Markaðsstofan hefur á undanförnum misserum unnið mun meira en áður að markaðssetningu til Íslendinga, líkt og svo mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu sem hafa þurft að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Sú vinna hefur haldið áfram í vetur, samhliðaþví að markaðssetningu til erlendra ferðamanna hefur verið haldið lifandi í gegnum samfélagsmiðla og heimasíðu, og með samskiptum við erlendar ferðaskrifstofur. Strax að loknum páskum fer fókusinn í þessari vinnu, sérstaklega innanlands, að snúast meira umsumarið og þar ætlar MN að vinna með nokkrar mismunandi áherslur.
Uppfærð birtingaráætlun frá því sem var send út fyrr í vetur lögð fram til kynningar.
Ráðið samþykkir að fá fulltrúa frá Markaðsstofu Norðurlands á næsta fund ráðsins og felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að leita eftir því við Markaðsstofuna.