Menningarráð

88. fundur 22. október 2021 kl. 08:15 - 09:37 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Ella Vala Ármannsdóttir formaður
  • Júlíus Magnússon varaformaður
  • Rúna Kristín Sigurðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Heiða Hilmarsdóttir boðaði forföll og í hennar stað kemur Rúna Kristín Sigurðardóttir. Björk Hólm sat á fundi undir liðum 1 - 5

1.Þróunarvinna fyrir Menningarhúsið Berg

Málsnúmer 201911072Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og framkvæmdastjóri Menningarhússins, fór yfir stöðu á því máli.
Lagt fram til kynningar.

2.Starfs - og fjárhagsáætlun 2022 og 3ja ára áætlun 2023 - 2025

Málsnúmer 202109100Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins og Gísli Bjarnason fóru yfir helstu áherslur í starfs - og fjárhagsáætlun 2022 fyrir málaflokk 05.
Menningarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum starfsáætlun safna í Dalvíkurbyggð.

Menningarráð gerir ekki athugasemd við fjárhagsáætlun safna fyrir fjárhagsárið 2022.

3.Fjárhagslegt stöðumat fyrir málaflokk 05

Málsnúmer 202001081Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir fjárhagslegt stöðumat fyrir málaflokk 05.
Lagt fram til kynningar.

4.Lagfæring á listaverki

Málsnúmer 202109102Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, fór yfir stöðu mála vegna lagfæringar á listaverki.
Lagt fram til kynningar

5.Gjaldskrá fræðslu - og menningarsviðs fyrir 2022

Málsnúmer 202109071Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og framkvæmdastjóri Menningarhússins, fór yfir gjaldskrá safna fyrir fjárhagsárið 2022.
Menningarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum gjaldskrá safna fyrir fjárhagsárið 2022.
Björk Hólm fór af fundi kl. 09:20

6.Ósk um styrk vegna göngustígs meðfram Dalvíkurkirkju

Málsnúmer 202109096Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað frá Gísla Bjarnasyni, sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs, dags. 21.10.2021.
Menningarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að veita 300.000 kr. styrk vegna göngustígs meðfram Dalvíkurkirkju.

Fundi slitið - kl. 09:37.

Nefndarmenn
  • Ella Vala Ármannsdóttir formaður
  • Júlíus Magnússon varaformaður
  • Rúna Kristín Sigurðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs