Á 980. fundi byggðaráðs þann 29. mars 2021 var eftirfarandi bókað:
"Í lok febrúar sl. tilkynnti sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs að hann myndi ekki þiggja stöðu byggingar- og skipulagsfulltrúa hjá framkvæmdasviði Dalvíkurbyggðar. Því var staðan auglýst laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur rann út þann 20. mars sl. og barst ein umsókn frá Helgu Írisi Ingólfsdóttur, skipulags- og tæknifulltrúa.
Sveitarstjóri og byggðaráð unnu að úrvinnslu og sátu viðtöl en Mögnum veitti faglega aðstoð í ferlinu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Helga Íris Ingólfsdóttir verði ráðin í starf byggingar- og skipulagsfulltrúa hjá Dalvíkurbyggð.
Til að uppfylla kröfur laga um mannvirki þá er sveitarstjóra falið að kanna mögulegt samstarf við nágrannasveitarfélögin um verkefni byggingarfulltrúa."
Til máls tóku Katrín Sigurjónsdóttir, Guðmundur St. Jónsson, Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson og Þórhalla Karlsdóttir.
Fleiri tóku ekki til máls.
Til að uppfylla kröfur laga um mannvirki þá er sveitarstjóra falið að kanna mögulegt samstarf við nágrannasveitarfélögin um verkefni byggingarfulltrúa.