Þróunarvinna fyrir Menningarhúsið Berg

Málsnúmer 201911072

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 928. fundur - 05.12.2019

Þann 20. nóvember sl. komu stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Menningarfélagsins Bergs til viðræðna við sveitarstjóra um Menningarhúsið Berg og þá samninga sem gilda um starfsemi hússins og á milli félagsins og Dalvíkurbyggðar.

Hugmyndir eru uppi hjá stjórn Menningarfélagsins Bergs að setja af stað þróunarvinnu fyrir Menningarhúsið Berg en nú eru liðin 10 ár frá því húsið var tekið í notkun.

Rætt um starfsemina í Menningarhúsinu og þá möguleika sem húsið býður upp á.

Gísli Bjarnason vék af fundi kl. 12:07.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að skipa Gísla Bjarnason, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og Ellu Völu Ármannsdóttur, formann menningarráðs, í vinnuhóp um þróunarvinnu fyrir Menningarhúsið Berg. Stjórn Menningarfélagsins skipi tvo aðila í vinnuhópinn. Áætlað er að vinnuhópurinn skili af sér hugmyndum fyrir lok janúar 2020.

Sveitarstjórn - 319. fundur - 19.12.2019

Frá 928. fundi byggðaráðs þann 5. desember 2019.

"Þann 20. nóvember sl. komu stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Menningarfélagsins Bergs til viðræðna við sveitarstjóra um Menningarhúsið Berg og þá samninga sem gilda um starfsemi hússins og á milli félagsins og Dalvíkurbyggðar.
Hugmyndir eru uppi hjá stjórn Menningarfélagsins Bergs að setja af stað þróunarvinnu fyrir Menningarhúsið Berg en nú eru liðin 10 ár frá því húsið var tekið í notkun.

Rætt um starfsemina í Menningarhúsinu og þá möguleika sem húsið býður upp á.

Gísli Bjarnason vék af fundi kl. 12:07.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að skipa Gísla Bjarnason, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og Ellu Völu Ármannsdóttur, formann menningarráðs, í vinnuhóp um þróunarvinnu fyrir Menningarhúsið Berg. Stjórn Menningarfélagsins skipi tvo aðila í vinnuhópinn. Áætlað er að vinnuhópurinn skili af sér hugmyndum fyrir lok janúar 2020."

Til máls tók:
Gunnþór E. Gunnþórsson
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

Byggðaráð - 931. fundur - 17.01.2020

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kom á fund byggðaráðs og kynnti stöðu á vinnu þróunarhópsins fyrir Menningarhúsið Berg. Áætlað er að vinnuhópurinn ljúki störfum í lok janúar.

Gísli vék af fundi kl. 13:15.
Lagt fram til kynningar.

Menningarráð - 77. fundur - 27.01.2020

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri og Ella Vala Ármannsdóttir, nefndarmaður, upplýstu Menningarráð um stöðu mála í þróunarvinnu fyrir Menningarhúsið Berg.
Lagt fram til kynningar

Byggðaráð - 933. fundur - 30.01.2020

Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kom á fundinn kl. 13:31.

Á 319. fundi sveitarstjórnar þann 19. desember 2019 var samþykkt samhljóða að skipa Gísla Bjarnason, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og Ellu Völu Ármannsdóttur, formann menningarráðs, í vinnuhóp um þróunarvinnu fyrir Menningarhúsið Berg. Stjórn Menningarfélagsins skipi tvo aðila í vinnuhópinn. Áætlað var að vinnuhópurinn skili af sér hugmyndum fyrir lok janúar 2020.
Gísli kynnti starf vinnuhópsins og niðurstöður.

Nú liggur fyrir tillaga frá vinnuhópnum um að forstöðumaður safna Dalvíkurbyggðar taki að sér framkvæmdastjórn Menningarhússins Bergs. Um sé að ræða þróunarverkefni sem lokið verði fyrir árslok 2020. Á því tímabili verði störf í söfnum sveitarfélagsins endurskoðuð sem og þeir samningar sem í gildi eru á milli Menningarfélagsins Bergs ses og Dalvíkurbyggðar.

Með fundarboði fylgdu drög að samkomulagi á milli Dalvíkurbyggðar og Menningarfélagsins Bergs ses. um framkvæmdastjóra og rekstur Menningarhússins Berg byggð á ofangreindri tillögu sem taki gildi frá 1. febrúar 2020.

Gísli vék af fundi kl. 13:47.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samning Dalvíkurbyggðar við Menningarfélagið Berg ses og felur sviðsstjóra að ganga frá samningnum.

Byggðaráð ítrekar að um þróunarverkefni til eins árs er að ræða.

Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með viðauka á næsta fund byggðaráðs vegna áhrifa samningsins á fjárhagsáætlun 2020.

Sveitarstjórn - 321. fundur - 18.02.2020

Á 933. fundi Byggðaráðs þann 30. janúar 2020 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Nú liggur fyrir tillaga frá vinnuhóp um þróunarvinnu fyrir Menningarhúsið Berg að forstöðumaður safna Dalvíkurbyggðar taki að sér framkvæmdastjórn Menningarhússins Bergs. Um sé að ræða þróunarverkefni sem lokið verði fyrir árslok 2020. Á því tímabili verði störf í söfnum sveitarfélagsins endurskoðuð sem og þeir samningar sem í gildi eru á milli Menningarfélagsins Bergs ses og Dalvíkurbyggðar.

Með fundarboði fylgdu drög að samkomulagi á milli Dalvíkurbyggðar og Menningarfélagsins Bergs ses. um framkvæmdastjóra og rekstur Menningarhússins Bergs byggð á ofangreindri tillögu sem taki gildi frá 1. febrúar 2020.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samning Dalvíkurbyggðar við Menningarfélagið Berg ses og felur sviðsstjóra að ganga frá samningnum.

Byggðaráð ítrekar að um þróunarverkefni til eins árs er að ræða.

Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með viðauka á næsta fund byggðaráðs vegna áhrifa samningsins á fjárhagsáætlun 2020."

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum samning Dalvíkurbyggðar við Menningarfélagið Berg og tilhögun þróunarverkefnisins til eins árs.

Byggðaráð - 937. fundur - 12.03.2020

Á 933. fundi byggðaráðs þann 30. janúar 2020 fól byggðaráð sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með fyrir byggðaráð, viðauka vegna áhrifa samnings Dalvíkurbyggðar við Menningarhúsið Berg ses, um framkvæmdastjóra og rekstur,á fjárhagsáætlun 2020.

Með fundarboði fylgdi viðaukabeiðni við laun starfsmanna safna vegna skipulagsbreytinga samkvæmt samkomulagi Dalvíkurbyggðar við Menningarfélagið Berg ses. um framkvæmdastjóra og rekstur Menningarhússins Berg. Til að mæta auknum launakostnaði verði fjármunum skv. 4. lið 3. gr. styrktarsamnings Dalvíkurbyggðar og Menningarfélagsins Berg ses. ráðstafað í þessa breytingu. Þannig lækkar 05610-9145, rekstrarstyrkir til félagasamtaka, um 3.013.470 kr. Á móti hækka launaliðir í deildum 05210 og 05310 um sömu upphæð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 12 við fjárhagsáætlun 2020, lækkun á deild 05610-9145 um 3.013.470 kr. Á móti hækka launaliðir í deild 05210 um 945.186 krónur og í deild 05310 um 2.068.284 krónur. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 322. fundur - 17.03.2020

Á 937. fundi byggðaráðs þann 12. mars 2020 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði fylgdi viðaukabeiðni við laun starfsmanna safna vegna skipulagsbreytinga samkvæmt samkomulagi Dalvíkurbyggðar við Menningarfélagið Berg ses. um framkvæmdastjóra og rekstur Menningarhússins Berg. Til að mæta auknum launakostnaði verði fjármunum skv. 4. lið 3. gr. styrktarsamnings Dalvíkurbyggðar og Menningarfélagsins Berg ses. ráðstafað í þessa breytingu. Þannig lækkar 05610-9145, rekstrarstyrkir til félagasamtaka, um 3.013.470 kr. Á móti hækka launaliðir í deildum 05210 og 05310 um sömu upphæð.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 12 við fjárhagsáætlun 2020, lækkun á deild 05610-9145 um 3.013.470 kr. Á móti hækka launaliðir í deild 05210 um 945.186 krónur og í deild 05310 um 2.068.284 krónur. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Sveitarsjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

Byggðaráð - 964. fundur - 05.11.2020

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, sat fundinn áfram undir þessum lið. Undir þessum lið komu einnig inn á fundinn í gegnum fjarfund TEAMS Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, og Rúna Kristín Sigurðardóttir, launafulltrúi, kl. 13:55.

Á 321. fundi sveitarstjórnar þann 16. febrúar 2020 var eftirfarandi bókað:

"Á 933. fundi Byggðaráðs þann 30. janúar 2020 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Nú liggur fyrir tillaga frá vinnuhóp um þróunarvinnu fyrir Menningarhúsið Berg að forstöðumaður safna Dalvíkurbyggðar taki að sér framkvæmdastjórn Menningarhússins Bergs. Um sé að ræða þróunarverkefni sem lokið verði fyrir árslok 2020. Á því tímabili verði störf í söfnum sveitarfélagsins endurskoðuð sem og þeir samningar sem í gildi eru á milli Menningarfélagsins Bergs ses og Dalvíkurbyggðar.

Með fundarboði fylgdu drög að samkomulagi á milli Dalvíkurbyggðar og Menningarfélagsins Bergs ses. um framkvæmdastjóra og rekstur Menningarhússins Bergs byggð á ofangreindri tillögu sem taki gildi frá 1. febrúar 2020.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samning Dalvíkurbyggðar við Menningarfélagið Berg ses og felur sviðsstjóra að ganga frá samningnum.

Byggðaráð ítrekar að um þróunarverkefni til eins árs er að ræða.

Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með viðauka á næsta fund byggðaráðs vegna áhrifa samningsins á fjárhagsáætlun 2020."


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum samning Dalvíkurbyggðar við Menningarfélagið Berg og tilhögun þróunarverkefnisins til eins árs."

Til umræðu ofangreint og forstöðumaður safna gerði grein fyrir stöðu mála og meðfylgjandi minnisblaði frá forstöðumanni safna, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og formanni stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses, dagsett þann 03.11.2020, þar sem lagt er til að samkomulag Dalvíkurbyggðar og Menningarfélagsins Bergs ses um framkvæmdastjóra og rekstur Menningarhússins Bergs verði í gildi út árið 2021. Framlag forstöðumanns safna til menningarhússins er metið 15% af 100% stöðugildi. Lagt er til að 4,85% af launum deildarbókavarðar bókist einnig á deild 05610 þannig að heildarstöðugildi vegna Menningarhússins Berg ses er 19,85%. Menningarfélagið Berg ræður síðan starfsmann á sínum vegum til að sinna daglegum verkefnum hússins í því hlutfalli sem metið er ásættanlegt af stjórn menningarfélagsins. -
Samningur vegna launa lækkar um 1.000.000 kr. á ársgrundvelli en rekstrarstyrkur Dalvíkurbyggðar hækkar á móti um sömu upphæð. Við breytingarnar verður ekki kostnaðarauki á framlagi Dalvíkurbyggðar til menningarhússins en skiptingin verður önnur.

Björk og Rúna viku af fundi kl. 14:16.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að ofangreint fyrirkomulag gildi áfram út árið 2021 og tíminn verði notaður til rýni með það að markmiði að fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2022 liggi fyrir tillaga að lausn og fyrirkomulagi til framtíðar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu að skiptingu launa starfsmanna safna og endurskoðun á styrktarfjárhæðum við Menningarfélagið Berg ses til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.

Menningarráð - 83. fundur - 29.01.2021

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Bergs, fór yfir þær breytingar sem gerðar voru á þróunarvinnu milli ára.
Lagt fram til kynningar

Byggðaráð - 997. fundur - 30.09.2021

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Freyr Antonsson, formaður stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses, kl. 13:00.

Á 964. fundi byggðaráðs þann 5. nóvember 2020 var m.a. eftirfarandi bókað:

"Til umræðu ofangreint og forstöðumaður safna gerði grein fyrir stöðu mála og meðfylgjandi minnisblaði frá forstöðumanni safna, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og formanni stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses, dagsett þann 03.11.2020, þar sem lagt er til að samkomulag Dalvíkurbyggðar og Menningarfélagsins Bergs ses um framkvæmdastjóra og rekstur Menningarhússins Bergs verði í gildi út árið 2021. Framlag forstöðumanns safna til menningarhússins er metið 15% af 100% stöðugildi. Lagt er til að 4,85% af launum deildarbókavarðar bókist einnig á deild 05610 þannig að heildarstöðugildi vegna Menningarhússins Berg ses er 19,85%. Menningarfélagið Berg ræður síðan starfsmann á sínum vegum til að sinna daglegum verkefnum hússins í því hlutfalli sem metið er ásættanlegt af stjórn menningarfélagsins. -Samningur vegna launa lækkar um 1.000.000 kr. á ársgrundvelli en rekstrarstyrkur Dalvíkurbyggðar hækkar á móti um sömu upphæð. Við breytingarnar verður ekki kostnaðarauki á framlagi Dalvíkurbyggðar til menningarhússins en skiptingin verður önnur.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að ofangreint fyrirkomulag gildi áfram út árið 2021 og tíminn verði notaður til rýni með það að markmiði að fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2022 liggi fyrir tillaga að lausn og fyrirkomulagi til framtíðar. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu að skiptingu launa starfsmanna safna og endurskoðun á styrktarfjárhæðum við Menningarfélagið Berg ses til gerðar fjárhagsáætlunar 2021."

Tekinn fyrir rafpóstur frá Menningarfélaginu Bergi ses, dagsettur þann 29. september 2021, þar sem fram kemur að formanni stjórnar var falið að ræða við Dalvíkurbyggð í samræmi við umræður á fundi þar sem um áramót lýkur þeim tíma sem gefinn var til að endurmeta sú skipan að forstöðumaður safna væri jafnframt framkvæmdastjóri Menningarhússins Bergs. Í ljósi aukinna verkefna forstöðumanns safna er ljóst að breytinga er þörf.

Freyr vék af fundi kl. 13:31.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að verða við ósk stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses að snúa til fyrra horfs frá og með 1.1.2022.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjórum Fræðslu- og menningarsviðs og Fjármála- og stjórnsýslusviðs að endurskoða fyrirliggjandi samninga, eftir því sem við á.

Menningarráð - 88. fundur - 22.10.2021

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og framkvæmdastjóri Menningarhússins, fór yfir stöðu á því máli.
Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn - 339. fundur - 02.11.2021

Á 997. fundi byggðaráðs þann 30. september 2021 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Freyr Antonsson, formaður stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses, kl. 13:00. Á 964. fundi byggðaráðs þann 5. nóvember 2020 var m.a. eftirfarandi bókað: "Til umræðu ofangreint og forstöðumaður safna gerði grein fyrir stöðu mála og meðfylgjandi minnisblaði frá forstöðumanni safna, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og formanni stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses, dagsett þann 03.11.2020, þar sem lagt er til að samkomulag Dalvíkurbyggðar og Menningarfélagsins Bergs ses um framkvæmdastjóra og rekstur Menningarhússins Bergs verði í gildi út árið 2021. Framlag forstöðumanns safna til menningarhússins er metið 15% af 100% stöðugildi. Lagt er til að 4,85% af launum deildarbókavarðar bókist einnig á deild 05610 þannig að heildarstöðugildi vegna Menningarhússins Berg ses er 19,85%. Menningarfélagið Berg ræður síðan starfsmann á sínum vegum til að sinna daglegum verkefnum hússins í því hlutfalli sem metið er ásættanlegt af stjórn menningarfélagsins. -Samningur vegna launa lækkar um 1.000.000 kr. á ársgrundvelli en rekstrarstyrkur Dalvíkurbyggðar hækkar á móti um sömu upphæð. Við breytingarnar verður ekki kostnaðarauki á framlagi Dalvíkurbyggðar til menningarhússins en skiptingin verður önnur. a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að ofangreint fyrirkomulag gildi áfram út árið 2021 og tíminn verði notaður til rýni með það að markmiði að fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2022 liggi fyrir tillaga að lausn og fyrirkomulagi til framtíðar. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu að skiptingu launa starfsmanna safna og endurskoðun á styrktarfjárhæðum við Menningarfélagið Berg ses til gerðar fjárhagsáætlunar 2021." Tekinn fyrir rafpóstur frá Menningarfélaginu Bergi ses, dagsettur þann 29. september 2021, þar sem fram kemur að formanni stjórnar var falið að ræða við Dalvíkurbyggð í samræmi við umræður á fundi þar sem um áramót lýkur þeim tíma sem gefinn var til að endurmeta sú skipan að forstöðumaður safna væri jafnframt framkvæmdastjóri Menningarhússins Bergs. Í ljósi aukinna verkefna forstöðumanns safna er ljóst að breytinga er þörf. Freyr vék af fundi kl. 13:31. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að verða við ósk stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses að snúa til fyrra horfs frá og með 1.1.2022. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjórum Fræðslu- og menningarsviðs og Fjármála- og stjórnsýslusviðs að endurskoða fyrirliggjandi samninga, eftir því sem við á."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að verða við ósk stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses um að snúa til fyrra horfs frá og með 1.1.2022.

Byggðaráð - 1006. fundur - 18.11.2021

Á 88. fundi menningarráðs Dalvíkurbyggðar þann 22. október sl. var eftirfarandi bókað:

"Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og framkvæmdastjóri Menningarhússins, fór yfir stöðu á því máli. Lagt fram til kynningar."

Á 339. fundi sveitarstjórnar þann 2. nóvember sl. var staðfest sú tillaga byggðaráðs um að verða við ósk stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses um að snúa til fyrra horfs frá og með 1.1.2022 varðandi starf frmakvæmdastjóra.
Lagt fram til kynningar.