Málsnúmer 202005082Vakta málsnúmer
a) Framkvæmdastyrkir til íþrótta- og æskulýðsfélaga 2021-2024.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sátu áfram fundinn undir þessum lið. Á 963. fundi byggðaráðs fól byggðaráð ofangreindum að funda með viðkomandi íþrótta- og æskulýðsfélögum um endurskoðun framkvæmdaráætlunar, með vísan í erindi frá Golfklúbbnum Hamar og Skíðafélagi Dalvíkur, mál 202009134 og mál 202009070 sem voru til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði þann 6. október s.l.
Gísli Rúnar og Gísli fóru yfir meðfylgjandi minnisblað, dagsett þann 30.10. 2020, og gerðu grein fyrir fundi sínum með félögunum.
a) Framkvæmdastyrkir til íþrótta- og æskulýðsfélaga;
a.1. Hestamannafélagið Hringur.
Tillaga;
Lagt til að Hestamennafélagið fái greiddan þann kostnað sem hefur fallið til árið 2020 og rest af styrk árið 2020 verði frestað (áætlun er 9.000.000). Framkvæmdum verði frestað um a.m.k. eitt ár og enginn styrkur greiddur árið 2021.
a.2. Skíðafélag Dalvíkur;
Lagt til að félagið fái allt að þessar þrjár milljónir á þessu ári vegna frumvinnu og öðrum framkvæmdum verði frestað og því ekkert fjármagn sem verði áætlað árið 2021 í uppbyggingu íþróttamannvirkja (var gert ráð fyrir 26.000.000 árið 2021)
Guðmundur St. Jónsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu á lið a.3. kl. 14:25.
a.3. Golfklúbburinn Hamar:
Lagt til að félagið fái þessar tvær milljónir á þessu ári vegna frumvinnu sem og þessar sjö milljónir sem eru á áætlun á þessu ári. Einnig er lagt til að félagið fái eins mikið og svigrúm leyfir árið 2021. Árið 2021 var áætlaðar 10.000.000 í viðhald og framkvæmdir á vellinum.
Gísli Rúnar og Gísli viku af fundi kl. 14:40.
b) Starfsáætlanir 2021 - uppfærðar.
Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 14:32.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu uppfærðar starfsáætlanir frá fagsviðum vegna fjárhagsáætlunar 2021.
b) Framkvæmdaáætlun og fjárfestingar 2021 - 2024 - lokatillaga
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærða framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2021-2024. Breytingar frá síðasta fundi er að búið er að taka út kaup á slökkviliðsbíl að upphæð 70 m.kr., færa kostnað vegna vinnu við að setja niður leiktæki að upphæð 2,5 m.kr. af rekstri Eignasjóðs. Til umfjöllunar einnig tillaga umhverfis- og tæknisviðs varðandi grisjun í Brúarhvammsreit og stígagerð.
c) Búnaðarkaup 2021, lokatillaga.
Engar breytingar hafa verið gerðar á meðfylgjandi tillögu að búnaðarkaupum á milli funda.
d) Viðhald Eignasjóðs 2021, lokatillaga.
Engar breytingar hafa verið gerðar á meðfylgjandi tillögu að viðhaldi Eignasjóðs 2021 á milli funda.
e) Stöðugildi 2021 og launaáætlun, lokatillaga.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti yfirlit yfir launaáætlun 2021 og áætlaðar breytingar á milli ára ásamt yfirliti yfir fjölda stöðugilda.
Einnig farið yfir áætluð laun kjörinna fulltrúa og fundaþóknanir.
f) Tillögur að vinnubókum vs. fjárhagsrammar.
Farið yfir meðfylgjandi yfirlit að stöðu áætlana samkvæmt vinnubókum í samanburði við fjárhagsramma vinnubóka.
g) Erindi vegna fjárhagsáætlunar.
Rætt um stöðu mála - engar breytingar hafa komið fram á milli funda frá fagsviðum.
h) Þriggja ára áætlun; magnbreytingar.
Ekkert sem kom fram.