Á 981. fundi byggðaráðs þann 8. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir frétt frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu er varðar breytingar á ýmsum lögum um málefni sveitarfélaga vegna Covid-19.
Með lögunum er m.a. tryggt að sveitarfélög hafi svigrúm til að ráðast í auknar fjárfestingar og mæta aðsteðjandi vanda í rekstri vegna þeirra áhrifa sem kórónaveirufaraldurinn hefur haft á íslenskt efnahagslíf og búskap hins opinbera, sveitarfélögum auðveldað að koma til móts við rekstraraðila sem eiga í greiðsluerfiðleikum vegna faraldursins, þannig að sveitarfélög geti sýnt aukinn sveigjanleika við innheimtu og starfhæfi sveitarstjórna tryggt við óvenjulegar aðstæður, s.s. vegna farsóttar eða náttúruhamfara.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð nýti sér áfram heimildir til fjarfunda á grundvelli auglýsingar um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórnar og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga. Heimildin gildir til 31. júlí 2021."
Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til að sveitarstjórn, byggðaráð og fastanefndir Dalvíkurbyggðar muni áfram nýta sér fjarfundi til að tryggja starfshæfni þegar aðstæður krejast þess eða til 31. júlí 2021. Sem fyrr skuli fundargerðir að loknum fjarfundum verða staðfestar í tölvupósti og svo undirritaðar formlega við næsta tækifæri sem gefst. Fundargerðir verði staðfestar með rafrænni undirskrift þegar sú lausn verður tiltæk.