Málsnúmer 201911072Vakta málsnúmer
Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Freyr Antonsson, formaður stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses, kl. 13:00.
Á 964. fundi byggðaráðs þann 5. nóvember 2020 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Til umræðu ofangreint og forstöðumaður safna gerði grein fyrir stöðu mála og meðfylgjandi minnisblaði frá forstöðumanni safna, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og formanni stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses, dagsett þann 03.11.2020, þar sem lagt er til að samkomulag Dalvíkurbyggðar og Menningarfélagsins Bergs ses um framkvæmdastjóra og rekstur Menningarhússins Bergs verði í gildi út árið 2021. Framlag forstöðumanns safna til menningarhússins er metið 15% af 100% stöðugildi. Lagt er til að 4,85% af launum deildarbókavarðar bókist einnig á deild 05610 þannig að heildarstöðugildi vegna Menningarhússins Berg ses er 19,85%. Menningarfélagið Berg ræður síðan starfsmann á sínum vegum til að sinna daglegum verkefnum hússins í því hlutfalli sem metið er ásættanlegt af stjórn menningarfélagsins. -Samningur vegna launa lækkar um 1.000.000 kr. á ársgrundvelli en rekstrarstyrkur Dalvíkurbyggðar hækkar á móti um sömu upphæð. Við breytingarnar verður ekki kostnaðarauki á framlagi Dalvíkurbyggðar til menningarhússins en skiptingin verður önnur.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að ofangreint fyrirkomulag gildi áfram út árið 2021 og tíminn verði notaður til rýni með það að markmiði að fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2022 liggi fyrir tillaga að lausn og fyrirkomulagi til framtíðar. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu að skiptingu launa starfsmanna safna og endurskoðun á styrktarfjárhæðum við Menningarfélagið Berg ses til gerðar fjárhagsáætlunar 2021."
Tekinn fyrir rafpóstur frá Menningarfélaginu Bergi ses, dagsettur þann 29. september 2021, þar sem fram kemur að formanni stjórnar var falið að ræða við Dalvíkurbyggð í samræmi við umræður á fundi þar sem um áramót lýkur þeim tíma sem gefinn var til að endurmeta sú skipan að forstöðumaður safna væri jafnframt framkvæmdastjóri Menningarhússins Bergs. Í ljósi aukinna verkefna forstöðumanns safna er ljóst að breytinga er þörf.
Freyr vék af fundi kl. 13:31.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjórum Fræðslu- og menningarsviðs og Fjármála- og stjórnsýslusviðs að endurskoða fyrirliggjandi samninga, eftir því sem við á.