Byggðaráð

981. fundur 08. apríl 2021 kl. 13:00 - 14:58 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá Framkvæmdasviði; Kynning á Kortasjánni

Málsnúmer 202103194Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs í gegnum TEAMS Einar Ísfeld Steinarsson, starfsmaður í tímabundnum verkefnum á Framkvæmdasviði, kl. 13:00.

Einar Ísfeld kynnti fyrir byggðaráði nýjungar á kortasjá Dalvíkurbyggðar. Um er að ræða viðbætur þar sem íbúar geta fengið upplýsingar um legu lagna hjá Vatnsveitu, Fráveitu og Hitaveitu, ásamt legu ljósleiðara, rafmagns og staðsetningar á rotþróm.
https://www.map.is/dalvik/

Einar vék af fundi kl. 13:35
Lagt fram til kynningar og byggðaráð þakkar fyrir áhugaverða kynningu.

2.Endurskoðun á reglum um eignasjóð og félagslegar íbúðir - drög

Málsnúmer 202003096Vakta málsnúmer

Á 953. fundi byggðaráðs þann 3. september 2020 voru til umfjöllunar drög að uppfærðum reglum vegna Eignasjóðs og Félagslegra íbúða frá umhverfis- og tæknisviði.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu endurskoðuð drög að vinnureglum um Eignasjóð og Félagslegar íbúðir ásamt fylgiskjölum.
Almennar reglur Dalvíkurbyggðar um leigu ásamt fylgiskjali.
Vinnureglur innanhúss um Félagslegar íbúðir

Ofangreind endurskoðun á reglum og leiðbeiningum er unnin af sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs með rýni frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og þjónustu- og innheimtufulltrúa.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreind drög og vísar þeim til frekari umfjöllunar á næsta fundi byggðaráðs.

3.Ráðning byggingar- og skipulagsfulltrúa - starfsheiti

Málsnúmer 202103157Vakta málsnúmer

Á 334. fundi sveitarstjórnar þann 30. mars sl. var gengið frá ráðningu í auglýst starf byggingar- og skipulagsfulltrúa hjá Dalvíkurbyggð. Einnig var samþykkt sú tillaga að kanna mögulegt samstarf við nágrannasveitarfélögin um verkefni byggingarfulltrúa til að uppfylla kröfur laga um mannvirki.

Sveitarstjóri leggur til að starfsheiti Helgu Írisar Ingólfsdóttur verði Skipulags- og tæknifulltrúi í ráðningarsamningi og starfslýsingu. Einnig kynnti sveitarstjóri drög að uppfærðri starfslýsingu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra að starfsheiti.

4.Frá Framkvæmdasviði; Sandskeið 26; samningur vegna ræstinga

Málsnúmer 202103135Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi við Daga ehf. um ræstingar í Sandskeiði 26 ("Áhaldahús"). Samningsdrögin voru rýnd af innkauparáði Dalvíkurbyggðar og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við samningsdrögin.

5.Frá Eignahaldsfélagi Brunabótafélagi Íslands; Styrktarsjóður EBÍ 2021

Málsnúmer 202103189Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 26. mars 2021, þar sem auglýst er eftir umsóknum í Styrktarsjóð EBÍ. Umsóknarfrestur er til aprílloka og hvert aðildarsveitarfélag getur aðeins sent inn eina umsókn. Umsóknir skulu vera vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélagsins, sjá nánar reglur sjóðsins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til framkvæmdastjórnar til skoðunar og lögð verði fram tillaga til byggðaráðs um verkefni á vegum Dalvíkurbyggðar sem metin eru styrkhæf samkvæmt reglum sjóðsins.

6.Frá Umhverfisráði; Ósk um vilyrði fyrir lóð fyrir stofnframlagaverkefni

Málsnúmer 202103175Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vék af fundi Jón Ingi Sveinsson vegna vanhæfis kl. 14:10.

Á 334. fundi sveitarstjórnar þann 30. mars sl. var samþykkt sú tillaga að vísa erindi Bæjartúns íbúðafélags hses um vilyrði fyrir lóð á Dalvík vegna stofnframlagaverkefnis til umhverfisráðs. Jafnframt var byggðaráði falin heimild til fullnaðarafgreiðslu.

Á 351. fundi umhverfisráðs þann 8. apríl var eftirfarndi bókað:
"Vísað til umhverfisráðs frá 334. fundi sveitarstjórnar þann 30. mars sl.
Fyrir liggur erindi frá Bæjartúni íbúðafélagi hses dagsett 23. mars 2021. Þar óskar Bæjartún eftir að Dalvíkurbyggð veiti vilyrði fyrir lóð á Dalvík fyrir stofnframlagaverkefni.

Vilyrðið sé veitt með fyrirvara um samræmi við skipulag og að lóðir séu tækar til úthlutunar. Jafnframt með fyrirvara um samþykki stofnframlagaumsókna til HMS og sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum að vísa erindinu til umhverfisráðs með vísan í grein 3.4. í Lóðaveitingar í Dalvíkurbyggð.
Umhverfisráð samþykkir samhljóða með fjórum atkvæðum að veita Bæjartúni íbúðafélagi hses vilyrði fyrir lóð við Karlsrauðatorg á Dalvík. Vilyrðið er veitt með fyrirvara um samræmi við skipulag og að lóðir séu tækar til úthlutunar. Jafnframt með fyrirvara um samþykki stofnframlagaumsókna til HMS og sveitarfélagsins.

Vilyrðið er veitt á grundvelli greinar 3.4. í Lóðaveitingar í Dalvíkurbyggð þar sem umhverfisnefnd er í sérstökum tilvikum heimilt að veita vilyrði fyrir lóðum, öðrum en einbýlishúsalóðum, án undangenginna auglýsinga, þegar sótt er um lóðir innan skipulagðra svæða eða á óskipulögðum svæðum, sem ekki hafa verið auglýstar sem byggingarlóðir. Endanleg úthlutun getur þó ekki farið fram fyrr en að loknum skipulagsbreytingum, sé þeirra þörf og að fengnu samþykki sveitarstjórnar. Einnig á grundvelli samþykktar sveitarstjórnar á 329. fundi þann 24. október 2020 undir máli 202010079, könnun á húsnæðisþörf 55, þar sem sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu umhverfisráðs um að gildandi deiliskipulag við Kirkjuveg verði endurskoðað og útvíkkað."

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs varðandi vilyrði fyrir lóð til Bæjartúns íbúðafélags hses við Karlsrauðatorg á Dalvík, Jón Ingi Sveinsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

7.Frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun; Ósk um staðfestingu vegna umsóknar um stofnframlag

Málsnúmer 202103116Vakta málsnúmer

Á 334. fundi sveitarstjórnar þann 30. mars sl. var til umfjöllunar erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun dagsett þann 15. mars 2021 þar sem óskað er eftir staðfestingu sveitarstjórnar á því hvort sveitarfélagið samþykki umsókn Bæjartúns íbúðafélags hses um stofnframlag sveitarfélagsins. Ef svo er þá er óskað eftir upplýsingum um form stofnframlags og sundurliðun á fjárhæð þess.

Á sama fundi var samþykkt sú tillaga byggðaráðs að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að taka saman upplýsingar um form stofnframlags og sundurliðun á fjárhæð þess og leggja fyrir fundi ráðsins þann 8. apríl.

Á fundi sveitarstjórnar þann 30. mars sl. var samþykkt undir máli 202103152 sú tillaga byggðaráðs um að veita Bæjartúni íbúðafélagi hses stofnframlag fyrir 12% af áætluðu stofnvirði til byggingar sex íbúða á Dalvík með fyrirvörum og um skilyrði um endurgreiðslu stofnframlagsins.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að formi stofnframlags og sundurliðun á því miðað við fyrirliggjandi forsendur.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum form stofnframlags og sundurliðun á því miðað við fyrirliggjandi forsendur og þá fyrirvara sem settir eru, Jón Ingi Sveinsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

8.Auroa Leisure ehf. gegn Dalvíkurbyggð - mál nr. 17/2020 - leki frá heimæð.

Málsnúmer 201708016Vakta málsnúmer

Jón Ingi Sveinsson kom inn á fundinn að nýju kl. 14:37.

Á 298. fundi sveítarstjórnar þann 14. desember 2017 var bókað að eigendur að Skíðabraut 18, Dalvik, Aurora Leisure ehf hafa höfðað mál á hendur Dalvíkurbyggð til viðurkenningar á bótaskyldu á tjóni sem varð er heimlögn kaldavatnsins fór að leka.

Lagður fram til kynningar dómur Landsréttar frá 26. mars 2021 í ofangreindu máli. Landsréttur vísaði málinu aftur heim í hérað.

https://www.landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?Id=9fe7b480-8168-487b-867d-1a62fae6b797

Lagt fram til kynningar.

9.Frá úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála; mál nr. 10/2021 - úrskurður v. Hringtúns 17 og 19- graftarleyfi.

Málsnúmer 202101053Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dagsettur þann 30. mars 2021, í kæru vegna ákvarðana byggingarfulltrúa Dalvíkurbyggðar frá 16. nóvember 2020 um að samþykkja graftarleyfi fyrir lóðirnar Hringtún 17 og 19 í Dalvíkurbyggð.
Niðurstaðan er að kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

https://uua.is/urleits/10-2021-hringtun/

Lagt fram til kynningar.

10.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Aðgerðaráætlun sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili

Málsnúmer 202103192Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 30. mars 2021, þar sem fram kemur að á fundi stjórnar Sambandsins þann 26. mars sl. var lagt fram meðfylgjandi minnisblað með mati á stöðu verkefna í viðspyrnuáætlun sambandsins frá mars 2020 með aðgerðarpakka fyrir sveitarfélög og sambandið til viðspyrnu gegn samdrætti í þjóðarbúskapnum.

Fram kemur að stjórn Sambandsins hvetur sveitarfélög til að táka þátt í átakinu "Hefjum störf".
Lagt fram til kynningar.

11.Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu; Breytingar á ýmsum lögum um málefni sveitarfélaga v. Covid-19

Málsnúmer 202104020Vakta málsnúmer

Tekin fyrir frétt frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu er varðar breytingar á ýmsum lögum um málefni sveitarfélaga vegna Covid-19.

Með lögunum er m.a. tryggt að sveitarfélög hafi svigrúm til að ráðast í auknar fjárfestingar og mæta aðsteðjandi vanda í rekstri vegna þeirra áhrifa sem kórónaveirufaraldurinn hefur haft á íslenskt efnahagslíf og búskap hins opinbera, sveitarfélögum auðveldað að koma til móts við rekstraraðila sem eiga í greiðsluerfiðleikum vegna faraldursins, þannig að sveitarfélög geti sýnt aukinn sveigjanleika við innheimtu og starfhæfi sveitarstjórna tryggt við óvenjulegar aðstæður, s.s. vegna farsóttar eða náttúruhamfara.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð nýti sér áfram heimildir til fjarfunda á grundvelli auglýsingar um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórnar og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga. Heimildin gildir til 31. júlí 2021.

12.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 622. mál.

Málsnúmer 202103183Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 27. mars 2021, þar sem Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 622. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 9. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.

13.Frá Sambandi íslenskra sveitarféelaga; Fundargerðir stjórnar 2021

Málsnúmer 202102014Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, nr. 896.
Lagt fram til kynningar.

14.Frá SSNE; fréttabréf

Málsnúmer 202004030Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fréttabréf SSNE vegna mars 2021.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:58.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs