a) Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs í gegnum fjarfund (TEAMS) Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknsviðs, og Steinþór Björnsson, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdardeildar, kl.16:15.
Börkur og Steinþór kynntu tillögur umhverfis- og tæknisviðs, eigna- og framkvæmdadeildar og umhverfisráðs að viðhaldi, framkvæmdum og fjárfestingum Eignasjóðs, Eignasjóður málaflokkar 31 og 32. Einnig kynntu Börkur og Steinþór, eftir því sem við á, tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun 2021 fyrir málaflokka 07, 08, 09, 10, 11, og deildir 06270, 13200, 13210,13700, 13710 og 13720.
Börkur Þór og Steinþór viku af fundi kl. 19:00.
b) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti tillögu að starfsáætlun 2021 vegna verkefna þjónustu- og upplýsingafulltrúa og atvinnumála- og kynningarráðs.
c) Yfirferð yfir starfs- og fjárhagsáætlun veitu- og hafnasviðs frestað til næsta fundar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða tillögu að auglýsingu vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021 og fjárhagsáætlun 2022-2024 og felur sveitarstjóra að birta auglýsinguna á heimasíðu og samfélagsmiðlum sveitarfélagsins. Einnig að senda auglýsinguna á félagasamtök, íbúasamtök og hverfasamtök í sveitarfélaginu.