Atvinnumála- og kynningarráð

62. fundur 15. apríl 2021 kl. 08:15 - 09:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
  • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir þjónustu- og upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Fundurinn fór fram í fjarfundi á TEAMS

1.Áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög

Málsnúmer 202103014Vakta málsnúmer

Í desember 2020 voru samþykkt á Alþingi tvenn ný lög sem lúta að jafnréttismálum
og leysa þau af hólmi lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.
Nýju lögin eru annars vegar lög um stjórnsýslu jafnréttismála nr. 151/2020 og hins
vegar lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020.

Hólmfríður Margrét og Snæþór komu inn á fundinn undir þessum lið.

Lagt fram til kynningar

2.Uppfærð birtingaráætlun Markaðsstofu Norðurlands

Málsnúmer 202103191Vakta málsnúmer

Markaðsstofan hefur á undanförnum misserum unnið mun meira en áður að markaðssetningu til Íslendinga, líkt og svo mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu sem hafa þurft að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Sú vinna hefur haldið áfram í vetur, samhliðaþví að markaðssetningu til erlendra ferðamanna hefur verið haldið lifandi í gegnum samfélagsmiðla og heimasíðu, og með samskiptum við erlendar ferðaskrifstofur. Strax að loknum páskum fer fókusinn í þessari vinnu, sérstaklega innanlands, að snúast meira umsumarið og þar ætlar MN að vinna með nokkrar mismunandi áherslur.

Uppfærð birtingaráætlun frá því sem var send út fyrr í vetur lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar

Ráðið samþykkir að fá fulltrúa frá Markaðsstofu Norðurlands á næsta fund ráðsins og felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að leita eftir því við Markaðsstofuna.

3.Skýrsla Flugklasans Air 66N - 2021

Málsnúmer 202104049Vakta málsnúmer

Skýrsla Flugklasans Air 66N lögð fram til kynningar en í henni er gerð grein fyrir því helsta í starfi Flugklasans undanfarna mánuði.
Lagt fram til kynningar

4.Styrktarsjóður EBÍ 2021

Málsnúmer 202103189Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 26. mars 2021, þar sem auglýst er eftir umsóknum í Styrktarsjóð EBÍ. Umsóknarfrestur er til aprílloka og hvert aðildarsveitarfélag getur aðeins sent inn eina umsókn. Umsóknir skulu vera vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélagsins.

Hugmyndum að umsókn um styrk velt upp og þjónustu- og upplýsingafulltrúa falið að vinna hugmyndirnar áfram og senda umsókn fyrir apríllok.

5.Fundaröð atvinnumála- og kynningarráðs

Málsnúmer 202103011Vakta málsnúmer

Þann 23. mars sl. hélt Dalvíkurbyggð fjarfund með aðstoð SSNE sem bar heitið Er Dalvíkurbyggð að leita að þér?

Farið var yfir möguleika í atvinnulífinu og niðurstöður íbúakönnunar sem lögð var fyrir íbúa um allt landið.

Hugmynd að þema fyrir næsta fund ráðsins ræddar ásamt mögulegri tímasetningu.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 09:30.

Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
  • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir þjónustu- og upplýsingafulltrúi