Málsnúmer 202005082Vakta málsnúmer
Á fundinum var farið yfir vinnugögn sem sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sendi í rafpósti 19.10.2020.
a) Samantekt yfir niðurstöður tillagna vinnubóka vs. fjárhagsramma.
b) Beiðnir um búnaðarkaup.
c) Tillaga umhverfis- og tæknisviðs að viðhaldi Eignasjóðs.
d) Tillögur umhverfis- og tæknisviðs og veitu- og hafnasviðs að fjárfestingum og framkvæmdum.
Á fundinum voru gerðar tillögur að breytingum og sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að fylgja þeim málum eftir við sviðsstjóra eftir því sem við á.
Markmiðið er að byggðaráð ljúki sinni yfirferð yfir tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun á næsta fundi sem er fimmtudaginn 22. október n.k.