Á 981. fundi byggðaráðs þann 8. apríl 2021 var tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 26. mars 2021, þar sem auglýst er eftir umsóknum í Styrktarsjóð EBÍ. Umsóknarfrestur er til aprílloka og hvert aðildarsveitarfélag getur aðeins sent inn eina umsókn. Umsóknir skulu vera vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélagsins, sjá nánar reglur sjóðsins. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til framkvæmdastjórnar til skoðunar og lögð verði fram tillaga til byggðaráðs um verkefni á vegum Dalvíkurbyggðar sem metin eru styrkhæf samkvæmt reglum sjóðsins.
Upplýst var á fundinum um hugmyndir frá Atvinnumála- og kynningarráði, sbr. fundur þann 15. aprí sl. Einnig að gert er ráð fyrir í reglum sjóðsins að sami aðili geti ekki fengið úthlutun tvö ár í röð. Dalvíkurbyggð fékk styrk árið 2020.