apríl 2021 var eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjóri kom inn á fundinn í Upsa úr TEAMS fundi.

Á 980. fundi byggðaráðs þann 29. mars sl. var til umfjöllunar ráðning í starf sviðsstjóra framkvæmdasviðs og upplýst var að sveitarstjóri og byggðaráð ynnu enn að úrvinnslu umsókna með aðstoð frá Mögnum.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.

Lagt fram til kynningar."

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, sem gerði grein fyrir vinnu byggðaráðs við ráðninguna.
Umsóknarfrestur rann út þann 20. mars sl. og voru umsækjendur þrír:
Bjarni Daníelsson; sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs.
Ófeigur Fanndal Birkisson; verkfræðingur.
Rut Jónsdóttir; Forstöðumaður umhverfis- og sorpmála

Sveitarstjóri og byggðaráð unnu að úrvinnslu og sátu viðtöl en Mögnum veitti faglega aðstoð í ferlinu.

Að ráðningaferlinu loknu er það tillaga sveitarstjóra og byggðaráðs að leggja til við sveitarstjórn að Bjarni Daníelsson verði ráðin í starf sviðsstjóra framkvæmdasviðs hjá Dalvíkurbyggð.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra og byggðaráðs um að Bjarni Daníelsson verði ráðinn í starf sviðsstjóra framkvæmdasviðs.

14.Frá Helgu Írisi Ingólfsdóttur; Ósk um lausn frá störfum í Umhverfisráði

Málsnúmer 202104034Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Helgu Írisi Ingólfsdóttur, rafpóstur dagsettur þann 7. apríl 2021, þar sem Helga Íris óskar lausnar frá störfum í Umhverfisráði Dalvíkurbyggðar vegna starfa sinna hjá Framkvæmdasviði Dalvíkurbyggðar.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita Helgu Írisi lausn frá störfum í Umhverfisráði Dalvíkurbyggðar.

15.Kosning í ráð og nefndir skv. Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202104104Vakta málsnúmer

Til máls tók Guðmundur St. Jónsson sem leggur til að Emil Júlíus Einarsson verði aðalmaður í umhverfisráði í stað Helgu Írisar Ingólfsdóttur og Snæþór Arnþórsson verði varamaður í umhverfisráði í stað Emils Júlíusar Einarssonar.
Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því Emil Júlíus og Snæþór réttkjörnir sem aðalmaður og varamaður í Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar.

16.Frá 351. fundi umhverfisráðs þann 08.04.2021; Umsókn um lóð - Hringtún 23

Málsnúmer 202103172Vakta málsnúmer

Á 351. fundi umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar þann 8. apríl 2021 var eftirfarandi bókað:
"Með innsendu erindi sem dagsett er 25.03.2021 sækir Ottó Biering Ottósson um lóðina að Hringtúni 23 f.h. EGO hús ehf.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umsækjanda umbeðna lóð."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni við Hringtún 23.

17.Frá 351. fundi umhverfisráðs þann 08.04.2021; Hringtún 24, umsókn um lóð.

Málsnúmer 202104023Vakta málsnúmer

Á 351. fundi umhverfisráðs þann 8. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Með innsendu erindi sem dagsett er 24.03.2021 sækir Bjarni Th. Bjarnason um lóðina að Hringtúni 24.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umsækjanda umbeðna lóð."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni við Hringtún 24.

18.Frá 351. fundi umhverfisráðs þann 08.04.2021; Umsókn um lóð - Skógarhólar 8

Málsnúmer 202103173Vakta málsnúmer

Á 351. fundi umhverfisráðs þann 8. apríl 2021 var eftirfarandi bókað:
"Með innsendu erindi sem dagsett er 25.03.2021 sækir Ottó Biering Ottósson um lóðina Skógarhólar 8 f.h. EGO hús ehf.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umsækjanda umbeðna lóð."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni við Skógarhóla 8.

19.Frá 351. fundi umhverfisráðs þann 08.04.2021; Umsókn um lóð

Málsnúmer 202103187Vakta málsnúmer

Á 351. fundi umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar þann 8. apríl 2021 var eftirfarandi bókað:
"Með innsendu erindi sem dagsett er 25.03.2021 sækir Brent Ozar um lóðina að Hamar B8.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umsækjanda umbeðna lóð."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni að Hamar B8.

20.Frá 351. fundi umhverfisráðs þann 08.04.2021; Lokastígur 6, umsókn um lóð.

Málsnúmer 202104024Vakta málsnúmer

Á 351. fundi umhverfisráðs þann 8. apríl 2021 var eftirfarandi bókað:
"Með innsendu erindi, sem dagsett er 24.03.2021, sækir Berta Gunnarsdóttir um lóðina að Lokastíg 6 f.h. Vetrarfells ehf.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umsækjanda umbeðna lóð."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutn á lóðinni við Lokastíg 6.

21.Frá 351. fundi umhverfisráðs þann 08.04.2021; Umsókn um lóð.

Málsnúmer 202104029Vakta málsnúmer

Á 351. fundi umhverfisráðs þann 8. apríl 2021 var eftirfarandi bókað:
"Með innsendu erindi, sem dagsett er 7.04.2021, sækja Logi Ásbjörnsson og Signý Jónasdóttir um lóðina að Ægisgötu 1, Árskógssandi.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umsækjanda umbeðna lóð."

Til máls tók:
Dagbjört Sigurpálsdóttir sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi kl. 16:47.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni við Ægisgötu 1, Árskógssandi. Dagbjört Sigurpálsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

22.Frá 351. fundi umhverfisráðs þann 08.04.021; Deiliskipulag Hauganesi; skipulagsmörk og stærri lóðir.

Málsnúmer 201901044Vakta málsnúmer

Dagbjört Sigurpálsdóttir kom inn á fundinn að nýju kl. 16:48.

Á 351. fundi umhverfisráðs þann 8.apríl 2021 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði fylgdu deiliskipulagstillögur að Hauganesi. Á norðursvæðinu er annars vegar gert ráð fyrir stórum lóðum, 10.000 til 20.000 m², og hins vegar minni lóðum frá ca. 3.500 og upp í 4.000 m².
Umhverfisráð samþykkir samhljóða með fjórum atkvæðum að vinna áfram með þá tillögu sem gerir ráð fyrir fimm lóðum að stærð frá 3.500 og upp í 4.000 m² og felur hönnuði að færa skipulagsmörk að þessari ákvörðun."

Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson.
Katrín Sigurjónsdóttir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs, Guðmundur St. Jónsson og Dagbjört Sigurpálsdóttir sitja hjá.

23.Frá 103. fundi veitu- og hafnaráðs þann 09.04.2021; Dalvíkurhöfn verði tollhöfn

Málsnúmer 202104001Vakta málsnúmer

Á 103. fundi veitu- og hafnaráðs Dalvíkurbyggðar þann 9. apríl sl. var eftirfarandi bókað:

"Kristján Hjartarson, aðalmaður, kom á fundinn undir þessum lið kl. 09:00.

Til þess að útvíkka þjónustuhlutverk Dalvíkurhafnar er nauðsyn á að hún verði skilgreind sem tollhöfn. Til að svo megi verða þarf að senda inn umsókn um erindið til fjármála- og efnahagsráðuneytis. Slík leyfisveiting kallar á að ráðuneytið framkvæmi reglugerðarbreytingu. Að mati veitu- og hafnaráðs eykur slík leyfisveiting möguleika á frekari umsvifum Dalvíkurhafnar.

Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að fela hafnastjóra að senda umsókn um að Dalvíkurhöfn verði skilgreind sem tollhöfn."

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Jón Ingi Sveinsson.
Guðmundur St. Jónsson.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.

Fundi slitið - kl. 17:14.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson aðalmaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir forseti
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs