Málsnúmer 202103175Vakta málsnúmer
Undir þessum lið vék af fundi Jón Ingi Sveinsson vegna vanhæfis kl. 14:10.
Á 334. fundi sveitarstjórnar þann 30. mars sl. var samþykkt sú tillaga að vísa erindi Bæjartúns íbúðafélags hses um vilyrði fyrir lóð á Dalvík vegna stofnframlagaverkefnis til umhverfisráðs. Jafnframt var byggðaráði falin heimild til fullnaðarafgreiðslu.
Á 351. fundi umhverfisráðs þann 8. apríl var eftirfarndi bókað:
"Vísað til umhverfisráðs frá 334. fundi sveitarstjórnar þann 30. mars sl.
Fyrir liggur erindi frá Bæjartúni íbúðafélagi hses dagsett 23. mars 2021. Þar óskar Bæjartún eftir að Dalvíkurbyggð veiti vilyrði fyrir lóð á Dalvík fyrir stofnframlagaverkefni.
Vilyrðið sé veitt með fyrirvara um samræmi við skipulag og að lóðir séu tækar til úthlutunar. Jafnframt með fyrirvara um samþykki stofnframlagaumsókna til HMS og sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum að vísa erindinu til umhverfisráðs með vísan í grein 3.4. í Lóðaveitingar í Dalvíkurbyggð.
Umhverfisráð samþykkir samhljóða með fjórum atkvæðum að veita Bæjartúni íbúðafélagi hses vilyrði fyrir lóð við Karlsrauðatorg á Dalvík. Vilyrðið er veitt með fyrirvara um samræmi við skipulag og að lóðir séu tækar til úthlutunar. Jafnframt með fyrirvara um samþykki stofnframlagaumsókna til HMS og sveitarfélagsins.
Vilyrðið er veitt á grundvelli greinar 3.4. í Lóðaveitingar í Dalvíkurbyggð þar sem umhverfisnefnd er í sérstökum tilvikum heimilt að veita vilyrði fyrir lóðum, öðrum en einbýlishúsalóðum, án undangenginna auglýsinga, þegar sótt er um lóðir innan skipulagðra svæða eða á óskipulögðum svæðum, sem ekki hafa verið auglýstar sem byggingarlóðir. Endanleg úthlutun getur þó ekki farið fram fyrr en að loknum skipulagsbreytingum, sé þeirra þörf og að fengnu samþykki sveitarstjórnar. Einnig á grundvelli samþykktar sveitarstjórnar á 329. fundi þann 24. október 2020 undir máli 202010079, könnun á húsnæðisþörf 55, þar sem sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu umhverfisráðs um að gildandi deiliskipulag við Kirkjuveg verði endurskoðað og útvíkkað."